Eru Pírtar til ?

"Við erum auðvitað glöð yfir þessu og þakk­lát. En vit­an­lega verður að hafa í huga að þarna er á ferðinni mjög snögg upp­sveifla og eng­inn veit hvort hún verður vara­leg eða ekki.“

Rétt að hrósa Helga Hrafni fyrir að skylja muninn á skoðanakönnum og alþingskosningum sem eru bindandi, eitthvað sem Samfylkingin virðist engan vegin skylja.

Það er hæpið að það sé hægt að kalla Pírata hægri sinnaðan stjórnmálaflokk enda verður t.d Birgitta seint talin til hægri.

Píratar eru að taka þarna ákveðið óánægjufylgi en eru Pírtar í raun til ?


mbl.is „Ákall um lýðræðisumbætur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Víkingsson

Flokkar sem sópa til sín svona skyndi- og óánægjufylgi eru af ýmsu tagi. Í Grikklandi eru það öfgavinstrimenn en í Bretlandi hinum megin á skalanum (UKIP). Við höfum séð ýmislegt af þessu tagi hér: Samtök frjálslyndra og vinstri manna, Borgaraflokkurinn, Bandalag jafnaðarmanna o.s.frv. Sammerkt með þessu öllu er að fylgið í skoðanakönnunum er meira og stundum miklu meira en í kosningum.

Skúli Víkingsson, 21.3.2015 kl. 14:25

2 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Þrátt fyrir allt, þá segja skoðanakannanir all nokkuð, fjandinn hafi það, annars væri varla verið að standa í því að framkvæma þær. 

Jónas Ómar Snorrason, 21.3.2015 kl. 14:29

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Skúli - sagan segir okkur að allir smáflokkar endast ekki þrátt fyrir að hafa flogið hátt í einhverjum skoðanakönnunum.
Fólk þegar það gegnur að kjörborðinu treystir þessum smáflokkum ekki.

Óðinn Þórisson, 21.3.2015 kl. 14:43

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - skoðanakannir gefa ákveðna vísbendingu um stöðuna á þeim tíma sem þær eru teknar.
Í dag eru rúm 2 ár til alþingskosnigna og margt eftir að breytast.

Óðinn Þórisson, 21.3.2015 kl. 14:45

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eru píratar til? Já og þeir eru með heimasíðu: http://www.piratar.is/

Guðmundur Ásgeirsson, 21.3.2015 kl. 16:11

6 Smámynd: Sigurður Hrellir

Er Sjálfstæðisflokkurinn til? Allavega ekki sá hinn sami og lengi vel naut 40% fylgis og var leiðandi í íslenskum stjórnmálum. Davíð Oddssyni og helstu bandamönnum hans hefur tekist að eyðilegga orðspor flokksins og tiltrú kjósenda á að heiðarlega sé að málum staðið.

Sigurður Hrellir, 21.3.2015 kl. 16:23

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - það sem skiptir máli í stjórnmálum er að taka afstöðu til mála.

Óðinn Þórisson, 21.3.2015 kl. 16:30

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður - Sjálfstæðisflokkurinn er og hefur verið til síðan 1929. Stjórnmálaflokkar taka breytingum og það hefur Sjálfstæðisflokkurinn vissulega gert enda er núna árið 2015.

Óðinn Þórisson, 21.3.2015 kl. 16:32

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Að sjálfsögðu skiptir máli í stjórnmálum að taka afstöðu.

Það er einmitt meðal aðalstefnumála pírata.

Hérna má lesa meira um þau: http://www.piratar.is/stefnumal/

Guðmundur Ásgeirsson, 21.3.2015 kl. 17:35

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmudur - pírtar eru mjög duglegir að tala um mál en þegar kemur að þvi að taka afstöðu til þeirra sitja þeir yfirleitt hjá. Vilja þeir ekki skylja eftir sig slóð ?

Óðinn Þórisson, 21.3.2015 kl. 18:02

11 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Skylja er í mínum huga mysa, en kannski er öll pólitík eintóm mysa (sér í lagi hjá Pírötum að þinni sögn)! Með þessari færslu skil ég eftir mig slóð sem kannski er erfitt að skilja.

Jón Kristján Þorvarðarson, 22.3.2015 kl. 01:20

12 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Nei, þeir eru ekki til samkvæmt mínum heimildum. En Píratar eru það og Skylja er það einnig  en tengist að öðru leiti ekki efni færslunnar.

Jósef Smári Ásmundsson, 22.3.2015 kl. 09:00

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Kristján - takk fyrir ath.semd sem bætir ekkert við umræðuna.

Óðinn Þórisson, 22.3.2015 kl. 09:17

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef - það er hægt að vera til en ef maður gerir ekki neitt til hvers, er það bara til að vera til ? hvað hefur þú ( pírtar í þessu tilviki ) afrekað, ekki neitt er það í raun að vera til ?

Óðinn Þórisson, 22.3.2015 kl. 09:21

15 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

 Pirtar hafa ekki afrekað neinu Óðinn af þeirri einföldu ástæðu að þeir eru ekki til- þar eru við sennilega sammála. Flokkurinn heitir píratar en ekki pírtar. Varðandi mig sjálfan þá hef ég nú afrekað ansi mikið í lífinu- hvar á ég að byrja?" hvað hefur þú ( pírtar í þessu tilviki ) afrekað, ekki neitt er það í raun að vera til ?" Þú ert að verða svolítið torskilinn. Er þessi pírti sem þú ert að tala um ég. Ég heiti Jósef Smári Ásmundsson. Kallaðu mig bara Jobba. Það er algjör óþarfi að vera að uppnefna fólk.

Jósef Smári Ásmundsson, 22.3.2015 kl. 11:39

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef - þitt svar semsagt við spurningunni eru Píratar til er að nei.

Afsaka st.villu. Píratar.

Svar mitt til þín var að engu leyfi um þig og ef þú hefur túlkað það þannig þá biðst ég afökunar á því að þú hafir misskilið mína ath.semd við þinni ath.semd.

Hef enga trú á öðru Jobbi en þú hafir afrekað fullt á þinni æfi og eigir eftir að afreka miklu miklu meira áður en þú kveður þennan heim.

Óðinn Þórisson, 22.3.2015 kl. 12:27

17 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Óðinn. Ég er svolítið smámunasamur. Ég var að svara spurningunni hvort PÍRTAR voru til neitandi en PÍRATAR eru að sjálfsögðu til. En að sjálfsögðu var ég bara að gera létt grín að stafsetninarkunnáttu þinni. en mér finnst þú vera ansi pirraður þessa dagana. Ég á því ekki að venjast frá þér að snúa út úr orðum og vera með hálfgerðan dónaskap við viðmælendur. En síðasta athugasemdin er að sjálfsögðu viðsnúningur frá því. Vonandi læturðu ekki fylgistap ríkisstjórnarinnar fara í taugarnar á þér eða fylgisaukningu pírata. Það verður bara að taka þessu og reyna að laga hlutina í eigin flokki.

Jósef Smári Ásmundsson, 22.3.2015 kl. 13:04

18 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef - vissulega eru Pírtar til en þar til þeir fara að ýta á JÁ og NEI takkan í alþingi þá í raun eru þeir ekki til nema að nafninu til.
Rétt ég hef verið pirraður í garð Sjálfstæðisflokksins undanfarið og ef ég hef sýnt mönnum ókurteisi þá bið ég alla afsökunar á því, það var ekki mín ætlun.
Sjálfstæðisflokkurinn verður að fara í innri skoðun ef ekki á að fara illa eftir 2 ár.

Óðinn Þórisson, 22.3.2015 kl. 23:03

19 Smámynd: Jón Ragnarsson

"Fólk þegar það gegnur að kjörborðinu treystir þessum smáflokkum ekki."    Í kjörklefanum verður fólk að sauðahjörð og kýs "sinn flokk" eins og stjórnmálaflokkar væru íþróttafélög. 

Jón Ragnarsson, 23.3.2015 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 888608

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband