Tapaður Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Ræða Bjarna var ágæt en þegar rúmlega 5000 ríkisstarfsmenn eru í verkfalli og forysta flokksins labbar inn í Laugardalshöll með stóran hóp lögreglumanna, starfsmanna SFR og sjúkraliða viði innganginn þá er niðurstaðan bara þessi þetta er tapaður landsfundur, því miður.

Svo virðist vera sem gamli góði Sjálfstæðisflokkurinn sé að hverfa enda snérist hann aldrei um konur eða karla helur einstaklinginn.

Það verður að teljast hæpið að þessi landsfundur muni skila einu eða neinu og fylgið mun ekki aukast enda stendur eftir loforð formanns flokksins fyrir alþingiskosnignar 2013 um að þjóðin kæmi að esb málinu.

Illugi og Hanna Birna hafa skaðað flokkinn og því miður hefur iðnaðarráðherra ekki staðið sig vel en það má bjarga einhverju ef Bjarni skiptir henni út um áramót.


mbl.is Landsfundur helgaður konum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ekki er ég allskostar sátt,en hinkra þó við,því ég hafði hugsað mér að ná því að kjósa a.m.k. einu sinni enn til Alþingis.

Helga Kristjánsdóttir, 24.10.2015 kl. 00:14

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvað voru það margir sem sátu heima í síðustu Alþingiskosningum, 30%, 40% eða fleirri af kjörgengnum kjosendum.

Það er ástæða fyrir að fólk nennir ekki að fara á kjörstað, af því að það er ekkert val. Sjálfstæðisflokkurinn er farinn að líkjast vinstri flokkunum meira og meira með hverju árinu sem liður.

Tek undir þetta hjá þér Sjálfstæðisflokkurinn er hættur að berjast fyrir rétti og velgengni einstaklingsins, en er farinn að akitera fyrir sér hópum.

Það má kanski segja að flokkur heimasetufólksins í síðustu Alþingiskosningum hafi verið með mesta flokksfylgið.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 24.10.2015 kl. 04:16

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Vona að kraftaverkamaður/menn nái að gangsetja heimasetufólkið.Ef skoðun mín er rétt þráir það að endurheimta samtakamáttinn um sjálfstæði landsins og á samleið með líkt þenkjandi fólki annara landa.  

Helga Kristjánsdóttir, 24.10.2015 kl. 08:21

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Helga - við mætum bæði á kjörstað vorið 2017 en það ræðst mikið á þessari helgi þ.e hver verður niðursða hans í lyklimálum hvar x - mitt fer næst.

Óðinn Þórisson, 24.10.2015 kl. 09:36

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - það virðist vera sem forysta flokksins sé að fara á taugum, Ragnheður R. kom í viðtal í kvöldfréttum stöðvar 2 og ef marka má hennar orð þá er flokkurinn í tómu tjóni varðandi hvað Sjálfstæðisflokkurinn á að standa fyrir.

Það er vissulega komin ákveðin þreyta í fólk fyrir pólitík og það endurspeglast í því að fólk nennir ekki á körstað

Óðinn Þórisson, 24.10.2015 kl. 09:42

6 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Málið er, þetta er búið að vera svo augljóst lengi. Sér og eiginhagsmunirnir munu drepa þennan flokk, sem og Framsóknarflokkinn, fyrr en fók heldur. 

Jónas Ómar Snorrason, 24.10.2015 kl. 10:11

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þetta er ekki rétt hugsað hjá þér Jónas, fylgishrun Sjálfstæðisflokksins og ekki bara Sjálfstæðisflokksins heldur líka landráðsfylkingunar, VG, Framsókn og Björt framtíð er að það er að aukast að fólk sér að allir þessir flokkar eru með sömu stefnumál og fleiri og fleiri vilja ekki það sem þessir flokkar bjóða upp á, þess vegna fer stór hluti kjósenda ekki á kjörstað.

Viðundrið sem kallar sig sjóræningja sem vill gegnsæi og upplýsingafrelsi, skeit í buxurnar þegar þeir stungu upp á því að það væru leinilegar atkvæðagreiðslur í þingsal Alþingis. 

Þar með er ekkert eftir, sem sagt ekkert val.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 24.10.2015 kl. 14:17

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - það verður áfram til Sjálfstæðisflokkur, Framskókn og Samfylkingin en hvort þessir flokkar muni ná sér aftur á strik hef ég ekki hugmynd um.

Allir þessi flokar eiga við ákveðin vandamál að glíma og það á eftir að koma ljós hvort þeim tekst að leysa þau.

Óðinn Þórisson, 24.10.2015 kl. 14:52

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - varðandi Pirata þá er mikilvægt að það komi fram að þeir greiddu annsarsvegar atkvæði gegn gegnsæi í borgarstjórn Reykjavíkur og hinsvegar hafa þeir ekkert beitt sér fyrir því að þjóðin komi að Reykjavíkurflugvelli þrátt fyrir yfir 60 þús undirskriftir.

Óðinn Þórisson, 24.10.2015 kl. 14:55

10 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Óðinn þetta kjaftæði um gegnsæi og upplýsingafrelsi er eitthvað sem sjóræningjarnir prumpa um en hafa aldrei meint það sem þeir eru að kjafta um, þetta er bara vinsælt að halda því fram að flokkur standi fyrir gegnsæi, upplýsinga frelsi og beinu lýðræði, en það er enginn flokkur á þingi í dag sem virkilega vill þetta.

Það er rétt hjá þér það þarf ekki nema að fylgjast með fulltrúa sjóræningja í borgarstjórn og fólk sér að sjóræningjar eru í raun og veru á móti gegnsæi, upplýsinga frelsi og beinu lýðræði, hann hefur synt það í verki.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 24.10.2015 kl. 15:55

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - í mínum huga er Pírtar bara stjórnleysingar sem hafa ekkert fram að færa en eru að taka óánægufylgið en trúi því að þegar fólk labbar inn í kjörklefann þá sýni það ábyrð og kjósi ekki Pírata eða VG.

Óðinn Þórisson, 24.10.2015 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 888608

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband