27.6.2015 | 10:02
Ólöf Nordal stoppar Dag B. í flugvallarmálinu
Ólöf tekur af allan vafa og segir að það sem standi upp úr að nefndin leggur til að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar verði tryggt.
Þá blasir við eftir að þessi orð innanríkisráðherra að skemmdarverkum Dags B. og Valsmanna verði hætt núþegar á Hlíðarendasvæðinu.
Flugvallarumræðu hvergi lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 888612
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svona gaman að benda þér á að Dagur B Eggertson er ekki einvaldur í Reykjavík. Það er unnið í Reykjavík eftir skipulagi sem var samþykkt fyrir mörgum árum þar sem Hanna Birna, Gísli Marteinn og fleiri lögðu þessa línu sem Borginn hefu farið eftir. Dagur B var í Rögnu nefndinni sem var jú að segja að Reykjavíkurflugvelli verið haldið við og tryggður rekstur þar til að ákvörðun um innanlandsflug yrði tekin. Í Rögnu nefndinni var líka Þorgerður Katrín og var rétt í þessu að hlutst á hana segja akkúrat þetta um Dag B. Þessi hugmynd um einvalda er hvergi eins ríkjandi og hér á blogginu þar sem menn hafa þá hugmynd að svona ákvarðanir séu teknar af einum manni og hann ráði. Svoleiðis er það bara ekki. Það eru t.d. 4 flokkar í meirihluta í Reykjavík. Og allir flokkar nema Framsókn sem var ekki í borgarstjórn á þessum tíma hafa samþykkt að það hefti þróun Reykjavíkurborgar að geta t..d ekki byggt nema lág hús í kring um Reykjavíkurflugvöll. Og að byggðin sé að teygjast upp á Kjarlarnes þar sem landsvæði eru ekki í boði nær. Og þetta kallar á ógurleg umferðamannvirki og langar leiðir fyrir þa sem þar búa. Sem og að sífellt fækkar þeim sem nota innanlandsflugið nema þeir sem eru í ferðum á vegum vinnunar. Því flugið er svo dýrt.
Magnús Helgi Björgvinsson, 27.6.2015 kl. 12:02
Magnús Helgi - því miður hefur það verið svo að ákveðnir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa daðrað allt of mikið við ykkur vinstri menn í borginni þar á meðal Gísli Marteinn sem í raun hrökklaðist úr flokknum eftir að hafa haldið m.a fund í Valhöll þar sem hann var að ræða flugvallarmálið&einkabílinn.
Hanna Birna náði aldrei að skylja við borgarfulltránn Hönnu Birnu og verða innanríkisráðherrann Hanna Birna og geri m.a samkomulag framhjá rikisstjórninni um flugvöllinn.
Ólöf Nordal er talsmaður þjóðarinnar í flugvallarmálinu en ekki bara hagsmuna Reykvíkinga þannig þegar Hanna Birna sagði af sér sem innanríkisráðherra þá tapaði Dagur B. besta bandamanni sínum að loka Reykjavíkurflugvelli.
Píratar hefa enn ekki lagt til að flugvallarmálið fari í þjóðaratkvæðagreilsu eftir að yfir 60 þús skrifiðu undir að flugvöllirinn yrði áfram í Vatnsmýrinni þannig þeir eiga í raun eftir að sanna það að þeir þori að taka slaginn við Dag B. í þessu stóra máli sem skiptir svo miklu máli fyrir alla landsmenn.
Ákvörðun Hönnu Birnu um annað samkomulagið um Reykjavíkurflugvöll kostaði Sjálfstæðisflokkinn hugsanlega 2 borgarfullrúa.
Óðinn Þórisson, 27.6.2015 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.