23.3.2016 | 18:37
Alþingi verður að bregðast við lokun Neyðarbrautarinnar
Það verður að teljast mjög líklegt að Ólöf vísi málinu til hæstaréttar og kaupi þar með alþingi smá tíma fyrir alþingi að bregðast við hugsanlegri lokun Neyðarbrautarinnar innan 16 vikna.
Það er svo margt í þessu, t.d 60 þús undirskriftir, 500 sjúkraflug og nálægð flugvallarins við LSH.
Dómurinn talar fyrir sig sjálfan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 888612
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Því miður held ég að þetta mál sé tapað. Lögin kveða á um að orð skuli standa og fyrrverandi ráðherra( Hanna Birna)gerði bindandi samning við borgarstjóra um það að neyðarbrautin skuli fara. Á hvaða forsendum hún gerði þetta er eiginlega furðulegt og engu líkara en að hún hafi haft einhverra hagsmuni að gæta.
Jósef Smári Ásmundsson, 23.3.2016 kl. 18:56
Ég veit ekki hversu oft ég hef sagt þér Óðinn, síðan þetta mál um Rvk.flugvöll var sett í atkvæðagreiðslu, þá hafa allir borgarstjórnar meirihlutar haldið þá niðurstöðu, og unnið skv. því. Er ætlun þín að tefla þig fram sem ólýðrðissinna. þetta var ákvörðun sem var tekin!
Jónas Ómar Snorrason, 23.3.2016 kl. 20:59
Jósef - ég vil ekki gefast upp og það á enginn flugvallarvinur að gera. Trestym hæstarétti til að snúa við þessari röngu ákvörðun.
Hanna Birna eins og ég hef oft sagt hér áður gerði skelfileg mistök enda er hennar stjórnmálaferlinn ein stór mistök.
Óðinn Þórisson, 23.3.2016 kl. 21:20
Jónas - þú þekkir vel mína afstöðu til 2001 atkvæðagreiðslunninar - núna er 2016.
Ég er lýðræðissinni og þegar yfir 60 þús einstalklingar skrifa undir eitthvað þá er það hlutverk stjórmálamanna að taka mark á þvi.
Óðinn Þórisson, 23.3.2016 kl. 21:21
Ég hef sagt það oft að ef að fólk vill hafa flugvöllinn áfram, þá verður að setja í lög að allir flugvellir falli undir skiplagsráð Ríkisins.
Nú er bara styðja frumvarp sem kemur þessu til leiðar og kemur þessu leiðindar flugvallarmáli út úr umræðunni fyrir fullt og allt.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 23.3.2016 kl. 22:31
Var þetta ekki einu sinni heiðurskona Óðinn. Ég er svolítið sammála síðasta ræðumanni( Jóhanni). Annars er ég á þeirri skoðun að Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera local flugvöllur reykvíkinga í framtíðinni en almennt innanlandsflug eigi að vera í Leifsstöð.Sameining innan- og utanlandsflugs hefur ótvíræða kosti í för með sér og ég er hissa á að það hafi ekki verið skoðað.
Jósef Smári Ásmundsson, 24.3.2016 kl. 07:45
Óðinn, þú ert samt ekki meiri lýðræðissinni en það, að þú villt beigja þessa ákvörðun sem tekin var í lýðræðislegri kostningu 2001. Allar götur síðan, þar sem allir flokkar hafa með einum eða öðrum hætti komið að stjórn borgarina, hafa fylgt niðurstöðu þeirrar kosningar. Hvorki þú né ég höfðum áhrif á úrslit þeirra kostninga, þú væntanlega búsettur í Kópavogi og ég búsettur í Keflavík á þessum tíma. Hvað einhver hræðsluáróðurs undirskriftasöfnun segjir þér, segjir mér ekkert. Þegar einhverjum dettur í hug að fara á Akureyri eða Höfn í Hornafirði, þá er ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug að panta flug me FÍ, það keyrir. Þú veist þetta ofur vel, þetta er bara þráhyggja í þér. Pólitísk þráhyggja:)
Jónas Ómar Snorrason, 24.3.2016 kl. 08:08
Jóhann - ég er sammála þér að flugvellir eigi að vera á forræði ríkisins enda eru flugvellir hluti af samgöngumáta á okkar eyju.
Ég geri ekki ráð fyrir öður en að allir 38 stjórnarþingmenn styðji þessa tillögu Höskuldar, annað væri fáránlegt. það verður að stoppa lokun Neyðarbrautarinnar.
Óðinn Þórisson, 24.3.2016 kl. 09:12
Jésef - það eru 2 ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sem ég hef oftar en einu sinni gagnrýnt hér, annarsvegar Illga og hinsvegar fyrrv. innanríkisráðherra HBK.
Ég var mjög ósáttur við Valsmenn í kvöldfréttum í gær þar sem þeir fullyrtu að það væri búið að eyðileggja hluta af Neyðarbrautinni , það er ekki rétt.
Innanladsflug Kef, sama og dauði innanlandsflugsinss. , það er mín skoðun.
Óðinn Þórisson, 24.3.2016 kl. 09:14
Jónas Ómar - ísland lenti í alþjóðlegu fjármálahruni 2008, við verðum að nýta þá innvirði sem við höfum, það eru engir peningar til til að byggja nýjan flugvöll, við ráðum varla við að byggja nýjan LSH.
Þráhyggja, nei stek skoðun.
Óðinn Þórisson, 24.3.2016 kl. 09:16
Enda á ekkert að vera að byggja nýjan flugvöll, fullkomlega sammála þér með það. Allt flug á þessari eyju, innanlands sem utanlands á einfaldlega að vera í Keflavík. Þó einhverjir bírókratar þurfi að ferðast 30 mín. lengur vegna flugs frá keflavík, þá vorkenni ég þeim ekki. Jafnvel spurning í mörgum tilvika hvort það væri ekki styttri tími en á núverandi flugvöll.
Jónas Ómar Snorrason, 24.3.2016 kl. 11:27
Jónas - ef/þegar sú ákvörðun verðu tekin um að loka Reykjavíkurflugvelli þá mun það hafa mikil áhrif á alla uppbyggingu LSH við Hringbraut. Ef það er niðurtaðan er þá ekki spurining um að byggja nýjan LSH í Reykjanesbæ þar yrði aðalflugvöllur allra íslendinga.
Óðinn Þórisson, 24.3.2016 kl. 12:24
Óðinn, hef marg bent á, að í Keflavík er til staðar vísir að bráðamóttöku, sem auðveldlega má efla til muna. Ég einfaldlega tel, að á því landi sem er undir flugvellinum sé betur borgið undir byggð, hvernig sú byggð er, er svo annað mál. First og síðast fjallar þetta um bráðmóttöku. Fólki er keyrt frá Hvolsvelli eða Hellu til RVK í slíkum tilfellum. Að síðustu, það versta sem þið gerið, sem viljið tengja RVK.flugvöll við LHS er einmitt að tengja það saman. Í langtímaáætlunum verður LHS einhverstaðar annarsstaðar en hann er nú, þó get ég séð fyrir mér til framtíðar að við Hringbraut komi alltaf til með að vera einskonar kennslu sjúkrahús, vegna stöðu háskólana, eðlilega. Gleðilega páska:)
Jónas Ómar Snorrason, 24.3.2016 kl. 14:21
Jónas - eins og staðan er í dag fyrir flugvallarvini er þetta hugsanlega eitt síðasta tækifærið til að bjarga Reykjavikurflugvelli. Stór hluti flugsögunnar er þarna og það yrði synd ef hávær minnihlutahópur flugvallaranstæðinga kæmist upp mað láta loka flugvellinum og þurrka þar með út stóran hluta flugsögunnar.
Það er alveg ljóst að ef Neyðarbrautinni er lokað er alveg ljóst að restin fer einn hluti í einu, ekkert mikið til að fólk taki eftir en á endanum fer flugvöllurinn, velþekkt aðferð.
Það eru yfir 500 sjúkraflug á ári, LSH er ekki bara spítali 101 Reykjavíkurfólksins og Reykjavíkurflugvöllur er ekki einkamál 101 Reykjavíkurfólksins.
Óðinn Þórisson, 24.3.2016 kl. 15:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.