Holu Reykjavík í boði Dags B.

Rauði meirihlutinn er með allt niður um sig í þessu málum eins og öllum öðrum og alla ábyrð ber borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson sem virðist ekkert ráða við embætti borgarstjóra.

Þarf ekki neyðarstjórn yfir Reykjvíkurborg ?

En sammála Ólafi G. varaformanni FÍB að metnaðarleysi virðist einkenna viðbrögð borgaryfirvalda í Reykjavík.


mbl.is Holurnar í götunum fleiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Var reyndar að hugsa um holurnar áðan þegar ég var að keyra út úr Kópavogi! Þar eru sumar götur að verða ófærar! Það er þá sennilega í boði Ármanns Kr? Hef ekki tekið út Hafnfjörð eða Garðabæ. En keyrði um daginn um Seltjarnanes og þar eru líka mikið af holum. Kópavogur er og íbúðahverfi eru þannig að þar eru bætur við bætur í götunum og allar gengnar til.

Ég vorkenni reynar bæjaryfirvöldum bara almennt að reyna að halda í við frost og veðraskemmdir í öllum bæjarfélögum

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.3.2016 kl. 08:43

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það réttlætir náttúrulega algjörlega holurnar í Reykjavík, að það skuli líka vera holur í Kópavogi.  Þetta er alveg dæmigert fyrir málflutning LANDRÁÐAFYLKINGARMANNA.

Jóhann Elíasson, 4.3.2016 kl. 09:43

3 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

það eru mörg vandamálin Óðinn og Jóhann, sem steðja að auknum ferðamannastaumi. T.d. aukið álag á götur og vegi alls landsins. Vandamálið er, bæði hjá ríki og borg/bæjum, fólk nær ekki saman um það, hver skuli greiða fyrir þetta. Aðal vandamálið er núverandi stjórnvöld, sem þarf að koma frá hið fyrsta. Menn eins og Óðinn og Jóhann geta lamið hausnum við steininn endalaust, sjá ekki skóginn fyrir trjánum, komast því aldrei að almennilegri niðurstöðu, heldur básúnast um smáatriði, en vilja ekkert gera til þess að t.d. rukka ferðamenn um eðlilegan kostnað, sennilega af því að sérhagsmunir fá að ráða, það styðja þeir leynt og ljóst. Svo skaðar ekki að benda á tíðarfar undanfarin 2-3 ár sem mögulega má fella undir hamfaratryggingar, slíkur hefur sá ofsi verið, en annað mál!

Jónas Ómar Snorrason, 4.3.2016 kl. 11:11

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hélt Jóhann, að athugasemd Magnúsar Helga væri það skýr og vel framsett að hún væri öllum skiljanleg, jafnvel einföldustu sálum. En ég sé að ég hafði rangt fyrir mér. Nema auðvitað að holurnar í nágrannasveitarfélögunum séu holur úr Reykjavík, sem "landráðafylkingin" þín hefur látið flytja þangað.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.3.2016 kl. 11:21

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Óðinn, ætli meiri trúarhiti í borgarstjórninni myndi vinna gegn holumyndun á strætum borgarinnar?

Hvað með holurnar á þjóðvegi 49 Óðinn? Þær hljóta þá að vera í boði ríkisins, innanríkisráðherrans og fjármálaráðherrans, sem eru báðir fulltrúar bláu handarinnar. Þau skötuhjúin eru þá bæði með allt niður um sig, sjón að sjá!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.3.2016 kl. 11:36

6 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Axel, sumir eru þannig gerðar, að allt sem miður fer er Samfylkingu að kenna. Hins vegar, það sem vel fer er núverandi landráðaöflum(stjórnvöldum) að þakka. Þetta kallast á mannamáli einfeldningar!

Jónas Ómar Snorrason, 4.3.2016 kl. 12:10

7 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

kristlegir einfeldningar, átti að vera!

Jónas Ómar Snorrason, 4.3.2016 kl. 12:11

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Alveg er það með ólíkindum hvað "Vinstri Hjörðin" styður vitleysuna og þvæluna, sem veltur út úr þeim næsta í "Hjörðinni"........ wink

Jóhann Elíasson, 4.3.2016 kl. 12:37

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Betra er að vera hluti af hjörðinni Jóhann, en að vera villuráfandi sauður, aleinn úti á túni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.3.2016 kl. 16:32

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Magnús Helgi - vandamálið í reykajavík frá 2010 er framkvæmdaleysi núverandi og fyrrv. meirihluta varðandi viðhald og byggingu nýrra gatna hvað þá að byggja ný mislæg gatnamót.

En þetta er eins og allt annað hjá rauða meirihlutanum, hann getur ekkert gert rétt.

Óðinn Þórisson, 4.3.2016 kl. 17:24

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - þessi málfluningur eins og hjá Magnúsi Helga er að skila Samfylkingunni í að flokkurinn verður líklega lagður niður.

Óðinn Þórisson, 4.3.2016 kl. 17:26

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - ég var stuðningsmaður Nátturupassas, menn hefðu betur samþykkt hann.

Færlsan er um skelfilegt ástand gatna í Reykjavík sem Dagur B. sem borgarstjóri ber alla ábyrð á.

Heyrði í honum í morgun þar sem hann vill 4 ár í viðbót, hvað þá til að ganga endanlega frá borginni ?

Óðinn Þórisson, 4.3.2016 kl. 17:28

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Axel Jóhann - það sem vantar í Reykjavík er betri verkstjórn, forgangsröðun er líka vitlaus sem leiðir af sér allar þær slæmu fréttir sem hafa verið að berast um rekstur og allt annað hjá Reykjvíkurborg.

Er t.d rétt að eyða 170 milljónum í að þrengja Grensáveg og á sama tíma loka eldhúsi fyrir eldri borgara þar sem þeir fengu líka m.a félagssskap , ég get svarað þessari spurningu fyrir þig þetta kallast lágkúra.

Óðinn Þórisson, 4.3.2016 kl. 17:35

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Óðinn, ég er alveg sammála þér með Grensásveginn og gamla fólkið. Það í fínu lagi að gagnrýna meirihlutann fyrir það sem hann sannarlega gerir rangt og ber ábyrgð á.  

En þú hefur bent gestum á að halda sig við efnið, holur voru það. Svo ég endurtek spurningarnar úr innleggi #5.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.3.2016 kl. 18:19

15 Smámynd: Óðinn Þórisson

Axel Jóhann - rétt færslan var um holur í götum Reykjavíkurborgar og það er ánægulegt að við séum sammála um að peningum borgarinnar er ranglega forgangsrðað af rauða meirihlutanum.

Það er alveg klárt mál að það þarf að bæta í varðandi viðhald vega á landsbyggðinni og hef enga trú á öðru en að þjóðin muni sjá mikla innspítingu af hálfu ríkisstjórnarinnar í það á næstu fjárlögum.

Óðinn Þórisson, 4.3.2016 kl. 19:17

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvað með holurnar á þjóðvegi 49 og þá sem á þeim bera ábyrgð, eru þeir ekki líka með allt niður um sig?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.3.2016 kl. 21:07

17 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

það er rétt Óðinn, grein þín fjallar um holur í gatnakerfi Reykjavíkur, sem er í slæmu ástandi vægast sagt. En það verður samt að hafa það í huga, að gatnakerfi alls landsins er í slæmu ástandi, sennilega um að kenna mjög slæmri veðráttu undanfarin 2-3 ár. En eins og ég minntist á, þá er einnig veruleg aukning aksturs vegna ferðamanna ein skýring. Náttúrupassinn var flopp, einfaldast er að rukka þá ferðamenn sem hingað koma í gegn um ferðaskrifstofur, flugfélög etc. 500-1000 kall per person, nota þá fjármuni óklippta til uppbyggingar ferðamannastaða og viðhalds á vegum borgar og bæja. Eins að láta þó væri ekki nema 1 ár af hverju kjörtímabili, veggjald renna óklippt til vegaframkvæmda á vegum landsins. 

Jónas Ómar Snorrason, 4.3.2016 kl. 21:57

18 Smámynd: Óðinn Þórisson

Axel Jóhann - það sem skiptir mestu máli varðandi slæmt ástand gatna í Reykjavík er aðgerðarleysi núverandi og fyrrv. meirihluta í viðhaldi gatna í borginni og tilbraunastarfsemi sem hefur algerlega floppað eins og Hofsvalalgötubreytingin.

Varðandi þjóðvegina þá höfum við einfaldlega sem þjóð ekki staðið okkur sem skildi í uppbyggingu innviða landsins, því verður að breyta.

Óðinn Þórisson, 4.3.2016 kl. 22:55

19 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - að þeir borgi sem njóti það er málið.

Svo mætti taka upp veggjöld t.d Reykjanesbruatin, rútufyrirtækin sem keyra með farðþega frá Leifsstöð myndi þurfa að borga fyrir hverja ferð, passa og peningarnar sem inn koma borga fyrir nauðsynlegt viðhald á Reykjanesbruatinni.

En varðandi slæmt ástand gatna í Reykjavík þá ef fram heldur sem horfir þá mun það kosta bíleigndum mikla peninga vegna aðgerðarleysis Dags B. Eggetssonar.

Óðinn Þórisson, 4.3.2016 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 888612

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband