Pólitískar árásir stjórnarandstöðunnar

Í gærkvöldi vældi stjórnarandstaðan um að umhverfisráðherra myndi mæta í þingið, það gerði hún og þurfi svo að bíða í 3.kllst eftir að komast að fyrir málþófi stjórnarandstöðunnar.

Jón Gunnarsson hefur þurft að sitja undir endalausum pólitískum árásum frá stjórnaranstöðunni og gekk á endan of langt með því að hann var sakaður um kvennfyrirlitingu.
Þessi framkoma stjórnaranstöðunnar er þeim til mikillar minnkunnar og ég vona að hún muni á endanum biðjast afsökunar á framkomu sinni.

Forseti þingsins er búinn að álykta um að málið er þingtækt og nú verður stjórnaranstaðan að hætta þessu málþófi og þora að fara í efnislega umræðu og á endan að málið fái lýðræðislega niðurstöðu á alþingi, svona pólitísk ofbelti eins og stjórnarandstaðn stendur fyrir er ekki boðlegt.


mbl.is Vigdís hristi upp í þingheimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Æ,Æ. Auðvitað eig menn bara að þegja og vera ekki að þessu bölvaðu blaðri. Er ekki hægt að fjarlægja þennan ræðustól úr salnum?

Jósef Smári Ásmundsson, 13.5.2015 kl. 17:51

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Óðinn er með það á hreinu að stjórnarflokkarnir séu friðaðir eins og fuglar á válista.  Reyndar eru ríkisstjórnin á válista samkvæmt könnunum.

Jón Ingi Cæsarsson, 13.5.2015 kl. 19:24

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Mannstu þegar Vigdís Hauksdóttir talaði 117 sinnum í tíð síðustu stjórnar eða er það gleymt og grafið...?

Jón Ingi Cæsarsson, 13.5.2015 kl. 19:25

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Um sama málið.

Jón Ingi Cæsarsson, 13.5.2015 kl. 19:26

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef Smári - ræðustóll alþingis er ekki þarna til þess að tala endalaus um fundarstjórn forseta og skjóta ómerkliegum ath.semdum í garð annarra þingmanna eins og stjórnarandstaðan hefur verið að gera, þetta er því miður allt mjög ómálefnlegt og lágkúra yfir þessu öllu hjá þeim.

Óðinn Þórisson, 13.5.2015 kl. 20:24

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Ingi - Vígdís stóð sig mjög vel á síðasta kjóttímabilin gegn Svavarsamingnum og ESB - umsókn Samfylkingarinnar.

Óðinn Þórisson, 13.5.2015 kl. 20:25

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

En þá verður bara að setja einhverjar reglur um þetta Óðinn. Það er ekki hægt að banna einstökum þingmönnum að tala. Þeir eru þarna til þess kosnir af sínum kjósendum. En það væri hægt að vera með kvóta um hvað hver þinmaður gæti talað lengi um einstakt mál. Væri ekki bara gott að Vigdís Hauksdóttir sæji um það, bæði hjá sjálfum sér og öðrum?

Jósef Smári Ásmundsson, 13.5.2015 kl. 20:43

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef Smári - það eru ákveðinar reglur um þann tíma sem þingmenn hafa til að ræða mál, t.d í þessu máli er ein umræða, þingmenn hafa tækifæri til að segja sína skoðun og rökstyðja hana og á endanum klárast umræðan og greidd eru atkvæði um tillöguna og meirihlutinn ræður.
Eins og kom fram hjá Svandísi í Kastljósi í kvöld að minnihlutinn ætlaði ekki að hleypa málinu í gegn, sama og Oddý Harðardóttir sagði í dag, þetta er ekkert annað en ofbeldi og á ekkert skilt með lýðræði.
Það er ríkisstjórn í landinu og meirihlutinn ræður.

