19.11.2015 | 07:18
Styð kröfur lögreglunnar
Í kjölfar atburðanna í París er alveg ljóst að við þurfum að efla lögregluna bæði varðandi búnað og vopn.
Þetta verður að gera til að auka öryggi almennra borgara til að takast á við hugsanleg mál og koma í veg fyrir að svona geti gerst hér á landi.
Ég treysti Ólöfu Nordal í þessu máli að hún bregðist rétt með og standi með almennum borgurum og lögreglunni.
Ítreka óskir um vopn og búnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Því miður þarf sennilegast eitthvað slæmt að ske hér, áður en fólk sér og samþykkir nauðsynina.
Birgir Örn Guðjónsson, 19.11.2015 kl. 08:06
Var ekki þörfin stærst eftir atburðinn í Ósló? Þjóðernissinnar eru og munu vera stærsta ógnin hér á landi.
Jón Páll Garðarsson, 19.11.2015 kl. 09:38
Birgir Örn - líklega er það rétt hjá þér. Það hefur komið fram hjá t.d Óttar Proppe að hann virðist einfaldlega ekki skylja ISIS.
Óðinn Þórisson, 19.11.2015 kl. 09:49
Jón Páll - ég held að það stafi engin hætta af þjóðernissinnum hér á landi ef þeir þá yfir höfuð eru til.
Óðinn Þórisson, 19.11.2015 kl. 09:52
En þú telur stóra hættu stafa af þeim aðilum sem eru múslímatrúar?
Jón Páll Garðarsson, 19.11.2015 kl. 10:30
Jón Páll - hef ekkert á móti ISLAM frekar en Ásatrú.
Ef við skoðum hryðjuverkaárásina í París á almenning og þannig okkar vestrænu gildi þá er alveg klárt mál að það er hætta af öfga-ISLAM og hafa báðir ISLAM hóparnir hér á landi fordæmt hryðjuverkin í Paris.
Óðinn Þórisson, 19.11.2015 kl. 12:39
Ég myndi leggja þó nokkuð undir að fyrsta fórnarlambið verður mjög fljótlega eftir að byssuvæðing lögreglu hefur átt sér stað.
Auk þess verður mun meiri vopnavæðing hjá landsmönnum af þessum völdum, og þá helst hjá mönnum sem ættu alls ekki að hafa vopn.
Vopnavæðing lögreglu er ekki að draga úr glæpamönnum/hryðjuverkamönnum að koma hingað að neinu leiti eins og USA hefur nennt okkur.
Það á að fækka vopnum, ekki fjölga.
Teitur Haraldsson, 19.11.2015 kl. 13:39
Teitur - við erum að horfast í augu við alveg nýjan veruleika að ógnin af ISIS er komin í raun veru til íslands og við því verður að bregðast.
Ég hef ekki trú á því að knúsa meðlmi ISIS muni fá þá til að hætta þessum hryðjuverkum og þar sem við erum því miður ekki með her þá verðum við að hafa öfluga lögreglu sem getur varið almenna borgara með einhverju öðru en knúsi og ást, það einfaldlega virkar ekki.
Óðinn Þórisson, 19.11.2015 kl. 18:04
Það hefur aldrei verið fjölmennt harðvopnað lið hryðjuverkamanna sem standa fyrir því sem þú ert að tala um í evrópu.
Þetta er ekki spurning um að byssuvæða lögregluna.
Það hefði aldrei skipt máli í Frakklandi þótt hver einast lögreglumaður í landinu hefði verið þungvopnaður.
Við erum að gera nákvæmlega það sem þessir aumingjar vilja.
Hvernig væri að bregðast við af hugrekki og með því að hugsa, ekki heigulskap, heimsku og endalausum hræðsluáróðri?
Mundu að við búum við minnsta ofbeldi sem hefur þekkst í mannkynssögunni núna.
Teitur Haraldsson, 19.11.2015 kl. 22:32
Teitur - í þessu held ég að við verðum bara að vera sammála um að vera ósammála.
Það er mín skoðun að öflug lögregla, búnað, vopn og fjölda er besta leiðin til að verja almenning í landinu okkar.
Það hefur komið fram að að með öflgri löggæslu og rannsóknarstarfsemi hefur verið hægt að koma í veg fyrir hryðjuverk.
Sammála evrópa er á góðun stað í dag varðandi stríð og við skulum halda þvi þannig og það verður best gert með öflugri lögreglu hér á landi.
Óðinn Þórisson, 20.11.2015 kl. 07:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.