Ragnheiður Elín Árnadóttir

Ragnheiður Elín iðnaðarráðherra hefur að mínu mati fengið á sig mjög mikla og ósanngjarna gagnrýni þegar allir sanngjarnir einstaklingar viðurkenna að hún hafur lagt sig alla fram í sínu embætti.

Vissulega hefur hún frekar en aðrir stjórnarmálamenn ekki gert allt rétt en ef þetta frumvarp hennar verður samþykkt er það klárlga skref í rétta átt.

Sjálfstæðisflokkurinn
stétt með stétt.


mbl.is Verði heimilt að leigja út í 90 daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það hefur allt, sem Ragnheiður Elín snertir á, farið í vaskinn, bógstaflega allt og það þrátt fyrir að hún hafi lagt sig alla fram.

Við skulum því vona að hún fari ekki að slá slöku við í vinnunni konu kindin,  því þá fyrst tæki steininn úr.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.1.2016 kl. 19:22

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég er algjörlega á annarri skoðun. Mér finnst óhæft að íbúðareigendur sem hafa fengið niðurgreitt lán frá íbúðarlánasjóði geti farið út í atvinnurekstur með skammtímaleigu. Hóteleigendur og aðrir sem standa í þessum atvinnurekstri hafa ekki aðgang að lánum með sömu kjörum og þarna er augljós mismunun í gangi. Lán íbúðarlánasjóðs eru ætluð fólki til að koma undir sig húsnæði en ekki til annars. Vegna þess að þetta hefur verið látið viðgangast er leiga á íbúðarhúsnæði í himinhæðum í dag og skapar meðal annars að leigjendur hafa hvorki í sig né á og þetta kemur illa niður á börnunum eins hefur verið í fréttunum undanfarna daga. Ef Ragnheiður Elín kemur ekki auga á þetta hlýtur hún að vera mjög treg og gjörsamlega óhæf í þetta embætti.

Jósef Smári Ásmundsson, 21.1.2016 kl. 19:36

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Axel Jóhann - með því fyrsta sem ríkisstjórnin gerði eftir að hún tók við var að lækka gistináttaskattinn sem fyrrv. ríkisstórn vildi eins og alla aðra skatta hafa í toppi.
"Kæri Iðnaðarráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Solid Clouds og ég persónulega erum þér þakklát fyrir þann áhuga og þá vinnu sem þú og þitt fólk hafa ynnt af ykkur fyrir nýsköpun á Íslandi. Það var virkilega skemmtilegt að fá þig í heimsókn. Fyrirhugaðar breytingar ríkisstjórnar ykkar á nýsköpunarumhverfinu eru virkilega vel þegnar og til þess fallnar að auka samkeppnisstöðu Íslands í framtíðinni til muna."

Óðinn Þórisson, 21.1.2016 kl. 21:49

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef Smári - " Ef Ragnheiður Elín kemur ekki auga á þetta hlýtur hún að vera mjög treg og gjörsamlega óhæf í þetta embætti. " sleppum svona ummælum um ráðherra, þetta skilar okkur engu í málefnalegri umræðu.

Ragnheður Elín var í viðtali við Sigurjón M. Egilsson á Sprengisandi á Sunnudag, hvet þig til að hlusta á það viðtal, þar kemur fram hennar hugmyndafræði.

Við erum komin með ákveðið vandamál, fólk er að leigja út sínar íbúðir, þessi lög verði þau samþykkt munu auðvelda fólki að leigja út sitt húnsæði í takamarkaðan tíma án þess að fara einhverja krísuvíkurleið í þvi .

Óðinn Þórisson, 21.1.2016 kl. 21:57

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Aumingja kerlingin hún Ragnheiður Elín, sennilega ágætis kerling, en við verðum að horfast í augu við að starfið er henni ofviða.

það eru svo sem aðrar kerlingar og karlar sem eru á Alþingi, sem eiga ekkert heima í þeirri merku stofnun.

Svo er hluti af fólkinu sem er á þingi sem eru of ungir og haga sér alveg eins og smákrakkar. Kunna ekki að klæða sig almennilega og bera enga virðingu fyrir starfi sínu. 

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 21.1.2016 kl. 23:15

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ef Ragnheiður Elín kemur ekki auga á þetta hlýtur hún að vera mjög treg" Það er rétt og skylt að draga þessi ummæli  til baka, rétt hjá þér en hitt stendur. Ég var sammála henni í sambandi við náttúrupassann en þarna tel ég að sé verið að fara kolranga leið. Það á að hamla fólki að misnota almenningsfé á þennan hátt en ekki gera það löglegt. Við þurfum hæfa ráðherra Óðinn og eins og ég hef lýst því áður þá á að auglýsa eftir þeim en ekki skipa úr þingmannaliði.

Jósef Smári Ásmundsson, 22.1.2016 kl. 06:31

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - Ragnheiður Elín er umdeild og þannig á það að vera, fyrrv. iðnarráðherra Samfylkingarinnar gerði ekki beint gott mót í þessu embætti. 

Það eru eflaust margar ástæður fyrir því að virðing alþingis er í klósettinu, mín skoðun t.d varðandi Pírata þá hafa þeir ekki hjálað til með að bæta virðingu alþingis, klæðaburður sem dæmi og mæta ekki í kirkju við setningu alþingis og svo líka það að sleppa með að taka afstöðu til mál í rúmum 50 % mála.

Svo má ræða Björn Val á síðasta kjörtímabili, ekki jók hann viðringu alþingis með setu sinni þar.

Óðinn Þórisson, 22.1.2016 kl. 07:14

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef Smári - það á eftir að koma í ljós hvort meirihluti er fyrir þessu en ég held að það hafi verið brýnt að leggja þetta frumvarp fram miðað við umræðuna um málið.

Ég studdi einnig náttúrupassann og því miður fór þar mikill tími í ekki neitt, þar hefði hún mátt eiga meiri samtöl við sínn þingfokk og hins stjórnarflokksins.

Nú er hún að koma fram með stjornstöð ferðamála.

Óðinn Þórisson, 22.1.2016 kl. 07:18

9 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Bara af því að Samfylkingin var með lélegan ráðherra, þá þarf Sjalfstæðisflokkurinn ekki að vera með lélegan ráðherra, eða finnst þér það Óðinn?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 22.1.2016 kl. 19:14

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - það er aldrei gott að vera með lélegan ráðherra. Bjarni hefur a.m.k ekki séð ástæðu til að skipta henni út.

Óðinn Þórisson, 22.1.2016 kl. 19:53

11 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Bjarni er í afneitun og pilseinræðið í flokknum er það sem hann hræðist.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 22.1.2016 kl. 20:06

12 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Bergþórusonurinn&Blöndal ásamt Holu-Hjálmarnum hafa frá Fyrsta degi valdið Reykvíkingum stórskaða sem því miður mun taka arftaka þeirra langan tíma og mikið fé skattborgara að lagfæra eftir þá! 

Kolbeinn Pálsson, 22.1.2016 kl. 23:28

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - það hafa margir sagt að Davíð í raun stjónri flokknum, er reyndar ekki sammála því.

Óðinn Þórisson, 23.1.2016 kl. 09:55

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Kolbeinn - við sáum hvernig vinstri - stjórnin skildi eftir sig eftir rúm 4.ár í ríkisstjórn og núverandi ríkisstjórn hefur þurft að fara í t.d að endurreisa atvinnulífið og lækka hvað yfir 200 skattabreytingar, flestar settar til að hækka skatta og álögur á fólk og fyrirtæki.

Borgin hefur aldrei verið eins illa stödd fjárhagslega og í dag, skaðinn sem þetta fólk hefur valdið er gríðarlegur og það er rétt hjá þér að það mun taka tíma að taka til eftir Dag og hans fólk.

Óðinn Þórisson, 23.1.2016 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 888608

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband