20.5.2015 | 08:47
Píratar mæta verst og taka sjaldnast afstöðu
Nú þegar þetta liggur fyrir þá er gott fyrir þá sem hafa verið að segjast í skoðanakönnunum ætla að kjósa Pírata að það eru 2 ár í alþingskosnga.
Við höfum fylgst með Pírötum í borginni fylgja DBE og rauða meirihutanaum í einu og öllu og hefur Birgitta sagt að hún vilji vinna með vinstri flokkunum eftir næstu kosningar og er ekki komið í ljós að Pírtar eru bara hefbundinn vinstri flokkur.
Píratar mæta verst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Naumast hvað Hádegismóri skelfur á beinunum. Hann hefur kannski ekki áttað sig á því að Píratar eru eingöngu 3 á þingi og nefndirnar eru að minnsta kosti 8 talsins...
Jón Páll Garðarsson, 20.5.2015 kl. 10:27
Aðalheiður Ámúndadóttir þetta alveg ágætlega að mínu mati:
Þingmenn Pírata skipta á milli sín setu í átta fastanefndum auk forsætisnefndar, Íslandsdeildar Alþjóðaþingmannasambandsins, þingskapanefndar og fleiri nefnda. Þingmennirnir geta því oft þurft að vera á tveimur stöðum í einu. Jón Þór leggur t.d. mun meiri áherslu á að mæta á fundi í atvinnuveganefnd eða efnahags- og viðskiptanefnd þar sem hann er áheyrnarfulltrúi fremur en í fastanefnd sína; umhverfis og samgöngunefnd.
Þingmennirnir fara vandlega yfir allar dagskrár nefndafunda og forgangsraða tíma sínum og hvaða fundi skuli mætt á eftir því hvað er á dagskrá funda hverju sinni. Forgangsröðuninni liggur til grundvallar grunnstefna og grunngildi flokksins. Þingmennirnir reyna þannig ávallt að að vera þar sem dagskrárliðir hafa snertiflöt við grunnstefnu Pírata hvort heldur er til góðs eða ills.
Forgangsröðun á tíma þingmannana er flókið verkefni en þeir eru bara þrír og því ógerlegt að manna markmið um að vera ‘on top of everything’ og mæta allstaðar.
Jón Páll Garðarsson, 20.5.2015 kl. 10:30
En er ekki svolítið "ódýrt" að bera við fámenni í þessu sambandi og láta eins og þingflokkur Pírata sé eini fámenni þingflokkurinn sem hefur verið á Alþingi Íslendinga?
Jóhann Elíasson, 20.5.2015 kl. 10:38
Jón Páll - hversvegna að þiggja sæti í nefnd sem viðkomadi ætlar ekki að sitja ? það er í raun gríðarlegt viðringarleysi við viðkomandi nefnd og eins miklvæga nefnd og umhvefis og samgöngunefnd er að mæta aðeins á 2 af 30 fundum.
Hvað varðar þessa ath.semd sem þú copyar hér inn segi ég þetta, þetta er hennar skoðun en gef ekkert fyrir hana.
Óðinn Þórisson, 20.5.2015 kl. 10:46
Hefur þú niðurstöður úr rannsóknum á mætingum annara fáliðaðra flokka?
Það segir manni að Hádegismóar séu orðnir desperat er þeir búa til þessa frétt á fórsíðu þess blaðs sem þeir af tilviljun bera ókeypis til allra landsmanna.
Jón Páll Garðarsson, 20.5.2015 kl. 10:55
Jóhann - það hafa áður verið fámennir flokkar á alþingi t.d Frjálsyndi flokkurinn en man ekki eftir því að þeir hafi vælt yfir fámenni heldur bara brett upp ermar stað þess að væla.
Þetta er viðringarleysi við umhverfis og samgöngunefnd að mæta aðeins á 2 af 30 fundum, hversvegna að taka sæti í nefnd sem viðkomdi ætlar nánast ekkert að sitja ?
Óðinn Þórisson, 20.5.2015 kl. 10:57
Jón Páll - er það ekki hlutverk fjölmiðla að koma upplýsingum á framfæri til almennings og það tel ég að Morgunblaðoð er að gera hér.
Það virðist fara mjög illa í Pírata að þeir séu gagnrýndir.
Óðinn Þórisson, 20.5.2015 kl. 11:01
Það hefur seint verið hægt að ásaka Moggann fyrir hlutleysi í sínum umfjöllunum.
Jón Páll Garðarsson, 20.5.2015 kl. 11:07
Jón Páll - fyrrv. ritsjórn t.d Dv var ekki hlutlaus í umfjöllun sinni um Sjálfstæðisflokkkinn.
Óðinn Þórisson, 20.5.2015 kl. 11:34
Lygar og hálfsannleikur er orðið að upplýsingum fyrir almenning. Newspeakið er sterkt í dag.
Jón Ragnarsson, 20.5.2015 kl. 11:34
Jón R - ef Pírtar hafa eitthvað út á þessa frétt Morgunblaðins að setja nú þá geri ég ráð fyrir því að þeir geri það.
Óðinn Þórisson, 20.5.2015 kl. 11:41
Já, þú talar um að bretta upp ermar og hætta að væla Hvernig væri þá að núverandi ríkisstjórn bretti upp ermarnar og komi með eins og eitt útspil inn í kjaraviðræðurnar? Flísin og bjálkinn og allt það
Pétur Kristinsson, 20.5.2015 kl. 11:52
Pétur K - núverandi ríkisstórn er vinur ríkissjóðs og hefur skilað hallalausum fjárlögum bæði starfsárin sín.
Eins og komið hefur fram hjá Bjarna Ben. þá er verkalýðsforystan mjög sundurlynd og erfitt að vita hvað þeir í raun og veru vilja, lágmarkslaun 300 þús, get skrifað undir það, BHM meta menntun til launa, get skrifað undir það, en það er ekki hægt að gera allt fyrir alla og aðalatriðið er það sem m.a Sigmundur Davíð hefur bent á að hella ekki olíu á verðbólgubálið.
En ekkert af þessu breytir það sem kom fram í fréttinni varðandi mætingu Pírata á fundi.
Óðinn Þórisson, 20.5.2015 kl. 12:08
Það er algjörlega óraunhæft að ætlast til þess að þrír þingmenn pírata geti sótt alla nefndafundi á sama tíma.
Ef fólk vill sjá meiri þáttöku pírata í þingstörfum verður það einfaldlega að kjósa fleiri þeirra inn á þing!
Guðmundur Ásgeirsson, 20.5.2015 kl. 12:57
Guðmundur - þá eiga þeir einfaldlega bara að sitja í þeim nefndum sem þeir treysta sér til að mæta á fundi í.
Það eru 2 ár til alþingskosnigna og ef fólk líkar þessi vinnubrögð þeirra að mæta ekki á nefndarfundi og taka ekki afstöðu til mál þá verða þeir eflaust fleiri á næsta kjörtímabili en þangað til vinna þeir með þann fjölda þingmanna sem þeir eru með og hætta þessu væli.
Óðinn Þórisson, 20.5.2015 kl. 13:25
Það eiga allir þingflokkar fulltrúa í öllum nefndum, óháð stærð þingflokks og hversu marga fundi þeir hafa bolmagn til að sækja í raun og veru.
Hefurðu annars borið þetta saman við aðra fámenna þingflokka, eins og Bjarta framtíð, Hreyfinguna og Frjálslynda flokkinn á sínum tíma?
Það væri kannski gagnlegra að setja þetta á þann mælikvarða áður en maður tekur afstöðu til þess hvort þetta sé óásættanlega lítil mæting.
Ég er til dæmis nýlega búinn að sækja tvo fundi hjá efnahags- og viðskiptanefnd og minnist þess ekki að neinir Bjartframtíðungar hafi mætt.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.5.2015 kl. 13:30
Guðmundur - færslan mín er um fréttina, " Pírtar mæta verst " og umræðan frá minni hálfu er bara um Pírata, ekki um einhverja aðra og Pírtar verða að fara að sætta sig við það að fjallað er um þá og þeir gagnrýndir og það mun ég gera áfram.
Varðandi Bjarta Framtíð þá eina sem ég bendi á í færslunni um fréttina er það sem allir nú vita er þeir eru ekki flokkur nýrra stjórnmála.
Óðinn Þórisson, 20.5.2015 kl. 13:38
Og núna steinþegir bloggherinn á mbl.is
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/05/20/urfa_ad_vera_a_morgum_fundum_i_einu/
Jón Ragnarsson, 20.5.2015 kl. 13:53
Jón R. - hvaða bloggher ert þú að tala um ? ég a.m.k tilheyri ekki neinum sklíkum en ef ég myndi vilja ganga í bloggher hvar sæki ég um ?
Ég skrifa bara færslur við fréttir sem ég hef skoðun á.
Óðinn Þórisson, 20.5.2015 kl. 14:08
Óðinn málstaður moggans sópar til sín ákveðinni tegund af fólki (smurolía alræðissins) sem básúnar vitleysuna áfram. Þetta gerist nokkurnvegin af sjálfum sér svo ekki þarf skipulagt yfirvald yfir þessum "her" heldur apið þið bara eftir hver öðrum og fylgið í blindni.
Kommentarinn, 20.5.2015 kl. 15:17
Kommentarinn - ef hægri men fylgja sannfæringu sinni og hugsjón þá fylgja þeir því í blindni en ef vinstri - menn fylgja sannfæringu sinni og hugsjón þá eru þeir staðfastir, ef menn vilja líta á það þannig geri ég ekki ath.semd við það en er því ekki sammála.
Óðinn Þórisson, 20.5.2015 kl. 15:33
Vinstri menn fylgja síður sannfæringu eða hugsjónum. Þeir eru sjaldnar sammála og skipta oftar um skoðun.
Kommentarinn, 20.5.2015 kl. 15:48
Þessu fylgja bæði kostir og gallar.
Kommentarinn, 20.5.2015 kl. 15:49
Kommentarinn - þannig að það er þín skoðun að hægri menn séu staðfastir en a.m.k get ég staðfest við þig að ég fylgi engri stefnu eða málgagni í blindni.
Óðinn Þórisson, 20.5.2015 kl. 16:41
Sorry Óðinn en þú ert ekki hægrimaður , ef þú kýst og styður flokk sem er langt til vinstri (sjálfstæðisflokkurinn) þá ertu vinstri maður, sjálfstæðisflokkurinn er til vinstri við mesta öfga vinstri þingmann í bna, í bna væri sjálfstæðisflokkurinn kallaður kommunistaflokkur og það réttlætanlega.
Alexander Kristófer Gústafsson, 21.5.2015 kl. 05:12
Þú styður flokk sem hefur takmarkað vopnaeign, hækkað álögur á áfengi og bensín, þú styður flokk sem kaus að halda 233 grein a heningarlaga , allt saman sem vinstri flokkar gera.
Þú ert ekki hægri, samfylkinginn er öfgavinstri flokkur og sjallarnir eru einu skrefi frá þeim til hægri og fyrir því nánast ekkert skárri
Alexander Kristófer Gústafsson, 21.5.2015 kl. 05:14
Alexander - það kemur skýrt fram í höfundarlýsingu hvaða flokk ég styð og hvað þarf að gera til að við sem þjóð náum árangri.
Vinstri - flokkarnir á íslandi Samfó og VG tala um lítið annað en þessa vondu hægri stjórn.
Óðinn Þórisson, 21.5.2015 kl. 08:19
Fenguð þið litlu karlarnir fyrirmæli að ofan um hvað þið ættuð að skrifa núna Óðinn. Þið eruð allavega margir að skrifa það sama. Mig langar að vitna í Hannes Hólmstein ykkar aðal hugmynda smið. " Hægri menn eru ekkert að pæla í pólitík, þeir vilja bara hafa sterkan leiðtoga sem tekur ákverðanir fyrir þá. Þeir vilja bara græða á daginn og grilla á kvöldin .. "
Baldinn, 21.5.2015 kl. 08:59
Þið verðið að fyrirgefa honum Óðni hann var sprautadur með bláu bóluefni í æsku og er því gjõrsamlega útilokað að hann geti hugsað út fyrir kassann, hvað þá rökrétt svo meðtók hann pólitískan áróður af foreldrum sínum frá blautu barnsbeini svo þið getið gleimt þvi að snúa honum til betri vegar, hann verður svona til dauðadags.
Þorvaldur Guðmundsson, 21.5.2015 kl. 09:57
Baldinn - það skilar engu hjá þér gagnvart mér að tala niður til mín, komdu með málefnalegt innlegg.
Óðinn Þórisson, 21.5.2015 kl. 10:46
Þorvaldur - þú mátt hrauna yfir mig eins og þú vilt en blandaðu aldrei aftur fjölskyldu minni inn í innlegg þín hér.
Óðinn Þórisson, 21.5.2015 kl. 10:52
*dæs*
Þessi sæti eru ekki "boðin" þau eru.
Ef flokkur þinn nær kjöri þá færð þú sæti. Punktur.
Það er ekki hægt að segja nei takk.
Það er ekki valmöguleiki.
Þannig að það er engin furða að mæting fámennsta hópsins á nefndarfundi sé lélegust.
En svo er að Píratar hafa beðið endurtekið um það að nefndarfundir séu ekki svo harðlæstir og lokaðir nema rætt sé um viðkvæm mál svo að varaþingmenn geti setið fundi þannig að það sé hægt að mæta betur. Alþingi hefur ekki viljað gefa þann möguleika.
Píratar vilja mæta, en þeir geta ekki beygt rúm og tíma.
Hans Miniar Jónsson., 21.5.2015 kl. 11:54
Hans Míníar - ég geri ráð fyrir því að Pírtar þegar þeir ákveða að bjóða fram hafi þeir farið nákvæmlega yfir hvernig þingstörf fara fram, eftiráskýringar virka einfaldlega ekki.
Þeir áttu einfaldlega koma skýrt fram í byrjum og láta fólk vita að þeir myndi sjaldan mæta á nefndarfundi og myndu í yfir 50 % mála ekki taka afstöðu og nú eins og hefur komið fram hjá Birgittu að flokkurinn styður ekki virkjanir.
Óðinn Þórisson, 21.5.2015 kl. 13:29
Sjálfstæðisflokkurinn styður herta vopnalög,skorður á tjáningafrelsi,bensínsskatta,virðisauakskatt á matvælum og margt fleira,
Alexander Kristófer Gústafsson, 21.5.2015 kl. 16:15
Alexander - ég er alltaf til í að rökræða og gagnrýna minn flokk og hef ég gert það oftar en einu sinni hér, Sjálfstæðisflokkurinn er ekki gallalaus.
Óðinn Þórisson, 21.5.2015 kl. 16:30
Hversu mörg vinstri sinnuð frumvörp þurfa að koma frá þessum flokki til að þú fatar að sjálfstæðisflokkurinn er ekkki hægri flokkur ekki hægri meigin við miðju heldur er hann vinstri flokkur, eins og ég hef sagt áður að Sjálfstæðisflokkurinn er varla til hægra við gorbachev
Alexander Kristófer Gústafsson, 21.5.2015 kl. 19:32
Alexander - Sjálfstæðisflokkurinn hlítur að vera vinstri - flokkur ef þú segir það, eða þannig :)
Óðinn Þórisson, 21.5.2015 kl. 20:38
Ég benti þér á heilmörg fyrirbæri sem aðeins vinstri flokkar gera
Alexander Kristófer Gústafsson, 21.5.2015 kl. 21:45
Hvernig getur þetta verið hægriflokkur ef ALLIR þingmenn þess flokks kusu já við lögum sem banna "hatursáróður" alas 233 grein a , vinstri sinnuðstu demokratar í bna styðja ekki einu sinni þannig kjaftæði.
Alexander Kristófer Gústafsson, 21.5.2015 kl. 21:48
Hver einasta sjalli kaus að halda lögum sem hefta tjáningafrelsi sjá http://www.althingi.is/thingstorf/thingmalin/atkvaedagreidsla/?nnafnak=49770
Þegar allir þingmenn flokks kjósa svona geturðu ekki afsakað sem eitt vont epli heldur er það allt eplatréið eins og leggur sig sem er sýkt af kommunisma
Alexander Kristófer Gústafsson, 21.5.2015 kl. 21:51
Alexander - núverandi ríkisstjórn afnam vörugjöld um árámótin, kom til móts við skuldstt heimiili sem JS hafi sagt 2010 að vinsttri - stjórnin myndi ekki gera meira fyrir, hefur skilað hallalausum fjárlögum bæði starfsárin og þannig sýnt ábyrð í ríkisfjármálum, gefið atvinnulífinu aftur súrefni o.s.frv. en þetta skiptir eflaust í þinum huga engu máli enda kemur kristaltært fram í þínum ath.semdum að þar birtast fordómar í garð flokksins t.d þetta " sjallar " sem aðeins mestu andstæðingar flokksins nota.
Óðinn Þórisson, 22.5.2015 kl. 00:09
það er gott hjá þeim að hafa afnumið vörugjöld en í staðinn hækkuðu þeir vsk á matvæli.
Alexander Kristófer Gústafsson, 22.5.2015 kl. 00:27
Alexander - það verður aldrei svo að maður verður sáttur við allt sem flokkurinn manns gerir og á það við t.d varðandi matarskattinn en í enda dagssins er það sú stefna og hugmyndafræði sem flokkurinn stendur fyrir sem skiptir máli.
Það er sjálfstæðisstefnan sem ég styð og þau gildi sem flokkurinn stendur fyrir.
Vinstri - fokkarnri sýndu það á síðasta kjörtímabii að þeir hækkuðu skatta á fólk og fyrirtæki, héldu atvinnulífinu niðri og spurning hvort þeir gengu erinda erlendra kröfuhafa ?
Óðinn Þórisson, 22.5.2015 kl. 08:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.