31.7.2015 | 10:49
Ríkisstjórn heimilanna
Niðurstaða alþingskosninganna 27 apríl 2013 var skýr að þjóðin vildi breytingu.
Fyrrv. stjórnarflokkar guldu algert afhroð enda ekki margt sem stóð eftir þá ríkisstjórn ef eitthvað.
Ríkisstjórn Sjálfstæðiflokksins og Framsóknar tók við völdum 23.mai 2013 og við blasti gríðarlega erfitt verkefni að endureisa landið eftir rúmlega 4 ára vinstri ríkisstjórn Samfylkingar og VG.
Áherslan var lögð á ábyrð í ríkisfjármálum og svo var það stóra málið almenna skuldaleiðréttingin sem tókst frábærlega en Jóhanna Sigurðardóttir hafði sagt 2010 að ekki yrði meira gert fyrir skuldsett heimili.
19 milljarðar greiddir til heimila í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 888612
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Held að þú hafir gott af því að lesa greinina eftir Vilhjálm Bjarnason (Um lýðskrum og skrumskælingu) sem birtist í Mogganum í dag.
Jón Kristján Þorvarðarson, 31.7.2015 kl. 10:56
Jón Kristján - góð grein hjá þingmanni Sjálfstæðisflokksins.
Óðinn Þórisson, 31.7.2015 kl. 11:43
Talandi um lýðskrum. Ég er ennþá að bíða eftir að fá Leiðréttinguna mína.
Guðmundur Ásgeirsson, 31.7.2015 kl. 12:50
Guðmundur - þetta var almenn skuldaleyðrétting, ég fékk a.m.k leiðréttingu og er sáttur.
Óðinn Þórisson, 31.7.2015 kl. 13:40
Að sjálfsögðu eru ríkir sjallar sáttir við að láta hina fátæku borga skuldir sínar.
Þessu barðist skæruliðasamtök framsóknarmanna fyrir árum saman með djöfulgangi og óheyrilegu lýðskrumi og arfalygi eins og þeir eru vanir.
Kostnaðurinn sem er orðinn af þessari hörmungarstjórn forríkra og elítu er orðinn óheyrilegur. Allt í rúst eftir framsjalla og þjóðrembinga.
Mennta- og heilbrigðiskerfið ónýtt. Stjórnleysi og ofurgræðgi í ferðamannabissnes ásamt ofurgræðgi sjallabjálfa. Öll viðskipti gagnvart útlöndum stórlöskuð og meira og minna ónýt eftir heimsku framsóknarmanna og sjalla sem veðjuðu á einræðis- og harðstjórnarríkið rússland Hinir verr stæðu barðir daglega um leið og seylst er í vasa þeirra og öllum fjármunum mokað undir elíturassa.
Skaðakostnaðurinn af framsjölllum telst í hundruðum milljarða ef þúsundum til lengri tíma litið.
Svo standa þessir ræflar hlægjandi og flissandi eins og einhver óbermi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.7.2015 kl. 15:44
Ómar Bjarki - " Heimili sem fengu lækkun höfuðstóls húsnæðislána í aðgerðum ríkisstjórnarinnar og greiddu auðlegðarskatt vegna ársins 2013 voru alls 1.250 eða um 2% þeirra sem fengu lækkun."
Bjarni Benediktsson
"Stærstur hluti höfuðstólslækkunarinnar hefði farið til þeirra sem væru með meðaltekjur og minni"
Þorsteinn Sæmundsson
Ríkisstjórn sem leiðréttir skuldir millitekjufólks og setur á bankaskatt verður seint sökuð um að vera ríkisstjórn sérhagsmuna og einhverrra elítu.
Við værum illa stödd í dag ef Jóhönnustjórnin hefði ekki verið stoppuð í Iceaave - málinu.
Heilbrigðiskerfið er í vanda, um það er ekki deilt en hluti af þeirri ástæðu er að vera ekki með fjölbreyttara rekstrarform.
Óðinn Þórisson, 31.7.2015 kl. 16:19
Eitt fyrsta verk ykkar framsjalla var að lækka skatta á forsætisráðherra um 10 milljónir. Það þarf ekki að segja meir um þessa hörmungarstjórn ykkar. Segir meira en mörg orð. Í þessu kristallast þjóðrembingsstjórn framsóknar og sjalla. Mokað undir elíturassana, - almúginn borgar brúsann.
,,Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, borgar helmingi minna í opinber gjöld í ár heldur en í fyrra. Aðalástæðan er að auðlegðarskattur er fallinn úr gildi.
Þetta kemur fram ef álagningarskrár á Fljótsdalshéraði eru skoðaðar en Sigmundur Davíð er með lögheimili á Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð."
http://www.austurfrett.is/frettir/3754-forsaetisradherra-borgar-helmingi-minni-skatta-eftir-brotthvarf-audlegdarskatts
Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.7.2015 kl. 17:13
Ómar Bjarki - varðandi auðlegðaskattinn,
" Það eru hins vegar ákveðin vandamál með auðlegðarskattinn. Hann er þó tímabundinn og ég mun leggja áherslu á að endurnýja hann ekki.“
Oddný Harðardóttir þingkona Samfylkingarinnar, vorið 2012
Vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinarinnar að fylgja stefnu fyrrv. ríkisstjórnar varðandi afnmám auðlegðaskattins þá er áætlað að ráðstöfunartekjur heimila aukist um 10.5 milljarða 2015.
Þannig að allt tal vinstri manna um að núverandi ríkisstjórn sé " Ríkissjórn ríka fólksins " stenst enga skoðun.
Það hvað SDG er að fá mikla gagnrýni frá vinstra - liðinu segir að hann er að standa sig vel.
Óðinn Þórisson, 31.7.2015 kl. 17:41
Óðinn. Ég veit að þetta var svokölluð "almenn leiðrétting.
Það sem ég átti við er hinsvegar, að það er ekki enn búið að afgreiða umsókn mína um þá leiðréttingu, og ég er því enn að bíða eftir að fá leiðréttinguna.
Guðmundur Ásgeirsson, 31.7.2015 kl. 17:50
Guðmundur - ég vona að þin umsókn verði afgreidd sem fyrst og farsællega.
Óðinn Þórisson, 31.7.2015 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.