26.8.2015 | 17:59
Þjóðkirkjan og Kristin trú
"Fulltrúar þjóðkirkjunnar hafa staðið fast á því að um félagsgjöld sé að ræða sem ríkið sjái um að innheimta samhliða tekjuskatti fyrir kirkjuna og aðra söfnuði í landinu."
Kristin trú er þjóðtrú okkar íslendinga og þjóðkirkjan gegnir lykilhlutverki í okkar samfélagi.
Það virðist sem ákveðin öfl í okkar samfélagi séu að reyna að breyta okkar hefðum og siðum en ég treysti því að innanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins styðji við bakið á þjóðkirkjunnni þannig að hún verði áfram sú lykilstofnun sem hún hefur verið í okkar samfélagi.
Stöndum saman vörð um þjóðkirkjuna og kristna trú.
Gætu krafist endurgreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:01 | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef þjóðkirkjan er sú stofnun sem þú telur hana vera þá ætti hún ekki að vera í neinum vandræðum að innheimta eingöngu gjöld frá þeim sem vilja tilheyra henni og nýta sér hana.
Það er hreint ótrúlegt að sjá hversu margir hægri menn telja að þessi stofnun eigi að vera á ríkisspennanum. Maður hélt að þessi yfirvaldafirring væri eitthvað sem ætti heima á vinstri vængnum eingöngu.
Þeir sem vilja nýta sér þjónustu kirkjunar geta borgað fyrir það sjálfir.
Hans Jörgen Hansen, 26.8.2015 kl. 18:32
Þetta hefur ekkert með krisna trú að gera Óðinn.
Jósef Smári Ásmundsson, 26.8.2015 kl. 18:53
Hans Jörgen - þetta er það fyrirkomulag sem er í dag og hefur verið og hefur að mínu mati gengið mjög vel. Það er svo spurning hvort einhver stjórnmálaflokkur vill leggja fram tillögu á alþingi um aðskilað ríkis og kirkju.
Það er ekkert óeðlilegt að margir hægri menn styðja sína þjóðkirkju sem gegnir lykilhlutverki í okkar samfélagi, við yrðum fátækari sem samfélag ef breyting yrði á stöðu þjóðkirkjunnar.
Óðinn Þórisson, 26.8.2015 kl. 19:14
"lykilstofnun"?? Þetta krefst nánari útskýringar. Þetta er sú stofnun sem almenningur setur aftast í forgangsröðun ríkisstofnana skv. nýlegri könnun. AFTAST!! Hvernig getur slík stofnun gengt lykilhlutverki? Hversu oft hefur þú sjálfur leitað á náðir kirkjunnar? Það verður mikið heillaskref þegar þjóðin losnar við þetta kýli úr ríkisrekstrinum.
Reputo, 26.8.2015 kl. 19:16
Jósef Smári - þarna er ég þér ósammála.
Óðinn Þórisson, 26.8.2015 kl. 19:16
Reputo - það er rangt að tala niður til þjóðkirkjunnar og þá um leið til kristinnar trúar. Kirkjan fylgir fólki frá vöggu til dauða. Börn eru skráð inní kirkjuna, flest börn fermast, flestir sem gifta sig velja kirjkubrúðkaup og þegar að dauðinn bankar á dyrnar þá fara að ég held flestar eða ekki allar athafnir fram í kirkju.
Það verður sem betur fer engin breyting á stöðu þjóðkirkjunanr og kristinni trú enda sé ég ekki alþingi samþykkja ef fram kæmi frumvarp um aðskilað ríkis og kirkju.
Ég hef verið hugsi yfir stefnu Reykjavíkuborgar varðandi kristinfræði og breyta því í trúarbragðafræði og banna nýja textamenntið og svo mætir fólk í gleðigöngu ?
Óðinn Þórisson, 26.8.2015 kl. 19:49
Það var ákveðið árið 1000 að við skildum vera Kristin þjóð. "Þorgeir, og breiddi feld sinn á sig og hvíldi þann dag allan og nóttina eftir og kvað ekki orð. [1]Um morguninn daginn eftir settist Þorgeir upp og bauð mönnum að ganga til Lögbergs og þar hóf hann upp raust sína og kvað; „En nú þykir mér það ráð, að vér látim og eigi þá ráða, er mest vilja í gegn gangast, og miðlum svo mál á milli þeirra, að hvorirtveggju hafi nokkuð síns máls, og höfum allir ein lög og einn sið. Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn.“ Þorgeir kvað það lög að menn skyldu taka kristni en áfram yrði leyft að blóta leynilega, bera út börn og éta hrossakjöt." Fékk þetta úr wikipedia.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.8.2015 kl. 19:51
Arnar Þór - nálgun þín á starf presta er ekki svaraverð.
Takk fyrir að leifa mér að hafa mína trú en þannig að það sé sagt þá er ég ekki að reyna troða neinni skoðun að fólki heldur bara að segja mína skoðun, það er víst enn tjáningarfrelsi enn á íslandi og meðan það er ætla ég að leyfa mér að hafa mínar skoðnir á trumálum eins og örðum málum.
Óðinn Þórisson, 26.8.2015 kl. 19:57
Rafn Haraldur - áhugavert innlegg í umræðuna hjá þér.
Óðinn Þórisson, 26.8.2015 kl. 19:59
Er þú heldur að kristin trú og ríkiskirkjan eigi eitthvað sameiginlegt skjátlast þér hrapalega. Nánast hver einasti trúleysingi sem ég þekki hefur ekkert að athuga við persónulega trú fólks, en þegar ríkið rekur stofnun um trúnna og greiðir fyrir allt apparatið segja flestir stopp. Þú getur sett þig í spor okkar hinna með því að ímyndað þér að múslimar eða Vantrú væru í nákvæmlega sömu stöðu og ríkiskirkjan er í. Ímyndaðu þér það og segðu mér að þér mundi finnast það í lagi. Reyndu að halda því fram að þér finndist í lagi að Vantrú væri á leikskólagaflinum að segja börnunum þínum hvað væri satt og rétt afþví að þeir sjá um nafngiftir og jarðafarir. Stefna Reykjavíkurborgar í trúboði er eitt það besta sem komið hefur yfir Reykvíkinga.
Reputo, 26.8.2015 kl. 20:00
Reputo - það er trúfrelsi á íslandi og ekki búið að aðskilja riki og kirkju.
20.okt 2012
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi? meirihluti sagði JÁ við þessari spurningu.
Ég ber virðingu fyrir Vantrú þó svo að ég sé ekki sammála þeirra skoðunum um trúmál.
Ef það verður svo eins og mér skylst að þú sért að tala um þá eigi þeir aðeins að borga í sinn söfnuð sem nýta sér þá þjónustu.
Ok. þá held ég að það blasi við vandamál sem ég held að Vantrú hafi ekki spáð í , þá verður hver kirkja aðeins fyrir fólk í viðkomandi söfnuði, þannig að hún verður í raun lokuð fyrir öðrum, vill íslensk þjóð lokaða kirkju ? og hvað ef aðrir sem eru ekki safnaðarmeðlimir vilja fá að nýta kirkjuna fyrir einhverja athöfn þá verður það væntalega ekki hægt.
Núverandi og fyrrv. borgarstjórnarmeirihluti hefur unnið að því að láta ISLAM fá lóð á besta stað í Reykjavík fyrir mosku.
Óðinn Þórisson, 26.8.2015 kl. 21:39
Óðinn, það eru fjöldamörg dæmi til þar sem prestar neita fólki um aðstöðu og þjónustu á þeim grundvelli að það sé ekki skráð í ríkiskirkjuna. Á tillidögum segjast þeir vera opnir öllum en raunin er allt önnur. Þannig að já, ég mundi vilja að einungis þeir sem greiddu í kirkjuna fengju þjónustu þar. Ég hef ekkert þangað að sækja hvorki á lífi né dauður. Það eru aðrar skynsamari og ódýrari leiðir í boði.
Reputo, 27.8.2015 kl. 00:23
Nei þú skalt þá sanna það Reputo,að öðrum kosti er þetta markleysa.Ég veit að þangað leituðu menn sem betur ættu að leita læknisaðstoðar og prestar leyfa sér ekki að fara inn á þeirra svið.
Helga Kristjánsdóttir, 27.8.2015 kl. 03:37
Arnar Þór - " Þetta skiptir engu máli. Meirihlutinn hefur ekki rétt á að troða sínum trúarskoðunum á minnihlutann."
51 % er meirihluti en rétt það er deilumál um hvort þessi þjóðaratkvæðagreiðsla hafi verið marktæk.
"Skilgreindu virðingu."
ég ber viðringu fyrir fólki sem hefur ólíkar skoðanir og ég eins og ti.d þér enda ertu mjög málefnlegur þó svo ég sé þér ósmmála.
"So what? Þá nota þau bara eitthvað annað húsnæði sem þau annaðhvort eiga eða fá leyfi til að vera í"
Veistu til þess að fólk sé farið að óska eftir því að þeirra eigin jarðarfarir fari fram ekki í kirkju ?
Óðinn Þórisson, 27.8.2015 kl. 07:16
Reputo - " það eru fjöldamörg dæmi til þar sem prestar neita fólki um aðstöðu og þjónustu á þeim grundvelli að það sé ekki skráð í ríkiskirkjuna "
Hvesvegna er fólk sem er ekki skráð í þjóðkirkuna og vill ekkert með hana hafa að óska eftir aðstöðu og þjónustu frá þjóðkirkjunni ?
Hversvegna er haldin jarðarför í kirkju fyrir einstakling sem óskar ekki eftir presti, vill bara spiluð sé tónlist og viðkomandi er ekki kristinnar trúar ?
Óðinn Þórisson, 27.8.2015 kl. 07:20
Helga - takk fyrir innlitið og innleggið í umræðuna :)
Óðinn Þórisson, 27.8.2015 kl. 07:21
Óðinn. Þú skrifar hér áðan. " Hvesvegna er fólk sem er ekki skráð í þjóðkirkuna og vill ekkert með hana hafa að óska eftir aðstöðu og þjónustu frá þjóðkirkjunni ?
Þá vill ég spyrja þig. Hvers vegna á þetta sama fólk þá að greiða fyrir þjóðkirkjuna með sínum sköttum?
Er það ekki á móti góðri hægri stefnu að hafa eitthvað ríkis batterí í trúmálum?
Baldinn, 27.8.2015 kl. 13:54
Baldinn - enginn stjórnmálaflokkur hefur enn lagt til aðskilað ríkis og kirkju, kannski munu Píratar gera það en meðan þetta er staðan þá eiga þessi sóknargjöld að halda sér.
Hvað er góð hægri stefna , hluti af henni er þjóðkirkjan og kristin trú, hefðir og siðir.
Það getur hver sem er sagt sig úr þjóðkirkjunni.
Óðinn Þórisson, 27.8.2015 kl. 17:21
Ef taka má mark á kristnasta fjölmiðli landsins, sem vísar í frétt sinni í Gallup-könnun, kemur í ljós að 51% þjóðarinnar telur sig trúa eða naumasti meirihluti sem um getur í heilum tölum. Hins vegar kemur ekki í ljós í fréttinni hversu margir þessara trúuðu játa kristna trú, en ef við gefum okkur að það séu 90%, þá eru Guð og kristnir í minnihluta hérlendis með 45% fylgi.
Allar kannanir á trúfesti þjóðarinnar sýna að eldra fólk er handgengara Guði á meðan yngra fólki er sama. Því er þessi siður á útleið því sauðirnir eru að hverfa til skapara sín sem sést á því að árið 1996 töldu trúaðir um 87% þjóðarinnar. Eftir 1-2 ár verða trúaðir almennt komnir í minnihluta, en Ríkiskirkjukristnir eru fyrir nokkru síðan komnir í þann hóp. Trúlausir og vantrúaðir eru þannig að komast í meirihluta og hvað þá?
Langt er síðan telja mátti Ríkiskirkjuna lykilstofnun, ef einhvern tíma. Í dag er þetta bara batterí sem tekur pening frá öðrum mikilvægari málum eins og t.d. túlkasjóði heyrnarlausra. Hún treystir sér ekki til þess að innheimta sín eigin félagsgjöld því það hefur hún prófað áður án árangurs. Hún er því landlaus, umboðslaus og vinafá ef marka má greiðsluvilja sauðanna.
Óli Jón, 28.8.2015 kl. 14:10
Óli Jón - " Hún er því landlaus, umboðslaus og vinafá ef marka má greiðsluvilja sauðanna. "
Þetta er þín skoðun og ég virði hana en finnst þú annarsvegar tala niður til kirkjunnar og hinsvegar til kristinna manna.
Ég held að ungu fólki sé ekki sama um Guð og boðskap kirkjunnar.
Kannski má kirkjan taka sig á og þar með biskup sem verður að leia starfið og það eru líka margir sem telja og ég þar á meðal ég að messuformið þurfi að breytast.
Gera messur nútímalegri því boðskapur kristinnar trúar á jafnt við um ungt fólk eins og eldra og lika okkur sem erum að miðjun aldri.
Það er fundur hjá Pirötum um helgina og hjá Besta um næstu helgi, mun þar verða samþykkt tillaga um aðskilað ríkis og kirkju og taka þar með skýra afstöðu gegn þjóðkirkjunni ?
Guð skapaði okkur og við erum hér vegna hans en ekki öfugt eins og kemur fram á þinni ágætu bloggsíðu.
Óðinn Þórisson, 28.8.2015 kl. 17:25
Óðinn: Litlu skiptir hvað Píratar gera fyrir utan það að vonandi rassskella þeir núverandi ríkisstjórn eins duglega og hún á innstæðu fyrir.
Stóra málið er að nú er ljóst að þeir sem játa kristna trú eru komnir í minnihluta og því er ráð til þess að endurskoða þau óeðlilegu tengsl sem eru á milli ríkis og Ríkiskirkju. Við getum ekki endalaust púkkað upp á þetta bákn sem ný kynslóð hafnar í raun. Breytt messuform, poppprestar eða hvað annað sem fólki dettur í hug lagar það ekki neitt. Við lengjum í líftíma hennar með því að ríkið vélskráir flest ný börn í félagatal hennar, en það hefur ekkert með trú að gera, sú ráðstöfun er alfarið af efnahagslegum rótum sprottin.
Svo er hitt, hvers virði er trúin ef það þarf að læða henni að fólki með alls konar markaðsbrellum. Hefur viðkvæði trúaðra ekki alltaf verið að trúin sé okkur meðfædd? M.v. þín orð þá virðist hún frekar innrætt og innrætingaraðferðirnar séu að bregðast. Ef fólkið finnur hjá sér trúarþörf, þá efast ég ekki um að sá guð svari sem það ákallar hverju sinni, nógu margir eru þeir.
Óli Jón, 28.8.2015 kl. 17:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.