1.6.2015 | 22:51
Ríkissjórnin þarf að koma sínum góðu verkum betur til skila
Píratar hafa tekið fullan þátt í eyða tíma þingsins undanfarið ásamt hinum stjórnarandstöðuflokknum og að mínu mati verið mjög ósanngjanir í gagnrýni sinni á heiðslusmanninn Jón Gunnarsson.
Það var vitað að endurreisnin yrði erfið enda hefur engin ríkisstjórn þurft að taka við eftir 5 ára vinstri - óstjórn.
Undanfarið hefur t.d verið gerðir samningur við 65 þús launamanna, 300 þus lámarkslaun samþykkt, umfangsmiklar skattalækkanir og tollar verða afnumir af fatnaði.
Það er rétt að benda á það að Birgitta hefur sagt það skýrt að hún vilji vinstri - stjórn eftir næstu kosningar ef það yrði niðurstaðan þannig að setja x - við Pírata er að velja vinstri - flokk.
Píratar stærstir í 5 af 6 kjördæmum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 888614
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það þarf að fara kröftuglega fram á að Ríkisstjórnin fái að komast að í fréttatimum Rúv,þar sem þöggun og illa upplýst mál Ríkisstjórnarinnar eru iðulega á borð borin,en þeim mun meira gert úr andstöðuni,eins og hún sé hinn eini sannleikur.
Helga Kristjánsdóttir, 2.6.2015 kl. 00:48
Er allt á niður leið? já sem betur fer
Þetta er auðvitað allt "vinstra liðinu" að kenna en ekki ykkur sjálfum.
....burt með þessa vesalings stjórn.
Friðrik Friðriksson, 2.6.2015 kl. 00:58
Það er eins og fólk skilji ekki að þó manneskja í flokki eins og Pírötum hafi lýst yfir vilja til vinstristjórnar, að allir í téðum flokki séu vinstrisinnaðir eða sammála því.
Sigurjón, 2.6.2015 kl. 01:13
Helga - nálgun rúv á fréttir er yfirleitt að það sé eitthvað neikvætt í garð ríkisstjórnarinnar og það er stórfurðulegt þetta daður Illuga við þesss stofnun sem er núna að reyna að fara í eitthvað lóðabrast með Reykjavíkurborg með lóð sem þeir eiga ekki.
Óðinn Þórisson, 2.6.2015 kl. 06:52
Friðrik - síðasti landsfundum Samfó sýndi þjóðinni að flokkurinn er óstjórntækur.
Riíkisstjórn allra stétta hefur umboð til vorsins 2017 og hún mun sitja út kjörtímabilið, engin ástæða til að hleypta vg eða samfó að borðinu hvað þá anarkistum.
Óðinn Þórisson, 2.6.2015 kl. 06:56
Sogurjón - Birgitta er reynslumesti þingmaður flokksins en aðalatriðið er að fólk skylji það að Píratar eru vinstri - flokkur.
Óðinn Þórisson, 2.6.2015 kl. 06:59
Birgitta er raunsæis stjórnmálakona, sem dansar ekki um í bláma óraunsæis. Ég held að málið hjá þér sé það, þú þekkir þetta ekki, hugnast það ekki, því dæmir þú hana til vinstri af hræðslu við hið óþekkta.
Jónas Ómar Snorrason, 2.6.2015 kl. 11:45
Vá... þvílík afrek. Fyrsta, ríkisstjórnin sér ekki um samninga við launþega nema að litlu leiti. Það má sega að samningar hafi tekist *þrátt fyrir* ummæli t.d. fjármálaráðherra sem hleyptu illu blóði í samningamenn. 300.000 lágmarkslaun er einnig samningur milli launafólks og vinnuveitenda, kemur ríkinu lítið við. Skattalækkanirnar eru aftur í prósentum, koma hinum efnameiri betur en hinum efnaminni. Nær væri að hækka persónuafsláttinn.
Tollar afnumdir af fatnaði. Þvílíkt afrek! Vonandi tognar Bjarni ekki við að klappa sjálfum sér á bakið.
Jón Ragnarsson, 2.6.2015 kl. 12:42
Sem betur fer þá er Birgitta bara ein manneskja, í annars fjölmennum flokki, sem er ekki vinstriflokkur frekar en hægri.
Guðmundur Ásgeirsson, 2.6.2015 kl. 12:48
jónas Ómar - Birgitta er anarkisti og ég fjallaði reglulega um Besta á síðasta kjörtímabili.
Þú talar um hræðsu, vissulega og fólk á að hafa varan á þegar kemur að Pírötum vegna þess að maður veit ekkert upp á hverju þeir munu hugsanlega taka. Snowden, o.s.frv.
Óðinn Þórisson, 2.6.2015 kl. 18:04
Jón R - það virðast endurspeglast í þinni ath.semd miklir fordómar gegn Sjálfstæðisflokknum og nálgast ég því svar mitt til þin á þann veg.
Ég held að það skipti engu máli hvað Sjálfstæðisflokkurinn myndi eða myndi ekki gera þú myndir alltaf mála það eins svart og þú getur.
Óðinn Þórisson, 2.6.2015 kl. 18:06
Guðmundur - það verður seint kallað stór flokkur sem fær 3 þingsæti.
í Reykjavík eru Píratar í meirihluta með hinum vinstri - flokknum og hafa þeir fylgt þeim í einu og öllu. vera með útsvarið í botni, aðför gegn einkabílnum og hafa ekki barist fyrir þvi að kosið verðri um Reykjavíkurflugöll, spurning hvort það sé vegna þess að DBE segir nei við því ?
Óðinn Þórisson, 2.6.2015 kl. 18:12
Píratar fá hreinan meirihluta og þurfa þá enga vinstri flokka
Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 2.6.2015 kl. 19:48
Sigurður Helgi - alveg rólegur það eru 2 ár til alþingskosninga.
Óðinn Þórisson, 2.6.2015 kl. 20:05
Það eru nú fleiri í flokknum en bara þingmennirnir og það verður seint kallað smár flokkur sem mælist með 34,1% fylgi eða meira en stjórnarflokkarnir samanlagt.
Guðmundur Ásgeirsson, 2.6.2015 kl. 22:29
Guðmundur - Píratar eru 5,1 % flokkur, svo sjáum við hvað kemur upp úr kjörkössunum eftir 2.ár.
Óðinn Þórisson, 3.6.2015 kl. 06:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.