Katrín Jakobsdóttir og hennar stjórnmálaferill.

KatrínJ.Katrín Jakobsdóttir formaður VG er ung og glæsileg kona sem hefur á sínum stutta stjornmálaferli náð því að verða ráðherra og tók við formannstólnum af Steingrími J. eftir að afhroð blasti við flokknum í kosningunum 2013.

Það var ljóst flokksmenn vildu nýtt gluggaskraut og Katrín Jakobsdóttir var kjörin nýr formaður VG 23.02.2013 með 245 atkvæði.

Ekki verður hægt annað en að skoða hvað Katrín Jak. hefur gert og fyrir hvaða hún hefur staðið.

Þar má fyrst nefna Svavarsamningnn sem hún studdi alla leið, hún var einn ötulasti talsmaður þess að hér yrðu haldin fyrstu pólitísku réttarhöldin í lýðveldissögunni, hún er talsmaður að fólk og fyrirtæki borgi hærri skatta og gjöld sem leiðir af sér að fólk hefur lægri ráðstöfunartekjur, m.a vegna hennar ákvörðunar um ESB - umsókn þá fóru nokrir þingmenn úr þingflokknum.

Fyrrv. ríkisstjórn sem hún sat í sem menntamálaráðherra og v.formaður annars stjórnarflokksins beið algert afhroð vorið 2013.

Að öllu þessu sögu er alveg ljóst að mín skoðun er að Katrín Jak. yrði ekki góður forseti.


mbl.is Katrín nýtur mestra vinsælda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sýnist svona í fljótu bragði að þetta séu svipuð rök og menn höfðu gegn Ólafi Ragnari! Hann hafði lokað fyrirtækjum vegna deilna um söluskatt, hann hafði sett lög á kjarasamninga kennara og var almennt kallaður "Skattmann" Sagði Davíð Oddsson vera með "skítlegt eðli"  Og fleira og fleira. Auk þess var hann formaður Alþýðubandalagsins. Sýnist að sjálfstæðismenn séu nú mjög ánægðir með hann í dag :)

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.1.2016 kl. 12:53

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er ekki einhverstaðar formaður annars stjórnmálaflokks með þennan sama fortíðarvanda - að vilja samþykkja Svavarssamninginn? Á þessu bloggi er formaðurinn sá ekki kallaður "gluggaskraut", heldur valin jákvæðustu og bestu lýsingarorðin. Ólíkt eru menn dæmdir þótt þeir aðhafist það sama.

Þú verður bara að kingja því Óðinn að Katrín er ólíkt vinsælli, geðþekkari, skarpari og svo ekki sé talað um -fallegri en Bjarni þinn Ben.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.1.2016 kl. 12:57

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Guð forði okkur frá því að fá hana þangað inn. Hinsvegar er það staðreynd að það er ákkúrat ekkert efnilegt forsetaefni í boði. Því miður.

Sigurður Kristján Hjaltested, 23.1.2016 kl. 13:10

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

"Guð forði okkur frá því að fá hana þangað inn." En reyndar er það þjóðin sem ræður. Það er reyndar komin upp sú staða að menn verða að spyrja sig hvort þeir séu að kjósa forseta eða æðsta yfirmann íslensku þjóðkirkjunnar eftir hinum umdeildu  orð Agnesar ( man ekki hvers dóttir). Ég held að fólk geti verið nokkuð öruggara í sinni sök ef það kýs Katrínu. Ef til kemur að ég taki þátt í þessum kosningum ætla ég að hafa þessa hluti á hreinu því ekki vil ég blanda mér inn í málefni þjóðkirkjunnar.

Jósef Smári Ásmundsson, 23.1.2016 kl. 13:24

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Magnús Helgi - tvennt, annarsvegar þetta, það hlítur að vera áhyggjuefni fyrir ykkur í Samfylkingunni að Katrín Jak. er vinsælli meðal flokksmanna flokksins en Árni Páll og hinevegar þetta, það varð stór breyting þegar Ólafur Ragnar tók afstöðu með þjóðinni gegn Jóhönnustjórninni í Icesavemálinu.

Óðinn Þórisson, 23.1.2016 kl. 13:55

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Axel Jóhann - það var aldrei þannig að formaður Sjálfstæðisflokksisn vildi borga Svavarsamninginn þannig að þeirri staðreynd sé haldið til haga.

Bjarni og Katrín Jak. eru mjóg ólíkir stjórnmálamenn, Katrín er sósíalisti og Bjarni er íhaldsmaður og nálgun þeirra á t.d skattamál og atvinnumál er gjörólíkt.

En ég get tekið undir með þér að Katrín Jak. er mun fallegri en Bjarni Ben :)

Óðinn Þórisson, 23.1.2016 kl. 13:58

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður Kristján - vissulega er það áhyggjuefni að það hafi enginn frambjóðandi komið fram sem gæti tekið við af ÓRG. 

Óðinn Þórisson, 23.1.2016 kl. 13:59

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eins og Jósef Smári bendir á, þá er það þjóðin sem velur sér forseta - á kjördag. Það er ekki gert á bloggumsíðum eða bakherbergjum stjórnmálaflokkana. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð reynt, leynt og ljóst, að koma "sínum manni" á Bessastaði. En ekki haft erindi sem erfiði, þjóðin hefur alltaf valið sér "VINSTRI" mann sem forseta. Óvíst að breyting verði þar á. Vafasamt er að lýsa yfir stuðningi við einhvern "frambjóðenda" fyrr en framboðsfrestur er útrunninn og ljóst hverjir verða í framboði.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.1.2016 kl. 14:05

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef Smári - held að Katrín Jak. yrði aldrei valkostur fyrir frálslynt fólk og myndi ég aldrei kjósa hana eða treysta henni fyrir einu eða neinu enda er hún sósíalsti ég ég treysti þeim ekki.

Það þarf að gera ákveðnar breytingar á forsetaembættinu, fyrst að sama einsatklingur geti bara setið í 2 kjörtímabil, 26 gr. út og að ákveðin hluti þjóðarinnar geti krafist að mál fari í bindandi þjóðaraktævaðgreiðslu og svo þetta forsetinnn á ekki að vera sér utanríkisstefnu.

Varðandi þjóðkirkjuna þá er það mín skoðun að það eigi að aðskilja ríki og kirkju en menn verða að hafa það í huga t.d Siðmennt að það mun margt breysta við það, í dag er ÓRG verndari þjóðkirkjunnar, það yrði bara jákvætt ef næsti forseti væri kristinnar trúar en það er ekki aðalatriðið.

Varðandi Katrínu Jak. þá er rétt að halda því til hafa að hún er trúleysingi eins og Helgi Hrafn Pírati, kannki mun kristin trú skipa máli í næstu forsetakosningum ?

Óðinn Þórisson, 23.1.2016 kl. 14:07

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Óðinn...

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/02/05/saetti_mig_vid_thessi_malalok/

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.1.2016 kl. 14:25

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Axel Jóhann - þetta er umræðan um lee buchheit samninginn.

Óðinn Þórisson, 23.1.2016 kl. 14:40

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

 Óðinn, ef marka mátti af því hvernig frjálslynd fólkið talaði almennt um Ólaf Ragnar fyrir forsetakosningarnar 1996, þá var honum ekki treystandi fyrir horn og honum valin hin verstu orð. En auðvitað voru öll slík ummæli fjarlægð úr sögubókum sjalla, eins og annað óþægilegt, við hefðbundna endurritun og stílfærslu sögunnar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.1.2016 kl. 14:53

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Axel Jóhann - ég kaus ekki Ólaf Ragnar 1996 en gerði það 2012 enda breyttist allt þegar hann vísaði Iceave - málinu til þjóðarinnar þar sem 98 % sögu Nei við vinnubrögðum Jóhönnustjórnarinnar.

Það er ekkert óþægilegt að taka umræðuna um erfið mál eins og t.d varðandi það sem ÁPÁ er að röfla um þá kom fram í máli Bjarna að stjórnendur Landsbankans bæru ábyrð á bankanum ekki hann.

Óðinn Þórisson, 23.1.2016 kl. 16:51

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þá hlýtur Bjarni sem handhafi hlutafjár ríkisins í Landsbankanum að láta óhæfa stjórnendur hans fjúka á næsta aðalfundi bankans. Er það ekki Óðinn?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.1.2016 kl. 17:57

15 Smámynd: Óðinn Þórisson

Axel Jóhann - hvað Bjarni gerir eða gerir ekki hef ég ekki hugmynd um varðandi stjórnendur bankans en minni þig á að færslan er um Katrínu Jakobsdóttur.

Óðinn Þórisson, 23.1.2016 kl. 20:20

16 Smámynd: Friðrik Friðriksson

nýtt gluggaskraut? ég veit nú ekki betur til að Katrín Jakobsdóttir hafi verið vinsælasti þingmaðurinn síðustu árin, og hefur alla tíð verið heiðarlag, kemur vel fram og er laus við alla spillingu og ófyrirleitni.

Friðrik Friðriksson, 23.1.2016 kl. 22:13

17 Smámynd: Óðinn Þórisson

Friðrik - rétt hún hefur verið mjög vinsæl utan síns flokks en eiginlega meira vinslæl innan Samfylkingarinnar en hvaða heiðarleika ert þú að vísa í ?


Það var ekki mikil góðmennsta að senda pólitíkskan andstæðing fyrir landsdóm og taka af honum 2 ár af lífi hans, svo best ég veit þá hefur hún ekki beðið heiðursmanninn GHH afsökunar, en kannski fannst þé það merki um mikla góðmennsku.

Óðinn Þórisson, 23.1.2016 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband