19.11.2015 | 14:19
Höfnun Ólafar Nordal sigur fyrir landsbyggðina og flugöryggi.
Þetta er klár sigur landsbyggðarinnar og fyrir flugöryggi í landinu.
Reykjavíkurflugvöllur er eign allra landsmanna en ekki bara borgarstjórnarmeirihlutlans og vilji fólksins í landinu hefur komið skýrt fram í stærstu undirskriftarsöfnun sem farið hefur fram hér á landi eða yfir 60 þús sem vilja að flugvöllurinn verði áfram á þeim stað sem hann er.
Reykjavíkurflugvöllur er samgöngumál, atvinnumál og öryggismál og það er gott að Ólaf hafi tekið skýra afstöðu gegn Degi og hans fólki í borgarstjórnarmeirihlutanum og Valsmanna.
Ráðherra hafnar kröfu borgarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það á að ganga frá þessu flugvallamáli fyrir fullt allt og setja alla flugvelli undir skipulags og umráð Ríkisins.
Ólöf auðsýnilega hefur ekki bein í nefinu til að taka flugvelli undir ráðstöfunarvald Ríkisins af því að hún hræðist áróður Samfylkkingarinar.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 19.11.2015 kl. 14:36
Jóhann - þetta er gott skref sem Ólöf tekur hér og því ber að fagna en sammála þér varðandi að ríkið sjái um flugvelli landins.
Hef enga trú á því að hún sé eitthvað hrædd við 8 % flokk sem er um það bil að þurrkast út.
Óðinn Þórisson, 19.11.2015 kl. 17:56
Sammála þér Óðinn hvað flugvöllinn varðar, en við skulum nú bíða eftir næstu kosningum, hvort samfó þurrkast út eður ei.
Hjörtur Herbertsson, 19.11.2015 kl. 19:39
Ef við horfum á fylgi flokkana í dag þá verða sjóræningjarnir í Ríkis og Borgarstjórn og þeir hafa sýnt það að þeir vilja flugvöllinn í burt með því að samþykkja allt sem Samfó vill.
Ég held að sjóræningjarnir verði aldrei góðir stjórnendur af því að þeir eru svo leiðitamir.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 19.11.2015 kl. 19:52
Hjörtur - yfir 80 % þjóðarinanr vilja flugvöllinn áfram þar sem hann er.
Dreg í efa að Samfylkinign þurrkist út ( enda það bara óskyggja mín :)) en flokkurin verður aldrei aftur burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum.
Óðinn Þórisson, 19.11.2015 kl. 21:40
Jóhann - Besti flokkurin afhenti Samfylkingunni borgina eftir borgarstjórnarkosningarnar 2010 sem var aðeins með 3 borgafulltrúa og það er mjög liklegt eins og þú segir að Pírtar muni falla á prófinu líkt og Besti og láta verkstjórnina í hönd annars flokks.
Anarkistar verða aldrei góðir stjórnendur.
Óðinn Þórisson, 19.11.2015 kl. 21:44
Jóhann - bara bæta því við að Piratar í borgarstjórn hafa fylgti DBE í einu og öllu þannig að það verður að gera ráð fyfir því að þeir geri það áfram og hafa aldrei sýnt neitt varðandi flugvöllinn að þeir styðji þjóðaratkvæðagreiðslu um hann.
Óðinn Þórisson, 19.11.2015 kl. 21:50
Tek hér undir mál Jóhanns og ef stjórnvöld hefðu brot af beini í nefinu þá væru þau þegar lögð af stað til að færa þessi mál undir ríkið eins og er með þjóðveginna.
Þetta er eingin andskotans vals með skrefum fram og til baka og lofum staðgengil trúðsins að sprengja sig með málsókn á kostnað Reykvíkinga.
Hrólfur Þ Hraundal, 19.11.2015 kl. 22:28
Hrólfur - ég lít á þetta sem gott skref en er sammála ykkur varðandi að ríkið þarf að taka flugvellina til sín, því fyrr því betra.
Valsmenn hafa því mður farið offari í þessu máli eins og DBE og ætlar hann núna að eyða peningum reykvínga gegn landsbyggðinni og flugöryggi er vart boðlegt en í samræmi við tuddapólitík Dags B. Eggertssonar.
Óðinn Þórisson, 20.11.2015 kl. 07:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.