7.4.2016 | 17:46
Mannlegur Harmleikur
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kom eins og hvítur stormsveipur inn í stjórnmáln 2008 og var kjörinn formaður Framsóknarflokksins í jan 2009.
Hann var öflugur baráttumaður gegn vinstri - óstjórnarinnar og þá sérstaklega þegar hún ætlaði að kúga þjóðina til að samþykkja Svavarsamninginn.
Áður en en hann fer í frí með fjölskyldu sinni sem hefur þurft að þola ýmsilegt undanfarið ætlar hann að mæta á morgun á alþingi sem óbreyttur þingmaður og kjósa gegn vantrausti vinstri - manna.
Sigmundur Davíð gerði mistök engin spurning en það verður líka að horfa á allt það jákvæða og góða sem hann gerði fyrir ísland bæði sem stjórnarandstæðingur og forsætisráðherra.
Með kristileg gildi að leiðarljósi hef ég ákveðið að fyrirgefan honum hans miskök og óska honum og hans fjölskyldu velfarnaðr í framtíðinni.
Vill láta birta öll Panamaskjölin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Núna er hann að leika sig aftur stóran karl og mann fólksins, með því að hrópa einhver slagorð um mál sem falla í kramið. Sér hann ekki hvað þetta er hallærislegt og óviðeigandi? Ég er farin að hallast að því að það hafi ekkert verið á bak við hugsjónirnar hjá honum, bara fals og tækifærismennska út í eitt.
halkatla, 7.4.2016 kl. 18:10
Hafandi hrökklast úr ráðherraembættinu með skömm, finnst þér hann þá ásættanlegri með spillinguna á bakinu sem þingmaður Óðinn ?
hilmar jónsson, 7.4.2016 kl. 18:31
halkatla - það verður ekki dregið í efa hans vilja til að koma til móts við skuldsett heimili, það sannar almenna skuldaleiðréttingin. Eflaut munu einhverjir taka undir þessi orð þín en ég geri það ekki.
Óðinn Þórisson, 7.4.2016 kl. 19:07
Hilmar - hann hefur sagt af sér sem forsætisráðherra, það eru kannski 6 mán í alþingskosninar og í millitíðinni verður klárlega landsfundur hjá Framsókn og það er þá þeirra að ákveða hvort hann fær endurnýjað umboð til að starfa áfram hvort sem það er sem alþingsmaður og formaður.
Það sem ég hef áhyggjur af er þessi reiði og heift sem er í stjórnmálunum þar sem einstaka þingmenn hafa gengið of langt.
Óðinn Þórisson, 7.4.2016 kl. 19:11
Skuldaleiðréttingin var vægast sagt ekki gallalaus. Svo er líka bara spurning hjá mér hvort það geti farið saman, allar þessar góðu hugsjónir og svo ríkisstjórn með Bjarna Ben (sjálfstæðismönnum). Afleiðingin var að þessi stjórn hefur aðallega gagnast auðmönnum og eina prósentinnu í landinu, því verður ekkert mótmælt þó að fólk sé trúhollt öðrumhvorum flokknum. Það vita þetta allir þó að þeir fái ekki af sér að segja það (sjá loforðalistann vs verkalistann). Þess vegna hef ég uppi þessar efasemdir, sumt getur bara aldrei blandast saman og Sigmundur væri maður að meiri að reyna að viðurkenna það í staðinn fyrir svona lýðskrum. Svo er t.d allt gott og gilt hjá Framsókn að setja fram einhver góð mál, en þá er ekkert hægt að setja bara einhvern einsog Eygló í þau og nota það sem ástæðu fyrir að fá að halda áfram! Kannski ætti þessi flokkur aðeins að taka sér frí, og reyna að finna gott og hæft fólk, í staðinn fyrir að hanga á roðinu í völdum. T.d á að sýna frammá vilja til að slíta sig undan ægivaldi sjálfstæðisflokksins, sem virðist alltaf ráða för og draga framsókn með sér í svaðið.
halkatla, 7.4.2016 kl. 19:25
Og þú ert hissa á reiðinni í ljósi liðinna atburða ?
6 mánuðir ? Skiptir það máli ef Sigmundur hefur farið á svig við eðlilegt siðferði ?
Er ekki réttast að hann yfirgefi alþingi strax og hlífi stofnuninni við freakari skömm ?
hilmar jónsson, 7.4.2016 kl. 19:25
Hrokkinn aftur í gamla farið?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.4.2016 kl. 19:26
halkatla - það hefur enginn haldið því fram að almenna skuldaleiðréttingin væri gallalaus en hún var mikilvæg og í raun ákveðinn dómur yfir Jóhönnustjórninni sem sagði 2010 að ekki yrði gert meira fyrir skuldsett heimili.
Kjósendur munu ákveða það í haust hvað umboð Framsókn fær en þú ert að tala um gott og hæft fólk, ekki er það mitt að segja til hver er hæfur og ekki hæfur hjá Framsókn en ég held að Framsón hafi tekið góða ákvörun með að skipta Lilju sem utanríkisráðherra og líklega þar kominn framtiðarformaður flokksins.
" slíta sig undan ægivaldi sjálfstæðisflokksins"
Held að Framsóknarmenn taki ekki undir þetta hjá þér.
Óðinn Þórisson, 7.4.2016 kl. 19:42
Hilmar - mótmælin á mán voru skyljanleg og krafan hins almenna borgara var að SDG myndi segja af sér, nú hefur hann gert það. Þessi mótmæti núna eru fólk sem hefur og mun aldrei kjósa stjórnarflokkana.
Það getur enginn rekið SDG úr þingsæti.
Það er hans ávörðun hvort hann hætti á alþingi.
Óðinn Þórisson, 7.4.2016 kl. 19:45
Axel Jóhann - ertu að tala um mig ?
Óðinn Þórisson, 7.4.2016 kl. 19:46
Reiði og áhyggjur segirðu Óðinn og vitnar í einstaka þingmenn hafa gengið of langt, hefur það alveg farið framhjá þér að þjóðin vill ekki þessa ríkisstjórn?
Skiptir þjóðin engu hjá þér en bara "þingmenn hafa gengið of langt"
Útskýrðu þetta betur? án þess að vitna í "hvað hinir gerðu"
Friðrik Friðriksson, 7.4.2016 kl. 19:52
Getur enginn rekið hann úr þingsæti ? Fólkið í landinu rak hann úr ráðherraembætti ( hefði / ætlaði ekki út sjálfviljugur )
Afhverju ætti ekki það sama að eiga við hann sem þingmann ?
Reyndar á það sama líka við Bjarna Ben og Ólöfu.
hilmar jónsson, 7.4.2016 kl. 19:54
Axel Jóhann er að reyna að tileinka sér sama stíl og góðir og gegnir LANDRÁÐFYLKINGARMENN, eins og Illugi Jökulsson, Hallgrímur Helgason og Guðmundur Andri Thorsson, að reyna að vera fyndinn í meinfýsninni en það tekst yfirleitt ekki betur en svo að allir þessir menn enda á því að verða HLÆGILEGIR..............
Jóhann Elíasson, 7.4.2016 kl. 19:56
Bara hress Jóhann ?
hilmar jónsson, 7.4.2016 kl. 20:04
Passaðu þig Hilmar á þessum...hann dreyfir skít yfir þá sem eru honum ekki sammála.
Friðrik Friðriksson, 7.4.2016 kl. 20:09
Sigmundur ætti sjálfsögðu að fara eftir því sem hann sjálfur segir og birta gögn sem sanna að hann hafi sjálfur "staðið skil á sköttum til samfélagsins" eins og hann kýs að orða það og gæti jafnvel verið sterkur leikur hjá honum í annars vondri stöðu að skora á aðra að gera slíkt hið sama.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.4.2016 kl. 20:11
Guðmundur Ásgeirsson en af hverju var þetta þá í skattaskjóli? en það er fyrir mestu að þessi maður er farinn úr íslenskum stjórnmálum.
Friðrik Friðriksson, 7.4.2016 kl. 20:18
Já ég átti við þig Óðinn. Ertu hættur við að hætta að verja Sigmund.
Guðmundur, Sigmundur væri löngu búinn að sýna slík gögn, væru þau til.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.4.2016 kl. 20:19
Friðrik. Ég veit ekki afhverju. Þú ættir frekar að spyrja Sigmund að því. Hann var sjálfur að hvetja til þess að slík gögn yrðu birt. Ég bíð spenntur eftir því að hann geri það.
Axel. Ég vona að ég þurfi ekki að bíða spenntur eftir því svo lengi að ég verði á endanum að taugahrúgu með allt of háan blóðþrýsting.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.4.2016 kl. 20:32
Friðrik - þetta fólk sem er að mótmæla og mótmæla austuverlli er ekki þjóðin, ég var ekki þarna eða er ég ekki hluti af þjóðinni ?
Þessi reiði er núna er frá eins og ég hef kalla þá usual suspects, Illugi, Hallgrímur Helga, fólk sem eins og ég segi hefur aldrei og mun aldrei kjósa stjórnarflokkana.
Óðinn Þórisson, 7.4.2016 kl. 20:34
Hilmar - það voru stórtíðindi í dag þegar SDG sagði af sér og gekk út ekki gerði Jóhanna það á sínum tíma þegar hún braut jafnréttislög , ekki sambærilegt en ef menn vilja ræða ráðherraábyrð og hvenær menn eigi að segja af sér þá verða menn að hætta að ræða málið á þann veg eins og siðferði vinstri - manna sé eitthvað annað hægri - manna.
Bjarni og Ólfö hafa útskýrt sín mál og þar til annað kemur fram tek ég þær gildar.
Óðinn Þórisson, 7.4.2016 kl. 20:37
Jóhann - þessir einstaklingar sem þú nefnir hafa alla tíð séð allt vont við hægri menn.
Óðinn Þórisson, 7.4.2016 kl. 20:40
Guðmundur - var ekki Birgitta einhvertíma beðin upp að upplýsa um hvort hún hefði fengið greitt fyrir wikileaks myndina ? man ekki til þess að hún hafi gert það en sammála þér auðvitað á þjóðin að fá allt upp á borðið.
Óðinn Þórisson, 7.4.2016 kl. 20:42
Siðferði er Siðferði, skiptir ekki máli um hvaða stjórnmálastefnu um er að ræða.
Að lofsyngja krónuna en halda sínu fé á erlendri grundu ?
hilmar jónsson, 7.4.2016 kl. 20:42
Axel Jóhann - er ég að verja Sigmund Davíð hér nei, það sem ég er að gera í þesari færsu er að fara yfir málið á sanngjarna hátt.
Ekki telur þú að Sigmudur Davíð sé alslæmur ?
Óðinn Þórisson, 7.4.2016 kl. 20:44
Óðinn ertu orðinn sturlaður? "þetta fólk sem er að mótmæla og mótmæla austurvelli er ekki þjóðin" hvað voru þetta margir á Austurvelli seinasta sunnudag...þú segir væntanlega 100 manns.
Þú veist greinilega ekkert hvað er að gerast í landinu og skynjar ekki veruleikann.
Af því að þú varst ekki þarna að þá var ekkert að marka þessi mótmæli ertu að segja ;)
Friðrik Friðriksson, 7.4.2016 kl. 20:49
Friðirk - " Óðinn ertu orðinn sturlaður? " . þú bara minnkar sjálfan þig með svona ath.semd.
Það hefur komið fram að um 8 - 9 þús hafi verið þarna á mán. kvöldið, mjög flott og um 22 þús sem fóru um svæðið meðan á mótmælunum stóð.
Krafan á mán var afsögn SDG , það hefur hann gert. Ríkisstjórnin hefur 38 þingmenn og frábær niðurstaða fyrir alla að ríkisstjórni sitji til haustins, t.d er þinn flokkur í tætlum.
Óðinn Þórisson, 7.4.2016 kl. 21:13
Hilmar - okkur greynir ekki á um að SDG gerði mistök og brást siðferðilega séð en hann er ekki vondur maður og það er það sem ég er að reyna að benda á að þetta er mannlegur harmleikur.
Óðinn Þórisson, 7.4.2016 kl. 21:15
Jú ,jú. Það má alveg segja að þetta sé harmleikur.En það má benda á það að Cameron ætlar að birta skattaskýrsuna sína. Af hverju er það svona erfitt fyrir Sigmund að fara að dæmi hans? Fyrrverandi skattrannsóknarstjóri benti á það fyrir nokkrum dögum að það væri það eina sem gæti fyllilega sannað að Sigmundur segði satt og rétt frá. Og það sló mig svolítið ummæli húsfreyjunnar frá Höllustöðum sem taldi það aðal málið að Sigmundi var ekki leyft að halda þessum málum sínum leyndum. Og svo ummæli föður Sigmundar sem hrósaði syni sínum fyrir" hina pólitísku refskák" Það mætti ætla að Sigmundur hafi fengið ansi slæmt uppeldi sem í sjálfu sér er mannlegur harmleikur.
Jósef Smári Ásmundsson, 7.4.2016 kl. 21:21
Enginn er vondur djúpt inni, en það verða þó að gilda ákveðnar siðferðireglur, annars fer allt til norður og niður.
Harmleikur ? vissulega, en sjálfskapaður.
hilmar jónsson, 7.4.2016 kl. 21:23
Annars, ég tek það til baka. Sumir eru reyndar gegnheillt vondir, en þeir eru ekki svo margir.
hilmar jónsson, 7.4.2016 kl. 21:25
Nei Óðinn þú ferð alltaf á annað level, ég er ekkert að minnka sjálfan mig með svona ath.semd, þegar þú segir að "þetta fólk sem er að mótmæla og mótmæla austurvelli er ekki þjóðin" sem var nálægt 30.000 manns og þá geturðu líka sagt að þessi 60.000 manns er ekki þjóðin sem kaus gegn því að Reykjavíkurflugvöllur væri lagt niður sem þú hefur svo hamrað á.
Þín blögg ganga út á það hvað "hinir gerðu" en þú sérð aldrei neitt rangt við vinnusemi og siðferði hjá þínum mönnum...það vill enginn þessa ríkisstjórn! en þú vilt bara að þínir menn halda í völdin...alveg sama hvað gengur á.
Vinstriflokkarnir eru alls ekki stakkbúnir að fara í kosningar...hrun hjá þeim en það er allt önnur staða hjá Pírötum sem hafa yfir 35% fylgi í skoðunarkönnunum.
Hvað segir þér þetta?...svona án gríns? dettur þér í hug spilling á þingi eða siðferðisbrest....segðu mér?
Friðrik Friðriksson, 7.4.2016 kl. 21:37
Jósef Smári - nú er ég ekki Framsóknarmaður eða skyldur SDG og hef aldrei hitt manninn þannig að hvernig uppeldi hans var eða annað get ég bara ekkert sagt til um.
Ég vona að Sigmudnur upplýsi um allt sem snýr að fjármálum hans ef ekki þá á hann enga framtíð í pólitik.
En við erum sammála um að þetta er mannlegur harmleikur.
Óðinn Þórisson, 7.4.2016 kl. 22:12
Hilmar - " Sumir eru reyndar gegnheillt vondir " mannkynsagn segir okkur að það er svolieðis.
Óðinn Þórisson, 7.4.2016 kl. 22:13
Friðrik - ég send við orð mín að þetta fólk á austuvelli var ekki þjóðin, ég var ekki þarna og tel ég mig vera hluta af þjóðinni en setjum það til hliðar.
Ég hef og það veist þú fullvel að ég hef gagnrýnt Illuga fyrir Rúv - daður og Hönnu Birnu fyrir að semja af sér Reykjavíkurflugvöll ásamt lekamálnu.
Það sem verður að hafa í huga er þetta Hanna Birna og Sigmundur Davíð hafa bæði sagt af sér, enginn ráðherra í Jóhönnustórninni gerði það þrátt fyrir að fjölmörg mál gæfu tilefni til þess.
Ólína sagði í dag á Útvarp Sögu að Pírtar væru Félgahyggjuflokkur ? ertu sammála fokkssystur þinni ?
Óðinn Þórisson, 7.4.2016 kl. 22:18
Óðinn hættu þessu bulli, þetta var stór hluti af þjóðini case closed. En það er merkilegt við þetta kristilega innlegg þítt. Það einatt snýr að fólki þér þóknanlegu, bara eins og Kristur fyrirgefi eingöngu sjálfstæðis og framsóknarfólki. Hvers lags hræsni villtu bera á borð?
Jónas Ómar Snorrason, 7.4.2016 kl. 22:47
Þetta var ekki þjóðin...einmitt..haha..fer eftir því hvernig vindar blása hjá þér.
Við svona bjóst maður. en þú ferð að tala um allt aðra hluti og að sjálfsögðu um vinstristjórnina.
Sama gubbið en ekkert nýtt, er ekki árið 2016?
ÞÚ ert marklaus um þessa hluti..gjörsamlega og ættir í leiðinni að hætta að tjá þíg um Reykjavíkurflugvöll í leiðinni...þú fattar hvað ég á við.
Ekkert persónulegt.
Þetta fólk á Austuvelli var ekki þjóðin..segir þú..helblár auðvitað og kokkhraustur.
Friðrik Friðriksson, 7.4.2016 kl. 22:48
Nei þú virðist ekki skilja Óðinn um hvað þetta snýst um, síðan ferðu að snúa út úr hlutunum með Illuga gaganvart RÚV!..heldurðu virkilega að fólk sé að hugsa um þetta núna, Hanna Birna og Sigmundur Davíð fóru frá með skömm...en þú skilur ekki þetta ekki.
Þjóðin vill ekki svona fólk á þingi..spillt fólk.
"Það sem verður að hafa í huga" sem SDG var vanur alltaf að segja í viðtölum, þessi maður er farinn..búið bless.
Á morgun blöggar þú síðan hvað Sigurður Ingi er frábær forsætisráðherra þótt þú blöggaðir fyrir 2 dögum hvað hann væri ömurlegur með því að greiða atkvæði með því að Geir færi fyrir landsdóm á sínum tíma.
Er allt svo fyrirsjánlegt hjá þér.
Friðrik Friðriksson, 8.4.2016 kl. 00:09
enginn ráðherra í Jóhönnustórninni gerði það þrátt fyrir að fjölmörg mál gæfu tilefni til þess..segir þú
....
Nefndu 1 eða 2 dæmi...fóru þúsundir á Austurvöll að heimta það?
Hættu þessu og reyndu sinni einhverntíman að tala um hluti sem eru að gerast NÚNA!...
Friðrik Friðriksson, 8.4.2016 kl. 00:19
Jónas Ómaar - það sem komið hefur fram varðandi mán. mótmælin er þetta, það mættu um 9000 þús og um 22 fóru um svæðið meðan á þeim stóð. Þetta voru fjölmenn og góð mótmæli sem náðu þvi fram sem þau áttu að gera, Sigmundur Davíð sagði af sér.
Eftir það usual suspects.
Ég er ekki að bera neina hræsni á borð varðandi að fyrirgefa fólki.
Óðinn Þórisson, 8.4.2016 kl. 07:18
Friðrik -
"Anna Kristín kærði ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála sem komst að þeirri niðurstöðu að Jóhanna Sigurðardóttir hafi brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna þegar hún skipaði Arnar í stöðuna. Héraðsdómur Reykjavíkur segir í dómi sínum í dag að sá úrskurður sé bindandi. "
"Sveitarstjóri Flóahrepps segir að hreppurinn muni kanna grundvöll þess að höfða skaðabótamál á hendur Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra vegna þess tjóns sem tveggja ára töf á aðalskipulagi hefur valdið.
Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri Flóahrepps segir dóm Hæstaréttar í gær sýna að ráðherra geti ekki tekið geðþóttaákvarðanir heldur verði að byggja á faglegum sjónarmiðum"
Steingrímur J. sagði á alþingi 3 júní 2009 að aðeins könnunarviðrður væru í gang varðandi Icesave , 5 júní var skrifað undir afleik aldarinnar Svavarsamnginginn.
Hvaða skoðun þú hefur á mínu bloggi skiptir mig engu máli, ekkert persónulegt.
Óðinn Þórisson, 8.4.2016 kl. 07:23
Óðinn, finnst þér ekki að Sigmundur Davíð eigi sjálfur fyrst að VIÐURKENNA mistök, áður en þú fyrirgefur honum?
Skeggi Skaftason, 8.4.2016 kl. 10:08
Jæja Óðinn, nú ertu búinn að fá forsætisráðherra sem þú hefur megnustu óbeit á, og enn hefur þú 2 aðra ráðherra sem koma við sögu í Panamaskjölunum. Síðan fyrirgefur þú SDG, þó svo hann hafi ekki sínt vott af iðrun. Að hrökklast úr embætti á sama hátt og Hanna Birna, ber engan vott um iðrun.
Jónas Ómar Snorrason, 8.4.2016 kl. 11:56
Skeggi - þó hann sjái ekki sín mistök núna þá mun hann gera það síðar og því fyrirgef ég honum.
Óðinn Þórisson, 8.4.2016 kl. 17:32
Jónas Ómar - það hefur komið fram að stóra málið er að mikilvæg mál verða að klárast en þar með er ég ekki á nein hátt að lysa yfir stuðningu við Sigurð Inga.
Óðinn Þórisson, 8.4.2016 kl. 17:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.