4.9.2016 | 08:59
Sjálfstæðisflokkurinn - stétt með stétt
3.329 atkvæði tóku þátt í lýðræðishátið Sjálfstæðisflokkins en til samanburðar voru aðeins 1000 sem tóu þátt í prófkjöri Pírata fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin plús sv - kjördæmi en inn í þessari 1000 manna tölu eru 100 frambjóðendur.
Sjálfsæðisflokkurinn hefur klárlega bestu stefnuna og nú er það fólksins í landinu að ákveða hvort það vill áfram stöðugleika með Sjálfstæðisflokkunum eða stundrungu vinstri flokkana með tilheyrandi skattahækkunum o.s.frv.
Sjálfstæðisflokkurinn
stétt með stétt
Staðan óbreytt eftir lokatölur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sjálfstæðismenn vilja spillingu, sukk og svínarí, þess vegna ertu svona ánægður með flokkinn þinn. Ekki einn einasti þingmaður Sjálfstæðisflokks er í pólitík af hugsjón öfugt við þingmenn Pírata. Sjálfstæðismenn eru í pólitík til að skara eld að eigin köku.
Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 4.9.2016 kl. 10:47
Því miður Óðinn minn eins og ég held að þú sért Guðhræddur og góður drengur, þá er sjálfstæðisflokkurinn: spilling með spillingu.
Þei hefðu miklu meira fylgi ef þeir legðu spillinguna til hliðar, þó ekki væri nema í nokkur ár.
Steindór Sigurðsson, 4.9.2016 kl. 11:41
Sigurður - Píratar vilja kúvenda stjórnarskránni, eru trúleysingjar og anarkistar.
Óðinn Þórisson, 4.9.2016 kl. 12:07
Steindór - " Lánshæfismatsfyrirtækið Moody‘s Investor Service tilkynnti fyrr í dag að ákveðið hefði verið að hækka lánshæfiseinkunn ríkissjóðs um tvö þrep, úr Baa2 í A3, með stöðugum horfum. Svo mikil hækkun í einu lagi er sjaldgæf en Moody‘s segir að það endurspegli hraðan og víðtækan framgang í endurreisn Íslands eftir fall bankakerfisins haustið 2008."
01.09.2016
Það er von á skýrslu núna á allra næstu dögum frá GÞÞ og VH um bankasölu vinstri stjórnarinnar.
Óðinn Þórisson, 4.9.2016 kl. 12:13
Finnst ykkur ekki athyglisvert að þátttaka í þessu prófkjöri var liðlega 3400 manns, en í 2012 tóku rúmlega 7400manns þátt?
Af átta efstu eru sjö lögfræðingar og áttundi Guðlaugur Þór Þórðarsson. Hvers fulltrúi er hann aftur? Þetta kannski lýsir þessu slagorði hanns Mussolini ágætlega, "stétt með stétt", allar stéttir skulu sætta sig við hlutskipti sitt!
Jón Páll Garðarsson, 4.9.2016 kl. 15:50
Í prófkjöri Pírata á höfuðborgarsvæðinu höfðu 2.872 skráðir flokksmenn kosningarétt og þar af voru 1.485 skráðir í kosningakerfið, en 1.033 neyttu kosningaréttar síns sem þýðir að kjörsóknin nam 36% af skráðum félagsmönnum með kosningarétt og tæpum 70% af skráðum notendum í kosningakerfinu hjá þessum tiltölulega nýlega flokki. Þann 12. ágúst síðastliðinn skrifaði háttvirtur síðuhaldari Óðinn Þórisson, færslu þar sem hann kallaði þessar tölur um kjörsókn "áfall" fyrir Pírata.
Nú ber svo undir að 3.329 tóku þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þar sem eru um það bil 12.000 skráðir flokksmenn, en það jafngildir um 28% kjörsókn hjá þessum fjölmenna og rótgróna flokki. Enn fremur er það innan við helmingur þess fjölda sem að jafnaði hefur tekið þátt í fyrri prófkjörum á vegum flokksins í Reykjavík á undanförnum árum, líkt og ráða má af meðfylgjandi mynd sem fengin er að láni frá þeim félögum Styrmi Gunnarssyni og Birni Bjarnasyni á Evrópuvaktinni.
Dæmi nú hver fyrir sig hvað er áfall og ekki áfall, á grundvelli beinharðra tölulegra upplýsinga.
P.S. Óðinn. Alhæfingar þínar um að allir Píratar séu trúleysingjar og anarkistar eru ekki frekar svara verðar heldur en ef fullyrt væri að allir Sjálfstæðismenn séu spilltir og gráðugir, sem þeir eru ekki allir heldur bara sumir. Enn fremur er það beinlínis rangt að allir Píratar vilji kúvenda stjórnarskránni, vissulega vilja sumir það en við erum líka til sem viljum stíga varlegar til jarðar í því máli. Rétt eins og að innan Sjálfstæðisflokksins er sjálfsagt til margskonar fólk með ólíkar skoðanir á ýmsum málum. Bara svo dæmi sé tekið þá liggur ljóst fyrir að forysta flokksins er andvíg afnámi verðtryggingar, þó svo að skoðanakannanir gerðar af viðurkenndum aðilum (Capacent-Gallup) hafi sýnt að 80% almennra flokksmanna séu hlynnt því.
Góðar stundir.
Guðmundur Ásgeirsson, 4.9.2016 kl. 16:15
Sigurður Helgi, hvaða þingmaður Pírata er í stjórnmálum af hugsjón?????
Jóhann Elíasson, 4.9.2016 kl. 16:54
Jóhann. Hvaða þingmaður Sjálfstæðisflokksins er í stjórnmálum af hugsjón???
Guðmundur Ásgeirsson, 4.9.2016 kl. 17:05
Jón Páll - það var mikill munur á hvað frambjóðendur lögðu í þessa kosningabaráttu og 2012 enda er það krafan í dag að frambjóðendur eyði ekki miklu í þetta, t.d engar kosningaskrifstofur. Jú vöfflukaffi hjá GÞÞ.
Óðinn Þórisson, 4.9.2016 kl. 18:53
Guðmundur - hef enn ekki heyrt neinn frambjóðanda Pírata og hef ég hlustað á flest viðtöl við þa og enn hefur enginn talað fyrir kristinni trú og hefur t.d Helgi Hrafn og yfirPíratinn Birgitta undirstriað það skýrt að þau eru trúleysingjar.
Það virðist vera svo og það hefur komið fram í umræðunni að frjálslyndir frambjóðendum var hafnað svo virðast Píratar ekki geta framkvæmt prófkjör.
Svo þetta það liggur ekki enn fyrir hve mörg atkvæði hver framjóðandi fékk, það er öll "lýðræðisástin ", en hjá Sjáfstæðisflokknum t.d í gærkvöædi lágu allar tölur fyrir um miðnætti.
Óðinn Þórisson, 4.9.2016 kl. 19:02
Jóhann - ef það er hægt að tala um einherja hugsjón eða eitthvað slíkt hjá Pírtöum þá er það þetta, anarkistmi. Það er í raun ekki hægt að treysta Pírötum eða neinu sem kemur fram hjá þeim því eins og MT sagði á Hrinbraut í morgun þá sveiflast þeirra skoðanir milli funda.
Óðinn Þórisson, 4.9.2016 kl. 19:04
Óðinn minn þú veist það jafnvel og ég að það er ekkert að marka þessi matsfyrirtæki, því miður. En hvernig litist þér á að skipta Bjarna ben út fyrir mig og styrkjadrengnum fyrir þig. Svo þyrftum við að losna við spillingaöflin sem stjórna þeim eins og strengjabrúðum bakvið tjöldin. Ég er alveg klár á að þá fengi flokkurinn yfir 50% fylgi. En við vitum báðir að þetta er ekki að fara að gerast.
En grínlaudt það vantar ekki mikið uppá að þessir snillingar rústi fjármálakerfinu endanlega.
Sjáðu bara það nýjasta, BÓNUSGREIÐSLUR uppá einn og hálfan milljarð, úr gjaldþrota fyrirtæki. Ég er svo vitlaus að ég hélt að verðmæti sem finnast í gjaldþrota fyrirtæki færu uppí kröfur. Og eftir það væri ekkert eftir.
Svona rugl og afskriftir ásamt mörgu öðru er að gera það að verkum að það er ekkert að marka veðmæti Íslensku krónunnar. Skráningin á henni er eitt allsherjar bull. Og ég skal lofa þér því að hún á eftir að falla mikið, strax eftir kosningar. Því fyrr eða síðar þarf að leiðrétta vitleysuna. Það er ofsalega stutt í að við sjáum hvort ég hef ekki rétt fyrir mér.
Steindór Sigurðsson, 5.9.2016 kl. 02:33
Steindór - ekkert að marka Moodys :) , Það er nú þannig eins og þú veist að forsenda þess að ég kjósi þig er að sjá þig á framboðslista flokksins og þessir styrkir , veit ekki betur en BB hafi talað um þá sem sjálftöku.
Vandinn í dag er að ferðamanniðaðurinn hefur aukist allt of mikið, annar hvor maður er að byggja hótel, kranar út um allt, - þetta er of mikil breyting á fjölda ferðamanna á of stuttum tíma og varðandi kórnuna þá gætir þú bara haft rétt fyrir þér, en vonum ekki, okkar vegna.
Óðinn Þórisson, 5.9.2016 kl. 07:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.