Það verður að nást sátt um þjóðkirkjuna

"Ráðuneytið tel­ur al­menn­ing ekki eiga rétt á aðgangi að henni á grund­velli upp­lýs­ingalaga þar sem hún sé gagn í stefnu­mót­un og sam­ráði um sókn­ar­gjöld."

Þetta er niðurstaða innanríkisráðuneytisins.

Ef/þegar aðskilnaður ríkis og kirkju verður samþykktur sem ég tel harla óliklegt þá eiga sóknargjöld að standa og Vantrú getur þá reynt að vinna sínni skoðun um að afnema þessi sjálfstögðu sóknargjöld fylgis innan einhvers stjórnmálaflokks ef hann er þá til.


mbl.is Neitar að afhenda greinargerð um sóknargjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Í nýlegri könnun kom fram að trúaðir einstaklingar eru 51% þjóðarinnar. Könnun var gerð í Noregi fyrir nokkrum árum og sögðust þá rúmlega 40% vera kristinnar trúar. Af þessu má áætla að um 45% þjóðarinnar séu kristinnar trúar. Hvað mikill fjöldi af þessum 45% eru í þjóðkirkjunni er svo spurning. En það liggur fyrir að 70%- 45%= 25% eru í þjóðkirkjunni einungis vegna þess að þeir hafa verið sjálfvirkt skráðir þar við fæðingu en ekki vegna þess að þeir vilji endilega vera í þessu trúfélagi. Það hlýtur að vera eðlilegt að þessi " þjóðkirkja" sem stendur ekki lengur undir nafni sé lögð niður sem slík og sé eingöngu rekin fyrir peninga þeirra sem raunverulega fylgja kirkjunni. Og kirkjan á þá að sjá sjálf um innheimtuna.

Jósef Smári Ásmundsson, 27.8.2015 kl. 17:54

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef Smári - ég er ósammála þér að þjóðkirkjan standi ekki lengur undir nafni enda gegnir hún enn lykilhlutverki í okkar samfélagi.

Ef það er almenn skoðun íslensku þjóðarinnar aðskilnaðut ríkis og kirkju þá er alveg klárt mál að einhver stjórnmálaflokkur mun leggja fram tillögu á alþingi um það en enn sem komið er hefur enginn flokkur gert það.

Það eru mörg verkefni framundan hjá okkur, afnema gjaldeyrishöft, uppbygging heilbrigðiskerfsins, halda áfram að koma hjólum atvinnulífsins af stað og fáránlegt að eyða tímanum í að ræða þetta eins og staðan er í dag því það vita það allir að aðskilanaður ríkis og kirkju er ekki að fara að gerast næstu árin enda er þjóðkirkjan stór hluti af okkar samfélagi.

Held að Vantú ætti að finna sér eitthvað annað áhugamál en tala gegn þjóðkirkjunni.

Óðinn Þórisson, 27.8.2015 kl. 19:33

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég held þú verðir að rökstyðja þessa skoðun Óðinn. Finnst þér ekki lang eðlilegast að það fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta mál? Eða ertu ekki sammála þeirri reglu lýðræðisins að meirihlutinn eigi að ráða?

Jósef Smári Ásmundsson, 27.8.2015 kl. 19:41

4 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Óðinn, þú ert að sönnu íhaldsmaður, m.a. villt þú viðhalda því, að hafa þjóðkirkju á spena ríkisins. Hefur þú leitt hugann að því, hversu mikill fjöldi fólks hefur orðið afhuga trúarbrögðum yfirleitt á síðustu 2-3 áratugum. Ekki endilega vegna þess hvernig flest trúarbrögð hafa leikið sjálfan sig, heldur sérstaklega vitund fólks um tilveru sína. Hafnar því, að undirgangast allskonar kreddur, samdar af einungis karlmönnum, sem eru og hafa verið að viðhalda ákveðnum völdum sem felst í því að "vera" næst almættinu. Það þarf ekki milljón kirkjur til þess að trúa á það góða, sú trú kemur einungis iinan frá.

Jónas Ómar Snorrason, 27.8.2015 kl. 20:08

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það verður aldrei nein sátt um þessa þjóðkirkju. Fyrr eða síðar hlýtur hún að hverfa þar sem ca. 2000 hverfa úr henni árlega umfram þann fjölda sem skráist í hana. Þetta er bara einfalt reiknisdæmi. 

Jósef Smári Ásmundsson, 27.8.2015 kl. 20:53

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef Smári - 20 okt 2012 var spurt um ákvæði í stjórnarskrá um þjóðkirkjuna, meirihluti sagði JÁ.

Ákvörðun um aðskilað ríkis og kirkju liggur hjá alþingi eins og ég hef sagt og þar til einhver stjórnmálaflokkur leggur fram tillögu um það er tómt mál að tala um þetta.

Það er rétt hjá þér að meðan það eru minnillutiahópur sem stjórnar umræðunni þá næst engin sátt um þjóðkirjkuna, kannski þurfa þeir sem aðyllast þjóðkirkjuna og krisna trú að láta meira í sér heyra.

Óðinn Þórisson, 27.8.2015 kl. 21:26

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - ég vil standa vörð um þær hefðir og siði sem ég tel að við sem íslensk þjóð höfum og eigum að standa fyrir. Ég tel óeðlilegt að fresta jólunum eins og Fidel Carstro gerði

Prestar eru bara þjónar guðs og eru að mínu mati ekkert ofar en við hin og þeir hafa hjálpað fólki í gegnum þeirra erfiðustu stundir og fyrir það eigum við að vera þakklát.

Ef fólk hafnar kristinni trú og velur eins og þeir harmageddonbræður að segja að trúin skipti engu máli og sé í raun rugl þá virði ég þeirra skoðun þó svo ég sé þeim ósammála.

Samfélag þar sem er ekki þjóðkirkja og kristin trú yrði verra samfélag að mínu mati.

Óðinn Þórisson, 27.8.2015 kl. 21:35

8 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Var þetta ekki um stjórnarskráratriðið Óðinn. Ef ég man rétt greiddu innan við 30% þjóðarinnar atkvæði aðallega vegna þess að hörð andstaða stjórnarandstöðunnar olli því að megin hluti þjóðarinnar sat heima. Kirkjan var auk þess með smölun. Þessi könnun var engan veginn marktæk.

Jósef Smári Ásmundsson, 28.8.2015 kl. 06:24

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóesf Smár - það tekur hver og einn ákvörðun um hvort hann mæti á kjörstað, vissulega hefði ég viljað sjá fleiri máta 20 okc 2012 en þetta var niðurstaðan.

Var kirkjan með smölun ?

Óðinn Þórisson, 28.8.2015 kl. 07:12

10 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Óðinn þú mátt alls ekki taka orð mín sem gagnrýni á þína afstöðu, hana viði ég fullkomlega. Tek heilshugar undir #9, en 20okt. 2012 var samt einnig samþykkt mun mikilvægari atriði, að mínu áliti.Öllu stungið undir stól, því miður fyrir lýðræðið. Þar á meðal ákvæðið um þjóðkirkjuna, þá niðurstöðu sætti ég mig við, enda vilji meirihlutans.

Jónas Ómar Snorrason, 28.8.2015 kl. 10:47

11 Smámynd: Óli Jón

Óðinn: Nefndu 3-5 atriði til stuðnings þeirri fullyrðingu þinni að Ríkiskirkjan gegni lykilhlutverki í samfélagi okkar.

Óli Jón, 29.8.2015 kl. 01:44

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - eftir að stjórnlagaþingskosningskosningarnar voru dæmdar ógildar þá breyttist talsvert enda þá varð stjórnlagaþing stjórnlagaráð og hafði ekki lengur þjóðina á bak við sig.
Salvör t.d sem hefði verið formaður hætti, það var stórt högg fyrir þá sem sátu eftir.

Það er von mín að menn nái saman um ákveðnar breytingar á stjórnarskránnni t.d að þjóðaratkvæðagreiðslur að þær verði bindandi.

Óðinn Þórisson, 29.8.2015 kl. 13:58

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óli Jón - skýrn, ferming, gifting, jarðarfarir en eflaust telur þú hver sem er út í bæ geti séð um þetta og hvar sem er og ekki víð mold til að jarðvist okkr líkur.

Það sem ég er að tala um og við verðum aldrei sammála um það eru ákveðnnar hafðir , siðir og gildi sem ég vill halda í sem tengjast þjóðkirkjunni og kristinni trú.

Þingmenn mæti til kirkju áður en alþingi er sett, svoleiðis hlutir sem við erum einfaldlega ósammála um en ég virði þína skoðun en ég er henni ósammála.

Óðinn Þórisson, 29.8.2015 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 888608

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband