21.5.2016 | 13:58
Jóhanna Sig og Steingrímur J. að fá sinni dóm ?
"Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, ætlar fyrir mánaðarmót að birta gögn um seinni einkavæðingu bankanna til kröfuhafa á síðasta kjörtímabili."
Það verður mjög áhugavert sjá hvaða kemur fram í þessum gögnum sem Vigdís ætlar að birta um mánaðamótin.
Birtir gögn um seinni einkavæðingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 888609
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Reyndar ætlar hún ekki að birta sjálf gögnin, heldur sína eigin frásögn af innihaldi þeirra.
Óhjákvæmilega mun verða deilt um nákvæmni endursagnarinnar, sem mun draga úr upplýsingagildinu.
Mun betra væri að birta gögnin sjálf í heild sinni, heldur en umdeilanlegan útdrátt úr þeim.
Auk þess, ef það væri raunveruleg gegnsæisstefna við lýði, væri löngu búið að birta þetta.
Guðmundur Ásgeirsson, 21.5.2016 kl. 15:14
Guðmundur - við verðum að byrja á að þakka Vigdísi fyrir þetta og svo er ég alveg sammála þér að það verður að birta allar upplýsingar um málið.
Óðinn Þórisson, 21.5.2016 kl. 15:41
Vissulega má þakka Vigdísi fyrir að halda úti umræðu um þetta mál. Ef það væri hinsvegar raunveruleg gagnsæisstefna við lýði þyrfti ekki einu sinni að eiga þetta samtal því þá hefði þessum upplýsingum aldrei verið haldið leyndum til að byrja með. Þess vegna hef ég ekki í hyggju að kjósa flokka sem aðhyllast áframhaldandi leynd um mikilsverða hagsmuni almennings.
Guðmundur Ásgeirsson, 21.5.2016 kl. 16:12
Óðinn, ertu virkilega enn að taka mark á Vigdísi Hauks... segir svolítið um þig
Jón Ingi Cæsarsson, 21.5.2016 kl. 16:23
Guðmundur - ef það er þín skoðun að það sé ekki gegnsæisstefna hjá borgarlegu flokkunum í ríkisstjórn þá hefur þú fullan rétt á að hafa þá skoðun þó svo ég sé henni ósammála.
Hef farið yfir það hér hversvegna ég myndi aldrei kjósa Pírata þá vil ég bæta við frétt í vikunni þar sem þessi :
"Reykjavík greiðir börnum í vinnuskóla borgarinnar lægstu launin af öllum sveitarfélögum landsins"
Píratar eru í þessum meirihluta og bera sömu ábyrð og hnir vinstri flokkarnir á þessu.
Óðinn Þórisson, 21.5.2016 kl. 16:36
Jón Ingi - þú mátt byrja að hafa áhyggjur af mér ef ég fer að taka mark á einhverju sem kemur frá Samfylkingunni.
Óðinn Þórisson, 21.5.2016 kl. 16:37
Of seint Jón Ingi að vera með persónulegar árásir að Vigdísi Hauksdóttur, sannleikurinn kemur fram og kemur til með að sýna hversu mikið Samfó og VG voru í vasa banka og peningaelítunnar.
Vonandi gleyma ekki kjósendur að ef það hefði ekki verið fyrir stuðning Birgittu Jónsdóttur, þá hefði fyrrverandi Ríkisstjórn ekki verið í skólunum í fjögur ár.
Kanski að það ætti að koma Landsdómi af stað aftur.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 21.5.2016 kl. 19:39
Jóhann - vinstri - menn þola ekki heiðurskonuna Vigdísi Hauksdóttir og það segir í raun og veru allt um hve góður stjórnmálamaður hún er.
Óðinn Þórisson, 21.5.2016 kl. 21:45
Óðinn, þessi heiðurskona VH sem þú nefnir, gagnrýnir ekki aflandsskjól SDG, heldur þvert á móti kóar með honum. Gagnvart íslendingum eru aflandsskjól, ekki bara skjól, heldur krónuskjól, fyrst og fremst. Slík manneskja er ekki beint álitlegur kostur fyrir okkur íslendinga.
Jónas Ómar Snorrason, 22.5.2016 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.