Góður liður í endurreisninni

Að taka við eftir rúmlega 4 ára hreina vinstri - óstjórn var alltaf vitað að yrði mjög krefjandi og erfitt verkefni og því er frábært að ríkisstjórnin óski eftir að verða stofnaðili að nýjum fjárfestingarbanka fyrir Asíu.


Góðir hlutir gerast hægt, aðalatriðið í byrjun var að skila hallalausum fjárlögum og gerði ríkisstjórnin það með sínum fyrstu fjárlögum og þau fjárlög sem samþykkt voru í des 2014 voru endurreisnarfjörlög.

Búið er t.d að slátra gúmmítjekkafjarfestingaráætlun fyrrv. ríkisstjórnar og núverandi ríkisstjórn hefur sýnt að það skiptir öllu máli að hafa ríkisfjármálin í lagi.


mbl.is Gerist stofnaðili að nýjum banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvernig þjónar það hagsmunum Íslendinga að leggja fram stofnfé til banka í útlöndum?

Höfum við ekki reynt slíkt áður, með hörmulegum afleiðingum?

Guðmundur Ásgeirsson, 31.3.2015 kl. 19:13

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur -

"Í því kerfi myndi Seðlabankanum einum vera heimilt að búa til peninga fyrir hagkerfið. Þar að auki yrði peningavaldinu skipt upp. Seðlabankanum yrði falið að skapa þá peninga sem hagkerfið þarf, en Alþingi yrði falið að ráðstafa peningum með fjárlögum"

Var að hlusta á Frosta og þetta virkar traust þó þetta sé á ensku en höfum í huga að Jóhanna er ekki lengur forsætisráðherra og þannig að það er ekki vandamál.

Icesave Landsbankans var á ábyrgð eigenda og stjórnenda hans og það var hrikalegt að fylgjast með vinnubrögðum Jóhönnustjórnarinnar í því máli, hefði átt að segja af sér eftir að 98 % sögðu nei við þeirra vinnubrögðum.

Óðinn Þórisson, 31.3.2015 kl. 19:56

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já þetta eru mjög fínar hugmyndir sem koma fram í skýrslunni sem Frosti stóð fyrir.

Það þarf að innleiða einhverja nýja hugsun í þessi mál, helst einhverja sem getur gengið upp.

Ljóst er að núverandi fyrirkomulag gerir það ekki og mun aldrei geta gengið upp til lengdar.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.3.2015 kl. 20:02

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - eitt af því sem skiptir miklu máli að mínu mati er að tala ekki krónuna niður eins og fyrrv. fjármálaréðherra gerði.

Við verðum að vinna út frá þeirri staðreyna að krónan verður gjaldmiðill okkar a.m.k næstu 10 árin og þvi mikilvægt að efla hana.

Við eigum eftir að heyra mun meira um þetta á næstu vikum og mán og vonandi reyna vinstri - menn ekki að spilla umræðunni.

Óðinn Þórisson, 31.3.2015 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband