Takk Ásmundur Einar

og hver borgar icesaveÞað er rétt að þakka heiðursmanninum Ásmundi Einari fyrir sitt framlag til íslands á mjög erfiðum tímum.

Hann sagði sig úr VG vegna Icesave - málsins og Esb - umsóknarinnar og stóð þannig með íslensku þjóðinni.

Hann stóð með framtíðarkynslóðum þessa lands sem sitja núna ekki uppi með Icesave - klafa Jóhönnustjórnarinnar.

Hafðu þökk fyrir þin störf í þágu íslensku þjóðarinnar.


mbl.is Ásmundur Einar hættir á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Klafa Jóhönnustjórnarinar Óðinn, hvernig færðu út svona vitleysu? Jóhönnustjórnin þurfti hins vegar að leysa þann vanda með einhverjum hætti eftir núverandi stjórnarflokka. Reyndar hefði hvaða ríkisstjórn sem er þurft þess. Þú ert þó ekki að halda því fram, að ekkert hefði þurft að gera, nema bara humma Icesave af sér, gjaldþrota þjóðin sem sárlega þurfti aðstoð, var úti í horni, en ekki vegna Jóhönnustjórnarinar, það veistu ofurvel. En ÁED verður ekki saknað af þingi, sérhagsmunapotarinn!

Jónas Ómar Snorrason, 20.8.2016 kl. 21:35

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas - Svavarsamnginurinn hefði valdið íslendingum ótrúlegum skaða, með því að segja sig úr VG þá sýndi hann hvernig alvöru stjórnmálamenn standa á sínu prinsippi. Hann vildi ekki að íslenska þjóðin myndi borga skuld einkabanka.

ÁED kom hreint og beint fram og það er sökunður við brotthvarf hans úr stjórnmálum.

Óðinn Þórisson, 20.8.2016 kl. 21:42

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Jónas...það þýðir ekkert að ræða þetta við Óðinn, íslandssagan byrjaði ekki fyrr en 2009. Það sem gerðist áður og af hverju er löngu búið að endurskoða út úr sögunni  innocent

Jón Ingi Cæsarsson, 20.8.2016 kl. 22:17

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Ingi - Björgvin G. Sigurðsson Samfylkingu var bankamálaráðherra 2008 þegar einkabankarnir féllu.

Óðinn Þórisson, 20.8.2016 kl. 22:40

5 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Ertu að segja, að íslendingar hefðu bara getað hummað af sér Icesave Óðinn? Tók BGS ákvörðunina um lán SÍ til fallins Kaupþingsbanka mínútu fyrir hrun, NEI. BGS tók enga, og fékk ekki að taka neina ákvörðun varðandi fall íslensku bankana. Það gerði hins vegar GHH, bara ekki í samráði við ríkisstjórn. Fyrir það var hann dæmdur. ÁED kom ekki hreint fram Óðinn. Það var klárt við myndun ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms, að umsóknarferlið að ESB skyldi verða, þar sem alltaf lá fyrir að þjóðin tæki lokaákvörðun. Málið var bara, að í þingkostningum 2009 voru allir flokkar nema VG eindregir í því að vilja hefja viðræður við ESB, bæði í landsfundarákvörðunum sem og í kostningabaráttuni. Að rúmu ári liðnu, snerust framsóknar og sjálfstæðisflokkar í málinu, með fylgdi ÁED ásamt hinum tveim. ÁED fór síðan heim í framsóknardalinn, JB stofnaði flokk fyrir síðustu kostningar, sem snerist um ESB, er núna formaður heimsýnar, og sonurinn ennþá greinandi hjá einhverri greiningadeild, sjónvarpsstjanrnan sjálf. 

Jónas Ómar Snorrason, 20.8.2016 kl. 23:57

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Óðinn. Nú finna krimmahöfuðpaurar svokallaðra "stjórnmálaflokka", (embættismannakerfismafían í heild sinni), nýa einstaklinga til að plata, blekkja, misnota og svíkja.

Eru þeir höfuðpaurar stoltir af sínu baktjaldasvikamakki?

Stolt flokkseigenda-mafíunnar á sér ekki nokkra vörn á Íslandi. Flokkaforystumafía sem leyfir frjálst flæði eiturlyfja og réttindalausra þræla til "FERÐAÞJÓNUSTU-BÆNDA-LANDSINS" hýbýlalausa og Ískalda, á réttindalausum hótelum víðsvegar um landið.

Þvílík djöfulsins löglaus spilling og stjórnleysi.

Góður Guð almáttugur hjálpi öllum að átta sig á sálfræði-áróðurs-kúgunum og blekkingum, sem um allan heim eru stundaðar, í skjóli siðlausara þrælahaldara-fjármálastýrðra fjölmiðla heimsins.

Almættið algóða forði öllu heiðarlega þenkjandi fólki frá að taka þátt í, og flækjast í neðanjarðar-svartamarkaðs-spillingu, þessa lögfræðingastýrða embættiskúgunarkerfi spillingardómstóla Íslands í framtíðinni. Ég mun áfram fylgjast með ungu fólki á alþingi, sem verið er að fara illa með, og verja þeirra málsstað í þessu spillingarfeni Mammons-Guðs.

Annað hvort er það alþingi í lýðræðisríki sem semur lögin, eða forstjóri hæstaréttar. Ef forstjóri hæstaréttar semur lögin og misnotar vald sitt til að láta ráðuneytisstjóra kúga alþingismenn til að samþykkja ólögleg lög,  þá er ekkert lýðræðiskjörið alþingi á Íslandi. Betra að sleppa kosningum og leggja niður alþingi. Forseti Hæstaréttar og Ráðuneytisstjórarnir ábyrgir! Það væri líka stórsparnaður fyrir heilbrigðisþjónustu landsmanna, að sleppa við allar þessar viðbjóðslegu blekkingar, svik, og mannskemmandi og heilsufars-niðurbrjótandi misbeitingu valds hæstaréttar Íslands.

Forseti Hæstaréttar Íslands: Markús Sigurbjörnsson, er ábyrgur fyrir öllum lögum og atkvæðagreiðslum á alþingi Íslands, sem lagahöfundur og alþingiskúgandi einræðisherra á Íslandi.

Guði sé lof að sumt fólk vilji ekki lengur reyna að berjast gegn, og taka ábyrgð á kúgandi bönkum, lífeyrissjóðum, og Hæstaréttar Íslands-stjórnarskrárlögbrotunum. Og lögmannavarinni okurlánastarfsemi (sem taka þingið í gíslingu með öllum íslenska mafíuflotanum). Og ekki má gleyma skattaokri út fyrir alla siðmenntaða staðla, og sýslumannaútkasti án lögverndaraðila, réttarhalda og dóms, samkvæmt stjórnarskrá Íslands og siðmenntaðra ríkja lögum.

Það á að banna fólki innan fullþroska-aldurs að taka sæti á alþingi, í raunverulega ábyrgu lýðræðisríki. Háskóla-"vitringarnir" og þjónar þeirra, sem öllu vilja ráða, geta upplýst fjölmiðla nánar um hvenær fólk er nógu fullorðið til að taka ábyrgð á gjörðum sínum á löggjafaþinginu. Ef Háskóli Íslands veit þetta ekki, þá er hann vanhæfur Háskóli.

Það gengur ekki lengur að veiða úr, líklega baklands-varnarlausa einstaklinga (t.d. næstum beint frá Vogi, með ættgengda þekkta kvilla sem flokksmafíurnar vita um í gegnum landlaæknisembættið). Til þess eins að hóta og blekkja það óharðnaða unga fólk, og Vogstæpa, til hlýðni við embættismannakerfið Hættaréttardómarastýrða, á: ALÞINGI ÍSLANDS.

Skömmina eiga þeir mesta, sem sitja á svikráðum í bakherbergjum, og kenna sín verk svo við lýðræði og jafnaðarmennsku bæði fyrir og eftir kosningasvik. "Þessum" og "þessum" skal fórnað eftir kosningasvik, lygar og blekkingar.

Það eru ekki allir jafn heiðarlegir og góðir, eins og þeir eru látnir líta út fyrir að vera í heimsveldis-einokunarfjölmiðlum heimveldiseinokunar-mafíunnar.

Hver og einn er skyldugur til að nota sinn sjálfráða, frjálsa og sjálfsábyrga vilja til að meta það hverjir eru heimveldis-einokunar-fjölmiðlar í dag.

Allt er skjótum breytingum undirorpið, og þeir fjölmiðlar sem í gær voru á traustsverðri braut, hafa verið yfirteknir af ...?

Hlustum á hjartað, (lesum milli línanna), því þar er okkar eigin fjölmiðla-óblekkti frjálsi einkasannleikur.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.8.2016 kl. 23:58

7 Smámynd: Már Elíson

"Takk Ásmundur"..er einmitt hárrétt hjá þér, Óðinn sjálfstæðismaður. - Þá verður leið ykkar sjálfstæðismanna til sjúkra athafna og frekari klíkuskapar greiðari. - Þú ert að vonum feginn þegar þú horfir upp á siðlausan einstakling (SDG) grafa sér og flokki sínum djúpa og endanlega gröf og þá eygir þú þá von að Sjálfstæðisflokkurinn geti setið einn að kjötkötlunum og haldið áfram að grafa undan bláfátækum almúganum (á fjárhags-og heilsusviði t.d.) eins og hin "silfurskeiðin" hefur rækilega boðað nýlega.

Vei þér, en þó þakkar þú Ásmundi fyrir og getur síðan haldið áfram að telja niður, því nú flýja þeir umvörpum hið sökkvandi skip eins og sannkölluðum heiglum er tamt.

Már Elíson, 21.8.2016 kl. 09:10

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas - það má segja að neyðarlögin og fá AGS til að aðstoða okkur hafi verið lykilatriði í að ekki fór ver fyrir okkur, VG studdi hvorugt þó svo að SJS hafði síðar reynt að skreyta sig með þeim stolnu fjöðrum.

ÁED fór yfir þetta ESB - mál enda var hann þá formaður Heimsýnar og nokkurð ljóst að hann var aldrei að fara að segja JÁ við að sækja um aðild að ESB án aðkomu þjóðarinnar, það var forysta VG sem sveik ESB - stefnu VG fyrir völd. Þetta hefur líka komið fram hjá Atla Gíslasyni.


Auk ÁED, AG þá sagði Lilja sig úr VG vegna Icesave - málins. og JB vegna ESB - umsóknarinnar. 

Óðinn Þórisson, 21.8.2016 kl. 09:13

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Már - " Þá verður leið ykkar sjálfstæðismanna til sjúkra athafna og frekari klíkuskapar greiðari "

Við skulum sleppa öllum svona dónaskap, hann þjónar engum tilgangi í málefnalegri umræðu.


Það er vissulega áhyggjuefni að Vigdís og Ásmundur eru að hætta, alþingi verður fátækara við það.

Óðinn Þórisson, 21.8.2016 kl. 09:17

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Anna - " Forseti Hæstaréttar Íslands: Markús Sigurbjörnsson, er ábyrgur fyrir öllum lögum og atkvæðagreiðslum á alþingi Íslands, sem lagahöfundur og alþingiskúgandi einræðisherra á Íslandi "

Jón Steinar Gunnlaugsson skrifaði um réttarkerfið í bókinni, " Í krafti sannfæringar"

Óðinn Þórisson, 21.8.2016 kl. 09:21

11 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Látum vera með ÁED, hann er hvort eð er að hætta, okkur greinir á hvort það beri að þakka honum eða ekki. Ég átta mig hins ekki á, hvernig þið margt framsóknar og sjálfstæðisfólk getið úthúðað Jóhönnustjórnini fyrir Icesave, mál sem hún fékk yfir sig án þess að hafa nokkuð með aðdragandan að gera. Ég hef marg bennt þér á, að það hefði ekki skipt nokkru máli hvaða stjórn hefði verið þetta kjörtímabil, allar hefðu þurft að takast á við þetta vandamál. Ég hef spurt þig hvort þú teljir, að það hefði verið hægt að humma málið af sér, ég hef sagt nei, það gat aldrei orðið. Samningsstaða Íslands var á þessum tíma ákaflega veik af nokkrum ástæðum. En að kenna Jóhönnustjórnini um Icesave er alger sögublinda. 

Jónas Ómar Snorrason, 21.8.2016 kl. 10:44

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

 Jónas - mistök Jóhönnustjórnarinnar í Icesave - málinu var fyrst og síðast að líta ekki á málið sem milliríkjadeilu og fá hæfasta teimið í málið, nei þau völdu að líta á málið sem pólitík gegn Sjálfstæðisflokknum, velja gjörsamlega vanhæfan einstakling til að fara með málið, Svavar Gestsson sem hafði enga þekkingu á svona milliríkjadeilu og skrifaði líklega undir fyrsta blaðið sem honum var afhent.

 

Hugmynd Jóhönnustjórnarinnar var alltaf hvaða afleiðingar sem það hefði í för með sér fyrir þjóðina að klína Icesave á Sjálfstæðisflokkinn og geta sagt, þarna sjáið þið hvað Sjálfstæðisflokkurinn gerði og svo átti að kóróna aðförina að Sjálfstæðisflokknum með því að fá heiðursmanninn GHH í handjárn.

 

Niðustaðan var Svavarsamngurinn, versti samingur sem gerðu hefur verið sem 98 % þjóðarinnar sögðu NEI við. Hversvegna sagði Jóhönnustjórnin ekki af sér í kjölfarið á því að tapa svona hrikalega stórt fyrir sinni þjóð.

Hafðu í huga að einkabankarnir voru á ábyrð eigenda og stjórenda þeirra.

Óðinn Þórisson, 21.8.2016 kl. 12:15

13 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Auðvitað er sárt að fá skuldir og misstök fyrri stjórna til þess að takast á við, að viðbættu efnahagslegu hruni til að leysa í þokkabót. Hvoru tveggja leysti Jóhönnustjórnin með glans. Icesave endaði í þeim farvegi sem það er í dag, og núverandi stjórn tók við bara góðu búi(auglýstu það meir að segja sjálfir). Held að allir viðkomandi hafi talað um það, að margt hefði betur mátt gera, eftir á séð, en aðstæður voru einstakar á alla kannta, varla þrætir þú fyrir það?  

Jónas Ómar Snorrason, 21.8.2016 kl. 16:24

14 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Hvað einkabanka varðar, þá var í auglýsingum vegna Icesave, að íslenska ríkið tryggði öll innlán, sem á Íslandi væri. Þetta var vegna þess að DO vildi ekki setja LÍ(Icesave) undir breska landhelgi, heldur var þetta allt undir íslenskri landhelgi. Kaupþing hins vegar, þar voru allir innlánsreikningar erlendis undir erlendri landhelgi. 

Jónas Ómar Snorrason, 21.8.2016 kl. 16:30

15 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas - við alþjóða fjármálahrunið og fall einkabankana sköpuðust hér og um allan heim mjög sérstakar og erfiðar aðstæður.

Það sem skipti máli fyrir okkur voru neyðarlögin og að AGS til að aðstoða okkur.

Það var rangt hjá vinstri - stjórninni að hér færu fram pólitísk réttarhöld yfir þeim einstaklng sem var forsætisráðherra þegar neyðarlögin voru sett og óskarð var eftir aðstoð AGS.

Sem betur fer þá féll Sjálfstæðisflokkurinn ekki í sama pitt og Samfylkingin og styðja pólitísk réttarhöld yfir Ingibjörgu Sólrúnu og Björgvni G. Sigurðssyni.

Ingibjörg Sólrún treysti ekki formanni Samfylkingarinnar í dag vegna aðkomu hennar að Landsdómsmálinu

Óðinn Þórisson, 21.8.2016 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband