17.12.2015 | 16:13
Hr. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Allir sanngjarnir einstaklingar viðurkenna að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs hefur ekki staðið fyrir neinni aðför eða áras að einu eða neinu.
Það verður að hafa í huga að ríkisstjórn Sigmunar Davíðs tók við vorið 2013 eftir rúmlega 4 ára vinstri - stjórn.
Ríkisstjórn Sigmundar Davíðis hefur hefur verið að endurreisa og leggja peninga í grunnstoðirnar en þetta tekur allt tíma.
En vinstri - flokkarnir gera endurreisnina mun erfiðari með þessu endalausa og tilgangslausa málþófi.
![]() |
Allt árásir og pólitískar aðfarir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:14 | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 898994
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þetta er náttúrulega algjörlega kostuleg færsla, sérstaklega þessi setning. "Ríkisstjórn Sigmundar Davíðis hefur hefur verið að endurreisa og leggja peninga í grunnstoðirnar en þetta tekur allt tíma."
Þessu er auðvitað þveröfugt farið eins og allir landsmenn sem muna fyrir horn vita. Vinstri stjórnin reisti landið úr rústum eftir að núverandi stjórnarflokkar höfðu hreinlega slátrað því. Vinstri stjórnin skilaði af sér afbragðs góðu búi miðað við aðstæður, hafði komið fjárlagahallanum úr 230 milljörðu í 4, verðbólgunni úr 17% í 3% og allar aðrar hagtölur voru svipaðar. Skoðaðu bara gögn hagstofunnar fyrir þessi ár , þá sérðu hvernskonar þvælu þú ert að fara með hérna Óðinn.
Óskar, 17.12.2015 kl. 18:16
Óskar - það varð alþjóðlegt fjármálahrun 2008 og ísland lenti því miður líka í því, íslensku bankarnir hrundu og hver var bankamálaráðherra, jú Samfylkingarmaðurinn Björgvin G. Sigurðsson.
Ef að vinstri - stjórnin skilað af sér eins og þú segir " afbragðsgóðu búi " þá spyr ég hversvegna var hún kosin burt , Samfylkinign tapði 11 af 20 þingsætum ?
Óðinn Þórisson, 17.12.2015 kl. 20:01
Hversvegna hún var kosin burtu ? jú vegna þess að aðrir flokkar, sérstaklega framsóknarflokkurinn stunduðu glórulaust lýðskrum og sögufalsanir sem almenningur féll fyrir. Nú er botnlaust góðæri sem ER EKKI NÚVERANDI STJÓRNARFLOKKUM AÐ ÞAKKA og samt hrynur fylgi ríkisstjórnarinnar, hversvegna Óðinn?
Óskar, 17.12.2015 kl. 21:20
Óakar - ríkisstjórn Sigmundar Davíðs hefur staðið við sitt stærsta kosningaloforð, skuldaleiðréttinginguna. Hversvegna er botlaus góðæri, jú vegna þess að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs hefur sýnt aga í ríkisfjármálum. Fólk hefur fengið launahækkanir sem ekki voru í boði í tíð vinstri - stjórnarinnar, allt sem var þar í boði voru endalausar skattahækkanir á fólki og fyrirtæki.
Samfylkingin hefur ekki náð sér á strik og er stórlaskaður eftir misheppnað formannsframboð Sigríður Ingibjargar sem skyldi flokkinn eftir áfram í tætlum.
Óðinn Þórisson, 17.12.2015 kl. 21:26
Óskar, þið vinstri menn eruð "duglegir" að tala um að vinstri stjórnin hafi tekið við afleitu búi og verkefni hennar hafi verið gríðarlega erfitt. En þið hafið aldrei viljað tala um það að RÍKISSJÓÐUR VAR SKULDLAU ÞEGAR VINSTRI STJÓRNIN TÓK VIÐ, búið var nú ekki verra en það. Það er hætt við að ef ríkissjóður hefði verið skuldugur þá hefði vinstri stjórnin klúðrað málefnum þjóðarinnar enn meir en raunin varð.
