Rekstraröryggi flugs í vatnsmýrinni tryggt

Þessi niðurstaða Rögnunefndarinnar ætti að tryggja það að engar framkvæmdir fari fram á vatnsmýrarsvæðinu meðan skoðun á Hvassahrauninu stendur yfir.

Það kemur stýrt fram hjá Rögnunefndinni staðsetning flugvallar í Vatnmsýrinni sé besti staðurinn vegna LSH.

Ég vil svo minna á að um 600 sjúkraflug voru á síðasta ári og það hefur komið fram að vegna líffæraflutninga þá er staðsetning flugvallar í Vatnsmýrinni langbesti staðurinn.

Nálgun Halldórs er góð og treysti ég honum til að halda þannig á málinu fyrir hönd okkar flugvallarvina að Dagur B. verði látinn standa við það að tryggja rekstraröryggi flugs í Vatnsmýrinni.


mbl.is Hvassahraun var óvænt lending
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Held að menn eigi eftir að sjá að hafa flugvöll út í Hvassahrauni mun ekki ganga. Fyrst of fremst vegna fjarlægðar frá Landspítalanum. 10 mín geta skipt sköpum, og þeir sem hafa lent í því, vita það best. Varla vill Dagur B , LÆKNIRINN ! hafa það á samviskuni að einhver sjúklingur myndi látast á leið á Landspítalann.Þótt sagt sé að aðeins muni einhverjum mínútum í flutningi, þá vita þeir sem aka þessa leið á álagstímum að það er allt stopp.

Hin ástæðan er veðurfar þarna, er miklu óstöðugra en menn gera sér grein fyrir. Þegar það verður rannsakað þá á eftir að koma ýmislegt í ljós. Þarna er nálægð við frekar háann fjallgarð og sviptivindar mjög algengir og hættulegir. Allir flugmenn vita þetta. Reyndir flumenn reyna að vera komnir í sem mesta flughæð þegar þeir fljúga frá Rvík í austurátt, bara vegna þessa.

Þetta mun kosta 50 millarða. sennilega meir, miðað við hvernig framkvæmdir fara alltaf frammúr áætlunum. Og meðan ekki hægt er að hafa götur borgarinnar færar, ekki hægt að borga mannsæmandi laun til þeirra sem sinna ölduðum og sjúkum, viljum við þá eyða fjármunum í þetta fasteignabrask ?

Reykjvíkurflugvöllur í Vatnsmýri er enn besti kosturinn, og ódýrasti.

Birgir Örn Guðjónsson, 26.6.2015 kl. 13:50

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Birgir Örn - fyrir um 15 árum voru gerðar veður&flugprófanir vegna hugsanlegs flugvallar í Hvassahrauni, það gekk ekki upp og ólíklegt að það geri það nú.
Dagur vill vantsmýrnarsvæðið og ætlast til þess að ríkið borgi nýjan flugvöll þó svo að Reykjavíkurborg eigi ekki allt vatnsmýrnarsvæðið.
Ég vona að það verði gert það vopnahlé í þessu máli sem Rögnunefndið kallar eftir og þar með að öllum framkvæmdum á Hlíðarendasvæðinu verði hætt.
Við erum við flugvöll og rétt hann er besti og ódýrasti kosturinn.

Óðinn Þórisson, 26.6.2015 kl. 15:51

3 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Besti staðurinn fyrir flugvöllinn…er rétt hjá Keflavíkurflugvelli...þvílík þvæla, öll framtíðaruppbygging Keflavíkurflugvallar er komið í algjört uppnám útaf þessari Hvassahrun þvælu.

Þessari hugmynd að planta einum flugvelli þarna í Hvassahrauni má sparka langt út í hafsauga, þetta á að fara í dóm þjóðarinnar.

Vatnmsýrin er best fyrir innanlandsflugið.

Friðrik Friðriksson, 26.6.2015 kl. 17:34

4 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Sammála Birgir Örn þessar framkvæmdir myndu eflaust fara upp í 50 milljarðana svo ég tali nú ekki um kostnaðinn að reka 2 flugvelli sem eru 30km frá hvor öðrum.

Hvað kostar nýr spítali?

Þvílík firra, þvílíkt bull

Friðrik Friðriksson, 26.6.2015 kl. 17:45

5 Smámynd: Friðrik Friðriksson

http://stundin.is/frett/gunnar-bragi-um-flugvallarmal-kemur-ekki-til-grein/

Er algjörlega sammála Gunnari Braga þarna.

Friðrik Friðriksson, 26.6.2015 kl. 17:47

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Friðrik - stofnkostnaðurinn við Hvassahraun er um 22 - 25 milljarðar talið er að endanlegur kostnaður við nýjan flugvöll í Vatnsmýrini yrði um 70 milljaðar.
Það voru yfir 60 þús sem skrifuðu undir að flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýrinni, það er þjóðarinnar að taka ákvörðun hvort hún vill eyða 70 milljörðum í nýjan flugvöll í Hvassahrauni eða hafa hann þar sem hann er sem er besta staðsetningin við LSH þar sem við ætlum að byggja framtíðarsjúkrahús okkar allra.
Þetta mál fer þvert á flokka þannig að endanleg ákvörðun verður að vera þjóðarinnar sammála þér þar.

Óðinn Þórisson, 26.6.2015 kl. 19:48

7 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Innanlandsflug til keflavíkur, og ekkert kjaftæði. Eigi innanlandsflug sér einhverja framtíð, þá væri það vegna þess. Þegar fólk er með slepjuna um það að bretar hafi gefið íslendingum flugvöllinn, þá er hægt að fá upp í kok. Hvern andsk. áttu bretar að gera við þessi mannvirki? fljúga því til Bretlands? Sama og með bandaríska herinn, hvað átti hann að gera við allar byggingarnar, flugvöllinn sem hann lagði? Sama og bretarnir gerðu, gefa það. Varla hefðu þeir báðir farið að sprengja þessi mannvirki í loft upp. Ekki dínamítsins virði. Það var kosið um þennan farveg 2001, eftir því hefur verið unnið, punktur.

Jónas Ómar Snorrason, 26.6.2015 kl. 21:21

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - innanlandsflugið fer ekki til keflavíkur þannig að þeirri staðreynd sé hadlið til haga nema að í kjölfarið fylgi sú ákvörðun að nýr LSH verði byggður í Kef.
Niðurstaða Rögnunefndarinnar er mjög skýr, tryggja rekstaröryggi flugs í Vatnsmýrinni meðan skoðað verður betur með Hvassahraun.

Óðinn Þórisson, 27.6.2015 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 888612

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband