7.2.2015 | 12:50
VG er ómarktækur og óstjórntækur.
Það er fullkomlega fáránlegt að flokkur forræðishyggju og miðskýringar í anda gömlu ráðsjónarríkjanna tali um frelsi á nokkurn hátt.
Þetta er flokkur sem barðist hvað harðat fyrir því að hér yrðu haldin fyrstu pólitisku réttarhöld lýðveldissögunnar yfir Geir Haarde fyrrv. formanni Sjálfstæðisflokksins.
Skattastefna flokksins getur aldrei leitt til neins annars en að fátækt eyst.
Það er engin eftirspurn eftir þessum flokki við ríkisstjónarborðið.
Frelsi hinna fáu til að maka krókinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fátækt, já, en líka misskifting. Ekkert hefur aukið á misskiftingu eins hratt og vel og stjórn G & Samfó.
Ásgrímur Hartmannsson, 7.2.2015 kl. 15:35
Ásgrímur - vissulega jókst misskipting á síðasta kjörtímabili og þjóðin átti að borga hrun einkabankanna.
Óðinn Þórisson, 7.2.2015 kl. 16:08
Það var miklu verra en það:
Þá fór fram eignaupptaka af þeim sem áttu eignir en höfði sáralitlar tekjur. Tugir manna lentu í því - aðallega eldri borgarar sem voru svo óheppnir að eiga land eða stór einbýlishús.
Þetta var bara til þess að gera bil milli þeirra sem hafa háar tekjur - og ég meina *alvöru* háar tekjur, ekki bara 800K á mánuði eða svo.
Svo var farið í að setja á olíugjald, til þess að gera fólki erfiðara fyrir - það fór í matarverð, og það fór í lánin... verðbólga sko.
Svo var sykurskatturinn, sem fór líka í að auka verðbólgu. Og hækka verð á kaffi... af einhverjum orsökum.
Svo var farið skipulega í að fækka útgerðarfyrirtækjum. Minni fyrirtæki sem menn ráku bara fyrir sig fóru mörg á hausinn, og þótti það bara ágætt. Þess vegna eru aðeins færri skattborgarar nú en áður sem borga hátekjuskatt. Á móti stækkuðu stór-útgerðirnar.
Sem mátti svosem, en af hverju þurfti að drepa smá-útgerðirnar?
Og svo gáfu þessir pésar hryðjuverkamönnuum 130 milljónir eða svo. Vegna þess að bara.
Ásgrímur Hartmannsson, 7.2.2015 kl. 16:53
Ásgrímur - 300 milljóna sykurskattur pakkaður inn í lýðheilsupakka sem var í raun bara neyslustýring. Gott dæmi um skatta og forræðishyggju vg.
Fyrr. ríkisstjórn var í stríði við sjávarútveginn og þjóðnýting kom upp varðandi auðlyndir.
Svo þarf líka að skoða sp-kef / byr dæmið hans Steingríms J. Sigfússonar.
Kröfuhafar voru teknir fram yfir heimilin í landinu, það var bara þannig.
Óðinn Þórisson, 7.2.2015 kl. 18:49
Það þarf síðan auðvitað að rannsaka málin ofan í kjölinn af hverju Sigmundur Davíð laug að þjóðinni um 300 milljarðana...jú innantómt gaspur til þess að komast í ráðherraembætti, og þjóðin situr uppi með þetta.
Friðrik Friðriksson, 7.2.2015 kl. 19:26
Friðrik - þannig að þú ert sammála mér að það þurfi að rannsaka sp - kef / byr mál SJS ?
Óðinn Þórisson, 7.2.2015 kl. 19:39
@Friðrik. Ég held að það sé fljótgert að rannsaka þetta með 300 milljarðana. Sú tala kom frá Össuri Skarphéðinsyni í blaðagrein eða bloggi ef ég man rétt þegar hann reiknaði út 20% af áætluðum verðtryggðum skuldum heimilanna og hermdi það loforð svo upp á Framsókn. Það var væntanlega mótleikur SF við þeirri strategíu Framsóknar/SDG í kosningabaráttunni að nefna ekki neinar tölur en tala þess í stað almennt um að leiðrétta verðtryggðar skuldir.
Síðan held ég að menn hefti sig við eitt viðtal á RÚV þar sem Sigmundur virðist tala um hvers konar upphæðum hægt er að ná af kröfuhöfum (300 milljarðar) og spyrillinn leggur það að jöfnu við þá upphæð sem á að fara í leiðréttinguna.
En þegar það er sagt þá var þetta brilliant strategía hjá Össuri því fólk hefur slegist við þennan strámann í næstum því 2 ár.
Benedikt Helgason, 7.2.2015 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.