1.11.2015 | 13:58
Eiga flokksbundnir vinstri - menn ekki bara að borga fyrir Rúv ?
Ég dreg það í efa að það se nokkur hægri maður sem hefur nokkurn áhuga að borga skylduskattinn til Rúv.
Ef svo er þá er spurning hversvegna er verið að kúga hægri menn til að borga fyrir eitthvsð sem þeir hafa engan áhuga á og er þá ekki réttast að flokksbundnir vinstri - menn borgi fyrir Rúv sem þeir elska svo mikið.
Ég vil sjá Sjálfstæðisflokkinn framfylgja landsfundarálykun flokksins varðandi Rúv.
Svarta skýrlan um Rúv er tækifæri fyrir Illuga að sýna að hann er hægri ráðherra.
Myndum við búa til RÚV í dag? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:29 | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Óðinn, langstærsti hluti þjóðarinar vill hafa RUV, þar inni eru einnig hægri fólk. Persónulega hef ég engan áhuga á, að moggavæða RUV, ss að gera það að einhverjum miðli fyrir sérhagsmuni, bara alls engan. Ísland er fámennt land, þar sem misskipting er hvar mest, borin saman við önnur lönd. Að halda ekki úti miðli, sem t.d. hefur þor að taka á slíku er nauðsýn, það er það sem hægri fólk þolir ekki, og aðeins þess vegna viljið þið leggja niður RUV. Þessi afstaða er til skammar hverjum þeim sem leggur hana fram.
Jónas Ómar Snorrason, 1.11.2015 kl. 16:00
Óðinn, þeir eru þá ekki orðnir margir hægri menn í landinu (enda sýna skoðanakannanir það)ef þú dregur í efa að nokkur hægri maður hafi áhuga á skylduskattinum, eða RÚV yfirleitt. Enda er það svo að þið hægri menn viljið einkavæða allt í þessu landi okkar til vina og kunningja. En eins og Jónas segir þá er það lang stærsti hluti þjóðarinnar sem vill hafa RÚV. En var það ekki ráðherra sjallana sem setti skylduskattinn á, í stjórnartíð samfó og sjalla?
Hjörtur Herbertsson, 1.11.2015 kl. 16:22
Jónas Ómar - ekki ætla ég að koma í veg fyrir það að fólk vilji borga fyrir ríkisfjölmiðil en ég hef ekki áhuga á því. Því hefur verið haldið fram að Rúv sé hluti af einhverju lýðræði, að ef Rúv væri ekki þá væri ekkert lýðræði en það er ekki svoleiðins, Rúv heldur niðri frjálsu fjölmiðlunum þar sem Rúv notar stærð sína gegn þeim t.d á auglýingamarkaði.
Ég er ekki talsmaður þess að ríkið sé allt í öllu.
Óðinn Þórisson, 1.11.2015 kl. 16:51
Hjörtur - rétt það var Þorgður Katrín sem setti þenn skylduskatt á, ég var heni ekki sammála þá er það ekki í dag og verð það aldrei.
Ég hef engar áhyggjur af Rúv fysst að það eru svona margir vinstri - menn sem vilja halda þessari skuldsettu risaeðlu gangandi.
Óðinn Þórisson, 1.11.2015 kl. 16:54
Meirihluti íslendinga er hliðhollur RUV, og gildir þá einu hvort þeir teljist til vinstri eða hægri. Þetta er lítill hópur sem andskotast út í RUV af því að það þarf að borga skylduskatt til stofnunarinnar sem eru samt smáaurar. Hvað kostar Stöð 2?
Ég veit ekki betur en sjálfstæðismenn hafi verið í æðstu stöðum þarna svo lengi sem ég man með örfáum undantekningum.
En þetta er vissulega of dýrt apparat og húsnæðið alltof stórt.
Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 1.11.2015 kl. 17:32
Ég er hægri maður og vil halda skuldsettu risaeðlunni gangandi vitandi að einkareknu miðlarnir gera ekkert til þess að halda uppi íslenskri menningu. Varla viltu henni svo illt að koma RÚV til einkaaðila? Rás 2 kynnir íslenska tónlist, Rás 1 sinnir leiklist, klassískri tónlist, Jazz og bókmenntum. Líklega hefur þú ekki áhuga á slíku er það miður. Það yrði leiðinlegt þjóðfélag sem ekki sinnti þessum listgreinum. Ég trúi því ekki að þú haldir að einkareknar stöðvar sinni þessum greinum enda er hagnaðurinn af þessu ekki mældur í krónum og aurum en þú virðist hugsa inna þessara þröngu marka.
Pétur Kristinsson, 1.11.2015 kl. 17:48
Sigurður Helgi - góður punktur varðandi stöð 2 og rúv, annarsvegar er um að ræða áskiftarstöð þar sem fólk ákveður sjálft hvort það borgar það háa gjald sem er t.d fyrir fjölskyldupakkann og hinsvegar 18 þús á ári sem við erum skylduð til að borga.
Það er jákvætt að við erum sammála um að þetta er oft dýrt.
Óðinn Þórisson, 1.11.2015 kl. 17:55
Pétur - það er bara gott fyrir Rúv að þú viljir borga þeim skylduskatt. Stöð 2 er núna að sýna Rétt sem er mjög vinsæll og góður þáttur, stelpurnar var þrælgóður þattur og fleiri mætti telja.
Hef ekkert á móti Jazz eða annarri menningu, Bíóhöllin stendur sig frábærlega að koma með nýjar myndir, Everest í leikstjórn Baltasars var mjög góð og á skilið óskar.
Ég einfaldlega vill ákveða sjálur hvað ég borga fyrir og tónlist eða menning sem ég hef ekki áhuga á vil ég ekki borga fyrir, en aðrir gera það og er það bara frábært.
Óðinn Þórisson, 1.11.2015 kl. 18:01
Hvað með að vinstri menn taki að sér að greiða RÚV ef þið flokksbundnu hægri menn takið það á ykkur að greiða fyrir Þjóðkirkjuna?
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 1.11.2015 kl. 20:13
Gaman að benda á í þessu tilfelli að við borgum jú hvað um 1.500 kr á mánuði fyrir RUV og af því tekur ríkið um 500 krónur kannski í annan rekstur þannig að við borgum í raun um 1000 krónur á mánuði í útvarpsgjald. Sem gerir þá um 12. þúsund á ári. Það er svona c.a. mánaðargjald að stöð 2. Og í fljótu bragði efast ég um að t.d. Stöð 2 færi í að gera í dag þætti eins og landan nú eða efni sem ekki er með góðu móti hægt að selja auglýsingar að. Aðrar stöðvar 2 krefjast þess að þu sér með aðgna að myndlyklum, neti og eða áskrift.
Held t.d. að Íslenskir tónlistarmenn mundu gráta RÁS 1 klassískir og svo Rás 2 fyrir popp og rokk tónlist. Eins efast ég um að menn greri sér grein fyrir allri vinnunni sem er í að framleiða dagskrá fyrir Rás 1 eins m.a. um bókmenntir, sögu og fleira. Eitthað sem engin önnur stöð hefur sýnt nokkurn áhuga.
Magnús Helgi Björgvinsson, 1.11.2015 kl. 20:29
Ríkisútvarp á að vera hlutlaus upplýsinga og skemmtana gjafi.
En eins og háttar til með þetta apparat sem starfsmenn virðast eiga þá ættu þeir að borga að minnsta kosti eitt ár af hverjum fjórum og svo Samfylkingin og Vinstrigrænir annað ár þannig að landinn yrði þá frjáls af greiðslum til þessa nauðungar apparats í tvö ára af fjórum.
Hrólfur Þ Hraundal, 1.11.2015 kl. 21:00
Elfar - það er rangt að tengja þjóðkirkjuna okkar sem gegnir lykilhlutverki í okkar samfélagi við ríkisfjölmiðil sem er skuldsettur í tætlur og hlutverk þess í dag gjörbreytt og gegnir ekki sama hlutverki og 1970.
Óðinn Þórisson, 1.11.2015 kl. 21:12
Magnús Helgi - var að hlusta á þingkonu Samfylkingarinnar í þætti Björns Inga Eyjan í dag þar sem hún talaði um að henda nánst endalausum penginum í Rúv. Þetta er fullkomlega ábyrgðarlaaust af hálfu þingmannsins svo hjólaði hún í GÞÞ sem var mjög málefnlegur.
Ef þú vilt borga 18 þús á ári til " rétttrúnarðarútvapsins " eins og Sverri Stomsker kallar það þá er það þín ákvörðun en þessi 18 þús er um 2 mán áskrift af Stöð 2 fyrir mig, mitt val, þarna er grundvallarmunu á okkar hugmyndafræði.
Óðinn Þórisson, 1.11.2015 kl. 21:19
Hrólfur - aulýsingar Rúv eru " Rúv allra landsmanna" þ.e að Rúv skyldar þjóðina til að borga fyrir þessa skuldsettu risaeðlu. ´Ég dreg ekki í efa að Samfylkingin og VG myndi vera tlbúnir til að borga fyrir Rúv.
Aðalatriðið er þetta, Rúv þarf að verða lítil stofnun.
Óðinn Þórisson, 1.11.2015 kl. 21:24
Óðinn.
Við skulum bara segja að ég er verulega ósamála þér um meint mikilvægi Þjóðkirkjunar.
Hinsvegar segiru hér í svarinu við Magnús að grundvallarmunurinn á þér og honum sé hugmyndarfræðin sem segir að þú eigir að fá að velja það sem þú borgar. Hvernig getur það passað ef til dæmis ég get ekki komist framhjá því að greiða sóknargjöld í ríkissjóð þótt ég mundi segja mig úr trúfélaginu. Ég þarf alltaf að greiða þessar 9.888 krónur. Á ég ekki að hafa valið um það?
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 1.11.2015 kl. 21:38
Elfar - færslan er um Rúv, ekki þjóðkirkuna.
En ég hef alltaf haft það að leiðarljósi að svara eins vel og ég get í hvert skipti og til að orða þetta þannig að það sé alveg skilið þá lít ég á að það sé ekki hægt að tengja saman á neinn hátt lykilhlutverk þjóðkirunnar og það litla hlutverk sem ég tel Rúv hafa í dag í okkar samfélagi.
Svar mitt er þetta, ég vona að þú sért sáttur við það.
Óðinn Þórisson, 1.11.2015 kl. 22:19
Svo við umorðum ögn orð hennar Hönnu, ..."ég er ekki viss um að trúmál eigi heima í einhverri einni stofnun. Minn draumur hefur alltaf verið sá að við værum með litla stofnun, ef þá einhverja, sem væri Sameinaða Trúarstofnunin og síðan værum við að útdeila fjármagninu hingað og þangað - þar sem menn leggðu stund á sín trúmál“ sagði Hanna Birna og bætti við: „Ég held að íslenska þjóðin ætti aðeins að setjast niður og velta því fyrir sér, ef við værum að búa til samfélag í dag og sætum hér árið 2015, myndum við búa til svona stofnun í kringum rekstur trúarstofnunar?
Velti Hanna Birna því næst upp hvort Þjóðkirkjan væri ekki orðin allt of stór stofnun. „Þetta er orðið eitthvert umfang, risastórt hús og ofboðslegur starfsmannafjöldi í staðinn fyrir - og það getum við kannski verið sammála um - að þetta fjármagn færi sem víðast og víðar en einungis inn í eina stofnun."
Jón Páll Garðarsson, 2.11.2015 kl. 07:02
Jón Páll - Rúv er orðin of stór stofnun, það þarf annarsegar að bregðast við afleitri skuldastöðu þess og hinsvegar breyttu fjölmiðlalandslagi.
Óðinn Þórisson, 2.11.2015 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.