5.4.2016 | 17:34
Einar K. verði forsætisráðherra og alþingskosningum flýtt
Engin sátt verður um að Sigurður Ingi v.formaður Framsóknar sem yrði bara strengjabrúða Sigmundar Davíðs verði forsætisráðherra.
Einar K. hefur mikla þingreynslu, hefur verið ráðherra og er núverandi forseti alþingis og best væri að hann tæki við sem forstætisráðherra og alþingskosningar yrðu í September.
Alþingskosningar í September gæfu öllum flokkum tækifæri til að undirbúa sig vel og líka til þess að skyggja ekki á forsetakosningarnar í Júní.
![]() |
Ekki búið við óbreytt ástand |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.4.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 899005
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Haldi þessi stjórn áfram, þ.e. þessir flokkar, þá get ég tekið undir með þér. Til þess að gera aðeins hreinna, þá hefði BB og ÓN þurft að segja sig frá. Þessi 2 voru einnig nefnd í Panamaskjölunum, Ísland má ekki við því að verða fyrir meiri álitshnekki. Kjósa svo í september.
Jónas Ómar Snorrason, 5.4.2016 kl. 17:45
Jónas Ómar - horðu á stöðuna eins og hún er, stjórnarkreppa er ekki valkostur, það er stutt í forsetakosningar, orlof fólks að hefjast.Sf í raun án formanns o.s.frv. sept er góð tímasetning og eitthvað sem ég tel að eigi að skoða.
Óðinn Þórisson, 5.4.2016 kl. 18:04
Sammála Óðinn með Einar K sem forsætisráðherra.
Friðrik Friðriksson, 5.4.2016 kl. 18:07
Friðrik - held að hann sé eini sem komi til greyna sem nýtur trausts.
Ríkisstjórn undir forystu Siguðar Inga sem samþykkti landsdóm yfir Geir myndi ég aldrei styðja.
Óðinn Þórisson, 5.4.2016 kl. 18:19
kannski bara góð hugmynd
Rafn Guðmundsson, 5.4.2016 kl. 18:23
Mér líst vel á Einar og kannski verður þetta bara niðurstaðan. En mér finnst það líka vera spurning að Bjarni Ben stigi til hliðar og annar taki við embætti fjármálaráðherra. Hann hefur verið tengdur við aflandsfélag eins og Sigmundur og þessvegna siðferðilega rétt að hann stigi til hliðar. Að flýta kosningum er ekki slæm hugmynd. Fólk er í losti yfir því sem gengið hefur á og á erfitt með að bíða í heilt ár eftir kosningum. Persónulega vildi ég að utanþingsstjórn tæki við núna og í versta falli eftir næstu kosningar. Það þarf að hreinsa til í þingflokkunum- í öllum flokkum . Og á meðan á ekki að vera ráðherrar úr þingliðinu.
Jósef Smári Ásmundsson, 5.4.2016 kl. 19:54
Rafn - Einar hefur traust , það skipit máli.
Óðinn Þórisson, 5.4.2016 kl. 21:42
Jósef - mikil uppstokkun verður að verða á ríkisstjórninni, t.d það sem þú nefnir varðandi Bjarni B, hann taki t.d við sem utanríksráðherra, Gunanr Bragi hefur staðið sig mjög illa og t.d Frosti taki við sem fjármálaráðherra, það verður að skoða allt.
Alþingsiskosningar ca. 15 mai og svo forsetakosningar 25 júni, þetta gengur ekki upp, Sept ætti að róa alla og hvað sérstaklega Sf sem er fara að halda landsfund í byrjun Júní og velja formann og v.formann - fáránlegt að gera það hálfum mán eftir alþingskosningar.
Óðinn Þórisson, 5.4.2016 kl. 21:47
En þegar maður les nýjustu fréttir er þetta varla á borðinu. Samkvæmt þeim hefur Sigmundur ekki sagt af sér og ætlar ekki að gera það. Hann hefur einungis tekið sér frí og beðið Sigurð Inga að vera í embættinu á meðan. Mér finnst þetta nú eiginlega orðinn svo mikill farsi að þetta stjórnarsamstarf sé ekki lengur inni í myndinni.
Jósef Smári Ásmundsson, 5.4.2016 kl. 21:55
Jósef - " Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur ekki sagt af sér og bað Sigurð Inga Jóhannsson um að taka að sér embætti forsætisráðherra í „ótiltekinn tíma“ samkvæmt tilkynningu sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar sendi erlendum blaðamönnum í kvöld.
Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar "
Það er líklegt að Bjarni staðfesti stjórnarslit á morgun.
Óðinn Þórisson, 5.4.2016 kl. 22:25
Er sammála þér Óðinn, að halda kostningar í september, tók það fram! Það væri klókt af BB að slíta, sem setur þá pressu að kjósa innan hvað 45 daga, er það rétt hjá mér Óðinn? Veistu það?
Jónas Ómar Snorrason, 5.4.2016 kl. 23:19
Jónas Ómar - ef við gefum okkur það að Bjarni slíti ríkisstjorninnin í dag sem væri mjög eðlilegt miðað við það sem kemur fram nr.10 þá eru við að horfa í alþingskosningar eftir 6 vikur.
Þetta útspil Framsóknar í gær er svo furðulegt ásamt því að SDG fór til Bessastaaða án vitundar Sjálfstæðisflokkins er bara það alvarlegt að ég t.d treysti ekki Framókn.
Óðinn Þórisson, 6.4.2016 kl. 07:06
Ég er hugsi yfir því, að hægt sé að einfaldlega fresta Alþingi, finnst það óeðlilegt. Nú er ég búsettur í Rúmeníu(einnig ESB), bölvuðu spillingarbæli. Ísland var eðlilega hér í fréttum, á mest trúverðugu sjónvarpsstöðini var þetta mikið rætt, en það sem upp úr stóð, var hrifning viðmælenda yfir þeim fjölda mótmælenda, sem lýsti yfir andstöðu sinni við ríkisstjórnina.
Jónas Ómar Snorrason, 6.4.2016 kl. 08:13
Jónas - það voru um 8000 - 9000 manns sem mættu á mótmlin og sem fór svo um 22 þús með öllum sem fóru um svæðið á þeim tíma sem mótmælin stóðu yfir.
Þetta voru rétt öflug mótmæli og hver er niðurstaðan enginn veit hvort SDG sé búinn að segja af sér nema þá tímabundið.
Óðinn Þórisson, 6.4.2016 kl. 10:09
Svo er það eitt, skv. tilkynningu frá forsætisráðineytinu, þá er hann einungis tímabundið frá. þetta mál er orðið að þvílíkum farsa, að það verður einhver að höggva á þennan hnút. Ísland er orðið að aðhláturefni út um allan heim. Meira að segja í verstu spillingarbælum veraldar.
Jónas Ómar Snorrason, 6.4.2016 kl. 10:52
Jónas - allt í kringum SDG undanfarið hefur minnkað Ísland.
Óðinn Þórisson, 6.4.2016 kl. 13:46
Helst vil ég þingrof og kosningar ekki seinna en innan 45 daga samkvæmt Stjórnarskrá. Eg vil endilega sjá Birgittu Jóns og Helga Hrafn stjórna landinu næstu 4 ár.
Ef núverandi meirihluti ætlar að halda áfram í ríkisstjórn, þá verða Ólöf Nordal og Bjarni Ben að segja af sér sem ráðherrar og Bjarni Ben verður að segja af sér þingmennsku.
Annars verður engin friður í stjórnmálum næsta árið.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 6.4.2016 kl. 17:23
Jóhann - ég held að ekkert myndi lagast ef Píratar leiða ríkisstjórn. Kosningar í Sept.
Óðinn Þórisson, 6.4.2016 kl. 17:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.