14.8.2015 | 10:44
Sigmundur Davíð verður að víkja Gunnari Braga úr ríkisstjórn
"Gunnar Bragi virðist því vera sð segja ósatt um það að þetta nýjasta útspil hans í utanríkismálum hafi verið rætt í ríkisstjórn."
Engin ríkisstjórnarfundur síðustu 40 daga og verður að spyrja hvort það hafi verið ákvörðun eins manns Gunnars Braga utanríksráðherra að setja okkur á þennan lista.
Svona einræðisvinnubröð eigum við sem þjóð ekki að líða.
Sakar ráðherra um heimsku og lygar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 11
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 822
- Frá upphafi: 893903
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 604
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
varla hefur Bjarni verið að senda utanríkisráðherra pillur í fréttum ef þetta mál hefur verið afgreitt í ríkisstjórn
Kristbjörn Árnason, 14.8.2015 kl. 11:05
Það er mjög alvaralegt Óðinn ef Gunnar Bragi segir bara það sem honum hentar hverju sinni. Þó svo að hann sé Ráðherra þá ber honum að segja satt og rétt frá...
Ég vil nú fá að heyra viðbrögð Gunnars Braga við þessu áður en ég dæmi svo hart að vilja manninn út. Það er spurning hversu langt þetta var rætt á sínum tíma í Ríkisstjórn þegar ákvörðunin var tekin á sínum tíma...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 14.8.2015 kl. 11:33
Kristján - þið lítur út fyrir það að Bjarni Ben hafi ekki vitað af þessum einleik Gunnars Braga að hafa sett okkur á þennan lista með því mikla fjárhagslega tjóni sem virðist ætla að verða.
Óðinn Þórisson, 14.8.2015 kl. 11:54
Ingibjörg Guðrún - það virðist vera kominn upp vafi um hvort það sem Gunnar Bragi hefur sagt sé satt og rétt.
Það verður áhugavert að heyra hvernig Gunnar Bragi bregst við þessu en rétt að hafa í huga að skaðinn er skeður og mín skoðun er að hann á að axla pólitíska ábyrð og segja af sér.
Óðinn Þórisson, 14.8.2015 kl. 11:57
Ég er algjörlega sammála Óðni í þessu máli. Maðurinn hefur sýnt það og sannað að hann er gjörsamlega óhæfur til að gegna þessu embætti auk þess að ráðuneytisstjórinn í Utanríkisráðuneytinu virðist stjórna utanríkismálefnum Íslands og Utanríkisráðherrann hlýðir öllu eins og þægur hundur.
Jóhann Elíasson, 14.8.2015 kl. 13:16
Jóhann - Gunnar Bragi virðist hafa sett allt sitt traust á Stefán Hauk fyrrv. formann samninganefndar íslands við ESB og gefið honun frítt spil og hlítt honum í einu og öllu.
Óðinn Þórisson, 14.8.2015 kl. 14:08
Ég held þið séuð öll að fríka út, svei mér þá. Eins og oft er sagt með framherja í fótbolta, skorar mörk, ert hetja, skorar ekki mörk, looser. GBS skoraði mark með bréfinu fræga, þá samstundis varð hann hetja, sennilega öll sem hér skrifa hefja hann til skýjana. Núna er spurning hvort hann skorar, á eftir að fá staðfestingu úr markavélini. Er ekki Nato bara að segja eins og DO forðum, ef þú ert ekki sammála, þá ertu á móti okkur.
Jónas Ómar Snorrason, 14.8.2015 kl. 16:56
Jónas Ómar - því miður er það svo að ESB - umsókn íslands að ESB er í fullu gildi enda hefur alþingi ekki tekið aðra ákvörðun þannig að Gunnar Bragi hefur einfaldlega staðið sig mjög illa og bréfið dæmi um hans veruleikafyrringu að hann geti bara sent bréf og umsóknin sé dregin til baka, hvað ef Katrín Jak verður næsti utanríkisráðherra, nægir það henni að senda Nató bréf um það ísland sé ekki lengur aðili að Nató, nei það er ekki þannig.
Óðinn Þórisson, 14.8.2015 kl. 18:17
Þú veist það Óðinn, að það eru NATO ríki sem standa að þessu gagnvart Rússlandi, þess vegna dregst Ísland inn í þetta, vegna aðildar Íslands að NATO. En ÞIÐ hengjið þetta á ESB, sem er bara þvæla, og þú veist það. En hvað er NATO??? Ef ég á að segja þér mína skoðun, þá er hún þessi: Íslenskum stjórnvöldum er gert það ljóst, mjög ljóst, að styðji þau ekki þessar aðgerðir, ok þá étið þið það sem úti frýs í Síberíu, og trúðu mér, það frýs í Síberíu. GBS hefur ekkert með þessa ákvörðun að gera, bara akkúrat ekkert, enda lítið peð! Þetta veit ég að þú veist!!!