Óðinn Þórisson, 13.5.2015 kl. 21:18

9 Smámynd: Reputo

Lýðræði segir þú. Þú tókst semsagt upplýsta ákvörðun um þetta mál fyrir tveim árum með einu litli x-i fyrir fram einn bókstaf (að öllum líkindum D). Það sérð þú sem lýðræði varðandi þetta, og önnur mál. Ekkert má hrófla þessu fullkomna lýðræði þínu. Þegar þú horfir í spegilinn, áður en þú ferð að sofa á kvöldin, hugsað þú aldrei "Shit hvað ég er vitlaus að lepja upp vitleysu ríkisstjórnarinnar sama hversu heimskuleg hún er" Finnst þér ekkert óþægilegt að vera búinn að velja lið og halda með því fram í rauðan dauðann sama hversu heimskulega hluti hún lætur frá sér? Hugsað þú aldrei "Nei þetta er nú ekki rétt af þeim að gera. Nú ætla ég að hugsa sjálfstætt og ekki að jarma í kór með flokksforystunni því þetta er ekki rétt hjá þeim"

Flýgur þetta aldrei í gegnum hugann á þér? Ertu alltaf með fyrirfram mótaðar skoðanir á öllu sem upp getur komið, eða mótast þínar skoðanir alltaf eftir því hvernig fyrirliðinn í liðinu þínu hugsar hverju sinni. Mundir þú t.d. verja Bjarna Ben þótt hann mundi blindfullur skíta á styttuna af Jóni Sigurðssyni fyrir framan sjónvarpsmyndavélar? Þú þarft reyndar ekki að svara því skrif þín undanfarin ár segja allt sem segja þarf.

Reputo, 14.5.2015 kl. 01:48

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Reputo - hlustaði á Kastljós i gærkvöldi þar sem Helgi Seljan var að tala við Jón G. og Svandísi Svavard. Þá sagði Svandís:

Svandís Svavarsdóttir segist ekkert hafa fyrir sér í því að vinir Jón Gunnarsson í verktakastétt séu að innheimta greiða frá honum, en segir það samt í beinni útsendingu. Þetta kallast dylgjur.

Vinstri - menn í þessari umræðu hafa farið mjög mikið í manninn, en Jón Gunnarsson segist ekki láta það trufla sig og ekki truflar þessi ath.semd þín mig.

Óðinn Þórisson, 14.5.2015 kl. 09:33

11 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Auðvitað er ekkert mál að setja fram athugasemdir eftir pólitískri fylgisspekt, en þar einmitt liggur hundurinn grafinn. Eins og t.d. þá, að núverandi stjó.andstaða sé með málþóf um mál, þar sem stjórnin er að vaða yfir landið á skítugum skónum, á afar hæpnum forsendum, og tala nú ekki um á víðsjáverðum tíma m.t.t. launadeilna í landinu, sem geta haft lang, langvarandi afleiðingar í för með sér. En hreinlega stein þögðu þegar núverandi stj.flokkar settu beinlínis þingið í herhví á síðasta tímabili með málþófi, en þá bara ekkert mál.  

Jónas Ómar Snorrason, 14.5.2015 kl. 15:06

12 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvernig væri að þegar stjórnarandstaðan er búin að röfla um verk þingforseta láti ráðherra vita svo að þeir séu ekki að eyða tíma í að bíða eftir tækifæri til að komast í ræðustól til að tala um alvarleg málefni sem kemur ráðherra við.

Í fjárfestagruppu sem ég er meðlimur í hér í USA þá höfum við breytt máltækinu "time is money" í "time is everything" það yfirleitt ekki nógur tími og tíma sem er eytt í vitleysu er ekki afturkallaður.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 14.5.2015 kl. 15:34

13 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Get alveg tekið undir þessa breytingu hjá ykkur. En varla spilar "pólitík" þar inn í. T.d. ef einhver ber upp góða tillögu að fjárfestingu, þá varla setur þú þig upp á móti, bara af því. Fólk á að forðast að spyrða saman stjórnmál og viskipti. Eins og Davíð sagði, þó ég í hjarta mínu væri sammála einhverju máli frá stj.andstöðu, þá var ég samt ósammála.

Jónas Ómar Snorrason, 14.5.2015 kl. 15:50

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - í höfunarlýsingu kemur fram það sem skiptir máli um mínar pólitísku skoðanir og hvernig hægt er að byggja upp þetta land og hvað þarf til. Rammi - vinstri - manna á síðasta kjörtímabili, það var engin sátt um það sem fyrrv. ráðherrrar gerðu þar Svandís og Oddný þannig að það lá alltaf fyrir að þeirra rammaátlun yfði breytt.
Þetta mál fer i gegn þó svo að Svandís Oddný hafi hótað því að málið fari ekki í gegn sem er mjög alvarlegt að ætla að reyna stoppa lýðræislegan meirihluta í þvi að gera það sem hann vill.
Það sem kannski hin pólitísku tíðindi í þessu er að Björt Framtíð hefur sýnt hann er ekki með ný sjónmál með málþófi sínu.

Óðinn Þórisson, 14.5.2015 kl. 16:26

15 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - ég er sammála þér að stjóarnaandstaðan er að eyða tíma, dýrmætum tíma í að fara endalaust í fundarstjórn forseta.

Þessi framkoma stjórnarandstöðunnar við Sigrúnu Magnúsdóttur að láta hans bíða í 3 klst. eftir að fá að tala eftir að hafa vælt um að fá hana í þingsal sýnir að þetta vinstra - lið er í ruglinu og vill ekki ræða málið málefnaleg heldur bara að stoppa málið.

Óðinn Þórisson, 14.5.2015 kl. 16:33

16 Smámynd: Baldinn

Er þetta ekki nákvæmlega það sama og gerðist á síðasta þingi nema að þá voru það þínir menn sem héldu þinginu í gíslingu í marga daga.  Líklega var þetta þá " þetta hægra-lið ".

Baldinn, 15.5.2015 kl. 09:28

17 Smámynd: Óðinn Þórisson

Baldinn - það var ekkert smá mál sem kom upp á síðasta kjörtímabili, Icesave þar sem fyrrv. ríkisstjórn ætlaði að kúga í gegn Svavarsamginn, það varð að stoppa það og þar var fyrrv. stjórnarandstaða að verja hagsmuni þjóðarinnar.
Annað stórmál, esb - umsókn Samfylingarinnar sem engin sátt var um og var farið i án aðkomu þjóðarinnar, Samfylkingin ætlaði að afsala fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar, það varð að stoppa það mál með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi.

Óðinn Þórisson, 15.5.2015 kl. 11:28

18 Smámynd: Baldinn

Óðinn.  Það var nú málþóf út af fleirru en þú telur upp.  T.d. út af stjórnarskrá málinu.  Heldur þú að núverandi stjórnarandstöðu finnist það ekki stórmál sem nú er í gangi.  Þetta er nefnilega ekki svona svart / hvítt.  Þínir menn beita málþófi þegar þeim finnst þeir þurfa þess og það sama á við hina.  Að lokum vil ég árétta að það var Alþingi Íslendinga sem sótti um aðild að ESB.

Baldinn, 15.5.2015 kl. 14:55

19 Smámynd: Óðinn Þórisson

Baldinn - stjórnlagaþingskosningarnar voru dæmdar ógildar og því var rangt hjá fyrrv. ríkisstjórn að skipa eitthvað stjórnlagaráð og reyna þannig að fara framhjá alþingi.
Það er alþings að breyta stjórnarskránni ekki einhver nefnd út í bæ.
Það hefur margoft verið farið yfir þessa esb - umsókn, vg varð að samþykkja esb - umsókn Samfylkingarinnar annars hefði vg ekki fengið ráðherrastólana sem skiptir þá meira máli en skýr stefna flokksins í evrópumálum.
Þú mannst hvað SJS sagði á rúv - kvöldið fyrir alþingskosningarnar 2009 um esb - umsókn.
En til þess að gæta allrar sanngirni þá var einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem sagði JÁ og einn sem sat hjá aðrir sögðu NEI og reyndi Sjálfstæðisflokkurinn að knýja fram þjóðaratkvæðagreisðlu um hvort farið yrði af stað en því miður sagði Sf og Vg alltaf NEI við því að vísa málinu til þjóðarinnar.

Óðinn Þórisson, 15.5.2015 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 888611

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband