ESB - umsóknin í fullu gildi

16 júli 2009 var samþykkt á alþingi að hefja aðildarviðræður við ESB.

Bréf utanríkisráðherra skiptir þar engu máli og það er alveg skýrt að þar til alþingi samþykkir eitthvað annað þá er ESB umsóknin í fullu gildi.

Viðræðurnar eru stopp eftir að Jóhönnustjórnin setti þær á ís.

Svo er það annað mál að vissulega var það Samfylkingin sem klúðrarði ESB - málinu á síðasta kjörtímabili og stóð ekki við sitt loforð um að leyfa þjóðinni að kjósa um málið en var 3 sinnum á NEI takkanum á síðasta kjörtímabili.

En aðalmálið er þetta ESB - umsóknin er enn í fullu gildi og það skirfast alfarið á Gunnar Braga núverandi utanríkisráðherra.


mbl.is Láta ósvarað um gildi ESB-umsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Já Óðin, þeim er ekki annt um atkvæðin sín núverandi stjórnarflokkum.

Hrólfur Þ Hraundal, 4.12.2015 kl. 07:49

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vitleysa. Ísland er ekki umsóknarríki. Það kemur einfaldlega fram á heimasíðu ESB.

Stækkunardeildin ætti að lesa sína eigin heimasíðu.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.12.2015 kl. 09:10

3 Smámynd: Aztec

Já, en Guðmundur. Það er sama hver staðan á vefsíðunni er nú. Ný ríkistjórn eftir næstu kosningar þarf ekki annað en að senda eitt bréf til Bruxelles þá fer Ísland samstundis aftur á vefsíðu sambandsins sem umsóknarríki. Til þess þarf engan aukinn meirihluta á Alþingi. Vegna að aðlögunarumsóknin hefur ekki verið formlega afturkölluð. Og það er sök Gunnars Braga sem lætur ESB-tittinn í ráðuneytinu segja sér fyrir verkum.

Aztec, 4.12.2015 kl. 11:03

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Auðvitað gæti næsta ríkisstjórn gert það, ef hún vill virða vilja þjóðarinnar að vettugi.

Við höfum haft svoleiðis ríkisstjórnir, til dæmis þá sem sem sótti um 2009 án þess að spyrja þjóðina.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.12.2015 kl. 11:30

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hróflur - rétt þetta gæri haft áhrif á fylgi stjórnarflokkana.

Óðinn Þórisson, 4.12.2015 kl. 17:21

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - ég hefði viljað að stjórnarflokkarnir hefðu dregið umsóknina til baka þannig að ef það ætti að hafja ferlið aftur yrði nýtt þing að leita til þjóðarinnar sem rétt var ekki gert 2009, því miður fyrir Samfylkinguna sem hrundi i kosnngunum 2013 m.e út af því að klára ekki esb - til þjóðarinnar til að samþykkja eða synja eins og þeir löfuðu.

Óðinn Þórisson, 4.12.2015 kl. 17:26

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Actec - það var mjög sérstakt að sá sem var í forystu fyrir esb - nefndinni yrði ráðuneytisstjóri hjá Gunnari Braga.

Óðinn Þórisson, 4.12.2015 kl. 17:28

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvernig er hægt að skila það að ESB hafi afmáð Ísland af öllum listum yfir umsóknarríki, öðruvísi en að umsóknin hafi verið dregin til baka? Annað er bara orðhengilsháttur.

Varðandi það hvort síðari tíma ríkisstjórn geti hafið ferlið að nýju, þá gæti hún auðvitað reynt það. Ef það yrði svipuð ríkisstjórn og sú sem sat á síðasta kjörtímabili, þá gæti hún alveg reynt að sækja um án þess að spyrja þjóðina hvort sem fyrri umsókn er í gildi eða ekki. Það gerðu þau einmitt 2009 og þá var engin fyrri umsókn í gildi. Þannig að allt þetta tal um hvort einhver umsókn sé enn "í gildi" eða ekki eða hvað sem að þýðir, skiptir engu máli því slíkt myndi alls ekki veita neina tryggingu fyrir því að síðari ríkisstjórn sniðgangi þjóðina í Evrópumálum eins og fordæmi eru fyrir að var gert í eina skiptið sem sótt hefur verið um. Þess vegna skiptir öllu máli að fólk kjósi ekki slíka ríkisstjórn yfir sig aftur.

