Áskorun til Hönnu Birnu Kristjánsdóttur

Sæl Hanna Birna

Ég skora hér með á þig að segja tafarlaust af þér sem innanríkiráðherra og sem varafomanns Sjálfstæðisflokksins.

Gisli Freyr starfði alfarið á þína ábyrgð.

Með hagsmuni þjóðarnnar, ríkisstórnarinnar og Sjálfstæðisflokssins að leiðarljósi hvet ég þig til að gera það eina rétta í stöðunni og segja af þér.


Með kveðju.
Óðinn Þórisson
Sjálfstæðismaður


mbl.is Gísli Freyr játar lekann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Af hverju ætti hún þá að segja af sér, ef hún er alsaklaus? Hún segist ekkert hafa vitað af þessu.

En um sekt eins eða annars í málinu veit ég ekkert fremur en þú, vinur.

Jón Valur Jensson, 11.11.2014 kl. 18:31

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sammála Jóni hérna, afhverju á Hanna Birna að segja af sér...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.11.2014 kl. 18:52

3 Smámynd: rhansen

Sammála þer Óðinn þar sem hún er ábyrgt fyrir sinu ráðuneyri og starfsfólki ...I annann stað vil eg vita hverjir voru áheyrnarfulltrúar  að þessu samtali Ráðherra og Gisla Freys ?  það þyðir ekki að segja bara svona Nú verða hlutirnir að vera á hreinu !

rhansen, 11.11.2014 kl. 18:54

4 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég samhryggist, það hlýtur að vera ömurlegt að hafa haldið uppi vörnum fyrir svona lygara svo mánuðum skiptir.

Sigurður Hrellir, 11.11.2014 kl. 19:24

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er algerlega sammála þér Óðinn. Gísli Freyr var ekki venjulegur, óbreyttur starfsmaður ráðuneytisins. Hann var sérstaklega valinn sem sérlegur aðstoðarmaður Hönnu Birnu, með öðrum orðum handvalinn af henni. Aðstoðarmenn ráðherra eru ígildi aðstoðarráðherra og heyra undir ráðherra beint en ekki ráðuneytisstjóra eins og venjulegir starfsmenn ráðuneytanna. Ábyrgðina á störfum og gjörðum Gísla í ráðuneytinu ber Hanna Birna ein og enginn annar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.11.2014 kl. 20:26

6 Smámynd: Óskar

Hún valdi hann sem aðstoðarmann og ber því ábyrgð á gjörðum hans að hluta til.  Að sjálfsögðu á hún að segja af sér undir eins.

Óskar, 11.11.2014 kl. 20:46

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Valur - það kemur skýrt fram í færslunni hversvegna ég telji að hún eigi að segja af sér.

Óðinn Þórisson, 11.11.2014 kl. 22:07

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ingibjörg Guðrún - það er virkilega sorglegt að þessi staða sé komin upp og það veitir mér enga gleði að skirfa þessa færslu.

Óðinn Þórisson, 11.11.2014 kl. 22:08

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

rhansen - það var ekki til að bæta ofan þetta að hún vildi hvorki koma fram í stjónvarpsfréttum rúv eða stöð2 og tjá sig um málið.
Það er alveg ljóst að þessu máli er hvergi nærri lokið.

Óðinn Þórisson, 11.11.2014 kl. 22:12

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður - rétt ég hef reynt að verja HBK en því miður get ég það ekki lengur.

Óðinn Þórisson, 11.11.2014 kl. 22:13

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Axel Jóhann - get tekið undir allt sem kemur fram i ath.semdinni hjá þér og vil aðeins bæta þvi við að sú breyting verður að verða í stjórnmálum á íslandi að kjörnir fulltrúar segi af sér þegar traust á viðkomandi er orðið lítið sem ekkert.

Óðinn Þórisson, 11.11.2014 kl. 22:18

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki er ég fylgismaður Hönnu Birnu, er t.d. mjög andvígur athöfnum hennar og yfirlýsingum í flugvallarmáinu, en tel að virða eigi þá grundvallarreglu, að hver maður skuli teljast saklaus, nema sekt hans sannist. Þess vegna, til dæmis, þóttu mér mótmælin á Austurvelli um daginn hæpin mjög fyrir það, að ýmsir þar kröfðust afsagnar Hönnu Birnu vegna þessa máls. Dómstól götunnar hefur sjaldan verið til fyrirmyndar.

Jón Valur Jensson, 12.11.2014 kl. 00:43

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mikið hlýtur að vera erfitt að vera sjálfstæðismaður þessa dagana.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.11.2014 kl. 01:03

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Valur - ég hef alltaf verið mikill stuðningsmaður Hönnu Birnu, skrifað ófáar færslur hér henni til stuðnngs nema þegar kemur að flugvallarmálinu þá er ég ekki sáttur við hennar störf frekar en aðrir flugvallarvinir.
Í þessu máli snýst þetta ekki í raun um sekt eða sakleysi, þetta snýst um traust og virðingu og að hún bar alla ábyrð á Gísla Frey.
Ég hef hér skrifað færslur um að SJS, JS og SS hefðu átt að segja af sér á sínum tíma og nú er staða HBK það vond að hún getur ekki setið áfram, ef hún gerir það hefur hún ekki stuðing frá mér.

Óðinn Þórisson, 12.11.2014 kl. 07:09

15 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - það er alltaf gott að vera Sjálfstæðismaður, en það eru öryggulega margir Sjálfstæðismenn ekki mjög ánægðir með þessa færslu hjá mér.

Óðinn Þórisson, 12.11.2014 kl. 07:13

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Stöðu Hönnu Birnu verður ekki líkt við stöðu stjórnarskrárbrjóta.

Jón Valur Jensson, 12.11.2014 kl. 14:11

17 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Valur - ég get alveg viðurkennt þegar ég hef rangt fyrir mér, hún hefur ekki brotið stjórnarskrána og bið ég hana afsökunar á því að hafa borið hana saman við Johönnu Sigurðardóttur. las þína færslu, góð upprifjun.

Óðinn Þórisson, 12.11.2014 kl. 18:01

18 Smámynd: Skeggi Skaftason

Gott hjá Óðni. Hann er maður að meiri.

Hanna Birna laug að Alþingi um þetta mál. Það er einfaldlega óumdeilt, þó svo hún neiti því enn sjálf. Hún beitti óeðlilegum þrýstingi og hafði mjög óeðlileg afskipti af lögreglurannsókn, með endalausum símtölum og fundum með lögreglustjóra og séróskum, og dylgjaði svo um Umboðsmann Alþingis.

Svo var hún svo heppin að korteri fyrir réttarhölf stekkur sakborningurinn fram og játar allt, og kemur þannig í veg fyrir ða hún þurfi ða mæta sem vitni og gefa eiðsvarinn vitnisburð.

"Ég undrast þessi vinnubrögð umboðsmanns, ætla ekki að reyna að útskýra þau eða hafa á þeim aðra opinbera skoðun en þá að vera bæði hugsi og sorgmædd yfir því á hvaða stað ýmsar stofnanir landsins eru og hvernig þær geta ólíkt lýðræðislega kjörnum fulltrúum eða dómstólum sett fram eigin dylgjur og dóma án rökstuðnings eða réttarhalda."

http://www.visir.is/hanna-birna-hjolar-i-umbodsmann--ihugar-ad-haetta-i-stjornmalum/article/2014140829262

Skeggi Skaftason, 12.11.2014 kl. 18:29

19 Smámynd: Hörður Þórðarson

Góð færsla, Skeggi. Hún virðist ekki skilja ábyrgð sína. Það eitt finnst mér nóg til þess að biðja hana vinsamlega um að snúa sér að öðrum störfum. Hún ræður augljóslega ekki við þetta starf, og þess vegna er það henni sjálfri fyrir bestu að hún hætti því. Það líður engum vel í starfi sem þeir ráða ekki við.

Hörður Þórðarson, 12.11.2014 kl. 18:58

20 Smámynd: Óðinn Þórisson

Skeggi - hún er ekki fórnarlamb, hún hefur ekki sýnt neina auðmýkt, hún hefur ranglega sakað fólk um að vera í ljótum pólistíkum leik, hún virðist hafa reynt að hafa áhrif á srörf lögreglunnar með tölvur í innanríkisráðuneytinu, o.s.frv.
Sem SJálfstæðismaður get ekki ekki stutt hana áfram sem innanríkistráðherra, hún mætti ekki i sett í  Kastjósi en lætur GÞÞ um að mæta og svara fyrir sig.

Hanna Birna verður að gera sér greyn fyrir því að embættið innanríkisráðherra skiptir meira máli en Hanna Birna.

Óðinn Þórisson, 13.11.2014 kl. 17:29

21 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hörður - hún er komin á endastöð sem innanríkisráðherra og það er bara tímaspursmál hvernær hún stígur til hliðar nema að hún ætli að fórna flokknum fyrir sig.

Óðinn Þórisson, 13.11.2014 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband