20.12.2015 | 00:09
Flokkur ársins 2015 Framsóknarflokkurinn
Framsóknarflokkuinn hefur staðið sig í heild best allra stjórnmálaflokka árið 2015 og það er rétt að hrósa sérstaklega Vigdísi Hauksdóttur formanni fjárlaganefndar og Ásmundi Einari Daðasyni þingflokksformanni sem hafa staðið sig mjög vel og hafa notið góðs að því að hafa Sigmund Davíð sem formann og forstætisráðherra.
Það er spennandi tímar framundan hjá Framsóknarflokkknum og þeir fái verðskuldað upp úr kjörkössunum vorið 2017 þannig að ég held að það séu góðir tímar framundan fyrir Framsóknarflokkin.
Þingið komið í jólafrí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:11 | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það verður spennandi að sjá hversu mikið fylgi Framsóknarflokkurinn fær í næstu kosningum, ég spái 7%. Ég var grjótharður framsóknarmaður í gamla daga, mínir uppáhalds stjórnmálamenn voru Eysteinn, Óli Jó og Steingrímur Hermanns. Þeir myndu snúa sér við í gröfinni ef þeir sæu hvernig væri komið fyrir flokknum í dag.
Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 20.12.2015 kl. 02:09
Sigurður Helgi - við getum verið sammála um að þetta eru allt flottir einstaklingar sem þú nefnir en það eru breyttir tímar og núverandi forysta flokksins er að standa sig vel fyrir flokkinn.
Ég held að hann fái 15 % plús, skuldaleiðréttingin, ESB og Reykjavíkuflugvöllur - í þessum málum sker Framsóknarlfokkurinn sig úr.
Óðinn Þórisson, 20.12.2015 kl. 09:55
Sammála þér Óðinn. Það er alveg leyfilegt að hæla stjórnmálaflokki sem vinnur vel þótt utanaðkomandi sé.
Að vísu verð ég að undanskilja utanríkismálin, en sagt er að samstarfsflokkurinn eigi þar einhverja sök.
En XB er sá eini af "fjórflokknum" sem endurnýjaði algerlega í þingliði sínu frá því fyrir hrun,
m.a. með fólki sem áður gerði almenningi stóran greiða í Icesave málinu.
Kolbrún Hilmars, 20.12.2015 kl. 12:54
Þjónn! Ég ætla að fá stórt glas af því sama og Óðinn er búinn að vera að drekka!
Hvumpinn, 20.12.2015 kl. 16:01
Kolbrún - rétt Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki staðið sig vel varðandi t.d ESB þar sem m.a formaður flokksins fór að tala um einhverja þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu, fyrri hluta, væntanlega til að ná í esb - atkvæði hægri manna sem hann núna getur ekki selt aftur.
Framsóknarflokkurinn var alltaf heill í Icesave - málinu og fékk þar af leiðandi góða kosningu vorið 2013 og mun þjóðin alltaf muna að Framókn stóð allan tíman í lappirnar gegn Svavarsamingnum og Icesave - Jóhönnustjórnarinnar allan tímann.
Óðinn Þórisson, 20.12.2015 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.