27.2.2016 | 22:40
Vill Birgitta ekki upplýsta og opna umræðu ?
"Hún segir ennfremur, að hún hafi rétt út sáttarhönd en beðið Helga um að fara ekki í viðtöl um ágreiningsmál. Það hafi hann því miður ekki virt."
Það virðist vera sem gríðarleg átök séu innan Pírata og hver talar svo fyrir Pírata, enginn veit.
Sakar Helga um rangfærslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú misskilur þetta.
Níels A. Ársælsson., 27.2.2016 kl. 23:18
Ég fæ ekki betur séð en öll vandamál pírata séu Birgitta. Allar fréttir snúast um einhver rifrildi sem hún er að lenda í, ekki einhverjir aðrir.
Ásgrímur Hartmannsson, 27.2.2016 kl. 23:37
Hef grun um að hún sé eitraða eplið, og hafi líka verið það þegar Borgaraflokkurinn klofnaði.
Hjörtur Herbertsson, 27.2.2016 kl. 23:53
Fjölmiðlar segja að Birgitta og Helgi hafi sagt og gert þetta eða hitt? Sundrandi fjölmiðlamafía illra frímúrar-stúkureglu-afla rær undir sundrungaröldunum! Og hóta öllum sem ekki hlýða!
Hingað til hafa fjölmiðlar ekki verið til neins gagns, þegar kemur að tækifærum ungs heiðarlega meinandi fólks í pólitík, til breytinga, betrunar og bóta samfélagsins.
Burt með þessa gömlu mafíustjórnsýslu fjölmiðlanna spillingarstýrðu! Frímúruðu bankamafíurnar stýra fjölmiðlunum! Hvenær ætlar fólk að skilja hvernig spillingin virkar í raun og veru?
Það er of seint að iðrast eftir dauðann, fyrir að hafa látið blekkja sig í gegnum allan lífsins skóla á jörðinni.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.2.2016 kl. 23:54
Nokkuð til í þessu hjá þér Anna Sigríður. Hitt er að Óðinn er eins og góður og gegn klár(væri hægt að selja hann úr landi kannski), albúinn til þess að taka undir með afturhaldöflunum, sem engu vilja breita, því í því liggur brauðmolakenningin á Íslandi. Kannski fær Óðinn eithvað í sinn snúð við að verja afturhaldið, trúi því bara ekki á þennann annars ágæta strák. En að gera sér mat úr einhverju sem mbl. kemur með fram Óðinn, er svona lágkúra af síðustu sort. Nú eru Píratar komnir yfir 40% í skoðanakönnunum, á síðasta kjörtímabili krafðist þú afsagnar þeirrar stjórnar á vissum tímapunkti, ásamt þínum formanni, nú er þessi aumasta stjórn ever komin undir það, ég veit svarið þitt Óðinn, no comment.
Jónas Ómar Snorrason, 28.2.2016 kl. 01:20
Kannski er hið mikla fylgi Pírata að valda taugatitringi bæði hjá þeim en kannski aðallega á Mogganum. "Sjálfstæðisflokkurinn" getur hinsvegar alltaf treyst á sína Óðinna sem kjósa "flokkinn" alltaf hvað sem á dynur :) Ég borða líka alltaf fisk þriðjudögum og þarf ekkert að hugsa um það, frekar en einhver einfeldningurinn sem x-ar alltaf við D í kjörklefanum af gömlum vana :)
Guðmundur Pétursson, 28.2.2016 kl. 02:53
Guðmundur, þú hefur hugrekki til breitinga. Áður fyrr var borðaður fiskur á mánudegi, þ.e. í mínu ungdæmi:) Aðallega vegna kjötsáts á sunnudegi. þriðjudagur, who cares:)
Jónas Ómar Snorrason, 28.2.2016 kl. 03:08
Skrýtið Óðinn, að hinn almenni félagsmaður verður lítið var við nein "gríðarleg átök" innan flokksins, umfram það sem þeir frétta af í fjölmiðlum. Ef slík átök eru til að eiga sér stað þá hljóta þau að vera á milli tiltekinna einstaklinga, en ekki meðal flokksmanna almennt. Það er engin nýlunda að upp komi einhverskonar átök milli aðila sem eru innan sama flokks. Ég man til dæmis eftir því að slík átök hafi ítrekað komið upp innan Sjálfstæðisflokksins, sem hafi svo leitt til þess að klofningsflokkar voru stofnaðir. Læt nægja að nefna hér Borgaraflokkinn og Frjálslynda flokkinn sem dæmi um slíkt. Þetta virðist vera bundið við mannlegt eðli, og innan Pírata er líka til fólk sem er haldið mannlegu eðli eins og í öðrum flokkum.
Guðmundur Ásgeirsson, 28.2.2016 kl. 03:24
Það er sorglegt að sjá að þeir sem hellst reyna að verja Pírata í athugasemdum við þetta blogg ráðast á höfund þess, eins og hann eigi þar einhverja sök að máli. Undantekningin frá þessu er athugasemd Guðmundar Ásgeirssonar, en hans athugasemd er málefnaleg, eins og hans er von og vísa.
Á þeim nótum á að ræða málin, út frá málefnalegu sjónarmiði. Þar deili ég hins vegar ekki skoðunum Guðmundar, hef reyndar ekki sömu sýn inn í innra flokkstarf Pírata, en fylgist með fréttum. Vel getur verið að rétt sé hjá Guðmundi að þessar deilur snúist fyrst og fremst milli tveggja einstaklinga, en þetta eru bara ekki "einhverjir" einstaklingar, heldur andlit Pírata og þeirra helstu málsvarar frá stofnun.
Því lítur almenningur þetta sem deilur innan þessa flokks, enda ekki annað hægt. Og þessar deilur eru ekki um eitthvað persónulegt í fari þessara tveggja einstaklinga, heldur snýst um grundvallarsjónarmið Pírata. Hvert stefna skal og hvernig framtíð þeir sjá fyrir sér innan flokksins.
Því snúast þessar deilur fyrst og fremst um framtíð Pírata, sama þó bara einungis tveir einstaklingar taki þátt í þeim opinberlega. Víst er að báðir þessir einstaklingar eiga sér áhangendur innan flokksins. Sá hugmyndafræðilegi munur sem opinberast hefur milli Birgittu og Helga, hlýtur því að leiða til klofnings innan þessa flokks, kannski þannig að úr honum flísast, kannski klofnar hann eftir miðju.
Ekki er að sjá að nokkur leið sé til að sætta þessi sjónarmið, jafnvel þó ríkur vilji stæði til þess.
Verst er þó að sjá að a.m.k. Birgitta vill leysa deiluna með þöggun, sem er alger andstaða við þá stefnu gagnsæis sem flokkurinn hefur boðað, gagnsæis sem jafnvel jafn ferkantaður maður og ég hef horft með löngun og öfund til.
Með því að fórna slíku gagnsæi innan eigin flokks, verður útilokað fyrir Pírata að boða slíkt á öðrum vettvangi.
Gunnar Heiðarsson, 28.2.2016 kl. 11:38
Níels - hvað er það sem ég er að misskylja, eru ekki deilur innnan Pírata eða er þetta þeirra leið til að eiga samskipti, þá er það út af fyrir sig sorglegt.
Óðinn Þórisson, 28.2.2016 kl. 12:16
Ásgrímur - Birgitta er líkt og Jóhanna Sig. ekki talsmaður sátta en er talsamaður sundurlyndis.
Óðinn Þórisson, 28.2.2016 kl. 12:17
Hjörtur - Birgitta er flokkaflakkari og Hrey. Bhr. og nú Píratar og sagan er þessi, þá endar þetta allt í háværum deilum.
Óðinn Þórisson, 28.2.2016 kl. 12:19
Anna Sigríður - það er ekki rétt að setja alla fjölmiðla í sama kassa enda er t.d talsmaður gæðamunur á Morgunblaðinu og fréttastofu Rúv sem seint verður sökuð um vandaða fréttamennsku.
Óðinn Þórisson, 28.2.2016 kl. 12:23
Jónas Ómar - bara fyrir þig til að hafa í huga, hef áður heyrt allt þetta rugl ykkar vinstri - manna í minn garð og er orðinn algerlega ónæmur fyrir þessu.
Eigum við ekki frekar að ræða málin málefnalega.
Óðinn Þórisson, 28.2.2016 kl. 12:26
Guðmundur - Píratar erum með 3 kjörna þingmenn og það logar allt í illdeilum milli tveggja þeirra. Hvað almenna flokksmenn varðar eru þeir svo mikið að fylgjast með ef þeir væru að gera það þá myndu þeir t.d gera alvarlegar ath.semdir við borgarfulltrúa Pírata sem stendur alltaf gegn gegnsæi, opinni umdæðu og að þjóðin fái að kjósa um reykjavíkurflugvöll.
Óðinn Þórisson, 28.2.2016 kl. 12:30
Gunnar - þegar menn hafa lélegan málstað að verja þá er það háttur vinstri - manna að hljóla í manninn og það er gert hér ítrekað.
Þú kemur nákvæmlega inn á punktinn sem færslan er um þöggun Birgitta og vilja ekki taka opna umræðu, studdi hún ekki 100 ára lokun mála hjá fyrrv. ríkisstjórn.
Píratar verða að fara að þora að taka umræðuna um sjálfan sig, þola að taka gagnrýni á sig ef þeir þora því ekki þá hafa þeir ekkert að gera í pólitík því þá eru þeir ekki samkvæmir sjálfum sér.
Óðinn Þórisson, 28.2.2016 kl. 12:34
Einmitt það sem ég vil Óðinn, ræða málin málefnalega. En þá verður fólk að kasta frá sér hugmyndum mbl.is er varða "staðreyndir" og koma sér að raunveruleikanum. Sem er, að allir flokkar, vonandi, hafa misjafnar skoðanir á hverju máli fyrir sig, hjá Pírötum er það opinbert, hjá öðrum er það í reykfylltum bakhergergjum. þetta er ein ástæða fyrir því, að ég tel "stjórnmálaflokka" deyjandi, og vonandi að slíkt gerist fyrr en síðar. Að til séu svokallaðir flokkseigendur, sem alla jafna eru aðilar sérhagsmuna sem flokkar eins og framsókn og sjálfstæðisflokkar hafa staðið fyrir. Að flokkar geti ekki verið einskonar ríki í ríkinu.
Jónas Ómar Snorrason, 28.2.2016 kl. 12:43
Jónas Ómar - það hefur verið talað um fjórflokkinn, ef við teljum með Björt Framtíð er það þá fimmflokkurinn og ef við bætum Pírötum við er það þá fimmflokkurinn.
Það hefur verið tekist á innan alla flokka en það virðist allt loga stafanna á milli í Pírötum og þeir kannski ekki að höndla mikið fylgi í skoðanakönnunum.
Ef Pírtar ná ekki tökum á sjálfum sér hvernig er þá hægt að gera kröfu til þeirra að stjórna landinu.
Samfylkinign og Vg lögðu mikið á sig á síðata kjörtímabili til að kúga þjóðina til að borga Icesave en Sjálfstæðisflokkurinn og þá sérstaklega Framsókn börðust gegn því þannig að það er ekki hægt að setja alla stjórnmálaflokka undir sama hatt.
Óðinn Þórisson, 28.2.2016 kl. 14:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.