15.3.2015 | 09:08
Sjálfstæðisflokkurinn
"Sjálfstæðisflokkurinn telur að kristin gildi séu þjóðinni til góðs nú sem aldrei fyrr og að hlúa beri að kirkju og trúarlífi. Sjálfstæðisflokkurinn vill standa vörð um þjóðkirkju Íslands samkvæmt stjórnarskrá."
"Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að við eigum ekki að ganga í Evrópusambandið og greiddi atkvæði gegn umsókn," segir hann. En við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."
Bjarni Benedkitsson
Boðað til mótmæla á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er réttur hvers manns í réttarríki að mótmæla. Varðandi aðildarviðræður þá er það mín persónulega skoðun að það séu ekki forsendur fyrir þeim eins og staðan er í dag. Þetta byggi ég á kaldri rökhyggju og engu öðru. Að líta á aðild/ ekki aðild á trúarlegum grunni finnst mér alrangt. Það er heldur ekki hægt að blanda þjóðernislegum háttum( sjálfstæðishugsuninni) inn í þessa umræðu eins og margir hafa gert. Fyrirtæki sameinast, sveitarfélög sameinast og ríki sameinast. Þetta er heimurinn í dag. Ef ekki er um hreina sameiningu að ræða er allavega um aukna samvinnu að ræða á mörgum sviðum. Þetta er gert til að minnka stjórnunarkostnað, auka flæði milli stofnana/ fyrirtækja/svetarfélaga/ ríkja til þess að ákvarðanatökur og hugmyndir um stefnu og framgang stangist ekki á þegar um sameiginlega hagsmuni er um að ræða. Og þetta eykur hugmyndasköpun . Þetta allt sem ég hef talið upp er grunnhugmyndin með stofnun þeirra stofnana sem mynda Evrópusambandið. En uppbyggingin er gölluð þar sem sambandið er ekki ríkjasamband að fullu eins og t.d. Bandaríki Norður Ameríku eru. Þetta hafa margir bent á eins og Jón Baldvin Hannibalsson. Þessvegna tel ég rétt að bíða með aðildarviðræður en ég tel líka að við verðum að taka til í eigin garði og þá fyrst og fremst að betrumbæta stjórnkerfið. Mín skoðun er að best sé að gera það með því að Ráðherrar ríkistjórnar séu ráðnir til verka á algjörlega faglegum grunni en séu ekki sjálfskipaðir af kosnum fulltrúum löggjafarþingsins. Menn geta haft aðra skoðun á þessu sem er bara ágætt en ef við höfum fagmennskuna að leiðarljósi í rökræðunni þá verða andstæðar skoðanir að verða metnar á grunninum kostir/ gallar og engu öðru. Ég tel þrátt fyrir mína skoðun á ESB að þjóðin eigi að fá að kjósa um framhald viðræðna. Það er einfaldlega bara lýðræði að leyfa meirihluta þjóðarinnar að ráða. Þessi ákvörðun Gunnars Braga finnst mér einfaldlega bara vera röng. En ég ætla að lokum að minnast á þar sem ég er svolítið tengdur manninum að facebook-síða Elvu Bjarkar( eiginkonu Gunnars Braga) er í uppnámi vegna óþverraumræðu margra facebook vina hennar í garð Gunnars Braga eftir þessa ákvörðun hans á dögunum. Fólki finnst það kannski allt í lagi en málið er að þau eiga börn eins og margir aðrir og þessi umræða hefur komið þungt niður á þeim. Þessvegna bið ég fólk vinsamlegast um að sleppa óþverraskrifunum á bloggsíðunum á mbl.is.Það er nóg samt. Það er hægt að tala um þessi mál á hóflegu og rökvísu nótunum.
Jósef Smári Ásmundsson, 15.3.2015 kl. 10:42
Jósef - ég ætla ekki hafa þetta langt, færslan snýst ekkert um Gunnar Braga, Framsókn hvað þá Jón Baldvin.
Færslan snýst um Sjálfstæðisflokkin.
Óðinn Þórisson, 15.3.2015 kl. 12:08
Þá verðurðu bara að afsaka Óðinn. Tengingin við fréttina er þá líka alröng því hún snýst ekkert um Sjálfstæðisflokkinn.
Jósef Smári Ásmundsson, 15.3.2015 kl. 14:22
Jósef - það er verið að boða til mótmæla gegn stjórnmálaflokki sem ég er enn flokkmaður í og er eingöngu að taka vínkil sem snýr að Sjálfstæðisflokknum,
Óðinn Þórisson, 15.3.2015 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.