Hanna Birna setur sig til hliðar fyrir hagsmuni flokksins

SjálfstæðisflokkurinnSjálfstæðisflokkurinn er stærsta fjöldahreying landsins í pólitík þar sem hagsmunir eins einstaklings verða aldrei ofar heildinni.

Ákvörðun Hönnu Birnu kemur mér í raun ekki á óvart eftir fréttir gærdagsins og ljóst að landsfundurinn hefði að miklu leyti snúist um hana en ekki hagsmuni flokksins.

Það er rétt að þakka Hönnu Birnu fyrir hennar störf sem varafomaður og hún á eftir að koma sterkt til baka.

Hún er þingkona flokksins og formaður utanríkisnefndar og mikilvævgt að hún standi sig vel. 

Sjálfstæðisflokkurinn
stétt með stétt


mbl.is Hanna Birna gefur ekki kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þú og þinn flokkur, spillingargreni og sori gagnvart landi sýnu og þjóð!

Sigurður Haraldsson, 1.10.2015 kl. 23:17

2 identicon

Ólöf verður sjálfkjörin enda enginn frambærilegur sem gæti farið gegn henni. A.m.k. enginn ráðherranna sem allir eru með allt niðrum sig. 

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 1.10.2015 kl. 23:30

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Leiðrétting: Sjálfstæðisflokkurinn er NÆST stærsta fjöldahreyfing í pólitík á Íslandi. Í þeirri hreyfingu sem er núna stærst, eru réttindi borgaranna í fyrirrúmi (sem var einusinni meginstef í stefnu Sjálfstæðismanna).

Guðmundur Ásgeirsson, 2.10.2015 kl. 01:40

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður - ég ætla að leyfa þinni ath.semd að standa þar sem ég er lýðræðissinni en þú veist það best sjálfur að þú fórst langt yfir strikið.

Óðinn Þórisson, 2.10.2015 kl. 07:15

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður Helgi - Ólöf myndi styrkja forystu flokksins en hvað ráðherrra flokksins varðar þá er rétt að hafa í huga að engin ríkisstjórn hefur þurft að taka við eftir rúmlega 4 ára vinstri óstjórn og það hefur tekið tíma.

Óðinn Þórisson, 2.10.2015 kl. 07:22

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - ég ætla ekki að karpa við þig um staðreyndir, ef þú vilt halda því fram að Sjóræningjarnir séu stærsta pólitíska fjöldahreyfingin þá ætla ég ekki að reyna að breyta því , hvað voru 50 á síðasta fundi Sjóræninginna eða voru þeir 70 ?

Á landsfund Sjálfstæðisflokksins mæta yfir 1000 einstaklingar svo eru t.d fastir fundir hjá flokksfélgum um allt land um hverja helgi.

Óðinn Þórisson, 2.10.2015 kl. 07:27

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Iðnó var fullt. Ég taldi ekki en landsfundurinn var opinn öllum og aðgengi því ekki einskorðað við þröngan hóp.

Hér er viðburðaskrá pírata: http://www.piratar.is/um-pirata/fundir/   Á henni eru 23 fundir í októbermánuði.

Það er gott að reyna ekki að þræta um staðreyndir. Að berja hausnum í vegg veldur bara hausverk.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.10.2015 kl. 10:45

8 Smámynd: Már Elíson

Óðinn, - Það eru líka þúsindir manna í stuðningsmannaklúbb Manchester United á Íslandi (skilst mér) en örfáir borga árgjaldiðp sitt og 200 mæta til að horfa á leiki. Ekki blanda saman virku og óvirku. Viðurkenndu að óvirkir eru fleiri en virkir á þínu "sjalla" heimili.

Már Elíson, 2.10.2015 kl. 12:17

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - raunstaðan í dag er að Pírtar eru 5,1 % flokkur með 3 þingmenn og 1 borgarfulltrúa. Hvað gerist vorið 2017 kemur í ljós þegar talið hefur verið upp úr kjörköddunum.

En að málefnum, ég hef gagnrýnt Pírata í flugvallarmálinu þar sem þeir hafa ekki hlustað á yfir 60 þús undirskriftir, þið félluð á prófinu í Ísraelmálinu, en rétt að hrósa honum Halldóri Auðar fyrir að biðjast afstökunar á að láta Dag B. teyma sig í því máli, hafa útsvarið í topp, að taka þátt í aðförunni að einkabílnum, taka ekki afstöðu nema í um 50 % mála o.s.frv.

Pírtar eiga fyrir mér enn eftir að sanna að þeir eru ekki bara enn einn vinstri flokkurinn.

Óðinn Þórisson, 2.10.2015 kl. 17:29

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Már - þú getur alveg sleppt þessu sjalla tali það virkar ekki á mig. Man u. er flottur fótboltaklúbbur þó svo að ég styði hann ekki.

Óðinn Þórisson, 2.10.2015 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband