4.11.2015 | 17:24
X - LSH - sjá mynd
Ég styð LSH og tel að mikið af þeim fjármunum sem fara í Rúv sé betur varið til LSH.
Efstaleiti 1 hús Rúv væri hægt að nýta undir starfsemi LSH enda er húsið hinum megin við götuna við Borgarspítalann.
Markmiðið að veikja RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 888609
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Íslendingar gátu rekið bæði með sóma fyrir 20 árum síðar, hvað breyttist? Svar, frjálshyggjan vill eyðleggja bæði. Þetta er mjög ódýrt hjá þér Óðinn!!!
Jónas Ómar Snorrason, 4.11.2015 kl. 19:19
Jónas Ómar - ég vil forgangsraða í þágu heilbrigðiskerfsins auk þess hefur Rúv ekki sama hlutverk og 1970 svo ekki sé minnst á svörtu skýrsluna um Rúv.
Óðinn Þórisson, 4.11.2015 kl. 20:20
Það vilja flestir forgangsraða í þágu heilbrigðiskerfisins, nema núverandi ríkisstjórn. Það hefur hún sýnt svo um munar. En jafnframt vilja flestir hafa RÚV, óteljandi kannanir sýna það, þvert á alla flokka.
Jónas Ómar Snorrason, 5.11.2015 kl. 06:22
Jónas Ómar - allar stéttir innan LSH hafa fengið launahækkanir í tíð þessarar ríkisstjórnar, hversvegna var það hægt jú vegna þess að ríkisstjórnin hefur sýnt axa í ríkisfjármálum.
Engar lanahækkanir voru til stétta LSH á síðasta kjörtímabbili og skorið var niður grimmt til hans en einum manni boðið 400 þús kr. launahækkun.
Rúv má vera til en sem lítil stofnun, Rúv á ekki að vera í því að bjóða í gegn t.d Stöð 2 og Skjá 1 í bíómyndir eða undibjóða frjálsa fjölmiðla á auglýsingamarkaði.
Rúv á að fara út af auglýsingamarkaði.
Óðinn Þórisson, 5.11.2015 kl. 07:17
Þinn flokkur á aðalsökina á því að hér var ekki til fjármagn til þess að gera vel við stéttir landsins.
Er þér alvara þegar að þú, sjálfstæðismaðurinn, vilt stuðla að enn meiri fákeppnismarkaði á sjónvarps- og útvarpsmarkaðnum? Þekkjandi til á þessum geira er meira en nóg pláss fyrir rúv á auglýsingamarkaði. Þú ert búinn að koma með skýringu á því af hverju þú vilt ekki rúv. Þú sagðir sjálfur að þú hefðir ekki áhuga á þeirri menningu sem rúv er að viðhalda þó svo flestir okkar geri okku grein fyrir því að ein af grunnstoðum sjálfstæðis ríkis er menning þess. Einkareknu stöðvarnar eru mest í því að kynna fyrir okkur engilsaxneska menningu. Hreint alveg ótrúlegt að maður úr þessum flokki sjálfstæðis skuli ekki vera inn á þessu.
Pétur Kristinsson, 5.11.2015 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.