6.9.2015 | 12:09
Sameining vinstri manna og sósíalista
Það væri rökréttast að vinstri menn og sósíalstar á íslandi myndu taka höndum saman og mynda stjórnmálaflokk um hugmyndafræði og vinstri manna og sósílista.
Ef þingflokkur Samfylkingarinnar er skoður þá er þetta bara gamla alþýðubandalagið og fengu bæði formaður og varaformaður sitt pólitíska uppeldi í gamla alþyðubandalaginu i Kópavogi.
Samfylkingin er langt því frá að vera Alþýðuflokkurinn.
Þetta snýst ekki um mig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
... en sósíalistar eru vinstri-menn...
Ásgrímur Hartmannsson, 6.9.2015 kl. 13:59
Það var reynt einu sinni að sameina þessa sundruðu hjörð, flestir vita hvernig það fór. Þetta er allt of sundurleit hjörð til að sameining geti gengið.....
Jóhann Elíasson, 6.9.2015 kl. 14:22
Ásgrímur - það má segj að Samfylkingin sé í raun gamla alþyðubandalgið og það hafa alltaf verið til kommúnistar´á íslandi þ.e vg í dag.
Óðinn Þórisson, 6.9.2015 kl. 15:57
Jóhann - sundurlyndi er , hefur og verður alltaf þeirra aðalsmerki, það er nú komið í ljós að stofnun Samfylkingarinnar voru stór mistök.
Óðinn Þórisson, 6.9.2015 kl. 15:58
Nei, það eru vinstri menn sem eru sósíalistar.
Jósef Smári Ásmundsson, 6.9.2015 kl. 16:56
Til að geta kallast vinstrmaður er óhjákvæmilegt fyrir þann hinn sama að vera einarður og heiðarlegur sósíalisti. Enginn verður vinstrimaður af því einu að vera á móti Sjálfstæðisflokknum, Davíð eða Framsóknarflokknum.
Það er rangt ályktað, að Samfylkingin sé gamla Alþýðubandalagið endurborið, þrátt fyrir, að einhverjir flokksmanna hafi verið á flökti í AB síðustu 10-15 sem sá flokkur starfaði. Lengst af var Alþýðubandalagið sósíalistískur flokkur, en gerðist kapítalískt höfuðsóttargerpi nokkrum árum áður en það geyspaði golunni, enda var þá búið að fella orðin sósíslisti og sósíalismi útúr bókum flokksins.
Jóhannes Ragnarsson, 6.9.2015 kl. 17:06
Ekki má gleyma því að ungu öfgafemínisturnar úr Kvennalistanum gengu líka í Samfylkinguna. Það veikti flokkinn gríðarlega mikið.
Hvað varðar Alþýðubandalagið sáluga, þá sýndi það sitt rétta andlit þegar það fór í ríkisstjórn 1971. IceSave var ekki fyrstu svik Svavars Gestsonar, því að árið 1971-72 sveik hann sem félagsmálaráðherra láglaunafólk í umönnunarstéttum með þegjandi samþykki Ragnars Arnalds, sem þá var fjármálaráðherra.
Alþýðuflokkurinn varð eins og kunnugt er gagnslaust viðhengi Íhaldsins í svokallaðri viðreisnarstjórn á 7. áratugnum sem einkenndist af stöðnun, spillingu og einokun. Þannig að segja má að það hafi ekki verið neinn alvöru alþýðu-/verkamannaflokkur á Íslandi síðustu 70 árin.
Aztec, 6.9.2015 kl. 18:22
Ekki hlusta á hann Jóhannes, hann er svona gamaldags "ekki en vill vera kommi" Vandamálið með hægri fólk, það verður verra eftir því sem það nær 360°, verður eiginlega hægri kommar, ef svo má segja, þá koma öfgarnar í ljós. En það versta fyrir ykkur hægri-vinstri pakkið er það, að komið er fram eithvað sem gefur skít í ykkur, nennir ekki að hlusta á þras um ekkert, heldur er tilbúið að láta hendur standa fram úr ermum, og GERA, FRAMKVÆMA fyrir fólkið í landinu. Spurningin er sú, ert þú Óðinn til í að vera með, eða villt þú styðja. Ætlaði að segja þjófa, sem er rétt, en var að pæla hvernig ég gæti mildað þetta orðalag, einhver hugmynd??? Áfram Ísland, erum reyndar komnir á EM
Jónas Ómar Snorrason, 6.9.2015 kl. 18:34
Ef Samfylkingin er að mestu fyrrum Alþýðubandalags fólk auk Kvennalista kvenna, sem flestar áttu upprunna sinn í Alþýðubandalaginu og Vinstri grænir urðu til úr Alþýðubandalaginu, hvað varð þá um Kratana, þá sem mynduðu Alþýðuflokkinn? Gufuðu þeir bara upp sí svona?
Tómas Ibsen Halldórsson, 6.9.2015 kl. 18:39
Tómas, mér skilst að allir kratarnir (Alþýðuflokkurinn eins og hann lagði sig) hafi gengið í Samfylkinguna, síðan hluti af Alþýðubandalaginu, hluti af Kvennalistanum og svo Jóhanna Sig. sem varð ein eftir í flokknum Þjóðvaka sem hafði klofið sig úr Alþýðuflokknum.
Restin af Alþýðubandalaginu (3 þingmenn) stofnuðu síðan VG, sem nú er smám saman að hverfa af þingi.
Aztec, 6.9.2015 kl. 18:52
Jósef Smári - sósíal demókrar sem segjast vera það í dag á íslandi eru í raun sósíalistar, við sjáum það t.d með stjórn Reykjavíkur.
Óðinn Þórisson, 6.9.2015 kl. 20:55
Jóhannes - stjórnmálaflokkur sem stillir sér upp gegn hugmyndafræði hægri manna um frelsi einstalklingsins verður aldrei neitt annað en flokkur forræðishyggju og miðstýringar.
Fyrrv. ríkisstjórn sem var í raun ekki vinstri stjórn heldur ríkisstjórn sósíalisa, talaði t.d fyrir auknum ríkisrekstri á kostnað einkareksturs og vildi að fólkið myndi borga háa skatta þannig að það hefði minni ráðstöfunartekjur, vann í raun gegn millistéttinni.
Óðinn Þórisson, 6.9.2015 kl. 21:02
Aztec - það sem blasir við er að stofnun Samfylkingarinnar sem breiðfylkingu vinstri og jafnarmanna hefur mistekist allsvakalega og fylgið í dag 9 % og ólíklegt að það muni breytast enda hefur flokkurinn tapað trúverðugleika sínum t.d með Icesave, landsdómnum og hafa gefist upp í ríkisstjórn á sínu aðalmáli ESB.
Alþýðuflokkurinn gerði margt gott og viðreisnarstjórnin kannski ein besta ríkisstjórn sem við höfum haft.
Óðinn Þórisson, 6.9.2015 kl. 21:09
Jónas Ómas - stór hluti af því að núverandi ríkisstjórnarflokkar fengu umboð þjóðarinnar 27 apríl 2013 var að hún vildi breytingu, það þurfti að rjúfa kyrrstöðuna og stöðnunina sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir hafði staðið fyrir.
Ég vil vera með í því að virkja kraftinn í íslensku þjóðinni sem fyrrv. ríkisstjórn beinlíns vann gegn.
Óðinn Þórisson, 6.9.2015 kl. 21:13
Tómas Ibsen - góð spurning hvað varð um þá, einhverjir hafa líklega kosið litlu Samfylkinguna og samkv. skoðanakönnunum farnir þaðan.
Óðinn Þórisson, 6.9.2015 kl. 21:16
Það er eins og þú hafir ekki tekið eftir því, Óðinn, að ,,hugmyndafræði hægrimanna um frelsi" er vægast sagt yfirborðskennd og endaslepp, enda byggð á ísmeygilegum lygum og ótrúlegum óheiðarleik. Frelsi einstaklingsins, að hætti hægrimanna, er fyrst og fremst frelsi peningamanna til að deila og drottna, arðræna og kúga, það er allt og sumt.
Svo get ég ekki stillt mig um að minnast á, að Svavar Gestsson var hvorki ráðherra 1971 eða 1972. Ekki veit ég heldur hvaða svik við ummönnunarstéttir hann Aztec kunningi minn er að tala um. Hinsvegar veit ég, að í tíð Svavars og Ragnars Arnalds var komið á heilmiklum réttarbótum fyrir láglaunafólk.
Jóhannes Ragnarsson, 6.9.2015 kl. 22:31
Auðvitað er Svavar Gestsson ekki fær um eitt eða neitt, það er jafnvel spurning hvort hann hafi framið landráð í IceSafe samningnum.
Skiptir svo sem ekki máli hvort Svavar er kommi, sósíalisti, krati eða íhaldsmaður með samningakunnáttu sem hefði sett hinn almenna borgara í fjarhaldslega hlekki um ára raðir, i staðinn fyrir að láta þá sem oldu skaðanum greiða fyrir skuldina.
Þökk sé Ólafi Ragnar komma á Bessastöðum að Svavari mistókst svikráðin.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 7.9.2015 kl. 03:36
Jóhannes - ég held að við verðum seint sammmála um þína túlkun á hægri stefinu og hugtakinu frelsi.
Óðinn Þórisson, 7.9.2015 kl. 07:13
Jóhann - ábyrgðamaður Svavarsamningisns var Steingrímur J. og þrátt fyrir að 98 % höfnuðu hans vinnubrögðum þá datt honum ekki hug á að segja af sér.
Það var gefin út bók um Icesave , " afleikur aldarinnar " mynd af Jóhönnu og Steingrími J.
Ólafur Ragnar vissulega bjargaði þjóðinni frá 500 milljarða klafanum sem Jóhönnustjórnin ætlaði að setja á þjóðina, þú segir landráð, eflaust ekki langt frá því.
Óðinn Þórisson, 7.9.2015 kl. 07:17
Fyrirgefðu Jóhannes, mig hefur víst misminnt. Sem er óvenjulegt því að venjulega man ég allt. Að vísu var ég bara unglingur þegar fyrsta ríkisstjórn Ólafs Jóh., hún Ólafía komst á koppinn en mig rámar í að það hafi verið fyrsta eða önnur vinstri stjórnin sem setti lög á fóstruverkfall og það fór ekki vel niður í kok láglaunastéttanna, sem héldu að einmitt vinstri stjórn myndi standa með þeim. Mig minnti að Svavar hefði verið félagsmálaráðherra, en það var víst ekki rétt, heldur var það Hanniböl, flokkakljúfur sjálfrar náttúrunnar. Var það þá bara Ragnar Arnalds sem stóð fyrir því að stöðva verkfall fóstranna með valdi?
Aztec, 7.9.2015 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.