28.6.2015 | 10:06
Nei við Icesave og ESB
Það var mikið tekist á um Icesave á ríkisstjórnarárum vinstri - stjórnarinnar þar sem 98 % þjóðarinnar höfnuðu vinnubrögðum hennar.
Ísland lagði inn aðildarumsókn að esb - 23 júlí 2009 án aðkomu þjóðarinnar, hversvegna ? var það hluti af einhverju samkomulagi Jóhönnustjórnarinnar við esb - að ísland myndi afsala þjóðinni sjálfstæði og fullveldinu og það tekið inní Icesave ?
Þjóðargjaldþrot blasir við Gikkjum, hvað hefði gerst á Íslandi ef Jóhönnustjórnin hefði náð að kúga þjóðina til að borga Icesave ?
Hætta á að Grikkir yfirgefi evrusvæðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:08 | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 888612
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Öll gagnrýni á umsóknina á inngöngu í ESB var lýst sem þjóðernishyggju.
Fundum flokka sem voru andstæðingar inngöngu, var lýst þannig að þeir „löðruðu af þjóðernishyggju“
Þannig að meðlimir Samfylkingarinnar eru algerlega lausir við þjóðernishyggju og eru þar með andþjóðernissinnaðir? Það er umhugsunarvert !
Það má auðvitað undaskilja fundarhöldin um aðildarákvæði ESB. Þar var eingöngu samlestur á ÓUMSEMJANLEGUM 100.000 blaðsíðna sáttmála ÞJÓÐA sambandssins og skoðað hvernig laga bálkum Ísland þurfi að breyta til samræmis.
Tími smásamningsmála var úti á þessum tíma . Tími snus og sumarbústaða var á enda. Þetta kemur rækilega fram í leiðbeiningum í bæklingi til umsóknarlandana Íslands og Tyrklands.
En andþjóðernissinnum þótti alls engin ástæða að fræða þjóðina um slík smáatriði og kölluðu þetta „samninga“ sem voru hrein ósannindi.
Í þessum bæklingi eru forystumenn þjóðanna sérstaklega beðnir um að tala vel við þjóð sína um þau atriði sem væru viðkvæm og þau sem breyti t,d. tekjuöflunarmöguleikum þeirra í framtíðinni (T.d. sjáfarútvegsmál )
Því sleptu andþjóðernissinnaðir ráðherrar okkar alfarið .
Það var „samningsmönnum“ til málsbóta að þeir guggnuðu á sjáfarútvegskaflanum og þar með stoppaði samlesturinn af sjálfu sér.
Snorri Hansson, 28.6.2015 kl. 11:03
Snorri - sammála þá voru þeir sem töluðu gegn aðlögun íslands að esb kallaðir þjóðernissinnar og gegn samskiptum við önnur evrópulönd sem er víðsfjarri.
ESB - varar sérstakleg við þvi að kalla viðræður við esb - samningaviðræður enda er þetta bara eins og þú segir að lesa yfir lög ísland að segja já við lögum og reglum esb.
Fyrrv. ríkisstjórn þorði ekki í sjávarútvegskaflann því þeir vissu að íslensk þjóð myndi aldrei afsala yfirráðum yfir auðlyndinni til esb.
Óðinn Þórisson, 28.6.2015 kl. 12:55
hvað hefði gerst á Íslandi ef Jóhönnustjórnin hefði náð að kúga þjóðina til að borga Icesave?
Þá hefði íslenska ríkið strax við undirritun samnings komist í sömu stöðu og Grikkland er í núna, að eiga ekki fyrir samningsbundnum skuldbindingum í erlendum gjaldmiðlum. Vegna ákvæða samninganna um afsal lögsögu hefðu svo erlendir kröfuhafar getað gert fjárnám fyrir breskum dómstólum og gengið að eignum íslenska ríkisins. Auk þess væri íslenska ríkið þá orðið meðsekt Bretum og Hollendingum um þetta stórfellda brot á EES-samningnum. Þetta voru þrjár stærstu ástæðurnar fyrir því að þeim samningum var hafnað.
Guðmundur Ásgeirsson, 28.6.2015 kl. 13:19
Guðmundur - þarf ekki að bæta neinu við þitt svar enda er ég þér að öllu leyti sammála.
Það var guðs náð að Icesave var ekki samþykkt.
Óðinn Þórisson, 28.6.2015 kl. 13:41
Snorri, andþjóðernisstefna sósíaldemókrata/sósíalist byggir á hugmyndinni um internationalinn, þar sem verkalýður allra landa sameinast án landamæra, enda hefur ESB verið nefnt "sósíaldemókratísk tilraunastarfsemi".
Þeir hafa andstyggð á landamærum og þjóðareinkennum, rétt eins og bolsjevíkarnir sem skópu sovétmennið. Í ESB er "evrumennið" takmarkið með útgáfu ESB-ríkisfangs og hömlausri afskiptasemi af borgurum aðildarríkjanna, evrumenni er einstaklingur sem er svo samdauna ESB að hann er hættur að hugsa.
Í einfeldni sinni halda sósíaldemókratar/sósíalistar (þmt. Samfylkingin á Íslandi) að með samruna ríkjanna verði allir jafnir, en í raun gleypa stærri ríkin þau minni. Það er vitað mál að smærri ríkin ráða engu og hafa 0% áhrif á sínum eigin högum innan sambandsins, þessu er öfugt farið með Þjóðverja.
Þannig að annað orð yfir andþjóðernissinni/ESB-sinni er einfaldlega landráðamaður.
Ég styð Grikkja heilshugar og vona að þeir hafi vit á því og hugrekki til að kasta evrunni á öskuhaugana og taka upp eigin gjaldmiðil, hvort sem það verður drakhman eða annað.
- Pétur D.
Aztec, 28.6.2015 kl. 14:10
Acetc - lítil þjóð eins og ísland myndi engu ráða og allt tal um einhver áhrif með því að fá stól við borðið er algjört kjatæði.
Vissulega vilja þjóðir eins og Frakkar og sérstaklega Þjóðverjar að esb - lifi.
Draumur esb er að verða sama og BNA, lönd verði ríki í esb.
United States of Europe.
Óðinn Þórisson, 28.6.2015 kl. 14:48
Þvílík þvæla hjá þér Óðinn. Er engin von um að þú farir með rétt mál. Fyrir kostningar 2009 þá voru báðir núverandi ríkisstjórnarflokkar hlynntir ESB samstarfi!!!
Jónas Ómar Snorrason, 28.6.2015 kl. 21:01
Jónas Ómar -
"Þingmenn Samfylkingarinnar samþykktu 27. janúar síðastliðinn frumvarp til laga um stofnun hlutafélags um þátttöku íslenska ríkisins í kolvetnisstarfsemi. Það þýðir með öðrum orðum að að Samfylkingarþingmenn, ásamt öðrum þingmönnum, samþykktu heimild til handa iðnaðarráðherra til að stofna ríkisolíufélag. Þetta vekur athygli í ljósi þess að landsfundur Samfylkingarinnar samþykkti um liðna helgi að falla eigi frá olíuleit og vinnslu á Drekasvæðinu."
eyjan 23.03.2015
Einn þingmaður x-d greiddi atkvæði með að sækja um aðild, einn sat hjá og aðrir sögu nei 16.07.2009 og lagði flokkurinn til að þjóðin myndi ákveða hvort farið yrði af stað í aðildarviðræður við esb.
Óðinn Þórisson, 28.6.2015 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.