Jónas Ómar Snorrason, 14.8.2015 kl. 22:31
Þátttaka Íslands í þessum refsiaðgerðum var ákveðin á síðasta ári svo 40 daga stopp á ríkisstjórnarfundum segir ekkiert um það hversu mikið samráð var um þetta í ríkisstjórninni.
En ef við viljum skoiða mikilvægi þessarar aðgerðar og mikilvægi samsmtöðu gegn Rússum í þessu máli skulum við skoða þetta.
Ef við setjum Tékkóslóvakíu í stað Krímskaga, Austurríki í stað austurhluta Úkraínu og Þýskaland í stað Rússlands og hugsum til fjórða áratugar síðustu aldar í stað nútímans þá sjáum við hvaða hagsmunir lyggja undir.
Staðreyndin er sú að Pútín mun ekki stoppa með útþennslustefnu sína fyrr en hann er stoppaður af. Hann hefur sjálfur sagt að fall Sovétríkjanna hafi verið „mestu pólitísku hamfarir síðustu aldar“ og er að reyna að endurreisa Sovétríkin. Í því felst að innlima fyrrum ríki Sovétríkjanna undir Rússland.
Ef Rússar verða ekki stoppaðir af núna þá munu þeir taka yfir einhvert annað ríki næst og svo koll af kolli þangað til þeir verða stoppaðir af það er ef þá er unnt að stoppa þá af. Þá mun fara fyrir lítið stuðningur okkar við frelsisbaráttu Eystrarsaltsríkjanna því þau munu missa það frelsi sitt aftur.
Þessi deila er ekki til komin vegna einhverrar útþennlustefnu ESB eða NATO. Hún er komin til vegna útþennslustefnu Rússlands sem var að seilast til áhrifa í austur Evrópu þar með talið Úkraínu með bæði hótunum og mútum til fyrrum forseta landsins. Þjóðirnar næst Rússum í Evrópu hafa leitast við að komast í ESB og NATO í viðleytni sinni til að verjast útþennslustefnu Rússa því þau vita að það minnkar lýkur á innrás þeirra í lönd sín ef þau eru aðilar að þessum bandalögum.
Það er einnir rangt sem komið hefur fram að löglega kjörin forseti í Úkraínu hafi verið settur af í byltingu. Staðreyndin er sú að það margir af þingmönnum stjórnarflokkanna blöskraði framganga hans sem setti fullveldi landsins í hættu og hættu því að styðja stjórn hans. Stjórnin missti því þingmeirihluta sinn og því þurfti hún að fara frá. Slíkt gerist í öllum lýðræðisríkjum og er einfaldlega hluti af leikreglum lýðræðisins.
Við skulum ekki gera sömu mistökin og Chamberlain og hans skoðanabræður frá fjórða áratug síðustu aldar. Það verður að stoppa Rússa af og það strax í Úkraínu. Við skulum ekki vera svo barnaleg að halda að þeir láti staðar numið þar ef við einfaldlega látum þá komast upp með það.
Ef við spyrnum ekki strax við fótunum þá erum við að setja í hættu það prinsipp að þjóðir hafi ekki rétt á að hernema aðrar þjóður að hluta til eða öllu leyti. Fyrir vopnlausa þjóð eins og okkur er þetta prinsipp mjög mikilvægt. Fullveldi okkar og sjálfstæði er í hættu ef það prinsipp brestur. Það eru því fáar þjóðir sem eiga eins mikið undir því að það prinsipp haldi eins og við.
Það er þess vegna sem við eigum að taka fullan þátt í þessum viðskiptaþvíngunum gegn Rússum en ekki skorast undan og láta aðrar þjóðir bera kostnaðinn af þessari baráttu sem skiptir okkur svo miklu. Það að skorast unda er að fórna meiri hagsmunum fyrir minni til lengri tíma litið.
Sigurður M Grétarsson, 15.8.2015 kl. 09:05
Jónas Ómar - " GBS hefur ekkert með þessa ákvörðun að gera, bara akkúrat ekkert, enda lítið peð! "
Ef við stjórnum ekki lengur okkar utanríkisstefnu þá er bara að halda aðlögunini að ESB áfram og GBS komi út úr skápnum sem ESB - já maður.
Óðinn Þórisson, 15.8.2015 kl. 09:47
Sigurður M - ísland er frjáls og fullvalda þjóð og þar til stjórnarskránni verði breytt þannig að afsölum okkur því þá ætlast ég til þess að GBS standi í lappirnar fyrir sína þjóð eða fundin verði einhver annar sem getur gert það.
Við eru herlaust land og eigum ekki að blanda okkur í viðskiptaþinganir við stórþjóð eins og Rússa þegar eins miklir fjármunir eru í húi og eru hér.
Það er svo önnur umræða hvað Rússar ætla að gera og ætla ekki að gera, vandamálið sem Pútin er orðinn er vegna Obama sem hefur staðið sig vægt út sagt mjög illa í utanríkismálum, a.m.k hefur BNA þjóðin hafnað Demóköruum undanfarið þannig að þeir eru kominir í minnihluta í báðum deildum.
Fáum öflugan forseta afur í hvíta húsið eins og GWB og þá verður tekiið á Pútín og hans stefnu.
Óðinn Þórisson, 15.8.2015 kl. 09:53
Hluti af utanríkisstefnu Íslands er að vera í NATO Óðinn, þetta veist þú ofurvel. Stærsti hluti í viðskiptum við útlönd er við ESB, og reyndar aðildalönd NATO í heild sinni. Nú má auðvitað spyrja, að hverjum er hvíslað þessar staðreyndir í eyrað, svo eftir sé tekið. Að standi Ísland utan við ákvarðanir NATO, sé Ísland í móti. Vandamálið með Ísland, eins og allar aðrar þjóðir, það er EKKI frjálst og fullvalda, lengra en það nær hverju sinni. Þetta á auðvitað sérstaklega við Ísland, sem á ALLT undir viðskiptum við NATO(ESB) ríki, hversu lengi á að lemja hausnum við steininn með það???
Jónas Ómar Snorrason, 15.8.2015 kl. 10:55
Svo má auðvitað spyrja sig, hvort skipan mála sé eðlileg, varðandi veru í þessum samtökum. En svona er bara staðan í dag. You cant always get what you wont sungu Stones í gamla daga, það á enn við:)
Jónas Ómar Snorrason, 15.8.2015 kl. 11:02
Jú Óðinn Ísland er frjálst og fullvalda ríki og vegna þess að við erum lítil og herlaus þjóð þá er fullveldi okkar og líka fiskveiðiauðlind okkar háð því að ríki almennt virði alþjóðalög og sé refsað ef þau brjóta þau. Það er þess vegna sem Ísland á ríka hagsmuni undir því að samstaðan um refsiaðgerðir fyrir þau brot á alþóðalögum sem Rússar eru að fremja séu ekki látin líðast án afleiðinga.
Það er þess vegna sem íslensk stjórnvöld eru einmitt að verja hagsmuni Íslands með því að standa með vinaþjóðum okkar í því að refsa Rússum fyrir framferði sitt.
Það má taka dæmisögu um þetta. Ef á skólalóðinni er hrotti sem er sterkur og er alltaf að lemja minnimáttar krakka og ræna af þeim eigum þeirra þá mun hann halda áfram að gera það meðan engin stoppar hann. Ein besta leiðin til að stoppa hann er að hinir krakkarnir á skólalóðinni standi saman gegn honum til dæmis með því að útkúfa hann meðan hann lætur sér ekki segjast. Til að það gangi upp þurfa allir að standa saman, líka þeir litlu sem hafa ekkert í hrottann að segja. Og það eru einmitt þeir litlu sem hafa ekkert í hrottann að segja sem hafa mesta hagsmuni af því að samstaðan haldi. Það vitlausasta sem þeir gerðu væri því að kljúfa sig út úr þeirri samstöðu vegna stundarhagsmuna.
Það sem Rússar eru núna að gera er að láta viðskiptaþvinganir sínar nún bitna hart á fjórum smáþjóðum í tilraun til að láta þær kljúfa sig út úr samstööðunni. Við það munu öfgahægrimenn í öðrum og stærri Evrópuríkjum gera kröfu um að þeirra ríki geri slíkt hið sama og benda á fordæmin og munu hugsanlega hafa sitt fram. Við það mun samstaðan gegn Rússum bresta og þeir geta þá haldið áfram að taka sneið úr nágrannaríkjumn sínum án afleiðingar og látð nágrannaríki sín sitja og standa eins og þeir boða annars hafi þau verra af.
Sigurður M Grétarsson, 15.8.2015 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.