3.10.2015 | 09:26
Jóhanna Sigurðardóttir og " afrekin " hennar
Það er rétt að byrja horfa á það jákvæða sem stendur eftir Jóhönnu Sigurðardóttir en það er að hún skyldi Samfylkinguna eftir í tætlum og hefur flokkurin ekki náð sér á strik eftir hennar formannstíð.
Jóhanna var forsætisráðherra í fyrstu hreinu vinstri - ríkisstjórn íslands og fyrsta konan til að gegna því embætti þó flestar ef ekki allar aðrar konur hefu staðið sig betur en hún í því.
Hvað málin varðar þá klárðai hún ekkert mál, ný stjórnarskrá nei, breyta fiskveiðikerfinu nei, klára esb - málið og setja það í dóm þjóðarinnar nei, hún reyndar skar allt of mikið niður til LSH, hvað var það yfir 120 skattabreytingar sem allar voru til að fólk og fyrritæki þyrftu að borga meira og rétt að benda á Iceave - málið þar sem hún hvatti fólk til að mæta ekki á kjörstað þegar átti að fara að kjósa um Svavarsamnginginn og barðist fyrir því að almenningur á íslandi myndi borga skuld einkabanka.
Jóhanna Sigurðardóttir er án vafa einn ef ekki versti stjórnmálamaður lýðveldissögunnar.
Telja Jóhönnu hafa staðið sig best | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 888610
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samkvæmt skoðanakönnunni sem þú bloggar við er þessi færsla þín þvæla.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.10.2015 kl. 09:42
Þú ert ótrúlegur Óðinn. Ertu að segja mér í alvöru að þú VITIR EKKI HVERNIG BÚI JÓHANNA TÓK VIÐ ? Hið svokallað hrun eftir sjallana er nú endanlega horfið úr sögubókum Valhallar, vel gert!
Óskar, 3.10.2015 kl. 10:41
Axel Jóhann - takk fyrir innlitið og skoðun þína á færslunni.
Óðinn Þórisson, 3.10.2015 kl. 12:32
Óskar - Jóhanna sat í ríkisstjórn Geirs og var m.a í ráðherranefnd um ríkisfjármál.
Óðinn Þórisson, 3.10.2015 kl. 12:33
Jóhönnu Sigurðardótttur gekk vel að gera sitt besta og hugur þjóðarinnar til hennar er til merkis um það. Það er væntanlega svekkjandi fyrir suma að sjá útreið Geirs í þessari könnun og Davíð bara í öðu sæti.
Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 3.10.2015 kl. 13:33
"Jóhönnu Sigurðardóttur gekk vel að gera sitt besta"
Hennar "besta" var bara langt í frá að vera nógu gott og það á við um allan hennar pólitíska feril.
Hvumpinn, 3.10.2015 kl. 15:29
Sigurður Helgi - því miður stóð hún sig illa og það var vont fyrir ísland, töpuð ár að mörgu leiti og sklaðii hún á endanum m.a minnihlutastjórn sem var sterk meirihlutastjórn.
Óðinn Þórisson, 3.10.2015 kl. 17:40
Hvumpinn - Jóhönnu verður að mörgu leit minnst fyrir það að vera sá stjórnmálamður sem skildi einna minnst eftir sig. Það voru mistök að láta hana sitja út kjörtímabilið þegar skaðinn lá fyrir.
Óðinn Þórisson, 3.10.2015 kl. 17:42
Jóhanna vann vissulega afrek, afrek sem engum öðrum hefur enn tekist að vinna og litlar líkur á að nokurn tímann verði toppað.
Henni tókst, ein þeirra sem í könnuninni var, að tapa á einu kjörtímabili meirihluta ríkisstjórnar á Alþingi og sat seinnihluta kjörtímabilsins í minnihlutastjórn.
Henni tókst, ein þeirra sem í könnunni var, að uppskera algjört afhroð í kosningum, eftir fjögurra ára valdasetu. Jafnvel Geir tókst ekki að valda sínum flokk jafn mikinn skaða í kjölfar bankahrunsins og Jóhönnu tókst til með sinn flokk, eftir fjögurra ára setu í stól forsætisráðuneytinu. "Náttúruhamfarir" kallaði einn flokksfélaga Jóhönnu það afrek, en mikið fremur lýsti þetta þá því einu að þjóðin sá í gegnum svikafylkinguna.
Hvað sem allar skoðanakannanir segja, þá eru staðreyndir málsins vel þekktar. Verk alls þessa fólks voru dæmd af þjóðinni, við lok þeirra starfstíma í stól forsætisráðherra. Ekkert þeirra fékk jafn slæma og háðungslega útreið og Jóhanna. Engum hefur tekist það afrek fram til þessa nema henni og hæpið að nokkrum muni takast að leika það eftir. Og engum nema Jóhönnu tókst að flæma þann fjölda þingmanna frá stjórnarflokkunum, á einu kjörtímabili, að stjórnin félli í minnihluta á Alþingi. Kattasmölun kallaði Jóhanna þá sem yfirgáfu stjórnarsamstarfið. Í kosningunum dæmdu kjósendur hvor hópurinn væri réttnefndir villikettir og það voru ekki þeir sem af skynsemi og tryggð við sína kjósendur yfirgáfu samkvæmið.
Þannig að vissulega má segja að Jóhönnu hafi tekist að vinna afrek, kannski ekki þau afrek sem henni dreymdi um og alls ekki þau afrek sem þjóðin sóttist eftir.
Gunnar Heiðarsson, 3.10.2015 kl. 19:46
Gunnar - málefnalegt og gott innlegg hjá þér.
Jóhanna hefði getað bjargað einhverju með því að afhenda Árna Páli lyklana að forstætisráðuneytinu eftir að hann var kjörinn formaður og sett sjálfa sig til hliðar fyrir hagsmuni flokksins en hún gerði það ekki.
Óðinn Þórisson, 3.10.2015 kl. 20:55
Gunnar Hreiðarsson, Jóhanna var ekki í framboði síðast. Við hljótum að vera sammála um að Jóhönnu stjórnin hafi tekið við keflinu þegar hér var allt í rjúkandi rúst. Enginn forsætisráðherra hefur tekið við eins erfiðu verkefni. Hins vegar klúðraði hún mörgum málum eins og allir forsætisráðherrarnir í könnunni, nema kannski Steingrímur Hermannsson.
Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 3.10.2015 kl. 22:42
Sigurður Helgi - Samfylkingin fór í tætlur á fundi í þjóðleikhúskjallaranum. Það varð alþjóðlegt fjármálahrun og ísland lendi í því og Jóönnustjórin gerði hlutina mun erfiðari en þeir þurftu að verða.
Neyðarlög GHH björguðu því sem bjargað varð og fyrir það greiddu 4 þingmenn Samfylkingarinnar þau Ólína, Skúli, Sigurðir Ingibjörg og Helgi Hjörvar athkvæði með þvi að senda hann fyrir landsdóm, ótrúlega lítilmannlegt af þessu fólki og hefur ekkert af þeim enn beðið hann afsökunar á því.
Óðinn Þórisson, 4.10.2015 kl. 10:00
Gleymum ekki öllum stjórnarskrárbrotunum hennar Jóhönnu & Co.! Sjá: http://jvj.blog.is/blog/jvj/entry/1265200/
Jón Valur Jensson, 4.10.2015 kl. 15:49
Það var Geir heldur ekki, vorið 2009, Sigurður Helgi. Og enginn þeirra sem könnunin náði yfir mun verða í forustu fyrir sína flokka aftur, eða koma til greina í stól forsætisráðherra.
Ef þú lest mína athugasemd Sigurður Helgi, ættir þú að sjá að ég er að tala um afrek Jóhönnu fyrir sinn flokk. Nema auðvitað leslæsi þitt sé eitthvað bjagað.
Vissulega tók Jóhanna við slæmu búi vorið 2009, að stórum hluta úr eigin hendi. Að hún hafi klúðrað mörgum málum er sögufölsun. Hún klúðraði öllum málum ríkisstjórnarinnar. Nefndu eitt dæmi þar sem Jóhönnustjórninni tókst að standa við kosningaloforð. Nefndu annað dæmi þar sem stjórn hennar tókst að klára mál, til hagsbóta fyrir þjóðina.
Gæti orðið erfitt verkefni fyrir þig, Sigurður Helgi.
Gunnar Heiðarsson, 4.10.2015 kl. 16:25
Gunnar, hvað með það t.d. að Jóhönnu hafi tekist, í andstöðu ykkar framsjalla, að fella þrotabú bankana undir gjaldeyrishöft, sem gerir það að verkum, að þjóðin fái einhverja aura fyrir þetta hrun ykkar. Þú ættir að skammast þín fyrir þessi skrif þín, sem einungis bera merki kjána. Það virðist verða löng barátta framundan við ykkur "endursöguriarana"
Jónas Ómar Snorrason, 4.10.2015 kl. 19:15
Jón Valur - því miður fást þær ekki ræddar hjá ríkisfjölmiðlinum frekar en öðrum rétttrúnarfjölmiðlum þessa lands.
Óðinn Þórisson, 4.10.2015 kl. 20:24
Gunnar - við bíðum spenntir eftir svari Sigurðar Helga :)
Óðinn Þórisson, 4.10.2015 kl. 20:27
Jónas Ómar - það varð alþjóðlegt fjármálahrun 2008.
Það er mikilvægt að halda til haga hvernig Jóhönnustjórnin stóð sig eða reyndar stóð sig ekki.
Óðinn Þórisson, 4.10.2015 kl. 20:30
Óskar er löngu búinn að gleyma hverjir sátu í stjórnini við hrunið.
í hans augum og margra annara var Samfylkingin ekki í stjórn...hún var bara passiv á allt sem gerðist...
stikk frí alveg eins og alltaf þegar eitthvað fer aflaga hjá þeim vinstri...sbr VG lol....
Birgir Örn Guðjónsson, 4.10.2015 kl. 23:19
Svona gott að minna menn á að þegar Jóhanna tók við og fór fyrir ríkisstjórn 2009 þá var ríkissjóður rekinn með um 240 milljarða halla. Þegar árið 2013 var gert upp þá var hallinn horfinn. Vissulega lögðu Jóhanna og Steingríumur upp með allt of mörg mál og það var óspart notað gegn þeim. Eins og stjórnarskrármálið þar sem þau þurftu að berjast við her manna um hvert skref. Kosningar kærðar, og menn í endalausu málþófi og berjandi hvar sem þeir fundu bresti. En miðað við stöðuna í lok kjörtímabils miðað við upphafði þá er nokkuð ljóst að í viðbröðgum við hruninu tóks þeim betur til ásamt sérfræðingum sem með þeim unnu innlendum og erlendum en nokkri annari ríkisstjórn hefur heppnast. Það hefur ekkert land snúið svona rosalegri stöðu við á svo stuttum tíma.
Magnús Helgi Björgvinsson, 4.10.2015 kl. 23:24
Birgir Örn - hjá Samfylkingunni er það alltaf einhverjum öðrum að kenna, besta sögufölsunin hjá þeim er þeir segja þegar við komum að borðinu með vg í stjórn.
Óðinn Þórisson, 5.10.2015 kl. 07:14
Magnús Helgi - fyrrv. velferðarráðherra hefur viðurkennt að hafa skorið allt of mikið niður til LSH og einnig viðurkennt að það voru mistök hjá honum að bjóða einum starfsmanni LSH um 500 þús króna launahækkun, ég er að tala um forstjann.
Hvorki Jóhanna né Steingrímur virðurst skyldu mikilvægi stjórnarskrárinnar og það var ekki fyrir einhverja nefnd út í bæ að endurskrifa hana, aðeins alþingi getur breytt stjórnarskránni, kannski vissu Jóhanna og Steingrímur það ekki.
Mælikværði á ríkisstjórn í kosnigum er hvort hún heldur, Samfylkinign galt aljört afhrofð, tvíhöfði þeirra Jóhönnu og Árna Páls gekk ekki, þegar Jóhnnustjórni fór frá var hún hvorki fugl né fiskur orðin lömuð minnihlutastjórn sem þurfti að treyta á hækjuflokka til að lifa Jóhanna hefði átt að gefa Árna Páli lykilinn að forsætisráðuneytinu stað þess að sitja þarna sem lame duck.
Niðurstaðan er skýr Jóhönnustjórn er líklega lélegasta ríkisstjórn lýðveldisssögunnar.
Óðinn Þórisson, 5.10.2015 kl. 07:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.