Sammála Elínu Hirst

"Efna­hags­hrunið var okk­ur Íslend­ing­um mikið áfall. Eitt já­kvætt gátu menn hins veg­ar fundið við hrunið, að von­andi yrði það okk­ur lexía um lang­an ald­ur, þótt dýr­keypt væri, um hvernig á ekki að standa að hlut­un­um."

Sammála Elínu Hirst þarna og það er í raun fullkomlega fáránlegt að ríkisbankinn Landsbankinn ætli að fara að byggja nýjar höfuðstöðvar á þessum stað þar sem bankinn féll okt. 2008.

Ætla menn í alvöru að byggja höfuðsstöðvar fyrir banka, ríkisbanka á dýrasta stað á landinu?
Guðlaugur Þór Þóarðarson


mbl.is Móðgun við viðskiptavini bankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Stöða þetta og endurnýja stjórnendur bankans.

Þap eru nú hæg heimatökin hjá Elínu að taka þetta up í sínum þingflokki. Ef Fjármálaráðherra er ekki rétti maðurinn til að tækla þetta, hver þá !

Birgir Örn Guðjónsson, 12.7.2015 kl. 14:09

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Birgir Örn - þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru á móti þessum framkvæmdum ríkisbankans og geri ég ekki ráð fyrir öðru en að ríkisstjórnin komi í veg fyrir þetta bruðl Landsbankamanna.

Óðinn Þórisson, 12.7.2015 kl. 14:40

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ef Bjarni Benediktson stendur ekki í lappirnar og stöðvar þessa vitleysu þá á hann að segja af sér.

Jósef Smári Ásmundsson, 12.7.2015 kl. 16:18

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það væri móðgun við hlunnfarinn almenning ef útsýnið af Arnarhóli á 17. júní yrði til framtíðar: Landsbankinn.

Nú reynir á fjármálaráðherra að framfylgja eigendastefnunni, en það voru rökin fyrir því að leggja niður Bankasýsluna.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.7.2015 kl. 17:08

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef Smári - það er engin ástæða að Bjarni Ben segi af sér hvernig svo sem þetta mál fer.

Óðinn Þórisson, 12.7.2015 kl. 21:15

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Dalakollur - að ráðamenn bankans séu að hugleiða að eyða 8 milljörðum í nýjar höfuðstöðvar er veruleggt áhyggjuefni fyrir skattgreiðendur sem eiga bankann.

Óðinn Þórisson, 12.7.2015 kl. 21:17

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - sammála það yrði ekki fallegt útsýni að sjá ríkisbankann frá Arnarhóli.
Guðlaugur Þór sagði í kvöldfréttum að hann myndi taka þetta mál upp í haust þegar þing kemur saman og fjármálaráðherra mun eflaust skoða þetta mál mjög vel.

Óðinn Þórisson, 12.7.2015 kl. 21:20

8 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Það kostar lítið að blaðra í fjölmiðlum, bloggi og Facebook. Við skulum sjá hvað þau gera á þingi. Elín og framsóknarmenn allir samþykktu bankabónusafrumvarp BB rétt fyrir sumarfrí og virtist ekki verða mikið bumbult. Framsóknarmenn sem voru nýlega búnir að samþykkja að banna alla bankabónusa.

Þetta blaður virðist gera lukku hjá kjósendum sem nenna ekkert að fylgjast með því hvað þetta fólk er að gera eða öllu heldur ekki að gera á Alþingi.

Jón Bragi Sigurðsson, 13.7.2015 kl. 22:37

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Bragi - fésbókin og blogg eru vattvangar til að koma skoðunum sínum á framfæri og í þessu máli skiptir það miklu máli að stjórnarþingmaður komi fram og segi sína skoðun jafn skýrt og Elín gerir hér.
Var það ekki fyrrv. ríkisstjórn sem vildi að þjóðin myndi borga skuldir einkabanka ?  ( Icesave )

Óðinn Þórisson, 14.7.2015 kl. 07:16

10 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Enn mikilvægara er þó að þeir sýni skoðanir sínar og sannfæringu í verki á Alþingi en mér finnst talsvert vanta uppá það m.a. hjá Elínu Hirst. Ég held að ég og þú yrðum álítnir eitthvað undarlegir ef við færum að blogga og fárast yfir því hvaða verkefni biðu á okkar vinnustað í stað þess einfaldlega að vinna verkin og það helst þegjandi.

P.s. Og jú, það var ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðard. sem vildi halda áfram með það sem Geir Haarde hafði komið af stað þ.e. að láta íslenska skattgreiðendur skfrifa uppá Icesave. Hvað sem það nú kemur þessu máli við . . .

Jón Bragi Sigurðsson, 14.7.2015 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband