Einkasjúkrahús EKKI valkostur

"Þrír yf­ir­lækn­ar á hjarta­deild Land­spít­ala telja um­fangs­mikla starf­semi nýs einka­sjúkra­húss geta orðið veru­leg ógn við ís­lenska heil­brigðis­kerfið, sem sé á viðkvæm­um stað í end­ur­reisn­ar­ferli"

Það hefur verið ákveðin sátt í þessu landi að ákveðin grunnþjónusta sé fyrir alla landsmenn og það er LSH og það verður að halda áfram að byggja hann upp, starfsfólk, húsnæði og tæki.


mbl.is „Gjörbreyting á íslenskri heilbrigðisþjónustu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég hef þurft á einkasjúkrahúsum að halda og hef ekkert nema gott af þeim að segja. Það sem er gott við eitthvert einkasjúkrahús, ef þjónustan er ekki góð hjá þeim, þá fer fólk bara á eitthvað annað sjúkrahús, sem sagt það er val.

Það er líka annað sem að er betra þegar um einkasjúkrahús er um að ræða, ekki fleirri vikur, mánuðir eða jafnvel ár að koast að til að hlúa að veikindum sjúklingsins.

Gallinn á einkasjúkrahúsum í USA er að lögfræðingar hafa komist í smjörið, so to speak, en það er hægt að lagafæra það með einni eða tveimur lagasettningum, t.d. þá var lögfræðingaplágan leiðrétt í Texas, en ekki algjörlega.

Kveðja frá Seltjarnarnesi.

Jóhann Kristinsson, 30.7.2016 kl. 14:05

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - ég efa það ekki að það sé góð þjónusta á einkasjúkrahúsum þar sem er hægt að hafa þau. 

Vegna þess að við erum smáþjóð aðeins 320 þús þá er þetta útilokað að hér verði reist einkasjúrahús án þess að hafa skelfilegar afleiðinar fyrir LSH OG þá um leið flesta íslendinga nema þá allra ríkustu.

Markmiðið er og á að vera að efla LSH á allan hátt. Orkuhúsið, tannlækningar, salarheislugæslan eru allt góð viðbót sem ég styð en ekki að grunnþjónustan eins og hjartalæknigar og krabbameinslækningar fari út af LSH.

Hlustum á hvað þetta fólk er að segja okkur.

Óðinn Þórisson, 30.7.2016 kl. 14:25

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

 Óðinn, ég set svar við athugasemd þinni með copy/paste sem ég skrifaði í athugasemd við annan pistil á mbl.is blogginu.

Ég á líka erfit með að skilja þegar fólk notar orð eins og "útilokað" "skelfilegar" þetta er svo neikvætt og lýsir vantrausti á LSH.

Ef að þjónusta LSH er betri eða jafnvel mikið betri en einkasjúkrahús, þá er ég viss um að þeir allra ríkustu fari í meðferð á LSH stofnunum.

Fyrir neðan er það sem ég skrifaði í athugasemd annarsstaðar á mbl.is blogginu.

Ég hef ekki sérþekkingu um heibrigðisgeiran á Íslandi, en ég á erfit með að skilja af hverju val sjúklingsins á læknismeðferð og hvar sú meðferð er gerð, sé endir heilbrigðiskerfisins á Íslandi.

Svo lánsamur hef ég verið að búa í heilbrigðiskerfi þar sem ég hef haft val á læknismeðferð og á hvaða sjúkrahúsi ég vil að læknismeðferðin er gerð og er mjög ánægður.

Það sem ég sé positivt við einkasjúkrahús að það verður samkeppni og þá kanski fer kostnaður og biðraðir eftir læknaþjónustu að minka.

Ef LSH er með betri þjónustu en einkasjukrahús, þá er ég viss um að sjúklingar sækjast eftir meðferð á sjúkrahúsum LSH og einkasjúkrahúsið verður að bæta þjónustuna, annars fer það í gjaldþrot.

Ég tek undir með pistilhöfundi, einkasjúkrahús kemur til með að auka og bæta heilbrigðisflóruna, so to speak.

Jóhann Kristinsson, 30.7.2016 kl. 14:55

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - einkarekstur og ríkusrekstur er tveir ólíkir hlutir, ég er talsmaður og stuðingismaður einkareksturs í sem flestu enda það besta fyrirkomulagið í sem flestu.

Svo erum við með ákveðna grunnþjónstu sem á að vera og verður að vera á t.d LSH.

Við erum einfalelega of fámenn þjóð til að geta verið með einhverja samkeppni þegar kemur að þeirri grunnþjónustu sem LSH veitir, það vantar hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraliða á LSH og meðan það er raunvöruleikinn getum við einfaldlega ekki leyfti þessu einkastjúkrahúsi að rísa og verða í samkeppnium sérmenntað fólk.

Svo þarf að skoða vel þessa fjárfesta, hvaðan koma peningarinar ? , ef marka má fréttur frá vantsævintýri þeirra í HFN þá set ég veruleg spurningamerki við þá.

Óðinn Þórisson, 30.7.2016 kl. 20:50

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er aftur annað mál, hver er þessi fjárfestir og hver er ferill hans? Alveg sjálfsagðar spurningar.

En ef þjónusta LSH er eins góð og sumir segja, þá held ég að LSH þurfi ekki að hafa áhyggjur af einkasjúkrahúsum.

Ef fólk er að efast um ágæti einkasjúkrahúss og að það kollvarpi heilbrigðiskerfi landsins, þá finnst mér að það sé vantraustyfirlýsing á LSH.

Kveðja frá Seltjarnarnesi.

Jóhann Kristinsson, 31.7.2016 kl. 07:55

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - þjónustan á  LSH verður ekki eins góð og hun gæti verið ef þjóðarsjúkrahúsið okkar er komið í samkeppni við einkasjúkrahús.

Ágæti einkasjúkrahús eða ekki er ekki málið heldur sá veruleiki sem við búum við að við erum smáþjóð sem getum ekki mannað okkar þjóðarsjúkrahús með menntuðu fólki.


Óðinn Þórisson, 31.7.2016 kl. 09:47

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Nú bið ég þig að rökstyðja þessa fullyrðingu þína um að gæði LSH hraki með tilkomu einkasjúkrahúss.

Kveðja frá Seltjarnarnesi.

Jóhann Kristinsson, 31.7.2016 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband