Afleikur Jóhönnustjórnarinnar staðfestur

Nú þurfa menn ekki að ræða þetta frekar, ábyrgðin á þessu risalklúðri sem Svavarsamngurinn var er hjá Jóhönnustjórninni.


mbl.is Hefði kostað 208 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nú þegja þeir taglhnýtingar sem vildu samþykkja þessa ávísun á þjóðargjaldþrot.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.2.2016 kl. 14:15

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Mer fannst þetta aldrei vera afleikur hjá þeim.  Þetta virkaði alltaf á mig sem einbeittur brotavilji.

Ásgrímur Hartmannsson, 9.2.2016 kl. 15:43

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það átti að setja Ísland í sömu stöðu og Grikkland svo það yrði háð ESB og hefði enga (góða) undankomuleið þaðan.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.2.2016 kl. 15:51

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - best fyrir þetta fólk að halda kjafti og skammast sín. Vissulega átti að kúga þjóðina til að borga Iceaveklafann sem var aðgöngumiðinn fyrir aðild að ESB. Mjög ljótt.

Óðinn Þórisson, 9.2.2016 kl. 17:49

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ásgrímuur - það er mjög alvarlegt ef það var einbeittur vilji Jóhönnustjórnarinnar til að setja ísland í gjaldþrot.

Óðinn Þórisson, 9.2.2016 kl. 17:51

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það var nú reyndar ríkisstjórn Geirs Haarde sem kom með uppleggið að þessum samningi með undirritun viljayfirlýsingar af hendi Árna Matthiessen um samning sem var reyndar settur upp enn verri en þessi samningur þannig að Svavar náði að laga hann talsvert frá því sem þar var undirritað. 

Það vantar reyndar eitt stórt atriði í þessa útreikninga. Það er sú staðreynd að vaxtagreiðslurnar mynda almenna kröfu í þrotabúi gamla Landsbankans. Nú liggur fyrir að það næst um þriðjungur upp í þær kröfur. Þannig hafði Seinasti samningurinn kostað ríkissjóð innan við 40 milljarða og akveg klárta að það að ókárað Icesave mál tafði endurreisn efnahagslífsins um 9 mánuði hefur kostað ríkissjóð mun meira en það fyrir utan allt sem það hefur kostað almenning. Það var því stór afleikur að samþykkja ekki seinasta samninginn sem fór í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sigurður M Grétarsson, 9.2.2016 kl. 18:12

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

 Sigurður M - ég held að það sé kominn tími að þið Icesave - stuðningsemnn farið að viðurkenna að það voru allan tímann mistök að vilja leggja þennan klafa á íslensku þjóðina.

Nú liggur þetta fyrir að Svavarsamningurinn var stóhættulegur íslensku þjóðinni og ég hefði viljað sjá Icesave - stjórnina segja af sér strax og niðurstaðan lá fyrir að 98 % þjóðarinnar sögðu nei við vinnubrögðum hennar.

Auðvitað bera Jóhanna og Steingrímur alla ábyrgð á Svavarsamnignum, afleik aldarinnar.

Óðinn Þórisson, 9.2.2016 kl. 19:30

8 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Svavarssamningurinn var einfaldlega það lengsta sem menn komust á þeim tíma út frá viljayfirlýsingu undirrituðum af ráðeherrum Sjálfstæðisflokksins. Hann var síðan samþykktur með skilyrðum af Alþingi sem Bretar og Hollendingara höfnuðu og var gerður nýr samnningur í kjölfarið. Eftir að honum var vísað til þjóðaratkvæðagreiðslu fóru Bretar og Hollendingar strax að gefa vilyrði fyrir lælgri vöxtum og því var það svo að ekki einu sinni forystumenn ríkisstjórnarinnar vildu ráðleggja fólki að samþykkja þann samning.

Hvað vaarðar seinasta samninginn þá er ljóst að þrátt fyrir fullnaðarsigur í dómsmáli þá hefur það kostað bæði ríkissjóð og þjóðina mun meira að tefkja endurreisn efnahagslífsins með því að vísa málinu fyrir dóm heldur en það hefði kostað að samþykkja samninginn. Hvernig heldur þú þá að sá samanburður hefði komið út hefði mniðurstaðan í dómsmálinu verið okkur óhagstæðari? Gleymum því ekki í því efni að það tókst að fá þenn þátt sem mesta áhættan var í fyrir okkur vísað frá dómi á grunvelli tækniatriðis sem kom til vegna mistaka ESA við málshöfðunina. Slík heppni var ekki fyrirséð þegar gengið var til atkvæða um samninginn.

Ég spyyr því. Hvernig væri að þið sem börðust gegn seinasta samninginum viðurkennið að það var glórulaus áhætta fólgin í því að fara með málið fyrir dóm sem hefur kostað þjóðina umtaslverðar fjárhæðir í formi meira atvinnuleysis og minni þjóðarframleiðslu fyrstu árin á eftir?

Sigurður M Grétarsson, 10.2.2016 kl. 07:04

9 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Óðinn, sjálfstæðisflokkurinn, með dyggri hjálp framsóknarflokksins settu Ísland algerlega upp við vegg, gerðu Ísland reyndar nánast gjaldþrota. Engin vildi hjálpa okkur, nema eithvað yrði gert varðandi Icesave, ekki nokkur þjóð, þmt Rússar og USA. Að setja þetta mál fyrir dóm var óðs manns æði, því vitað var, að öll sambærileg mál höfðu tapast, EF slíkt hefði hent okkur, sem eðlilega engin vissi fyrir, þá er ekki að spyrja að leikslokum. Hvað var gert, sett saman besta teymi sem völ var á til varnar Íslandi, sagt er af spekingum, að tíminn var alltaf að vinna með Íslandi, sem á endanum gerði. Það er hálf hallærislegt af þér að reyna að berja þér á brjóst, fyrir eithvað sem núverandi stj.flokkar hófu, en síðustu stj.flokkar leystu, en láta líta út fyrir að þið brotakongarnir hafið unnið eithvað, er hlægilegt.  

Jónas Ómar Snorrason, 10.2.2016 kl. 08:19

10 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Reyndar sér ekki fyrir endann á brotum þessarar stjórnar, og ógeðið sem vellur um allt, en væntanlega lokar þú augum þínum fyrir því, því þetta er allt saman heiðursfólk að þínu mati.

Jónas Ómar Snorrason, 10.2.2016 kl. 08:22

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður M - það sem Jóhönnustjórnin gerði rangt í byrjun var að horfa á Icesave - málið sem átök við Sjálfstæðisflokkinn en ekki sem milliríkjadeilu sem það var.

Svavar Gestsson hafði enga reynslu af svona milliríkjadeildu og eflaust skrifað undir það fyrsta sem honum var afhent. " Glæsilegi " samningurinn sem SJS talaði um var efleikur aldrainnar.

Vissulega batnaði okkar staða þegar ríkisstjórin óskaði loks eftir hjálp frá stjórnarandstæðunni við að leysa Icesave - málið og Lee Buchheit samningurinn var klárlega miklu betri en Svavarsafleikurinn.

Sem betur fer tapaði Jóhönnustjórnin fyrir þjóðinni

Óðinn Þórisson, 10.2.2016 kl. 17:43

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - það varð alþóðlegt fjármálahrun 2008 og ísland lenti í því. Neyðarlögin og að óska eftir aðstoð AGS , verk GHH , eitthvað sem SJS studdi hvorugt en reyndi svo síðar að skreyta sig með þeim stolnu fjöðrum og reyndi að að koma GHH í fangelsi. SJS verður að lifa við þennan afleik sinn og lélega framkomu sína við GHH.

Vinstri - stjórnnin leysti ekkert hvorki Icesave né annað fyrir íslenska þjóð heldur gerði hlutina bara verri og dýpkuðu kreppuna, fyrrv. ríkisstjórn gerði fátt annað en að hækka skatta á fólk og fyrirtæki og skar niður of mikið til LSH.

Jóhönnustjórin gerði ástandið bara verra.

Óðinn Þórisson, 10.2.2016 kl. 17:49

13 Smámynd: Pétur Kristinsson

Já, það varð alþjóðlegt fjármálahrun árið 2008 en íslensku bankarnir voru á niðurleið löngu áður og við fengum aðvaranir hvað það varðaði. Stjórn Geirs hundsaði þær allar og frægt var þegar að Þorgerður gerði lítið úr heimsfrægum prófessor við Harvard í stað þess að hlusta á aðvaranir hans. Icexave fékk að dafna stjórnlaust þrátt fyrir að öll íslensk bankastarfsemi væri á ábyrgð Íslenska ríkisins. Eftirlit með bönkunum var sama og ekkert og þinn flokkur vann ötullega að því að leggja niður eftirlit og meira að segja eftir að menn sáu allt var ekki með felldu.

Ef þú hefur lagst yfir rannsóknarskýrsluna þá sést nokkuð skýrt að hrunið hérna var margfalt alvarlegra en annars staðar og eru 2 hlutir sem eru þar orsakavaldar. Hömlulaus vöxtur bankanna án þess að nokkuð væri fylgst með og ríkið bar ábyrgð á þeim þrátt fyrir einkarekstur. Og svo, eins og við vitum, voru risastór lögbrot stunduð innan bankana og það eru yfirgnæfandi líkur á því að kónarnir þar hafi stungið risavöxnum fjárhæðum undan til skattaparadísa.

En þú vilt kalla þetta alþjóðlegt bankahrun og sópa þannig augljósum aulahætti þíns flokks undir teppið. Verði þér að góðu.

Pétur Kristinsson, 10.2.2016 kl. 19:39

14 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Vissulega satt Óðinn, það var alþjóðlegt fjármálahrun, en stærsta hrunið á Íslandi var íslenskt að uppruna, og löngu skeð, bara haldið leyndu. þeir sem bentu á þá staðreynd, voru hrópaðir niður, jafnvel ráðlagt að fara í endurmentun. Núna virðist Kvíabryggja vera að fyllast af mönnum sem spiluðu í þeim blekkingaleik sem var stundaður löngu fyrir ræðuna frægu, og sér ekki fyrir endann á. Hvað Icesave varðar, þá er endalaust hægt að vera í einhverjum sjálfs blekkingarleik, en að öðru leiti stend við færslu #9.

Jónas Ómar Snorrason, 10.2.2016 kl. 21:09

15 Smámynd: Óðinn Þórisson

Pétur - það á að vera öllum jlóst að bankarnir voru á ábyrð eigenda og stjórnenda þeirra. Sjálfstæðisflokkurinn kom þar hvergi nærri þannig að þeirri staðreynd sé haldið til haga.

Icesave - var búið til af stjórnendum Landsbankans og á þeirra ábyrð og það kom aldrei til greyna að Sjálfstæðisflokkurinn myndi láta fólkið í landinu axla þá byrgði að borga skuld einkabanka.

Bjarni fékk mikla gagnrýni fyrir að kjosa með Lee Buchheit samningnum.

Ég er ekki að sópa neinu undir tepppi, færslan er um afleik aldrarinnar og hverjir báru ábyrð á því.

Óðinn Þórisson, 11.2.2016 kl. 07:14

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - ég hef og mun aldrei verja þá sem báru ábyrð á bankahruninu hér á landi og það er mín skoðun að þeir hafi ekki fengið nógu háa dóma.

Eins mun ég og hef aldrei varið þá stjórnmálamenn sem ætluðu að reyna að kúga þjóðina borga Svavarssamninginn, afleik aldarinnar., þeirra skömm er mikil.

Óðinn Þórisson, 11.2.2016 kl. 07:18

17 Smámynd: Pétur Kristinsson

Óó, þá hef ég verið að misskilja eitthvað. Auðvitað sátu eigendur einkareknu bankana uppi með tjónið af þeim en ekki ríkið. Þess vegna gátum við áhyggjulaus horft upp á Björgólf bera tjónið af icesave en ekki ríkið. Hvaða vitleysa er þetta í mér að halda að bretar og hollendingar myndu ganga á okkur en ekki eigendur bankana.

Auðvitað :) Takk fyrir leiðréttinguna Óðinn. Ríkið bar aldrei neina lögbundna ábyrgð og þurfti því ekki að hafa eitthvað eftirlit með einkareknu bönkunum.

Pétur Kristinsson, 11.2.2016 kl. 09:29

18 Smámynd: Óðinn Þórisson

Pátur - eigendur og stjórnendur einkabankanna báru alla ábyrð é rekstri þeirra. Vissulega bar ríkið ábyrð á innistæðum okkar en ekki þeirri dellu sem t.d Landsbankamenn fóru í.

Aðalatriðið er að málinu er lokið, þjóðin sigraði og þurfti ekki að borga afleik Jóhönnustjórnarinnar.

Óðinn Þórisson, 11.2.2016 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 93
  • Frá upphafi: 1

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband