Glæsliegt hjá Ragnheiði Elínu

Þetta er ótrúlega glæislegur árangur hjá Ragnheiði Elínu Árnadóttur að vera tilbúin með frumvarp um náttúrupassa og fá það samþykkt í ríkisstórn aðeins rúmu einu og hálfu ári eftir að hún kom að borðinu.

Ragnheiður hefur vaxið mjög mikið sem ráðherra og greynalega réttur einstaklingur í ráðuneytinu sem vissulega þurfti að lyftu upp eftir döpur ár.


mbl.is Náttúrupassi samþykktur í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Hvernig í ósköpunum færðu það út að þetta sé glæsilegt? Þetta er hreint og beint hneisa fyrir sjálfstæðisflokkinn! Að láta þegna landsins borga fyrir að skoða sína eigin náttúru er einfaldlega þannig, í mínum huga, að upphlaup Ögmundar í Kerinu verður hljóm eitt.

Sindri Karl Sigurðsson, 28.11.2014 kl. 20:06

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fer það ekki algjörlega eftir afstöðu til málsins, hvort hægt sé að tala um glæsilegan árangur eða ekki?

Guðmundur Ásgeirsson, 28.11.2014 kl. 20:33

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sindri Karl - það er ekki skynsamlegt að mismunda fólki eftir þjóðerni. 1500 kr. er ekki mikill pengur fyrir að njóta að sjá náttúruperlur eins og t.d Geysi eins oft á ári og hver íslendingur vill.
Erlendir ferðamenn myndu líklega bara nóta hann einu sinni, hann gildir í 3 ár þannig að þetta er flott fyrir okkur íslendinga, skapar mikllar tekjur.

Óðinn Þórisson, 28.11.2014 kl. 20:38

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - ef þú ert á móti náttúrupassanum þá eðlilega finnst þér þetta ekki glæsilegt.

Óðinn Þórisson, 28.11.2014 kl. 20:40

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þú ert semsagt fylgjandi náttúrupassanum Óðinn?

Guðmundur Ásgeirsson, 28.11.2014 kl. 20:47

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmudnur - ja ég verð a.m.k ekki sakaður um að vera á móti honum :)

Óðinn Þórisson, 28.11.2014 kl. 21:19

7 identicon

Það er ekki nóg að setja bara skatt. Það þarf að fylgja því eftir að hann verði notaður í aðgerðir til bjargar þeim stöðum þar sem átroðningur er mestur. T.d með stígagerð, eftirliti og betri upplýsingum til ferðamanna um viðkvæm svæði. Ef það verður niðurstaðan þá er ég alveg til að leggja minn hlut í púkkið.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.11.2014 kl. 22:06

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Óðinn. Hvernig í ósköpunum getur þér fundist það glæsilegt að einungis Sjálfstæðisflokkurinn hafi eitthvað um þennan náttúrupassa að segja. Framsóknarflokkurinn samþykkti víst ekki herlegheit einræðis-sjálftökuflokksins?

Svo finnst mér lágmark að þú rökstyðjir það, hvernig þessi einræðisflokks-skattpíning mun gagnast niðurtrampaðri jörð vítt og breitt um landið?

Það er víst ekki mögulegt að gista fyrir gistináttaskattinn, á öllum göngustígum landsins! Eða hvað?

Eruð þið sjáftöku-Sjallarnir eitthvað byrjaðir að skipuleggja óðagotið ykkar í þessum málum? Ekki fannst Sjallamafíunni nauðsynlegt að skipuleggja tjónið af tilvonandi og ósamþykktum virkjunum? Svo vonist þið líklega til að geta afsakað virkjana-steypuskaðann sem fer undir gosið tilvonandi, með sömu gömlu rullunni: "það vissi enginn að það yrði gos (hrun)!

Þið ættuð að hafa vit á að skammast ykkar, sem ekki sjáið brenglunina í öllu þessu spillingardæmi, sem almenningur á óframfærandi launum er píndur til að þræla fyrir. Það er alltaf sama gamla svikasagan síendurtekna, hjá mafíunni í miljónafélaginu siðspillta!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.11.2014 kl. 23:34

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Rafn - REÁ var rétt að kynna þetta ríkisstjórninni, svo voru það þingflokkarnniar, það já hjá x-d en virðast vera að Framsókn sé í enn einu ruglingu.

Frasmókn virðst ekki ætla að styðja áfengi í verslanari, vilja sparka fókum undan fólki sem vinnur í Fiskistsfou o.fl o.fl sem bendir til að storarflokkanrir eru lítið eða akert að tala saman.

Mín skoðun þá styð ég náttrúrpassa GEÁ.

Óðinn Þórisson, 29.11.2014 kl. 00:04

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Annna Sigríður  það er alveg ljóst að hann fer ekki í gegn nema meirihluti þingsins segjir JÁ.

Ef Framsókn hjólar í x-d bæði í þessu máli og vín í verslanir þá verðua að fara að staldra við

LJóstur leikur Sigrurður að flytja Fiksistofu, án samráðs við fólk og án þess að tala við samsatarfsflokkin.

Framsón með yfirvara við fjárlög, stjórnarfrumvarp - ég veit bara ekki á hvað leiÐ Framsókn er það gæti eitthvað gerst á nýja árinu.

Þetta gegnur ekki svona lengur, það þarf að koma t.d fram skýr stefna hvað þeir ætla að gera með afturköllunina á Samnfylkinarumsókninni.....................o.s.frv

Óðinn Þórisson, 29.11.2014 kl. 00:14

11 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Mismuna hverjum? Hakar einfaldlega við reit í skattframtali sem segir að þú hafir borgað þinn skatt á Íslandi og þar með njótir þú réttinda sem aðrir þurfa að borga fyrir.

Ég á erfitt með að sjá að þetta verði Sjálfstæðisflokknum til framdráttar. Að hefta för Íslendinga um sitt eigið land er vægast sagt beyging á grunngildum Stjórnarskrárinnar.

Sindri Karl Sigurðsson, 29.11.2014 kl. 01:11

12 identicon

Ragnheiður Elín hefur ekki gert neitt síðan hún settist í ráðherrastól fyrr en nú þegar hún býr til nýjan skatt, auðlindaskatt á almenning sem kallaður er náttúrupassi.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 29.11.2014 kl. 02:54

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sindri Karl - að erlendir ferðamenn sitji við sama borð og íslendingar.

Þetta er ekki alveg svona, náttúrupassinn er  aðeins fyrir um 7 rikisnáttúruperlur og mun þessi skattur fara í rekstur þeirra og uppbyggingu.

Landstæðsti hlutinn verður greyddur af erlendum ferðamönnum og 1500 kr. eru ekki mikið fyrir að geta heimsótt þær eins oft og við sem íslendingar viljum á 3 árum.

Óðinn Þórisson, 29.11.2014 kl. 12:37

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður Helgi - það tekur tíma að gera hlutina vel, ekki ert þú stuðingamaður þess að þetta verði einhversskonar nefskattur ?

Óðinn Þórisson, 29.11.2014 kl. 12:38

15 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það breytir engu um fjölda staða. Prinsipp er óhagganlegt og þetta er prinsippmál. Að flokkurinn skuli leggja þetta fram í þessari mynd er hneisa.

Sindri Karl Sigurðsson, 29.11.2014 kl. 13:39

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sindri Karl - hér er ekki um neitt prinsipp að ræða einfalt gjald þannig að það sé hægt að halda rekstri þeirra við.

Óðinn Þórisson, 29.11.2014 kl. 14:59

17 Smámynd: Ívar Pálsson

Óðinn, nú kemur þú á óvart, útvörður frelsisins. Sindri Karl og fleir mæla rétt, þetta er grundvallar- prinsipp. Gjaldið fer mest í sjálft sig, eftirlitsbatterí og valdabaráttu um tekjurnar.

Ívar Pálsson, 29.11.2014 kl. 16:18

18 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ívar - ég hef og verð alltaf talsmaður frelsins og það er ekkert í þessari færslu sem breytir þvi.
REÁ verður seint sökuð um að vera sósíal - demókrai sem berst gegn frelsi einstaklingsins þannig að þetta er gott frumvarp svo er bara spuring hvort þetta nýtur meirihluta, hún ræður þessu ekki ein og gott að fá þessa umræðu til að útskýra fyrir fólki um hvað málið snýst.

Óðinn Þórisson, 29.11.2014 kl. 17:04

19 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Óðinn.

Ég er nú vanur að láta flest flakka í góðum hóp og geri það því hér einnig, því við deilum sömu pólitísku hugsjónum. Þetta sem er í farvatninu núna er þannig máli vaxið að það þykknar all verulega í mér og örugglega mörgum fleiri. Hvaða andskotans rugl er í gangi? Ætlað Sjálfstæðisflokkurinn að standa fyrir því að láta almúga landisins borga inn á staði sem eru algerlega í eigu okkar sjálfra? Hvaða helvítis bull er þetta eiginlega? Meira að segja ferðamannaiðnaðurinn áttaði sig á þessu og lagði til gistináttagjald. Þá segir REÁ að það sé of seint að snúa við... !!!

Þú verður einn í þessari hlífðarbaráttu minn kæri. Við hinir sem vitum um hvað málið snýst komum ekki nálægt þessu bulli.

Sindri Karl Sigurðsson, 29.11.2014 kl. 20:15

20 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sindi Karl - fólk á að láta skoðanir sínar í ljós og meðan það er málefnalegt eins og er hjá þér þá er það bara hið besta mál.

Vinstri - menn eru yrirleitt ekki mjög málefnalegir og er mjög yfirlýsingaglaðir og verða þeir að eiga það við sig sjálfa.

Ég var á fundi Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi í morgun, gestur fundarins og var Bjarni Ben.

Hann kom inn á þetta með náttúrpassan, talaði um að þetta væri mun betra en það sem áður hefur verið talað um og hann styður náttúrupassa REÁ þannig að ég er ekki einn í baráttunni.

Hin leiðin eins og Bjarni Ben. benti á var nefskattur, það styð ég ekki en eins og ég segi þá er það meirihluta alþingis að segja JÁ eða NEI við þessu en það er rétt að umræðan fari fram og niðurstaða fáist i málið.

Óðinn Þórisson, 29.11.2014 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband