16.7.2015 | 17:31
Flugbraut 06/24 verður ekki lokað á næstunni
Það er alveg ljóst að Ólöf Nordal mun ekki á næstunni skrifa undir neitt sem gefur heimild til þess að loka flugbraut 06/24 enda væri slíkt fullkomið ábyrgðarleysi.
Það var fullkominn dónaskapur að hefja framkvæmdir við enda flugbrautarinar og má segja það vera eins og að labba upp í farþegaflugvéla án farseðils.
Það er engin möguleik að flugbraut 06/24 verði lokað á næstinni og ríkið verður að skoða alla möguleika til að koma í veg fyrir þetta skemmdarverk rauða meirihlutans í Reykjavík
Það fer lítið fyrir lýðræðisást Pirata í þessu máli þar sem yfir 60 þús skrifuðu undir að flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýrnni.
Tilkynni um lokun flugbrautar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 96
- Frá upphafi: 888608
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þetta er undarleg staða Óðinn svo vægt sé til orða tekið.
Borgarstjóri er búinn að æða áfram með þetta verkefni í ólög og óþökk við flest. Hann virti engar óskir eða vilja og hvað hlustaði á meirihluta Landsmanna, nefndir fengu ekki að klára vinnu sína og skila niðurstöðu áður en hann byrjaði niðurrif á Flugvellinum...
Þegar maður veit eins og maður veit í dag að Borgarstjóri sjálfur átti sæti í þessum stýrihópi eins og hann kallar nefndina núna stýrihóp þá verður maður hálf orðlaus, nefndin var óvenju lengi að skila niðurstöðu sem gæti bent til þess að ósamstaða gæti hafa verið...
Við Íslendingar eigum ekki að sætta okkur við svona vinnubrögð segi ég. Borgarstjóri og hans fólk er á launum hjá okkur og svona vinnubrögð hvort sem það er flugvöllurinn eða annað á ekki að leyfast...
Ráð og nefndir eru fengnar að hlutum til finna lausnir og leiðir, kostar það okkur Íslendinga pening að leita til þeirra. Hvernig Borgarstjóri er búinn að láta í þessu máli þá hefur það legið ljóst frá upphafi að flugvöllinn ætlar hann sér burt sama hvað, hann gat ekki beðið eftir niðurstöðu með að byrja skemmdir, niðurstöðu sem virðist hafa verið svo ljós í hans huga í upphafi að niðurstöðu nefndar(stýrihóps)var ekki þörf...
Er einhver að reyna að plata einhverja hérna eða hvað...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.7.2015 kl. 20:34
Hann virti engar óskir eða vilja og hvað ÞÁ hlustaði... það vantaði þá...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.7.2015 kl. 20:38
Ekki vantar hrokann í lækninn, virðir að vettugi meirihluta þjóðarinnar og Reykvíkinga.
Hörður Einarsson, 16.7.2015 kl. 20:54
Ingibjörg Guðrún - það er gott að þú kemur inná setu borgarstjóra í Rögnunefndinni sem var í raun og veru fáránlegt og líka miðað við afstöðu hans gegn flugvellinum var hann vanhæfur að hafa setið í henni.
Öll vinnubrögð núverandi og fyrrverandi borgarstjórnarmeirihluta hafa miðast að þvi að loka flugvellinum sama hvaða rök hafa verið lög fram varðandi öryggi hans fyrir alla landsmenn og staðsetningar hans við LSH.
Svo er það þannig með flugvöllinn í Hvassahrauni þá er stofnkostnaður við hann 22 - 25 milljarðar og hefur verið bent á að hann er ekki góður kostur fyrir flugvöll og hvað þá hvað hann er nálægt Keflavíkurflugvelli.
Ég vona að Ólöf Nordal stoppi Dag B. í þessu máli og horfi til hagsmuni þjóðarinnar en ekki bara hagsmuni 101 Reykjavík.
Óðinn Þórisson, 16.7.2015 kl. 21:43
Hörður - því miður þá virðir Dagur B. ekki skýran vilja meirihltua þjóðarinnar og ætlar að loka flugvellinum, 600 sjúkraflug á ári, rétt hann er læknir þessvegna er hans afstaða enn meira undarleg.
Óðinn Þórisson, 16.7.2015 kl. 21:45
Óðinn, þú meinar latte lepjandi letingjana í 101. þ.e. Ellin þrjú. LLL
Hörður Einarsson, 16.7.2015 kl. 22:15
Þetta er nú meiri pólitíska tilfinningasemin, sem grasserar vegna RVK.flugvallar. 2001 var kosið um flugvöllinn, báðir núverandi stj.flokkar hafa verið við völd í milltíðini, annað hvort saman eða aðskildir, engin breyting, enda vilji borgarbúa miðað við síðustu 2 kostningar. Innanlandsflug á bara að færast til Kef. styrkja bráðaþjónustu á HSS, málið dautt!!!
Jónas Ómar Snorrason, 16.7.2015 kl. 22:22
Hörður - það virðist vera nokkuð ljóst að Dagur og hans fólk eru ekki að horfa á heildarhagsmni með lokun Reykjavíkurflugvallarnins, hagsmunir 101 í 1.sæti hjá þeim.
Óðinn Þórisson, 17.7.2015 kl. 07:15
Jónas Ómar - því miður nálgaðist fyrrv. innanríkisráðherra Reykjavíkurflugvöll sem fyrrv. borgarfulltrúi en ekki innanríkisráðherra og gerði þar ákvðein mistkök sem kostuðu Sjálfstæðisflokkinn að ég tel 2 borgarfullrúa 2014.
Ég hef ofan en einu sinni svarað þér með þessa 2001 kosningu og læt það duga.
Óðinn Þórisson, 17.7.2015 kl. 07:19
Að kostninguni 2001 slepptri, þá hvert fóru þessir 2 borgarfulltrúar XD 2014, ekki til framsóknar Óðinn, en þá hvert??? Þætti gaman að fá þína skýringu á því.
Jónas Ómar Snorrason, 17.7.2015 kl. 19:48
Jónas Ómar - fylgi Framsóknar breyttist á mjög stuttum tíma og m.a á kjördag með forsíðumynd Fréttablðsins en afhroð x-d í reykjavík hafði mikið með ákvörðun HBK að gera í flugvallarmálinu og daður ákveðinna borgarfulltrúa flokksins við vinstra liðið á kjörtímabilinu.
Óðinn Þórisson, 17.7.2015 kl. 21:30
Það ber flestum saman um það, að snögg fylgisaukning framsóknar var vegna lóðaúthlutunar til byggingar mosku ofl. tengt. Framsókn mældist með pilstner fylgi fram að því í öllum könnunum, en eins og þú veist, þá bauð framsókn fram undir framsókn og flugvallavinir frá upphafi kostningabaráttunar. Það að framsókn hafi fengið þessa 2, og XD þá eins og þú segjir "misst" 2 borgarfulltrúa, hefur ekkert með flugvöllinn að gera.
Jónas Ómar Snorrason, 18.7.2015 kl. 07:32
Jónas Ómar - sammmála þér fylgisaukning Framsóknar kom ekki fyrr en moskumálið kom upp og í raun snilld af hálfu þeirra, þetta var ákveðið útspil til að breyta vondri stöðu þeirra og það tókst.
Vandamálið með Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík er að hann hefur verið sundurtættur undanfarið og það var vond niðurstaða þegar HBK gerðist fundarstjóri hjá Degi og Gnarrinum.
Sjálfstæðisflokkurinn nýtti sér ekki stærstu undurskiftarsofnun lýðveldissögunnar m.a vegna þess að ákveðnir borgarfulltrúar fylgdu ekki stefnu flokksins varðandi Reykjavíkurflugvöll.
Óðinn Þórisson, 18.7.2015 kl. 09:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.