1.8.2015 | 12:23
Njótum góðs af því að vera ekki í ESB
Ísland á ekki að standa í útistöðvum við Rússa frekar en aðrar þjóðir og við eigum að nýta okkur það til tekna að veta utan esb og geta gert fríverslunarsaminga við t.d Rússa og Kínverja.
Við höfum ekki efni á þvi að vera í þessum klúbbi og að sjálfsögðu eigum við að láta af stuðningi við viðskipaþvinganir á Rússland enda of miklir hagsmunir fyrir okkur í húfi.
Þannig í þessu máli eins og mörgum örðum er ég sammála Ásmundi Friðriksssyni.
Eigum ekki í prívat útistöðum við Rússa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er þægilegt að vera tækifærissinni Óðinn en óttalega lágkúrulegt
Jón Ingi Cæsarsson, 1.8.2015 kl. 12:40
Sammála Jón Inga, hvernig munu bandamenn okkar í NATO líta á málið ef við hoppum um leið og við finnum fyrir smá fjárhagslegum þrýstingi, sérstaklega þegar litið er til þess hvað þeir eru sjálfir að tapa á þessu.
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 1.8.2015 kl. 13:13
Jón Ingi - ég er og hef aldrei verið tækifærissinni þannig að þeirri staðreynd sé haldið til haga en ef það er þín skoðun að ég sé það ætla ég ekki að reyna að breyta henni enda öllum frjálst að hafa sínar skoðanir.
Óðinn Þórisson, 1.8.2015 kl. 13:49
Elfar Aðalsteinn - ég er stuðningamaður aðildar íslands að Nató en þeir verða að gera betur fyrir okkar t.d að hafa 3 björgunarþyrlur staðsettar hér og hugsanlega björgunarmiðstöð fyrir hagsmuni allra sem ferðast um okkar lofthelgi og sigla í landhelgi okkar.
Óðinn Þórisson, 1.8.2015 kl. 13:54
Óðinn. Ef við ætlum að ganga úr Nató þá eigum við að gera það á öðrum grunni en þessum. En meðan við erum í þessu hernaðarbandalagi þá verðum við að sjálfsögðu að fylgja sameiginlegri stefnu sambandsins. Þú segir sjálfur að þú sért snuðningsmaður aðildar að Nató en samt viltu ekki styðja viðskiptabann á Rússa. Það er ekki hægt að vera tfaldari í roðinu.
Jósef Smári Ásmundsson, 1.8.2015 kl. 14:03
Jósef Smári - það er enginn að tala um að ganga úr Nató nema kannski VG og spurning hvort Samfylkingin taki aðra 180 g breygju í sínum stefnumálum eins og flokkurinn gerði með Drekasvæðið.
Það góða við að vera frjáls og fullvalda þjóð er að við getum sjálf tekir okkar ákvarðnir og þó svo við myndum hugsanlega álykta samkv. því sem Ásmundur segir þá hefur það ekkert með það að gera að segja okkur úr Nató sem við munum vondandi aldrei gera.
Óðinn Þórisson, 1.8.2015 kl. 14:18
Óðinn, skoðanir þínar eru gamalkunnar, heita "Aronska". Af henni er nóg í Sjálfstæðisflokknum.
Ásgeir Guðbjörn Överby, 1.8.2015 kl. 14:24
Óðinn - NATO er nákvæmlega sama um það hvort okkur finnist þeir ekki gera nóg fyrir okkur. Þetta er hernaðarbandalag, það eina sem hafa heitið að gera er að koma okkur til aðstoðar ef árás er gerð á okkur. Þeir hafa heitið því þrátt fyrir það að við fengum eitt ríkja NATO undanþágu frá því að útvega hermenn og herbúnað í starfsemi NATO.
Við erum fullvalda þjóð en það þýðir ekki að hinar þjóðinnar refsi okkur ekki fyrir heigulshátt þegar það kemur að málefnum bandalagsins.
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 1.8.2015 kl. 14:31
Jú við erum vestan megin við línuna og viljum vera þar. Það er samt erfitt að kingja þegar svokölluð vinaríki eru með gjörsamlega hörmulegan málstað gagnvart þjóð sem hefur alltaf komið vel fram við okkur. Okkur er vandi á höndum og ráðherrann er ekki starfi sínu vaxin.
Snorri Hansson, 1.8.2015 kl. 15:33
Óðinn. Hvernig ætlarðu að fara að því að virða ekki viðskiptabannið á Rússa án þess að ganga úr Nató? Þetta er sameiginleg stefna Natóríkjanna. Og er þá enginn að tala um að ganga úr Nató? Hvaða bull er þetta í þér?
Jósef Smári Ásmundsson, 1.8.2015 kl. 15:35
Ásgeir Guðbjörn - "Aronska". ?
Óðinn Þórisson, 1.8.2015 kl. 15:42
Elfar Aðalsteinn - það er alltaf spurning hvað er hægt að ætlast til af 300 þús manna þjóð og ekki höfðum við fengið skaffaðar neinar vélbyssur eða önnur vopn en við höfum verið í samsarfi við hin vestrænu ríki og það er þannig að árás á eina Nató þjóð er árás á allar Natóþjóðir. Þú kannski minnst þess að BNA voru með hersöð hér í nokkuð mörg ár.
Held að það myndi ekki þjóna hagsmunum Nató að sparka í líið land eins og Ísland sem þó er mjög hernaðerlega mikilvægt, um það er ekki deilt.
Óðinn Þórisson, 1.8.2015 kl. 15:47
Snorri - það hefur legið fyrir lengi að Gunnar Bragi er gjörsamleg óhæfur utanríkisráðherra.
Því miður koðnuðu niður samskipti okkar í tíð vinstri stjórnarinnar, Gunnar Bragi hefur ekkert unnið í að bæta þau en eins og stofnaði KOM Jón Hákon sagði alltaf við þurfum að efla okkar samskipti við þær þjóðir sem standa okkur næst, t.d BNA.
Óðinn Þórisson, 1.8.2015 kl. 15:50
Jósef Smári - hver er að tala um að ganga úr Nató yfir utan VG ? getur þú svarað þvi.
Óðinn Þórisson, 1.8.2015 kl. 15:51
Óðinn er eitthvað sem bendir til þess að Ísland sé uppistandandi í utanríkispólitík?
Endilega, komdu með grjóthart dæmi inn í þessa umræðu.
Sindri Karl Sigurðsson, 1.8.2015 kl. 22:48
Sindri Karl - utanríkisstefna íslands hefur í langan tíma verið mjög óljós eða má segja stefnulaus og Gunnar Bragi hefur ekkert gert til að skerpa á hanni.
Við hefðum getað mótað hana mjög ef þjóðin hefði fengið að kjósa um hvort farið yrði af stað í aðildarviðræður við esb.
Óðinn Þórisson, 2.8.2015 kl. 10:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.