26.8.2016 | 14:27
Þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar
Yfir 60 þús skrifðu undir að flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýrinni en því miður var " lýðræðisást " Dags B. og Gnarrsins engin.
Hanna Birna er klárlega þriðju aðalleikarinn í því að loka Reykjavíkurflugvelli.
Það sem verður að gerast er að þjóðin verður að fá að segja til um framtíð Reykjavíkurflugvallar.
Það sem er mjög sérstakt við þetta að það er læknir ( DBE ) sem lagði mest á sig að neyðarbrautinni yrði lokað og ekki má gleyma Valsmönnum.
Reykjavíkurflugvöllur er öryggismál, samgöngumál og atvinnumál.
Salan á flugvallarsvæði var heimil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kannski mætti spyrja eitthvað á þessa leið: "Hvort vildu heldur að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýr, eða að alvöru heilbrigðisþjónusta og sjúkraflög verði byggt upp um land allt".
Brynjólfur Þorvarðsson, 26.8.2016 kl. 17:59
Brynjólfur - ísland er eyja og flug er hluti af okkar samgöngumáta. Reykjavík er höfuðborg íslands og hefur ákveðnar skyldur sem slík. Að loka Reykjavíkurflugvelli eins og læknirinn vill er fullkomlega fáránlegt, 500 sjúkraflug á ári segir allt sem segja þarf.
Það þarf að laga margt á flugvöllum á íslandi, t.d Akey og stæðsta málið í dag er að tryggja framtíð Reykjavíkurflugvallar þar til eitthvað liggur fyrir um hvar á að byggja nýjan flugvöll, hvað hann muni kosta skattgreiðendur, 80 -100 milljarðar ? , og ef skattgreiðendur eiga að borga þennan óþarfa reikning þá verður lítið um uppbyggingu flugvalla annarstaðar á landinu.
Óðinn Þórisson, 26.8.2016 kl. 18:46
Það þarf auðvitað miklu minna sjúkraflug ef heilbrigðisþjónusta er í lagi um allt landið. Og bara það eitt að fjölga sjúkraflugvélum myndi bæta ástandið miklu meira en ef allt innanlandsflug yrði flutt til Keflavíkur. Flug er vissulega mikilvæg samgönguæð á Íslandi, en að reka tvo stóra flugvelli í ekki stærra samfélagi er auðvitað hrein geggjun. Allir græða á því að innanlandsflug verði flutt til Keflavíkur, að því gefnu að alvöru heilbrigðiskerfi og alvöru sjúkraflugi verði komið á um land allt.
Brynjólfur Þorvarðsson, 26.8.2016 kl. 18:58
Annars til gamans, hvenær flaugst þú síðast til Reykjavíkur? Sjálfur hef ég notað innanlandsflug bæð frá Austfjörðum og Vestfjörðum margsinnis, jafnvel einstaka sinnum frá Norðurlandi og einu sinni frá Snæfellsnesi. Munurinn á Keflavík og Reykjavík hefði aldrei verið nema lítilsháttar viðbót við ferðatíma í öllum tilfellum.
Brynjólfur Þorvarðsson, 26.8.2016 kl. 19:00
Brynólfur - það þarf að bæta margt varðandi bæði flugvelli og heilbrigðisþjónustu um allt land en það að eyðleggja Reykjavíkurflugvell meðan annað er ekki á borðinu er fáránlegt og mjög óábyrgt.
Það er alveg ljóst að fullkomið sjúkrahús verður ekki reyst og rekið um allt land, aðalsjúkrahús okkar verður í Reykjavík.
Það var viðtal við bæjarstjóra Isafjarðar um daginn sem sagði að ef niðurstaðan yrði sú að innanlandsflugið færi til Kef þá væri það ekki valkostur fyrir þá að nota það.
Að keyra til Kef og fljúga svo yfir Reyk. er bara stórfurðulegt.
Óðinn Þórisson, 26.8.2016 kl. 19:47
Rétt hjá Brynjólfi
Friðrik Friðriksson, 26.8.2016 kl. 20:28
Takk fyrir innlitið Friðrik.
Óðinn Þórisson, 26.8.2016 kl. 21:06
Mig grunar nú að Ísfirðingurinn hafi aðeins verið að ýkja - en vegasamgöngur vestur fara vissulega hratt batnandi þó alltaf verði þær erfiðar að vetri til.
Þörfin á sjúkraflugi hefur stóraukist vegna pólítískra ákvarðana um að draga úr heilbrigðistþjónustu á landsbyggðinni og þjappa sem allra mestu saman í Reykjavík. Á sama tíma er búið fáránlega að sjúkrafluginu sjálfu. Bið eftir sjúkraflugvél getur hæglega hlaupið á mörgum klukkutímum í dag, þar er hægt að bæta verulega úr. Munurinn á Keflavík og Reykjavík skiptir talsvert minna máli.
