Á fólk að versla við Kost ? - svarti listinn

Svarti listinn
"Sandkassinn mælir með að þjónusta Útvarps Sögu verði sniðgengin. Mælt er með því að fólk kaupi ekki auglýsingar á Útvarpi Sögu. Mælt er með því að fólk sniðgangi þau fyrirtæki sem auglýsa vörur og þjónustu á stöðinni."

Þetta minnir mjög svo á Ísralelsmál borgarstjórnarmeirihlutans á síðasta ári.

Stöndum vörð um tjáningar og skoðanafrelsið. 

Ég hef verslað við Kost og mun halda áfram að gera það hvort sem þeir auglýsa eða auglýsa ekki á Útvarpi Sögu enda er KOSTUR frábær verslun.


mbl.is Gagnrýnir aðförina að Útvarpi Sögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Útvarp Saga ekki vettvangur skokðanafrelsins heldur fyrsg og fremst vettvangur hatursumræðu þar sem veður uppi útlendingahatur og hatur á múslimum. Steinin tók úr þegar útvapsstjórinn sjálfuur ásakaði hælisleitendur, sem eðli málsins samvæmt gátu ekki borið hönd yfir höfuð sér, að ósekju um tengsl við hryðjuverkasamtök.

Það mun því ekki á nokkurn hátt draga úr tjáningafrelsi hér á landi þó Útvarp Saga hverfi að öldum ljósvakans heldur mun það að öllum líkindum draga úr hagursumræðu og þar með minnka hættu á ofbeldi og kúgun minnihlutahópa. Það verður því hreinsun af þessari stöð ef hún leggur upp laupana. Það er þess vegna sem fólki sem er annt um mannrféttindi og vill minnka hatursorðræðu eer að vinna að því að koma stöðinni af öldum ljósvakans. Þessu folki er annt um tjáningafrelsi en gerir sér grein fyrir því að þessi stöð er síður en svo málvari þess.

Hvað varðar það sem þú kallar ´"Ísraelsmál borgarstjórnarmeirihlutans" þá var það bara ákvðrðun borgarstjórnar að leggja lið baráttu gegn stríðsglæpum og þá sérstaklega ólöglegru landráni Ísraela byggðu á þjóernishreinsunum og eyðileggingu heimila saklauss fólks. Þarna ætlaði borgarstjórnarmeirihlutinn að styðja við mjög svo nauðsynlega mannréttindabaráttu en var því miður svinbeygður af sterkum fjármálamönnum til að hætta við það.

Sigurður M Grétarsson, 10.7.2016 kl. 13:50

2 Smámynd: Aztec

Ég verzla yfirleitt ekki í Kosti, en að sjálfsögðu mun ég byrja á því núna. Ekki spurning.

Aztec, 10.7.2016 kl. 13:51

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Actec - þú munt ekki sjá eftir því að verlsa við Kost, toppvörur :)

Óðinn Þórisson, 10.7.2016 kl. 15:03

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður M - ef þessum hópum tekst að loka fyrir Útvarp Sögu með þeim aðferðum sem þeir beita þá er það mjög slæmt fyrir tjárningarfrelsið.

Fólk er ósammála og það er eðlilegt í lýðræiðssamfélagi og það treystir lýðræðið í sessi. Tókum umræðuna og sættum okkur ekki við skoðanakúgun.

Ég tel að þú sért ekki með þessu innleggi með einhverja haturorðræðu heldur ert þú ósáttur við Útvarpi Sögu sem útvarpssöð og virðist vilja láta loka henni, slepptu því bara að stilla á stöðina en leyfum eðlilegri lýðræðisumræðu að eiga sér stað.

Óðinn Þórisson, 10.7.2016 kl. 15:05

5 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Sandkassin hlýtur þá að heimta að verðandi forseti segi af sér ekki seinna en í gær þar sem hann auglýsti sjálfan sig á útvarp sögu í aðdraganda kosninga til forseta.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 10.7.2016 kl. 15:21

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er stór munur á því að beita viðskiptaþvingunum gegn ríkisstjórn, eins og t.d. var gert gagnvart Suður-Afríku á sínum tíma, gagnvart Íran, Norður-Kóreu og fleiri slíkum, og að beita þeim gegn fjölmiðli. 

Í fyrra tilfellinu er verið að reyna að þvinga glæpsamlega stjórnarherra til að breyta hegðun sinni. Í síðara tilfellinu er verið að reyna að þagga niður skoðanir sem eru sumum ekki að skapi.

Skoðanakúgun á aldrei rétt á sér. Líki fólki ekki það sem sagt er á Útvarpi Sögu er auðvitað hægðarleikur að svara þeim, hvort sem er á þeim vettvangi eða öðrum. En við megum aldrei falla í þá gryfju að reyna að þagga niður skoðanir, jafnvel þótt þær lýsi mannhatri og rasisma. Með því gerum við aðeins illt verra.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.7.2016 kl. 15:33

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Halldór - það mætti þá bætta við þennan lista Össuri, Sigríði Ingibjörgu, Helga Hjörvari , Valgerði Bjarna o.fl vinstra fólki em hefur mætt á Útvarp Sögu.

Óðinn Þórisson, 10.7.2016 kl. 17:05

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn - við viljum í lýðræðissmfélagi getað tæklað mannhatur og rasiskar skoðanir á opinn og lýðræðislegan hátt en það sem þessi hópur er að gera er að reyna að hafa áhrif á verslun og viðskipti með því að skora á fólk til að  sniðganga þau fyrirtæki sem versla við Útvarp Sögu og Morgunblaððið. það er ekki bolegt og vægast sagt vont.

En það er alveg ljóst að Ísraelsmál borgarstjórnarmeirihlutans á síðasta ári var því fólki sem að því stóð til minnkunnar.

Óðinn Þórisson, 10.7.2016 kl. 17:15

9 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Mikið rétt Óðinn, það er eflaust langur listi hjá þessu fólki sem þarna vill sniðganga Kost sem ætti að sniðganga eða segja ofborguðu starfi sínu lausu fyrir auglýsingar sínar á Útvarpi Sögu ef gæta á jafnræðis.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 10.7.2016 kl. 21:13

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það var óvenju mikið að gera í Kosti á föstudag.

Helga Kristjánsdóttir, 11.7.2016 kl. 01:54

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Halldór - það væri mikil sanngirni í því.

Óðinn Þórisson, 11.7.2016 kl. 07:05

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Helga - fólk verslar við Kost þar sem þetta er frábær verslun og lætur ekki öfgahópa stjórna sér hvar það verslar.

Óðinn Þórisson, 11.7.2016 kl. 07:06

13 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Óðinn. Útbvarpsstöð sem útvarpar hatursáróðir er hættuleg öryggi þjóðarinnar því hún elur á fordómum og hatari sem leiðir af sér mismunum og oft á tíðum líka ofbeldi. Það er til dæmis talið að það hefði mátt koma að mestu í veg fyrir slátrun á yfir 700 þúsund manns í Rúanda á sínum tíma með því að loka einni útvarpsstöð. Og hvaða áhrif heldur þú að fjölmiðlar með hatursáróður hafi átt mikin þátt í því að nasistar komust til valda í Þýskalandi á sínum tíma með þeim hörmungum sem það leiddi af sér. Það er ástæða fyrir því að flest ríki setja ákveðnar skorður við málfrelsi þar með talið í formi laga um meiðyrði og banni við hatursórðræðu.

Hér er góð grein um þetta mál. Þessi setning er það sem stendur upp úr að mínu mati í henni.

"Í raun stafar samfélagi okkar meiri ógn af fólki eins og útvarpsstýrunni á Sögu en öllum þorra þess fólks sem rekið er úr landi. "

http://stundin.is/blogg/maurildi/ogn-um-utvarp-sogu/

Sigurður M Grétarsson, 11.7.2016 kl. 11:59

14 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Óðnnn. Það eina sem varð borgarstjórnarameirihlutanum til minnkunar í því sem þú kallar hér "Ísraesmálið" er að þeir skyldu hafa hætt við sniðgönguna. Hér var um að ræða tilraun til að styðja við mikilvæga mannréttindabaráttu sem berst gegn strísglæpum grimms hernámsríkis og þá sérstaklega landráni þess sem byggir á þjóðernisheinsunum og eyðileggingum á heimilum fólk sem býr fyrir á því svæði sem þeir ræna og einnig eyðileggingu á innviðum þjóðfélags þeirra.

Þegar alþjóðasamfélagið bregst í að aðstoða fólk sem verður fyrir grimmilegri kúgun af hálfu hernámsveldis auk þess að þurfa reglulega að þola vísvitandi fjöldamorð á íbúum þeirra þá þarf almenningur og þeir opinberir aðliar sem geta lagt lóð á vogaskálarnar að bregðast við. Það er það eina sem borgarstjórnarmeirihlutinn ætlaði að gera. Ég vona að önnur sveitafélög á Íslandi sýni gott fordæmi og taki þetta upp hjá sér þó borgin hafi lúffað fyrir fjármálavaldi enda gæti það leitt til þess að borgin endurskoða þá afstöðu sína og standi keik að því að taka þátt í þessari mannréttindabaráttu.

Sigurður M Grétarsson, 11.7.2016 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 888612

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband