Áfall fyrir Pírata

"Kári Stef­áns­son seg­ist ekki hafa gefið leyfi fyr­ir því að er­indi hans á fundi Pírata um nýj­an spít­ala yrði tekið upp og því dreift á net­inu"

Þetta er ekki gott fyrir Pírata og verður ekki hægt annað en að líta á þetta sem áfall fyrir þá.


mbl.is Kári ósáttur við upptöku Pírata
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Án þess að ég sé pirati get ég upplýst um þessi samskipti viðkomandi sem tók þetta upp og Kára Stefáns

Kari Stefansson ég bið þig innilegrar afsökunnar á því að hafa birt myndbrot úr frábærri ræðu þinni í gær án þíns samþykkis. Upphaflega hafði staðið til að streyma fundinum á netinu og því dró ég þá ályktun að það yrði í lagi að birta myndbrotið. Ég bið þig aftur afsökunnar á að hafa valdið ósætti. Takk fyrir komuna í gær, það var heiður að fá þig til okkar. Kv. Sara Elísa Þórðardóttir Sara Oskarsson

Og Kári svarar:

Það er ekki rétt að ég hafi verið ósáttur við að þetta hafi verið tekið upp og sett á netið, ég var hissa og svolítið óánægður með að þetta væri gert án þess að biðja mig leyfis. Það skrifast á stjórnunaráráttuna mína. Sara, ég er sáttur og kátur og við erum vinir ?

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.1.2016 kl. 20:21

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Magnús Helgi - það er ánægulegt að heyra að í annað sinn á 2 dögum að þú ert vel upplýstur og spurning hvar ég væri ef þú værir ekki a commenta hér :)

Óðinn Þórisson, 10.1.2016 kl. 20:43

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Þetta er fín samvinna hjá ykkur félögum. Hér fær maður nýjustu fréttir! Takk.

Wilhelm Emilsson, 10.1.2016 kl. 21:08

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Vilhelm - við Magnús Helgi erum sem einn maður :)

Óðinn Þórisson, 10.1.2016 kl. 22:00

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þar sem ég komst ekki á þennan fund þakka ég fyrir upplýsingarnar.

Kári velti annari spurningu upp í þessu viðtali, varðandi hver sé "pólitísk fílósófía" pírata.

Svarið við þeirri spurningu má finna hér: http://www.piratar.is/stefnumal/grunnstefna/

Meginstefin eru borgaraleg réttindi, gegnsæi, upplýsing, ábyrgð, beint lýðræði og sjálfsákvörðunarréttur.

Hver eru annars meginstefin í stefnu Sjálfstæðisflokksins?

Guðmundur Ásgeirsson, 10.1.2016 kl. 23:44

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ha ha. Góður, Óðinn :)

Wilhelm Emilsson, 11.1.2016 kl. 00:10

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - held að Kári sé ekki einn um það að velta fyrir sér fyrir hvað Pírtar standa og einnig hvaða stefnumál þeir eru með í stórum málum eins og efnahagsmálum, skattamálum, evrópumálum o.s.frv.

Sjálfstæðisstefnan er mjög skýr frelsi einstaklingsins með ábyrð, lækka akatta og bæta kjör allra stétta.

Óðinn Þórisson, 11.1.2016 kl. 07:09

8 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Óðinn, tvisvar sinnum í þessum pistli þínum ferðu með rangt mál varðandi Pírata, hmmm hvers vegna? Kári sagði í viðtali á Eyjuni, að hann hefði ekki kynnt sér stefnu Pírata, EKKI að hann væri að velta fyrir sér fyrir hvað Píratar standa, og þeirra stefnumál. Verður að vera betur tengdur við hann Magnús Helga:) 

Jónas Ómar Snorrason, 11.1.2016 kl. 08:24

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - rétt Magnús Helgi er hafsjór af fróðleik og með mikið tengslanet, spurning að ég sendi honum vinabeiðni á fésbók :)

Óðinn Þórisson, 11.1.2016 kl. 11:14

10 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Hann myndi örugglega segja þér satt og rétt frá, það er næsta víst:)

Jónas Ómar Snorrason, 11.1.2016 kl. 13:21

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - örugglega :)

Óðinn Þórisson, 11.1.2016 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband