10.9.2015 | 18:53
Bandaríkjaher velkominn til landsins
Ef það er raunvörlegur áhugi hjá Bandaríkjunum að auka viðveru sína á íslandi eiga íslensk stjórnvöld að skoða þann möguleika mjög alverlega.
Það er a.m.k verðugt verkefni fyrir sendiherra okkar í Bandaríkjunum heiðursmanninn Geir H. Haarde að koma vilja okkar til þeirra að her Bandaríkjanna sé velkominn hingarð aftur.
Bandaríkjaher skoðar mannvirki á Keflavíkurflugvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er mjög gott og komi þeir fagnandi.
Friðrik Friðriksson, 10.9.2015 kl. 18:57
Víst er að brúnin á Reykjesingum myndi lyftast !
Birgir Örn Guðjónsson, 10.9.2015 kl. 19:18
Þetta er ekki spurning um hvort þeir fái að kokma, heldur hvenær þeir koma, staðsetning Íslands er aftur orðin mikilvæg, með opnun Norðu Polsins, þær auðlyndir þar sem þar eru að finna. Rússar eru ekki heimskir, Ísland mundi setja þá að strategic stað í Norður Atlandshafi í fyrsta skipti í sögu Rússlands. Rússar eru tilbúnir að takast á við valdabaráttuna um auðlyndir norðuhvelsins 45 ísbrjótar eru tilbúinir að taka yfir það svæði sem þeir gera tilkall til sem er hvorki meira né minna en 35% af svæðnu. Sem er stór meirihluti sem ætti að skipa á milli landa eins og Finnland og Noregs. BNA hafa ekkert um annað að ræða en að komast til Íslands, með tvennt íhuga að vernda Íslands fyrir Rússum og eignarrétt Bna og Noregs, Íslands og Finnlands sem norðurhvels lönd til svæðisins. Stríð hefur brotist út fyrir minni aðstæður. Vona BNA komi sem fyrst það lyggur mikið á.
Linda, 10.9.2015 kl. 19:22
**** koma
Linda, 10.9.2015 kl. 19:35
Ég ætla að vona að her USA komi aldrei til með að fara aftur til Íslands og opna herstöðina á Keflavíkur flugvelli.
Það vita það allir að þeir væru ekki velkomnir til Íslands og það er til nóg af gervitunglum til að fylgjast með rússneskum her flugvélum.
Aðal atriðiið frá mínum sjónarhóli séð að ég er á móti opnun USA herstöðvar á Íslandi, ég kæri mig ekkert um að það sé verið að eyða skattpeningunum mínum utan landamæra USA í herstöðvar, frekar á að loka herstöðvum í Þýskalandi og öðrum Evrópskum löndum.
Yankee, lets face it the Europeams hate your gut, Yankee go home and stay home!!
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 10.9.2015 kl. 19:36
Hverjir er óvinirnir nr.1, 2 & 3?
Snúast ekki átök rússanna um landsvæði í úkraínu; langt frá íslands-ströndum?
Hvaða ógnir eru þá eftir?
Jón Þórhallsson, 10.9.2015 kl. 19:45
Friðrik - við myndum taka vel á móti þeim og hefja nýtt upphafi milli landanna enda miklir hagsminir í húfi.
Óðinn Þórisson, 10.9.2015 kl. 21:34
Birgir Örn - reyknesingar myndu klárlega hagnast af því að að BNA myndu auka viðveru sína hér á landi.
Óðinn Þórisson, 10.9.2015 kl. 21:37
Linda - þetta er hárrétt hjá þér staðsening íslands er aftur orðin mikilvæg og ógnin af Pútín fyrir hinn frjálsa heim blasir við öllum.
Við verðum að treysta á að BNA vilji verja ísland gegn þeirri ógn sem Rússar eru og fréttir af Rússum hér við land vekur ugg í okkar hjarta.
Það er gríðarlega mikilvægt að íslenesk stjórnvöld beiti sér af fullum krafti fyrir því að Bandaríkjaher auki viðveru sína hér á landi og helst að það verði gerður samingur milli þjóðanna um fasta viðveru Bandraríkjahers á íslandi.
Óðinn Þórisson, 10.9.2015 kl. 21:43
Jóhann - það verður ekki hægt að saka þig um að koma ekki beint að kjarna málsins þó svo að ég sé þér ósammála.
BNA er víglínan fyrir hinn frjáls heim og hagsmunir BNA eru að verja ísland og að ísland verði áfram frjálst land.
Nató þarf að gera meira fyrir ísland enda er eins og Linda segir hér réttilega aftur komið á kortið sem land sem skiptir miklu hernarlegu máli.
Óðinn Þórisson, 10.9.2015 kl. 21:47
Jón - innrás í annað land verður alrei ásættanlegt og það er það sem Pútin er að gera. Pútin er stórhættulegur og enginn ætti að vanmeta hann.
Óðinn Þórisson, 10.9.2015 kl. 21:50
Óðinn, hvað með allan þann fjölda innrása sem runnið hafa undan rifjum amerikana? Bandaríkin eru stórhættuleg og enginn ætti að vanmeta þau.
Sigurður Heiðar Elíasson, 11.9.2015 kl. 08:35
Sigurður Helgi - Bandaríkjaher hefur ekki gert allt rétt, það liggur fyrir en hann er samst sem áður besta vörn hins lýðræðislega heims vegna þekkingar, tækni og hversu öflugur herinn almennt.
Ef valið er Bandaríkja her eða Rússaher Pútíns þá vel ég þann Bandaríska.
Óðinn Þórisson, 11.9.2015 kl. 11:05
Óðinn, af hvaða leiti ætti Pútín að vera svona hættulegur?, Rússar yfirtóku krím og nú er þar friður og íbúarnir öruggir fyrir yfirgangi Úkraínskra stjórnvalda. Ef að einhverjir eru stórhættulegir þá eru það Bandarískir ráðamenn. Það þarf ekki annað en að skoða söguna. Hvers vegna myndirðu velja Bandaríkjaher frekar en Rússaher?
Ármann Birgisson, 11.9.2015 kl. 17:55
Ármann - ég ætla að sleppa því að tala um Kúrsk og hvað Pútin gerði þar, það var ekki beint fallegt svo þeirri staðreynd sé haldið tll haga.
Við eigum að vera í samstarfi vi aðrar lýðræðislegar þjóðir sem styðja mannréttindi, það er ekki lýðræði í Rússlandi Pútíns og hvernig er t.d komið fram við samkynhneigt fólk þar.
Óðinn Þórisson, 12.9.2015 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.