Það er hægt að breyta þessu tvennu strax í dag ef menn vilja, auka fjárveitingar til landsbyggðarinnar þannig að fjórðungssjúkrahúsin geti sinnt verkefnum sínum betur, og auka og bæta þann flugvélakost sem notðaur er til sjúkraflugs. Hvort tveggja skiptir landsbyggðinga miklu meira máli en hvort Reykjavíkurflugvöllur er eða fer.
Afhverju vilja menn þá endalaust vera að stunda pólítískan leðjuslag um Reykjavíkurflugvöll? Fyrir hverja þykjast menn vera að þessu? Fyrir landsbyggðina? Það virðist ekki vera.
Brynjólfur Þorvarðsson, 27.8.2016 kl. 05:33
Persónulega tel ég að framtíðar innanlandsflug eigi að vera í Leifsstöð. Þá yrði innan- og utanlandsflug á sama stað til hagsbóta , bæði fyrir ferðamenn og alla landsmenn sem þurfa að bregða sér út fyrir landsteinanna. En það er hins vegar full þörf fyrir Reykvíkinga að hafa sinn local- flugvöll rétt eins og allir staðir úti á landi. Og fyrir sjúkraflugið . Meðan að háskólasjúkrahúsið er við hringbraut verður sá flugvöllur að vera á þeim stað sem hann er nú. Varðandi að auka fjárveitingar til landsbyggðarinnar eins og Brynjólfur minnist á er svolítið dýr kostur tila að hann gagnist sjúklingum sem þurfa á meiriháttar aðgerðum að halda. Betra er að byggja upp hátæknisjúkrahús á einum stað með öllum tækjum og starfsliði til að sinna þeim aðgerðum og sjúkraflug og háskóla tengt því sjúkraflugi.
Jósef Smári Ásmundsson, 27.8.2016 kl. 07:10
Brynjólfur - Það hefur enginn á landsbyggðinni neitt á móti því að endurreisa heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni sem flutt hefur verið aðallega suður undanfarin ár. Það breytir þó því ekki að ekki er hægt að hafa alla þessa sérfræðiþekkingu sem til þarf í alvarlegustu tilfellin um allt land. Hvað sættir þú þig við mörg dauðsföll á ári vegna þess að ekki var hægt að lenda í Reykjavík því engin reyndist neyðarflugbrautin í suðvestan rokinu???
Högni Elfar Gylfason, 27.8.2016 kl. 08:53
Brynjólfur - varðandi bæjarstjóra Ísafjarðar þá var þetta það sem hann sagði, hvað þig grunar og grunar ekki skiptir í raun engu máli.
Það er aldrei þannig að það sé hægt með einhverju pennastriki að breyta strax einhverju varðandi flugvelli og sjúkrahús.
Hvaða leðjuslag ert þú að tala um varðandi Reykjavíkurflugvöll, var það einhver leðjuslagur að yfir 60 þús sinstaklingar skrifuðu undir að flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýrinni.
Óðinn Þórisson, 27.8.2016 kl. 09:08
Jósef Smári - ef frá er talið framtíð innanlandsflugs í Kef þá er ég sammála þér.
Það verður bara eitt aðalsjúkrahús enda erum við bara 320 þús.
Óðinn Þórisson, 27.8.2016 kl. 09:11
Högni - þú spyrð Brynjólf " Hvað sættir þú þig við mörg dauðsföll á ári vegna þess að ekki var hægt að lenda í Reykjavík því engin reyndist neyðarflugbrautin í suðvestan rokinu??? "
Þetta er grundvallarspurning.
Óðinn Þórisson, 27.8.2016 kl. 09:14
Ég vil benda Brynólfi og öðrum andstæðingum Reykjavíkurflugvallar á http://lending.is/
Óðinn Þórisson, 27.8.2016 kl. 09:15
Mér sýnist þetta snúast talsvert mikið um það hver raunveruleg þörf á sjúkraflugi er. Högni spyr mig hvað ég get sætt mig við mörg dauðsföll ef ekki er hægt að lenda í Reykjavík - hvað sættir hann sig við mörg dauðsföll vegna þess að það er allt of lítið af sjúkraflugvélum og þær illa staðsettar um landið? Meðal biðtími eftir sjukraflugi úti á landi er miklu lengri en auka ferðatími milli Keflavíkur og Reykjavíkur.
Svo er það þetta með hátæknisjúkrahúsið - slíku sjúkrahúsi er ekki ætlað að sinna neyðartilfellum. Þessar gríðarlega sérhæfðu aðgerðir og rannsóknir sem þar á að gera þarfnast ekki sjúkraflugs.
Ef heilbrigðiskerfið um allt land yrði styrkt væri hægt að leysa öll bráðavandamál miklu nær sjuklingum, auk þess sem þjónusta við landsbyggðina almennt yrði miklu betri. Með nútíma tækni er jafnvel hægt að fjarstýra uppskurði, svo maður tali ekki um lyflækningar.
Hagsmunir landsbyggðarinnar (og reyndar allra landsmanna) væri miklu betur borgið ef horfið væri frá þeirri pólítísku stefnu að svelta heilbregðiskerfið, svelta almenningssamgöngur, svelta neyðarþjónustu og draga allan andskotann til Reykjavíkur.
En í staðinn berjast menn í einhverjum skotgröfum um Reykjavíkurflugvöll eins og það sé upphafið og endirinn að öllum lausnum landsbyggðarinnar. Þjóðhagslega er mikill ávinningur af því að leggja niður Reykjavíkurflugvöll og flytja innanlandsflug til Keflavíkur og ég fullyrði að slíkt skapi ekki aukna hættu - að því gefnu að stjórnvöld búi almennilega að landsbyggðinni í stað þess að svelta hana og svívirða.
Brynjólfur Þorvarðsson, 27.8.2016 kl. 09:28
Tek undir hvert orð hjá Brynjólfi. það er engu líkara en að R.flugvöllur sé einhvers konar trúarbrögð.
Jónas Ómar Snorrason, 27.8.2016 kl. 09:58
Það er þessi blessaði flugvöllur. Nú er búið að loka þeirri braut sem var eina tengingin við eina sjúkrahúsið á landinu sem sinnir öllum meiriháttar heila og hjarta tilfellum. Mér sem bý út á landi er um og ó við það, ef ég sjálf eða einhver mér náin þarf á bráða heilaaðgerð að halda þann dag sem er ekki hægt að lenda? Brynjólfur, þú getur alveg talað um að bæta þjónustu út á landi. En hvernig lagar það ástandið sem er komið upp núna?
Flower, 27.8.2016 kl. 10:57
Afsakið, þetta kom ekki rétt út. Það sem ég ætlaði að segja að búið er að loka þeirri braut sem er hægt að lenda á í ákveðnum vindáttum. Sem var öryggi að vita af auðvitað. Það er vandamál sem skellur á okkur núna í haust og vetur, það er ekkert hægt að gera nema krossa fingur og biðja bænir að enginn þurfi að deyja vegna þess að það sem var sjálfsagt öryggi er það ekki allt í einu án þess að neitt komi í staðinn. Þetta er talað frá landsbyggðinni sem finnst mannslíf skipta meira máli en hagsmunir verktaka.
Flower, 27.8.2016 kl. 11:05
Flower, nú veit ég ekki hvar þú býrð en líkurnar á því að tilvist Reykjavíkur verði til að bjarga einhverju eru sáralitlar. Fyrir það fyrsta myndi raunveruleg bráðatilfelli vera flutt með þyrlu, þar skiptir flugvöllur litlu máli. Ef ekki er hægt að ná í þyrlu þarf að panta sjúkraflug (getur tekið allnokkra klukkutíma) og komast á nærliggjandi flugvöll (sem einnig getur tekið talsverðan tíma). Ef staðan er þannig, þegar til Keflavíkur er komið, að hálftími sé lífsspursmál þá má auðvitað nota þyrlu þaðan til Reykjavíkur.
Bráðatilfelli þar sem þarf á heila- eða hjartaskurðlækni að halda eru til allrar hamingju fá - og ef maður er staddur úti á landi, og eina sjúkrahúsið sem eitthvað varið er í er í Reykjavík, þá skiptir engu hvort flugvöllurinn (og einhver "neyðarbraut") eru tilstaðar. Raunveruleg neyðartilvik þarfnast viðbragða sem eru langt undir því sem sjúkraflug getur sinnt í dag, með eða án "neyðarbrautar".
En svona hræðsluáróður virðist falla vel í marga, gaman væri að heyra frá fagaðilum (læknum) hver þeirra skoðun er!
Brynjólfur Þorvarðsson, 27.8.2016 kl. 11:08
Brynjólfur - ég held að það sé alveg ljost um grundvallarmunur er á nálgun okkar varðandi Reykjavíkurflugvöll og heilbrigðiskerfið.
En bara þetta, allt sem þú ert að tala um kostar peninga, peninga sem verða sóttir í vasa okkar skattgreiðenda, þetta er fallegur draumur hjá þér og kannski einhvertíma í framtíðinni verður hægt að byggja sjúkrahús út um allt land og bráðatilfellum verði hægt að sinna í næsta húsi.
Óðinn Þórisson, 27.8.2016 kl. 13:04
Jónas Ómar - takk fyrir innlitið.
Óðinn Þórisson, 27.8.2016 kl. 13:06
Flower - þetta er alveg rétt hjá þér lokun neyðarbautarinnar mun líkleaa hafa áhrif strax í haust eða vetur, það er búið að takamarka flugvöllinn um ca 8 % en ég vona að ekkert hræðilegt gerist við lokun neyðarbrautarinnar.
Það hefði verið best fyrir hagsmuni allra landsmanna að láta flugvöllinn vera eins og hann er þar til liggur fyrir hvar og hvenær nýr flugvölllur verður byggður sem mun kosta skattborgrrna ca 80 - 100 milljarða.
Óðinn Þórisson, 27.8.2016 kl. 13:09
Til hvers er verið að eyða orku í flugvöll, sem allir flokkar hafa unnið að, að hætta með. Hvers vegna er landsbyggðarfólk að berjast fyrir flugvellinum, í stað þess að krefjast heilsuöryggis í nærsveit. Horfir upp á athugasemdalaust, núverandi ríkisstjórn eyðileggja kerfið að innan sem utan, sem helst vill einkavæða það. Fer svo á kjörstað og kýs áfram þessa sömu flokka blygðunarlaust. Stundum er sagt, fólk er ruglað, kolruglað!
Jónas Ómar Snorrason, 27.8.2016 kl. 13:58
Óðinn, það eru sjúkrahús um allt land! Meira að segja finustu sjúkrahús. Og það er til nóg af peningum til að manna þau almennilega, og einnig að efla sjúkraflug og aðra þjónustu stórlega. Núverandi stjórnvöld vilja ekki byggja upp innviði samfélagsins og afsegja sér tekjum til hægri og vinstri - þrátt fyrir að hagfræðingar hafi sýnt að nýfrjálshyggjan, sem öllu virðist ráða hjá sjálfstæðismönnum, sé tóm vitleysa, dragi úr þrótti atvinnulífsins, spilli fyrir hagvexti og auki almenna vanlíðan í samfélaginu.
Stjórnvöld ákváðu fyrir nokkrum áratugum að reka miðlægt heilbrigðiskerfi á Íslandi, allt skyldi flutt til Reykjavíkur. Hinsvegar klikkuðu þau á því að reisa þar almennilegt sjúkrahús (sem er nú loksins farið að hilla undir, meira en áratug seinna en til stóð) og ekki síður að reka almennilega neyðarþjónustu á borð við sjúkraflug.
Þetta er ekki spurning um hvort til séu peningar, þetta er spurning um pólítískan vilja. Og það hentar sjálfsagt þessum pólítíkusum að menn rífist og gargi út af Reykjavíkurflugvelli en taki ekki eftir þeim raunveuleika að landsbyggðin fær að éta það sem úti frýs í nánast öllum málaflokkum. Mig furðar að Framsóknarmenn skuli leggja nafn sitt við þetta stjórnarfar!
Brynjólfur Þorvarðsson, 27.8.2016 kl. 14:03
Jónas Ómar - núverandi og fyrrv. meirihluti í Reykjaívk hafa unnið að því að loka Reykjavíkurflugvelli burt séð frá þeim afleiðingum sem það hefur í för með sér.
Það hefur enginn Sjálfstæðis eða Framsóknarmaður talað fyrir að skerða flugöryggi með því að loka flugvellinum áður en eitthvað annað liggur á borðinu.
Það er hagsmunamál landsbyggðarinnar að flugsamgöngur séu í lagi og í raun hagsmunamál allra landsmanna.
Óðinn Þórisson, 27.8.2016 kl. 14:20
Bryjólfur - " Núverandi stjórnvöld vilja ekki byggja upp innviði samfélagsins og afsegja sér tekjum til hægri og vinstri - þrátt fyrir að hagfræðingar hafi sýnt að nýfrjálshyggjan, sem öllu virðist ráða hjá sjálfstæðismönnum, "
Þá höfðum við það, þetta er bara fáránleg ath.semd sem stenst enga skoðun.
Reykjavíkurflugvöllur er öryggismál, samgöngumál og atvinnumál og yfir 60 þús íslendingar hafa krafst þess að fá að segja sín skoðun á málinu sem varðar hagsmuni allra landsmanna.
Óðinn Þórisson, 27.8.2016 kl. 14:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.