Allir flokkar sem verða áfram á þingi hafa margtalað um að það eigi að spyrja þjóðina álits á framhaldi hugmynda um aðild Íslands að ESB, nema Framsókn sem hefur þegar útilokað aðild fyrir sína parta. Ég treysti því að umræddir flokkar muni standa við yfirlýsta afstöðu sína, hvort sem þeir heita Sjálfstæðisflokkur, Samfylking eða VG, og ekki taka nein frekari skref í málinu öðruvísi en að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda skuli inn í ESB eða ekki, sama hvaða orðum það er kallað. Pírata þarf ekki að nefna sérstaklega í því sambandi enda sjálfgefið að þeir styðja þessa aðferðafræði þar sem þeir samþykktu hana á síðasta aðalfundi sínum með standandi lófataki. Svo er bara spurning hvort hinir standa við sín orð.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.12.2015 kl. 13:04

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmudnur - eins og ég horfi á þetta þá er umsókn íslands að esb - á ís og það verður ekki farið af stað aftur án aðkomu þjóðarinnar.

Rétt er að hafa í huga að sú ákvörðun Samfylkingarinnar að kúga forystu VG til að styðja umsóknina fyrir setu í ríkisstjórn varð í raun þeim að falli enda var þetta að öllu leiti gegn vilja almennra flokksmanna VG.

Píratar og " lýðræðisást " þeirra er ekki mikil, það hefur flokkurinn sýnt í meirihlutasamstarfi í Reykjavík varðandi að þjóðin komi að a.m.k borgarbúar komi að ákvörðu um hvort eigi að loka neyðarbrautinni og þar sem yfir 60 þús skrifuðu undir að flugvöllurinn yrði þar áfram þannig að gef því miður ekkert fyrir " lýðræisást " Pírata.

Óðinn Þórisson, 5.12.2015 kl. 15:31

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég gef ekki heldur mikið fyrir meinta "lýðræðisást" pírata þar sem ekkert slíkt ástarsamband er fyrir hendi. Lýðræði er bara verkfæri sem er rétt að nota þar sem það á við.

Það sem ég var að vísa til er sú ályktun sem var samþykkt á síðasta aðalfundi pírata. Hún fól það í sér að ekki yrði sótt um ESB-aðild á ný án þess að spyrja þjóðina fyrst.

Grunnstefna pírata felur það í sér að ákvarðanir skuli teknar af þeim sem ákvarðanirnar snerta beint. Það þýðir til dæmis að ákvörðun um Evrópusambandsaðild sem snertir þjóðina alla á að vera tekin af þjóðinni allri. Ákvarðanir einstakra sveitarfélaga um skipulagsmál eiga hinsvegar að vera teknar innan þeirra sveitarfélaga með aðkomu íbúa þeirra. Við myndum til dæmis aldrei ætlast til þess að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um skipulagsmál í Vestmannaeyjum, heldur eiga Vestmannaeyingar að ráða þeim sjálfir, Ísfirðingar sínum, Reykvíkingar sínum og svo framvegis. Það að setja ákvörðun um skipulagsmál í Reykjavík í hendur annarra en Reykvíkinga myndi því alls ekki samræmast grunnstefnu pírata. Hafirðu lagt annan skilning í grunnstefnu pírata, þá hefurðu einfaldlega ekki kynnt þér hana nógu vel, hún gengur ekkert út á lýðræði sérstaklega heldur sjálfsákvörðunarrétt og upplýsta ákvarðanatöku.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.12.2015 kl. 17:58

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - ef við setjum til hliðar hver er stefna Pírata og hvernig þið túlkið lýðræði þá langar mig aðeins að útskýra fyrir þér grundvarllarmál varðandi Reykjavíkurflugvöll.

Reykjavíkurflugvöllur er ekki einkamál Reykvíkinga eða Reykjavíkur, Reykjavík á ekki nema hlut af landinu sem flugvöllurinn er á og flugvöllurinn var gefinn allri þjóðinni en ekki bara Reykjavík.

Reykjavíkurflugvöllur er hluti af samgöngukerfi íslands sem eyja. Yfir 600 sjúraflug á ári svo ekki sé minnst á t.d líffæraflutninga.

Að loka Reykjavíkurflugvelli án þess að búið aé að ákveða hvar nýr flugvöllur verði byggðar sem kostar nokkra milljarða sem við eigum ekki væri í raun brjálæði svo ég leyfi mér að nota svo sterkt orð.

Það á að fara að byggja nýjan LSH og að taka af landsbyggðarfólki flugvöllinn er bara ekki boðlegt.

Reykjavíkurflugvöllur er atvinnumál, samgöngumál og öryggismál.

Ákvörðun Ólafar að synja borgarstjórnarmeirihlutanum VG, Samfylkingunni, Bjartri og Pírötum um að loka NEYÐARBRAUTINNI var tekið með flugöryggi og landsbyggðina að leiðarjósi.

Óðinn Þórisson, 5.12.2015 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 888608

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband