Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins styður Hönnu Birnu 110 %

Hanna Birna fær hér óumdeildan stuðning frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins með því að samþykkja hana sem formaður utanríkismálanefndar.

Hanna Birna hefur tilkynnt að hún muni bjóða sig fram til endurkjörs til varaformanns flokksins á landsfundi hans í haust.

Hanna Birna hefur gegnið í gegnum erfiða tíma sem stjórnmálamaður og með kristileg gildi að leiðarljósi þá á hún skilið tækifæri til að vinna sér aftur traust.


mbl.is Hanna Birna formaður utanríkismálanefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef hegðun Hönnu Birnu í lekamálinu er það sem meðlimir xD kalla kristileg gildi þá er það góð byrjun á því að útskýra það hversu illa hefur farið íslenskri þjóð síðastliðin 10 ár.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 7.9.2015 kl. 18:42

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Elfar - það var vinstri - ríkisstjórn frá 1.feb 2009 til 23.mai 2013 , það var ekkert sérstaklega góður tími fyrir íslenska þjóð.

Óðinn Þórisson, 7.9.2015 kl. 18:52

3 identicon

Sæll Óðinn, það er spurning hvort þetta skutlar Pírötum upp undir 50%.

kv KBK.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 7.9.2015 kl. 19:03

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er hinn nýi formaður utanríkismálanefndar hlynntur því, að Ísland HÆTTI að þókknast Evrópuambandinu og Bandaríkjunum með þátttöku í viðskiptastríði gegn Rússlandi?

Ef ekki, til hvers var þá verið að tylla henni á þennan stól?

Jón Valur Jensson, 7.9.2015 kl. 19:18

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Kristján - þetta er ákvörðun þingflokksins og hvort hún verði áfram v.formaður er ákvörðun landsfundarfulltrúa. Hvað gerist með Pírata sem í um 50 % mála taka ekki afstöðu hef ég ekki hugmynd.

Óðinn Þórisson, 7.9.2015 kl. 19:35

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Valur - það hefur mjög lítið heyrst í Hönnu Birnu síðustu 6 mán og veit ekki til þess að hún hafi persónulega komið fram með sína skoðun á við séum á þessum lista en Bjarni hefur sett spurningmerki við að við séum á honum.

Ég held persónuelga að við getum ekki tekið okkur af þessum lista.

Óðinn Þórisson, 7.9.2015 kl. 19:39

7 Smámynd: Már Elíson

Þá eru bitlingarnir og björgunaraðgerðir Sjallanna byrjaðar. - Talandi um haustlægðir að koma....

Már Elíson, 7.9.2015 kl. 23:33

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Már - Hanna Birna tók 1 sætið í prófkjöri flokksins í Reykjavík og er það ekki eðlilegt að v.formaður flokks taki að sér formennsku í nefnd, hún hefur fullt umboð Sjálfstæðismanna til þess.

Óðinn Þórisson, 8.9.2015 kl. 07:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband