2.3.2016 | 19:28
Píratar ekki kristinn stjórnmálaflokkur
Þannig að ég velti fyrir mér hvort fólk sem er kristinnar trúar geti kosið Pírata.
P
Píratar áfram með mest fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:29 | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 888612
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það held ég ekki. En telur þú sjálfstæðisflokk aðhyllast kristna trú ?
Kristinn Ásgrímsson, 2.3.2016 kl. 19:56
Nei, það getur varla verið. Var hann ekki að mælast með 36% fylgi?
Jósef Smári Ásmundsson, 2.3.2016 kl. 20:02
Nei= þeir sem að flagga sjóræningjafána; þeir eiga ekki upp á pallborðið hjá mér.
Jón Þórhallsson, 2.3.2016 kl. 20:19
Kristinn - þetta er fullyrðing hjá mér sem er rétt.
í þau 30 ár sem ég hef verið í Sjáflstæðisflokknum hef ég alltaf talið hann vera kristilegan flokk enda mjög umburðarlindur eins og hann sýndi í landsdómsmálinu.
Óðinn Þórisson, 2.3.2016 kl. 20:30
Jósef - anarkistar eru ekki kristinnar trúar.
Óðinn Þórisson, 2.3.2016 kl. 20:30
Jón - ekki styð ég þá og mun aldei gera það.
Óðinn Þórisson, 2.3.2016 kl. 20:31
Nú komust þessir tveir kristilegu flokkar sem til eru í stjórnmálaflórunni. Kristilegi flokkurinn og íslenskir þjóðernisflokkurinn ekki á blað í þessari könnun. Sýnir það ekki bara að kristið fólk er ekkert að blanda trúnni saman við pólitíkina? Eða kannski vilja kristnir ekki kjósa vinstri sinnaðan þjóðernisflokk eins og ÍÞ virðist vera.
Jósef Smári Ásmundsson, 2.3.2016 kl. 20:47
Píratar berjast fyrir skoðanafrelsi einstaklinga. Að því sögðu, án þess að bera upp á að Píratar séu sérstaklega kristilegur flokkur, að þá munu þeir ávallt berjast fyrir rétti þínum til að trúa eða trúa ekki. Það geturðu bókað
Garðar Valur Hallfreðsson, 2.3.2016 kl. 21:19
Var Jesú ekki pírati?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.3.2016 kl. 21:23
Hehe, góður punktur. Hann var alla vega uppreisnaseggur og á móti stjórn Rómverja
Garðar Valur Hallfreðsson, 2.3.2016 kl. 21:28
Jósef - á að blanda trúmálum inní pólitík , klárelga en þessir flokkar sem þú nefnir eru kannski ekki góð dæmi en það sem skiptir máli er umburðarlyndið sem kristin trú boðar.
Óðinn Þórisson, 2.3.2016 kl. 21:28
Grétar Valur - ef þeir gera það hversvegna berjast þeir ekki í borgarstjórn fyrir því að að Reykvíngar fái að upplýsingar um hvernig borgin er að standa sig.
Píratar eru trúleysingjar sem berjast gegn þjóðkirkjunni, svo mikið um val fólks.
Óðinn Þórisson, 2.3.2016 kl. 21:33
Axel Jóhann - áhugaverð spurning.
Óðinn Þórisson, 2.3.2016 kl. 21:33
Píratar berjast fyrir sjálfsákvörðunarrétti og borgaralegum réttindum. Þar á meðal er trúfrelsi.
Trúabrögðum á hinsvegar aldrei að blanda saman við pólitíska stefnumótun.
Trúabrögð eru eitt og stjórnmál annað. Þannig skal það vera.
Guðmundur Ásgeirsson, 2.3.2016 kl. 23:06
Ég er kristinnar trúar og ætla að kjósa Pírata. Það er einkamál hvers og eins á hvað hann trúir og kemur pólitík ekkert við.
Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 2.3.2016 kl. 23:12
Nákvæmlega Sigurður Helgi. Það kemur pólitík ekkert við, ekki frekar en hvort þú ert í fluguhnýtingafélagi.
Guðmundur Ásgeirsson, 2.3.2016 kl. 23:18
Held reynar að til að hægt sé að segja að einhver flokkur teljist sérstaklega kstitinn þurfi það að vera í stefnuskrá hans. Þ.e. að hann ætli að móta stefnu sína eftir kristnum gildum! Svona miðað við að um 85% þjóðarinnar er í þjóðkirkjunni er erfitt örugglega að finna flokk þar sem meirihluti flokksmanna er ekki kristinn. En það er örugglega meirihluti á landinu nú fyrir því að halda þessu aðskildu m.a. með því að aðskilja ríki og kirkju!
Magnús Helgi Björgvinsson, 2.3.2016 kl. 23:39
Ég myndi kjósa Jesú Krist ef hann væri á kosningalistanum. En ég hef hingað til ekki séð neitt alvöru traustvekjandi samhengi á milli Jesú Krists og kristinna stjórnmálasamtaka heimsins. Boðorð númer eitt í kristni er; ,,þú skalt ekki mann deyða".
Sannkristnin er í raun kærleikur án skilyrða, sem óskarsverðlaun og aðrar falsverðlaunandi útnefningar geta ekki uppfyllt með dauðum gullbikurum.
Ef Píratar hegða sér samkvæmt sannkristnum kærleikans gildum, þá skiptir ekki nokkru máli hvort þeir sjálfir eða aðrir telja þá kristna eða ekki. Náungakærleikann er ekki hægt að trúarbragðaflokka, þó stjórnmálamafíur heimsins séu enn að reyna slík blekkingarbrögð í boði valdamafíu heimsins.
Það er meðfæddur góður Guðsljóssins neisti í hverju mannsbarni á jörðinni.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.3.2016 kl. 01:09
Guðmundur - Píratar eru að blanda trúmálum saman við stjornmál með m.a að mæta ekki í Dómkirkjuna við setningu alþingis en mæta frekar á fund á Borginni hjá siðmennt eða einhverju slíku trúleysingjahópi.
Ísland er byggt á kristnum gildum, Píratar vilja breyta því eins og í raun öllu öðru, það er beinlíns hættulegt.
Óðinn Þórisson, 3.3.2016 kl. 07:17
Sigurður Helgi - til hamingju með það.
Óðinn Þórisson, 3.3.2016 kl. 07:18
Magnús Helgi - umræðan um aðsiklað ríkis og kirkju á mjög vel rétt á sér en ef því verður þarf íslenska ríkið að gera upp ansi mikið við þjóðkirkjuna.
Hef heyrt um að afhelga t.d Fossvogskirkju og Hallgrímskirkju, það er ekki í boði og hvað er þetta með siðmennt / trúleysingja að vilja láta t.d jarðför fara fram í kristinni kirkju og jarða í mold sem hefur verið blessuð, þetta er eitthvað mjög skrítið allt.
Óðinn Þórisson, 3.3.2016 kl. 07:21
Það hljóta að fylgja því verkir að skjóta sig í fótinn Óðinn. Ég ætla ekkert að minnast á sjálfstæðisflokkinn:).
Jónas Ómar Snorrason, 3.3.2016 kl. 07:22
Anna Sigríður - ég hef enga trú á öðru en að Píratar hafi ekki eitthvað gott fram að færa, skárra væri það nú en kristinn flokkur eru þeir ekki.
Óðinn Þórisson, 3.3.2016 kl. 07:23
Jónas Ómar - færslan fjallar um Pírata að þeir eru ekki kristinn flokkur.
Óðinn Þórisson, 3.3.2016 kl. 07:25
Hm var ekki aðstoðarmaður Hönnu Birnu kristinn sjálfstæðismaður?
Aðalbjörn Leifsson, 3.3.2016 kl. 08:35
Flokkur getur aldrei verið kristinn, hins vegar tel ég að fólk innan Pírata geti ýmist verið kristnir eða ekki kristnir. Hverju máli mun það skipta Óðinn, að yfirlýsa sig kristin, en framkvæma algerlega öfugt eins og sumir flokkar, nefnum engin nöfn. Í raun getur trúarskoðun, eða ekki, aldrei verið úrslitaatriði, þegar kemur að mannkærleika.
Jónas Ómar Snorrason, 3.3.2016 kl. 16:18
Aðabjörn - rétt hjá þér, hann gerði rangt og baðst afsökunar á því.
Óðinn Þórisson, 3.3.2016 kl. 17:23
Jónas Ómaar - það kann alveg að vera að það finnist kristinn maður innan Pírata en hvað hann er þá að gera þar er vissuelga umhugsunarefni fyrir viðkomandi.
Ég held að okkur farnist best eins og verið hefur með kristinn kærleika og gildi að leiðarljósi.
Óðinn Þórisson, 3.3.2016 kl. 17:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.