22.4.2015 | 19:31
Ljót aðför stjórnarandstöðunnar að Sigmundi Davíð
Stjórnarandsstaðan notaði í dag fundarstjórn forseta til að hjóla í heiðursmanninn Sigmund Davíð Gunnlaugsson.
Ég hef áhyggjur af því andrúmslofti sem stjórnarandstaðan skapaði á alþingi í dag og hvaða áhrif þessi fordæmalausa framkoma þeirra í garð forstætisráðherra mun hafa á samskipti milli stjórnar og stjórnarandstöðu.
Traust skiptir öllu máli og í dag virðist það vera svo að forsætisráðherra einfalda treytir ekki stjórnarandstöðunni.
Vigdís Hauksdóttir kom í ræðustól og varði forsætisráðherra og benti á það augljósa og er ég henni þar sammála.
Afturendi ráðherra kunnuglegur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það má svo sem búast við að sjálfstæðismaður kalli þann heiðursmann sem lýgur upp á sig titla og lýgur sig inn á þing með tóm loforð í farteskinu.
Jón Páll Garðarsson, 22.4.2015 kl. 20:41
Jón Páll - "Þekkja afturendann betur en framhliðina" Katrín Jak. þvílík ókurteisi og dónaskapur.
Óðinn Þórisson, 22.4.2015 kl. 21:29
Þeir treysta sér ekki í Sjálfstæðisflokkinn,því hann nær langt aftur í öldina á undan. Þess vegna ráðast þeir á forsætisráðherra,sem slær þeim við til orðs og æðis.
Helga Kristjánsdóttir, 22.4.2015 kl. 23:27
Helga - það var lítill sómi af þessu hjá stjórnarandstöðinni í dag og þeim í raun til minnkunnar.
Sigmundur Davíð mun ekki brotna þrátt fyrir svífviðingar en hann mun þvert á móti mun hann eflast við þessa aðfor að sér í dag.,
Óðinn Þórisson, 23.4.2015 kl. 00:20
Hvernig fór stjórnarandstaðan að því ,,að hjóla í" forsætisráðherra? Eg sá þessar umræður allar á alþingisrásinni í dag.
Það kom þarna fyrirspurn, einföld fyrirspurn sem flestum hefði átt að vera auðvelt að svara og taka þátt í umræðum eins og gerist hjá eðlilegu fólki.
Ok. hvað skeður? Jú, forsætisráðherra kemur upp, - og eg verð að segja að ég botnaði bara ekkert í hvert maðurinn var að fara. Og það virðist enginn botna í því.
Það er eitthvað skrítið í gangi. Hvað nákvæmlega ætla eg eigi að fullyrða um. En fólk er að ræða málin sín á milli. Fólk er almennt mjög hugsi yfir furðulegri framkomu forsætisráðherra framsjalla. Eg held að margir framsjallar séu það líka, allavega sjallar.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.4.2015 kl. 06:48
Ég sem hélt að hann væri "Endalaus" Hann getur aldrei verið kyrr á neinum stað. Hann þyrfti að fara í greiningu blessaður karlinn.....
Guðlaugur Hermannsson, 23.4.2015 kl. 08:26
Heyrði nú ekki betur en að Sigmundur Davíð hafi sagt að það væri ekki hægt að hafa samráð við Stjórnaranstöðuna af því að það læki allt út sem færi fram í samráðshóp um afléttingu hafta. Honum var bent á að Mogginn hafði farið að fjalla um hugsanlegar aðgerðir á dögunum fyrir fundinn. Hann sakaði Árna Pál um að leka upplýsingum þegar hann svo eftir síðasta fund tjáði sig um sama sem Mogginn hafði sagt áður. Bendi á að það var Sigmundur Davíð sem fór að bera sakir á nefngreinda þingmenn og ekki í fyrsta skipti. Svo hljóp hann út áður en umræðan var kláruð! Því er það svo að ekkert samráð hefur verið um viðtækustu mál okkar heldur eru þau unnin að stórum hluta af vinum Sigmundar Davíðs úr Mp banka og fleirum! Þannig að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af samstarfi á Alþingi, Sigmundur Davíð hefur ekki haft áhuga á því frá því hann tók við nema að menn séu algjörlega sammála honum.
Magnús Helgi Björgvinsson, 23.4.2015 kl. 12:19
Ómar Bjarki - líkt og þú fylgdist ég með þessari ömurlegu framkomu stjórnarandstöðunnar gagnvart Sigmundi Davíð og það undir liðinum fundarstjórn forseta sem á sjálfstögðu ekki að gera og opinberaði strjónarandstaðan sig þar að þeir misnota þann lið þingssins þarna mjög gróflega eins og Sigmundur Davíð benti á.
Það sem er mjög alvarlegt ef rétt er hjá Sigmundi Davíð að stjórnaandsaðan hafi lekið upplýsingum í fjölmiðla. það fór a.m.k mjög illa í Árna Pál sem missti sig svo allsvarkalega eftir að liðunum fyrirspurn til ráðherra var lokið. Gagnrýni reyndar Einar fyrir að hafa hleypt Steingrími að í fundarstjórn forsseta áður en fyrrnendur lið var lokið.
Óðinn Þórisson, 23.4.2015 kl. 13:07
Guðlaugur - það er nóg að gera hjá forstætisráðherra og fáránlegt að hann sé að eyða sínum tíma í þessa furðulegu uppákomu stjórnarandstöðunnar í gær.
Óðinn Þórisson, 23.4.2015 kl. 13:10
Magnús Helgi. -
"Sagði Árna ríkisstjórnina hafa lekið gögnum skipulega til fjölmiðla og að hann hefði hinsvegar einungis tjáð sig um skoðanir sínar á tilteknum málefnum eftir fund nefndarinnar og að á því hefði hann fullan rétt "
Þetta eru mjög alvarlegar ásakanir hjá þinum formanni og á Sigmundur Davíð svo að fara eiga eitthvað samráð við þennan mann hvað þá eftir svívírðingar Katrínar Jak. svo talar Birgitta um að framkoma Sigmundar sé til háborinnar skammar, skil mjög vel að Sigmundur hafi lítinn áhuga á samstarfi við þetta fólk hvað þá að treysta því.
Óðinn Þórisson, 23.4.2015 kl. 13:14
Það var allt bara í hefðbundnu ferli hjá stjórnarandstöðunni. Það koma þarna fyrirspurn til forsætis og stjórnarandstaðan vildi ræða ákveðin mál við hann eins og vonlegt var.
Þá kom þessi furðulega uppákoma hjá forsætis. (Og Hauksdóttir og áed komu svo á eftir og bulluðu)
Þjóðin vill fá skýringar á þessari furðulegu hegðun forsætis. Það er bara þannig. Það er vart um annað talað ef tveir hittast þessi dægrin.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.4.2015 kl. 14:22
Ps. eg get alveg sagt hér hvað ég heyri oft frá fólki sem er að ræða þessu furðulegu hegðun.
Fólk segir: Er allt í lagi með forsætisráðherra?
Þetta er orðið alvarlegt. Fólk lítur þessa hegðun alvarlegum augum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.4.2015 kl. 14:36
Ómar Bjarki - það er þannig að allt frá því að Sigmundur Davíð kom inn í stjórnmálin þá hafa hans pólitsku andstæðinar verið að reyna að grafa undan trausti til hans.
Það sem var furuðulegt við þessa uppákomu eins og þú orðaðr það er hvernig stjórnarandstaðan fór hamförum eftir að SDB benti á það sem ég vísa til á ath.semd nr.10.
Svo þetta að fara að væla í forseta þingsins, að hann eigi að eiga orðastað við forsætisráðherra, Einar hefur eifaldlega ekkert að segja við SDG og hefur engin völd yfir SDG þannig að það sé á herinu.
Þessi stjórnarandstaða er gagnslaus og vart hægt að treysta henni og ekki ástæða til að eiga nema lágmarks samráð við hana
Óðinn Þórisson, 23.4.2015 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.