Jóhann Elíasson, 18.12.2015 kl. 00:25
Jóhann, ríkissjóður var kanski skuldlaus í bókhaldinu akkúrat á þeim tímapunkti en gjaldeyrisinnstreymi nánast stöðvaðist í hruninu og óhjákvæmilegt var að taka stór lán. Ég satt að segja hélt að allir vissu þetta. En hægrimenn vilja auðvitað skrifa söguna uppá nýtt. Það er reyndar mjög skiljanlegt.
Óskar, 18.12.2015 kl. 02:26
Óskar, auðvitað villt þú gera lítið úr því að ríkissjóður hafi verið skuldlaus á þessum tíma OG EÐLILEGA STÖÐVAÐIST ALLT GJALDEYRISSTREYMI TIL LANDSINS ÞVÍ KREPPAN VAR ALÞJÓÐLEG (EN ÞAÐ HEFUR YKKUR VINSTRI MÖNNUM GENGIÐ ILLA AÐ SKILJA, HÚN VAR EKKI EINGÖNGU BUNDIN VIÐ ÍSLAND. Varð að taka stór lán auk þess að skattpína þjóðina og skera ALLA þjónustu í velferðarkerfinu niður en auka útgjöldin í Umhverfis- og Utanríkisráðuneytunum????? Það er síður en svo hagstætt fyrir ykkur vinstri mennina að sagan sé skoðuð vandlega....
Jóhann Elíasson, 18.12.2015 kl. 04:44
Jóhann - vinstri - menn voru mjög duglegir við að hækka skatta á fólk og fyrirtæki en í raun kláraði fyrrv. ríkisstjórn ekki neitt mál og t.d hafði engin vinna farið fram í fjármálráðuneytinu með að afnema gjaldeyrishöftin þegar Bjarni kom þar inn og hóf þá vinnu auk þess að einfalda skattkerfið eftir yrir 200 skattabreyringa rsm flestar voru til að hækka skatta.
Það var eins gott að vinstri - stjórnin var minnihlutastjórn rúmlega síðasta árið því þá eins og þú segir hefði hún klúðrarð málefnum þjóðarinnar enn enn meir.
Óðinn Þórisson, 18.12.2015 kl. 07:23
Óskar - ég held að þið vinstri menn séuð enn ekki búnir að sætta ykkur við kosningaafroðið vorið 2013.
Óðinn Þórisson, 18.12.2015 kl. 07:24
Hverjir voru saman í stjórn frá 1995 til 2007 en það er alltaf þægilegt fyrir suma að skauta létt yfir þann tíma en bankahrunið átti sér forsögu...Íslenska fjármálakerfið "lenti" ekkert óvart í þessum hörmungum en alþjóðlega fjármálahrunið flýtti bara fyrir bankahruninu hér heima enda var það heimagert að stórum hluta og bara spurning hvenær allt saman sprakk.
Var það bankamálaráðherra að kenna að íslensku bankarnir hrundu?..hvaða rugl er þetta eiginlega en það breytir akkurat engu hver var bankamálaráðherra þegar allt hrundi á þessum tíma.
Þú ættir að lesa þessa færslu...þú hefðir gott af því.
http://blog.pressan.is/stefano/2013/04/26/laun-erfidisins-eru-vanthakklaeti/
Friðrik Friðriksson, 18.12.2015 kl. 09:23
Það má alveg deila á margt í tíð vinstri stjórnarinnar en nú á hún að hafa tekið við góðu búi. Þetta vissi ég ekki.
Baldinn, 18.12.2015 kl. 10:20
Friðrik - það vrou borgarlegu flokkarnir sem voru í ríkisstjórn 95 - 07 en rétt að hafa í huga að GÞÞ sem sat í ríkisstjórn með Samfó hefur bent á það að enginn ráðherra flokksins hafi varað við þessu yfirvofandi bankahruni meðan flokkurin var í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.
Þú vísar í grein frá Stefáni Ólafssyni Samfylkiingarmanni sem ég held að við getum verið sammála um að Sjálfstæðismenn bera ekki mikið álit á.
Óðinn Þórisson, 18.12.2015 kl. 19:53
Baldinn - Samfylkingin var í hinni svokölluðu hrunstjórn þannig að þeir komu að sínu eigin búi eins og þeir skildu við það.
Óðinn Þórisson, 18.12.2015 kl. 19:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.