Píratar segja nei við auknu gegnsæi

"Full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar, Bjartr­ar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna felldu til­lögu Sjálf­stæðis­flokks­ins um aukið gagn­sæi í skóla­starfi og upp­lýs­inga­gjöf til for­eldra á fundi borg­ar­stjórn­ar í dag."

Píratar sem hafa talað mkið fyrir auknu gegnæi segja nei við því þegar þeir fá tækifæri til að sýna fram á að þeir í raun og veru styðja það.


mbl.is Felldu tillögu um aukið gagnsæi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óþarfi að hlusta á einhverjar bull tillögur frá minnihluta liðinu. Svo þarf ekki að breyta því sem er í góðu lagi.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 5.5.2015 kl. 20:37

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Óðinn þetta segir allt um þau heilindi sem eru í orðum Pírata...

Öll hljótum við að vilja börnunum okkar það besta í námi....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.5.2015 kl. 21:08

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður Helgi - þetta er góð tillaga og vont fyrir trúverðuleika Pírata að segja nei við henni.

Óðinn Þórisson, 5.5.2015 kl. 21:15

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ingibjörg Guðrún - í borgarstjórn hafa Píratar ekki barist fyrir kosningu um Reykjavíkurflugvöll og nú segja þeir nei við auknu gegnsæi. Smámsaman er að birtast sú mynd að Píratar eru hefðbundinn vinstri - flokkur.
Sammála við viljum það besta fyrir börnin okkar og þetta hefði verið góður liður í því að bæta skólasarfið.

Óðinn Þórisson, 5.5.2015 kl. 21:18

5 Smámynd: Unnar Örn Ólafsson

Datt blaðamanni ekki í hug að ræða við meirihlutann um þessa ákvörðun? Gef ekki mikið fyrir svona fréttamennsku.

Unnar Örn Ólafsson, 5.5.2015 kl. 21:54

6 Smámynd: Tómas

Sko, þetta er ekki jafn einfalt og þið haldið.

Þetta hefur verið rætt meðal Pírata, og virðast flestir, þó ekki allir, vera á því að þetta hafi verið rétt ákvörðun Halldórs. Amk. út frá þeim gögnum sem liggja fyrir.

Í grunnstefnu Pírata (http://www.piratar.is/stefnumal/grunnstefna/) stendur: "4.1 Gagnsæi snýst um að opna hina valdameiri gagnvart eftirliti hinna valdaminni."

Það er alls ekkert augljóst að birting þessara gagna þjóni þessum tilgangi, og gæti farið eins fyrir Íslenskum skólum og Bandarískum, en þar virðist "No Child Behind" kerfið bara alls ekki hafa hjálpað (sjá t.d. https://www.youtube.com/watch?v=J6lyURyVz7k).

Píratar eru einmitt nákvæmlega að hugsa hvað sé best fyrir börnin, og hafa engin loforð um aukið gagnsæi brotið.

Halldór hefur enn fremur sagt að hann sé til í að endurskoða þetta, en vilji gera það í góðu rúmi í samstarfi við bæði foreldra og skólastjórnendur.

Tómas, 5.5.2015 kl. 21:56

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Unnar Örn - kannski gaf meirihlutinn ekki kost á viðtölum enda erfitt að verja svona ákvörðun.

Óðinn Þórisson, 6.5.2015 kl. 07:13

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Tómar -  " Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá borg­ar­stjórn­ar­flokki Sjálf­stæðis­flokks­ins, að mark­mið til­lög­unn­ar hafi verið að auka gagn­sæi og upp­lýs­inga­gjöf um skólastarf til reyk­vískra for­eldra og hvetja þá þannig til að taka auk­inn þátt í námi barna sinna. "

Þá er ég bara ósammála skólsstefnu Pírta og tel hans beinlíns vonda fyrir börnin en eftir stendur að Pírtar sögðu nei við auknu gegnsi.
Þessi ágæti Halldór hefur ekkert sýnt til þessa en hefur verið duglegur að fylgja stefnu DBE.

Óðinn Þórisson, 6.5.2015 kl. 07:17

9 Smámynd: Tómas

Óðinn: Þú ert aðeins að missa af punktinum hérna.

Gagnsæi er ekkert endalaust af hinu góða. Það liggja skynsamleg mörk milli gagnsæis og persónuverndar, til dæmis. Píratar vita þetta, en þú virðist halda að Pírötum sé sama um það, en það er rangt.

Vissulega eiga foreldrar að vita sem mest um skólastarf og stöðu barns síns, en það eru líka mjög góðar ástæður til þess að passa að samræmd próf og samanburður milli skóla ýfi ekki upp óholla samkeppni (sbr. dæmið frá Ameríku sem ég benti þér á).

Stefna Pírata er klárlega að auka gagnsæi eftir þeirri skilgreiningu sem finna má í Grunnstefnu Pírata (sem ég benti þér líka á), en það er ekkert víst að það eigi við um að gefa eigi út allar niðurstöður samræmdra prófa, af ofangreindum ástæðum.

Auðvitað vilja Píratar að foreldrar taki virkan þátt og séu upplýst um skólastarfið. Enda á sér eflaust mjög mikil upplýsing sér stað, bæði milli foreldra og skóla, og skóla og annarra skóla.

Þú virðist bara því miður búinn að vera að ákveða að Píratar séu á móti gagnsæi, þvert á stefnu þeirra, og að Halldór sé bara enn einn vinstrimaðurinn, eins og flokkurinn í heild.

Þú vilt ekki heyra þær útskýringar að í fyrsta lagi virtist ekki liggja nógu nákvæmlega fyrir hvað stæði til að gera, í öðru lagi að Halldór væri reiðubúinn að styðja svipaða tillögu eftir frekari eftirgrennslan, og að í þriðja lagi, þá væru mögulega faldar hættur í þessari tillögu. Þetta sagði ég allt saman í fyrstu athugasemd minni.

Tómas, 6.5.2015 kl. 09:09

10 Smámynd: Tómas

Það má sum sé vel vera að það sé ekkert athugavert við þessa tillögu Sjálfstæðismanna, og hún sé hið besta mál, en Halldóri fannst ekki rétt að samþykkja hana á þessum tímapunkti af því hann var ekki tilbúinn til þess án nánari skoðunar.

Finnst þér þá heldur að Halldór hefði átt að samþykkja eitthvað sem hann grunaði að gæti gengið gegn sannfæringu hans? Það finnst mér ekki.

Tómas, 6.5.2015 kl. 09:41

11 identicon

Halldór Auðar Svansson: "Að berja sér á brjóst með að það sé rosalegt gagnsæi fólgið í að dreifa upplýsingum um gengi barna í skólum sem víðast tel ég töluverða einföldun. Þarf að segja mikið meira um það?"

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 6.5.2015 kl. 10:22

12 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er ekki sama hvernig gegnsæi er notað. Birgitta hefur sagt frá innbroti í hennar einkalíf á netinu. Það finnst mér ekki verjandi framkoma gagnvart Birgittu, né nokkrum öðrum einstaklingum. Það skiptir mig engu máli hvaða flokki fólk tilheyrir, þegar kemur að réttindavernd.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.5.2015 kl. 14:29

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Tómas - í rúmlega helming atkvæðagreisla á alþingi þá sitja þeir hjá, taka ekki afstöðu. Þannig að þegar þeir taka skýra afstöðu eins og í þessu tilviki í borgarstjórn þá verða þeir að sætta sig við gangrnýi þegar gerð er ath.semd við hvaða afstöðu þeir taka.
Þarna kemur fram ákveðinn grundvallarmunur á stefnu Pírata og annarra vinstri - flokka að leyfa ekki samkeppni milli skóla á grunnskólastigi. Það er ekkert það viðkæmt að það eigi ekki að upplýsa foreldra um mál sem gætu haft áhrif á barnið þeirra í skólanum og vellíðan þess.
Þegar flokkar taka afstöðu til mála þá eru þeir að skylgreina sig og það gerðu Pírtar í þessu máli að ég tel á mjög skýran hátt.
Hvað með flugvöllinn, ekki hef ég heyrt mikið af lýðræðisást þeirra varðandi yfir 60 þús undirskrifttir og vilja yfir 80 % þjóðarinnar.
Bilastæðamál, þrenging gatana, hef farið yfir þau mál hér og því miður hefur lítið eða ekkert heyrst í Pirötum um þessi mál nema að þeir fylgja DBE hinum vinstri - flokkunum.
Þetta er rauðasti meirihluti sem hefur verið í reykjavík og Pírtar verða að axla fulla ábyrð á þeim vinnubrögðum sem þeir standa fyrir.

Óðinn Þórisson, 6.5.2015 kl. 17:30

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður Helgi - gegnsæi þegar það hentar, er það ekki Pírtar ?

Óðinn Þórisson, 6.5.2015 kl. 17:30

15 Smámynd: Óðinn Þórisson

Anna Sigríður - fiðhelgi einkalífsins skiptir vissulega miklu máli en það hefur ekkert með samkeppni milli grunnskóla að gera og að upplýsa forelda um mál.

Óðinn Þórisson, 6.5.2015 kl. 17:32

16 Smámynd: Tómas

Það hlýtur jú að vera vafamál að fara að etja grunnskólum saman. Hvaða gagn gerir það fyrir börnin? Ég er ekki að segja að þetta eigi aldrei að gera, né heldur var Halldór að gera það. Hann var að hafna hugmynd sem honum fannst ekki nógu skýr.

Það að Halldór ákveði að greiða á móti máli sem hann grunar að gæti skaðað börnin finnst mér ekki skrýtið. Ég vil nú náttúrulega alls ekki leggja honum orð í munn, en ég er búinn að skýra hvers vegna hann kaus á móti.

Það að þú haldir að Píratar séu þar með að svíkja sína stefnu er fásinna, og þess vegna er ég búinn að vera að svara þér hérna. Þú ert bara svo þver að þú getur ekki bakkað frá afstöðu þinni.

Hvað þingstörfin varða, þá eru Píratar búnir að skýra vel af hverju þeir sitja svona oft hjá, og eru það góðar útskýringar. Hvers vegna heldurðu að þriðjungur þjóðar styðji Pírata?

Flugvöllurinn hefur aldrei verið neitt stórmál hjá Pírötum. Þeir einbeita sér að því að uppfylla grunnstefnuna. Allt fylgir því, í grunninn. Ef rökin eru sterkari á móti að halda flugvellinum óbreyttum, þá munu Píratar alla jafnan kjósa eftir því.

Ég er sjálfur landsbyggðarpési, og vil gjarnan halda flugvellinum þar sem hann er, en heyrðu - ég ætla nú bara samt að kjósa eftir minni sannfæringu, sem fylgir sterkustu röksemdunum. Vonandi gerir Halldór, sem aðrir Píratar það líka.

Sama gildir um bílastæðamál og þröngar götur og gildir um flugvöllinn. Píratar eru því miður enn lítill flokkur, og eiga fullt í fangi með að taka á þeim málum sem eru í gangi.

Ef þú heldur að Halldór muni ekki greiða á móti "rauða" hlutanum í meirihluta, eða að hann kjósi ekki eftir grunnstefnu Pírata, þótt meirihluti gangi á móti henni, þá hefurðu gjörsamlega rangt fyrir þér.

Tómas, 6.5.2015 kl. 20:05

17 Smámynd: Óðinn Þórisson

Tómas - fyrst þetta, þú ert væntanlega stuðningsmaður Pírata, a.m.k ert mjög duglegur hér að tala þeirra, máli. þú ert Tómas xxxxx án myndar, ég er hér undir fullu nafni og með mynd og er ekki í fela mig fyrir einum eða neinum.
Fannst Halldóri tillagan ekki nógu skýr, ok, mín skoðun, ég velti þeirri spurningu upp hvart hann hafi fengið leyfi frá DBE að segja já við tillögunni ?
Það er ekkert að því að skólar keppi sín á milli um nemendur, það bara virkar hvetjandi á skólastarffið.
Ég hef verið sakaaður um ýmislet hér, en að ég sé þver er alveg nýtt en ok, það er þín skoðun og þér er frjálst að hafa hana. Hægri menn hafa rökhugun og mannréttindi.
Nei Reykjavíkurflugvöllur sem er öryggismál, samgöngumál og atvinnúmál er ekki stórmál hjá Pírötum, takk fyrir að staðfesta þetta.
Hvort Halldór Pírati muni einhvertíma greiða atkvæði gegn DBE, það á enn eftir að koma í ljós, en ég verð fyrstur til að fagna því og skal hrósa þeim þegar/ef það verður einhvertíma á þessu kjörtímabili.
Birgirrta hefur talað fyrir vinstra - kosningabandalagi fyrir næstu alþingskosningar. 

Óðinn Þórisson, 6.5.2015 kl. 21:41

18 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

 Óðinn, þú átt ekki að hengja þig á smáatriðin. Tómas hefur skilgreint afstöðu Pírata mjög vel. Stundum ertu, "ef þú ert ekki sammála mér, þá ertu algerlega á móti mér" Gegnsæi er ekki bara gegnsæi. Í skólum er verið að fjalla um börn, þú skilur það er það ekki??? Hvað viltu, að upplýst sé að börn í Réttarholtsskóla séu heimsk,dæmi, eða hvað ertu að kalla eftir. Er pólitísk afstaða, og frekja, svo óþroskuð, að þú dyrfist að uppnefna skoðanir fólks. Ég hugsa að ég sé marfallt meiri hægri maður en þú, en ég vil sanngirni, í ekki bara orði, heldur verki. Þar skilur okkar á milli!!!  

Jónas Ómar Snorrason, 6.5.2015 kl. 23:59

19 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og sjálfstæðismenn gera þetta almennt í þeim sveitarfélögum sem þeir eru í meirihluta? Kannast ekki við það í Kópavogi að sjá svona upplýsingar. Enda ekki viss um að ég vildi það. Held að dóttir mín sé í ágætum skóla þó ég hafi ekki samanburð við aðra skóla í Kópavogi enda held ég að maður þurfi að sækja um það með rökum að fá börn flutt í skóla utan hverfis. Kannast ekki við að þetta sé gert í Garðabæ eða Hafnafirði heldur!

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.5.2015 kl. 23:59

20 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

það sem ég vil bæta við, fólk er komið með upp í kok af pilsfaldakapitalista aumingjum, sem eru nú að ræna íslenskt þjóðarbú um hábjartan dag. Allt í boði núverandi ríkisstjórnar. Sennilega stendur þér á sama!!!

Jónas Ómar Snorrason, 7.5.2015 kl. 00:09

21 Smámynd: Tómas

Áhugavert að sjá hversu margir hægrisinnaðir moggabloggarar nota nafnleysi til þess að lítillækka rök einstaklings. Er það einhver sækni í að ráðast á manninn í stað boltans?

Óðinn: Þetta er alveg rosalega einfalt, en þú vilt hreinlega ekki hlusta.

Píratar aðhyllast gagnsæi eftir grunnstefnunni. Þá er það fyrst og fremst til að efla þá valdminni gegn þeim valdmeiri. Það nær ekki til þess að láta það bitna á börnum í 7-8 bekk. Geturðu ekki viðurkennt að slík samkeppnisstefna geti orðið til skaða, svosem gerðist í BNA? Geturðu ekki viðurkennt að Píratar eru ekki á móti gagnsæi. Sérðu ekki að Halldór hafði góðar ástæður til þess að hafna óþarfa gagnsæi, sem er mögulega frekar til ills. Þarftu endilega að álykta að Píratar svíki sína grunnstefnu hægri, vinstri eftir hentugleik? Þú hlýtur að sjá að það liggur meira að baki en að fylgja blint eftir DBE.

Fyrst þú fórst að draga þingkosningar inn í þetta, og halda því fram að Píratar elti "leiðtogann", þá get ég minnt á þessa frétt: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/04/07/bjarni_ben_kys_ovart_vitlaust/. Þá minni ég líka á að þeir 3 Píratar hafa ekki alltaf verið einhuga um kosningar á Alþingi. Hvaða flokkar eru hér með bakbein og hvaða flokkar aðhyllast blint foringjalýðræði?

Þú ert svo bara að snúa út úr því sem ég segi um flugvöllinn. Þú ert kannski hrifinn af stjórnmálaflokkum sem selja sig út á einstaka hugmyndir - en ég tel að skynsamari leið sé að vera með öfluga grunnstefnu og vinna út frá því. Með rökum. Þú ættir nú að fíla það.

Auðvitað skiptir flugvöllurinn máli. Hvaða vitleysa er þetta.

Tómas, 7.5.2015 kl. 04:31

22 Smámynd: Tómas

Meðan ég man, þá er þetta það sem Halldór er búinn að vera að vinna að undanfarið, samhliða því að "svíkja" gagnsæisstefnu Pírata: http://www.piratar.is/2015/05/stjornkerfis-og-lydraedisrad-leggur-fram-drog-ad-upplysingastefnu-reykjavikur/ .

Skiptir talsvert meira máli en stakt tilfelli þar sem hafnað er illa skilgreindri hugmynd, að mínu mati.

Tómas, 7.5.2015 kl. 04:41

23 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - ég hafna því alfarið að ég sé eins og þú orðar það að hengja mig á smáatriði. Jú vissulega hefur Tómsa hefur reynd að skýra afstöðu Pírata og ég tek þær einhfalldlega ekki gildar, því miður fyrir hann.
Hversvegna má ekki koma fram hvaða skólar eru að standa sig og hverjir ekki ? ef ég ætti barn á grunnskolaaldri í dag myndi ég vilja vita af skólknn væir lélegur og myndi vilja bjarga barninu frá lélegri menntun.
"Er pólitísk afstaða, og frekja, svo óþroskuð, að þú dyrfist að uppnefna skoðanir fólks" þetta er ekki svaravert, þú gerir þér eflaust grein fyrrir því enda stendst þetta enga skoðun.

Óðinn Þórisson, 7.5.2015 kl. 07:10

24 Smámynd: Óðinn Þórisson

Magnús Helgi - þar sem þú nefnir Kópavog þá er rétt að minnast á vinnubrögð fyrrv. oddvita Sf sem slátarið meirihlutanum með vondri ferð inn á skrifstofu þáverandi bæjarstjóra.

Óðinn Þórisson, 7.5.2015 kl. 07:13

25 Smámynd: Óðinn Þórisson

Tómas - þú verður að lifa við það sjálfur hverning þú kemur hér inn, án myndar, án eftirnafns og með lokað blogg, en ég hef alltaf leyft öllum sem eru skráðir notendur að skrá ath.semdir, ég loka ekki á neinn og ég leyfi öllum ath.semdur að standa.

"Geturðu ekki viðurkennt að slík samkeppnisstefna geti orðið til skaða, svosem gerðist í BNA? Geturðu ekki viðurkennt að Píratar eru ekki á móti gagnsæi. Sérðu ekki að Halldór hafði góðar ástæður til þess að hafna óþarfa gagnsæi, sem er mögulega frekar til ills. Þarftu endilega að álykta að Píratar svíki sína grunnstefnu hægri, vinstri eftir hentugleik? Þú hlýtur að sjá að það liggur meira að baki en að fylgja blint eftir DBE."

Viltu að ég viðukenni eitthvað sem ég er ekki sammála, við erum ekki staddir í N- Kóreu.

Óðinn Þórisson, 7.5.2015 kl. 07:18

26 Smámynd: Óðinn Þórisson

Tómas nr.22 - Stjórnkerfis- og lýðræðisráð leggur fram drög að upplýsingastefnu Reykjavíkur. Þetta eru mörg falleg orð, líkt og fundurinn í laugardagshöll um árið, fullt af fallegum orðum sem ég gat i flestum ef ekki öllum tilfellum tekið undir, hvað varð um það ekki neitt, stjornlagaþingskosningarnar dæmdar ógildar o.s.frv.

Óðinn Þórisson, 7.5.2015 kl. 07:20

27 Smámynd: Tómas

Sjáðu til, ég (og Halldór) er reiðubúinn að viðurkenna að mögulega var þessi tillaga ekki algalin, en tel það mjög líklega rétt að hafna henni þar sem ákveðin óvissa var um mikilvæg smáatriði.

Þú virðist hins vegar ekki geta séð annað en að Píratar hagi sínum kosningum eftir hentugleika. Mér þykir þú bara vera svo blindur á þann möguleika, að kannski var gagnsæi ekki það rétta í stöðunni hérna.

En jú - þú getur auðvitað haft þínar skoðanir og ég mínar. En ég er amk. búinn að reyna að sannfæra þig um að Píratar séu sjálfum sér og grunnstefnu sinni samkvæmir, þótt þú kaupir það ekki.

Tómas, 7.5.2015 kl. 07:38

28 Smámynd: Tómas

(og já, flott hjá þér að eyða ekki athugasemdum nafnlausra (þótt þú viljir heldur hafa fólk með fullu nafni) eins og Jón Valur gerir reglulega við þá sem koma nafnlausir fram. Það fer alveg óstjórnlega mikið í taugarnar á mér að Jón eyðir athugasemdum sem innihalda ekkert nema rök og gögn þeim til stuðnings.. En það er náttúrulega hans réttur, á hans eigin bloggi...)

Tómas, 7.5.2015 kl. 07:42

29 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Óðinn. Nú er ég alveg rugluð og ringluð í ríminu, og ekki í fyrsta né síðasta skipti.

Hvers vegna eru grunnskólar inni í þessari umræðu um persónuvernd og opinberlegar upplýsingar?

Ég skil ekki viðkvæmnina í sambandi við gegnsæi á opinberum útgjöldum, þegar grunnskólar eru dregnir inní umræðuna. Er eitthvað í opinberlega reknum grunnskólum, sem ekki þolir upplýst gegnsæisbókhald?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.5.2015 kl. 14:44

30 Smámynd: Tómas

Anna: Mér skilst að um sé að ræða gögn sem eru samantekt á áranagri barna í 7-8 bekk í ákveðnum fögum.

Enn fremur skilst mér að þessar upplýsingar séu alla jafnan opinberaðar til foreldra, gegnum samtöl við kennara, en að tillaga Sjálfsstæðismanna hafi verið að skylda skólana til að færa þessar upplýsingar en-masse á vefsvæði skólanna.

Það getur alið af sér samkeppni milli grunnskóla, sem er mögulega ekki það hollasta fyrir svona ung börn, og hafa dæmi frá bæði Svíþjóð og BNA verið tekin fyrir sem sýna fram á það.

Þá hefur persónuverndarvinkillinn verið dreginn inn í þetta fyrir smærri skólana, en það þarf að gæta þess að tölfræðilega sé ekki hægt að áætla frammistöðu einstaklinga út frá tölfræðilegri samantekt.

Skilst þetta séu helstu áhyggjuefnin - amk, þau sem hafa verið rakin á umræðum meðal Pírata.

Tómas, 7.5.2015 kl. 16:05

31 Smámynd: Óðinn Þórisson

Tómas - ert þú varaborgarfullri/varst á lista hjá þeim fyrir borgarstjórnarkosningar ?

"Píratar á þingi og Píratar í borgarstjórn eru tveir mjög ólíkir hópar, rosalega væri ég til í að hafa Helga Pírata í borgarstjórn, nema ef hann myndi breytast við það að komast úr stjórnarandstöðu á þingi í meirihluta í borgarstjórn."
Guðfinna  Jóh. Guðmundsdóttir

Það felast ákveðin sóknarfæri hjá Pírötum, það er klárlega vantraust í garð stjórnmálaflokkana en til þessa hafa þeir/þið lítið eða ekkert hrifið mig enda flokkur sem eins og ég hef bent á hér tekið undir 50 % afstöðu til mála þá eru kannski ekki miklar líkur á því. Flugvarllarmálið og nú þetta hjálpa þeim a.m.k varðandi mig.

Óðinn Þórisson, 7.5.2015 kl. 17:31

32 Smámynd: Óðinn Þórisson

Tómas varðandi nr.28 - það er ekki gott fyrir lýðræðislga umræðu að stunda ritskoðun á því sem fólk hefur að segja. Tjáningarfrelsið er lykilinn að því opna og gegnsæa samfélagi sem við viljum búa í.

Óðinn Þórisson, 7.5.2015 kl. 17:35

33 Smámynd: Óðinn Þórisson

Anna Sigríður - það er mín skoðun að það sé best fyrir börnin að skólanir séu ekki staðir þar sem hægt er að halda hlutum leyndum. Allt upp á borðið.

Óðinn Þórisson, 7.5.2015 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 888612

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband